Morgunblaðið - 08.01.2019, Page 33

Morgunblaðið - 08.01.2019, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is TONON Up Barstóll – viðarfætur Verð 129.000,- stk. ICQC 2018-20 Golden Globe-verðlaunin voru af- hent aðfaranótt mánudags á Beverly Hilton-hótelinu í Kaliforníu í Banda- ríkjunum og komu úrslitin mörgum í opna skjöldu, eins og sjá má af um- fjöllunum ýmissa fjölmiðla bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en úrslit Golden Globe ráðast af atkvæða- greiðslu félagsmanna í samtökum erlendra blaða- og fjölmiðlamanna í Hollywood, Hollywood Foreign Press Association eins og þau heita á frummálinu. Óvæntust þóttu úrslitin í flokki bestu dramatísku kvikmyndar en fyrir valinu varð Bohemian Rapsody sem segir af hljómsveitinni Queen í árdaga og þá einkum forsprakka hennar, Freddie heitnum Mercury. Kvikmyndin heitir eftir einum þekktasta smelli Queen og þótti hún allt eins eiga heima í flokki gaman- og söngvamynda. Bohemian Rap- sody hefur hlotið heldur dræmar við- tökur gagnrýnenda á heildina litið, eins og sjá má af meðaltalseinkunn- inni 49 af 100 mögulegum á vefnum Metacritic sem tekur saman gagn- rýni víða að. Aðalleikari myndar- innar, Rami Malek, hreppti verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Mercury. Gaman- eða dramamynd, aðal- eða aukaleikari? Besta kvikmyndin í flokki gaman- og söngvamynda þótti Green Book sem hefði allt eins getað verið í flokki dramatískra kvikmynda þar sem hún þykir bæði gamansöm og dramatísk. Mahershala Ali hlaut verðlaun sem besti leikari í auka- hlutverki fyrir leik sinn í myndinni sem er út af fyrir sig skrítið þar sem hann er í öðru af tveimur aðalhlut- verkum kvikmyndarinnar, hlutverki klassísks píanóleikara sem fer í tón- leikaferð um sunnanverð Bandaríkin og fær dyravörð til að keyra sig milli staða en sá er leikinn af Viggo Mor- tensen. Áttu margir von á því að A Star is Born, kvikmynd Bradleys Coopers sem hann fer einnig með aðalhlut- verk í, á móti Lady Gaga, yrði sigur- vegari kvöldsins en hún hlaut aðeins ein verðlaun, fyrir besta frumsamda lagið, „Shallow“ eftir Gaga. Green Book hlaut svo ein verðlaun til við- bótar, fyrir besta handrit, og því flest verðlaun af þeim kvikmyndum sem tilnefndar voru að þessu sinni. Roma eftir mexíkóska leikstjór- ann Alfonso Cuarón hlaut tvenn verðlaun, sem besta erlenda kvik- myndin (þ.e. kvikmynd á öðru máli en ensku) og fyrir bestu leikstjórn, en henni er spáð velgengni á Óskars- verðlaununum 25. febrúar. Þá var Spider-Man: Into the Spider-Verse verðlaunuð sem besta teiknimyndin. Bretar fengsælir Dagblaðið The Guardian vekur sérstaklega athygli á góðu gengi Breta á Golden Globe í ár en þeir voru margir í hópi verðlaunahafa og þá sérstaklega þegar kemur að sjón- varpsþáttum. Enski leikarinn Christian Bale hlaut verðlaun fyrir túlkun sína á Dick Chaney í gaman- myndinni Vice og þakkaði hann m.a. kölska fyrir þann árangur í ræðu sinni; Olivia Colman var verðlaunuð sem besta aðalleikkona í gaman- mynd fyrir The Favorite; Richard Madden hlaut verðlaun sem besti að- alleikkari í dramaseríu fyrir Body- guard og Ben Whishaw verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyr- ir A Very English Scandal. Bandaríkjamenn voru þó öllu fleiri í hópi verðlaunahafa og má af þeim nefna Patriciu Clarkson sem var verðlaunuð fyrir besta aukahlutverk í sjónvarpsþáttum, Sharp Objects; Patriciu Arquette sem hlaut verð- laun sem besta leikkona í stuttri þáttaröð fyrir Escape at Danne- mora; Rachel Brosnahan sem hlaut verðlaun sem besta aðalleikkona í gaman- eða söngvaþáttaröð, The Marcellous Mrs. Maisel, og Michael Douglas sem hreppti styttu sem besti leikari í sama flokki, fyrir The Kominsky Method, og helgaði verð- launin 102 ára gömlum föður sínum, Kirk. Heiðursverðlaun fyrir ævi- starfið hlaut svo fjölhæfi leikarinn Jeff Bridges. helgisnaer@mbl.is Tvenna Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón með stytturnar sem hann hlaut fyrir Roma, fyrir bestu leikstjórn og bestu erlendu kvikmyndina. AFP Kampakátir Liðsmenn Queen, Brian May og Roger Taylor, með leikaranum Rami Malek. Í hátíðarskapi Leikarinn Viggo Mortensen, leikstjórinn Peter Farrelly, leikkonan Linda Card- ellini og leikarinn Mahershala Ali voru ánægð með gott gengi kvikmyndarinnar Green Book. Óvænt úrslit  Bohemian Rapsody, Green Book og Roma þær bestu á Golden Globe Koss Lady Gaga smellti laufléttum kossi á verðlauna- styttuna sem hún fékk fyrir lagið „Shallow“. Margreynd Glenn Close hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki dramatískrar kvikmyndar, The Wife.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.