Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 36

Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 36
Jakkar • Peysur • Vesti • Bolir Kjólar • Buxur 30-50% afsláttur Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALAN er hafin 30% afsláttur af töskum Fyrstu Tíbrártónleikar ársins verða haldnir í Salnum á morgun, 9. jan- úar, kl. 20. Þá munu fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og píanóleik- arinn Jane Ade Sutarjo flytja fjöl- breytta dagskrá með eftirlætis- verkum sínum: Sónötu nr. 25 í F-dúr eftir W.A. Mozart, Quasso fyrir fiðlu og píanó eftir Ninu Senk, Sónötu nr. 1 í G-Dúr eftir J. Brahms og Tzigane eftir M. Ravel. Eftirlætisverk á fyrstu Tíbrártónleikum ársins ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 8. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Njarðvíkingar eru með tveggja stiga forystu að tólf umferðum loknum í Dominos-deild karla í körfuknattleik eftir útisigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík í gær- kvöld, 88:85. Gríðarleg spenna var á lokamínútum leiksins og Keflvík- ingar voru nærri því að jafna metin með lokaskoti sínu á síðustu sek- úndunni. »3 Njarðvík er með tveggja stiga forystu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Anna Björk Kristjánsdóttir varð í gær fyrst íslenskra knattspyrnu- kvenna til að semja við atvinnulið í Hollandi þegar hún gekk til liðs við PSV Eindhoven, efsta lið úrvals- deildarinnar þar í landi. „Liðið hef- ur unnið hvern leik- inn á fætur öðrum að undanförnu og það hjálpaði mér að ein- hverju leyti að taka ákvörðun,“ sagði Anna þegar Morgun- blaðið ræddi við hana í gær. »1 Anna Björk fyrst í hollenskt félag Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurður Sigurðarson hefur í um tvö ár bent reglulega á í pistlum á mbl.is (blog.is) hvað betur má fara í málfari í íslenskum fjölmiðlum. „Ég geri þetta fyrst og fremst fyrir sjálf- an mig,“ segir hann og er ekki bjartsýnn á framtíð íslenskunnar, telur að hún hverfi með jöklunum. Bókin Gönguleiðir yfir Fimm- vörðuháls eftir Sigurð kom út 2002 og síðan endurskoðuð 2012. María Berglind Þráinsdóttir kom að próf- arkalestrinum ásamt fleirum. „Hún tók mig svo í gegn að mig sveið und- an aðfinnslunum, var beinskeytt í yfirlestri sínum og raunar miskunn- arlaus, að mér fannst, en ég lærði hins vegar mikið af henni,“ segir hann. „Ég beitti til dæmis oft ná- stöðu og þessar athugasemdir urðu meðal annars til þess að ég fór að lesa blöðin með öðrum augum. Þá tók ég eftir því að nástaða var al- geng í fjölmiðlum auk þess sem menn skrifuðu oft orð, sem var skammað fyrir að nota í mennta- skóla. Orð eins og til dæmis val- kostur sem er tvítekning á því sama.“ Erfitt að taka gagnrýni Eiður Guðnason, fyrrverandi ráð- herra og sendiherra, bloggaði lengi um íslenskt málfar og Sigurður seg- ist stundum hafa sent honum ábendingar sem hann hafi birt. „Við áttum ágætis samtal um íslenskt mál og þegar hann féll frá byrjaði ég að blogga á sömu nótum.“ Sigurður segir að Eiður hafi sagt við sig að gagnrýni á málfar væri ekki til vinsælda fallin. „Ég held að það sé rétt. Ég veit af eigin reynslu að erfitt er að taka gagnrýni, fyrir suma er það illmögulegt en þá er aldrei við gagnrýnandann að sakast nema hann hafi rangt fyrir sér. Vera má að það hendi mig oftar en ég átta mig á.“ Tungumál taka stöðugum breyt- ingum en Sigurður hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Sérstaklega þykir honum slæmt þegar fjölmiðla- fólk skrifar ambögur eftir viðmæl- endum í stað þess að leiðrétta þær. „Þrátt fyrir allt eru prentaðar heim- ildir mikilvægar og ef þær eru tóm vitleysa er verið að fremja skemmd- arverk á íslenskri tungu,“ segir hann. „Hluti af kynslóðinni, sem við ólum upp, er illa talandi og illa skrif- andi. Ástæðan er sú að við héldum bóklestri ekki að þessum börnum.“ Hann bætir við að fólk fætt upp úr miðri liðinni öld hafi lesið bækur, Æskuna og önnur tímarit fyrir utan dagblöðin. „Yngsta fólkið núna les gjarnan lítið annað en stuttan texta í sms-skilaboðum eða eitthvað álíka.“ Að óbreyttu er útlitið ekki bjart, að mati Sigurðar. „Íslenskan verður dauð eftir 50 ár,“ segir hann og rök- styður mál sitt með því að vísa í hvað íslenskan sé þegar orðin enskuskotin, jafnt í orðum sem setningaskipan. „Ungt fólk í fjöl- miðlum bregður fyrir sig ensku til skýringar á íslensku og þegar svo er komið stefnir í óefni,“ segir hann. „Ég hugsa að það endi með því að á sama tíma og jöklarnir hverfa á Ís- landi verði íslenskan fornmál sem enginn kunni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Málvernd Sigurður Sigurðarson bendir á það sem betur má fara í málfari í íslenskum fjölmiðlum. Gerir úrbætur í málinu  Sigurður telur að íslenskan verði dauð eftir 50 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.