Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 1
Útlit er fyrir að „vorinu“ ljúki um helgina og við taki hefðbundn-
ara og svalara janúarveður. Áður en til þess kemur er þó von á
suðvestanstormi sem ætti að ná hámarki í kvöld og hefur Veður-
stofan gefið út gula viðvörun fyrir allt norðanvert landið vegna
hans. Hiti á Austfjörðum gæti nálgast 15 stig, hlémegin fjalla.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að líkur séu á því
að fyrirstöðuhæðin sem verið hefur yfir Bretlandi koðni niður um
helgina og það breyti veðrinu hér. Sunnanvindarnir langt sunnan
úr hafi sem hæðin hefur beint hingað yfir hætti að berast. Þá eigi
kaldara loft greiðari aðgang að landinu. Lægðirnar verði svalari.
Búast má við úrkomu sem frekar fellur sem snjór en regn. „Hægt
og bítandi nálgast veðrið að vera það sem við eigum að venjast í
janúar, ef það er þá eitthvað til sem heitir janúarveður,“ segir
Einar. Fólkið sem leitaði skjóls fyrir regni við Ráðhúsið í gær
gæti þurft að bíða af sér snjóél á næstu vikum.
Morgunblaðið/Eggert
Hefðbundið janúarveður
er að taka völdin
M I Ð V I K U D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 7. tölublað 107. árgangur
FLAUTUKURR Í STAÐ
HEFÐBUNDINS
FLAUTUHLJÓÐS
ÞYNGDI SIG UM
18 KG FYRIR
HLUTVERKIÐ
FYRSTI LEIKUR
ÍSLANDS ER Á
FÖSTUDAGINN
EVA MELANDER 33 SÉRBLAÐ UM HM 2019BERGLIND MARÍA 30
Greina þarf frekari úrræði
Fyrstu tölur benda til að flutningur hjartagáttar á bráðamóttöku hafi lánast vel
Forstjóri Landspítala segir að öryggi sjúklinga sé tryggt og þjónustan betri
Í skýrslunni er fjöldi ábendinga til
stjórnvalda og Landspítalans (LSH).
Meðal annars er lagt til að Landspít-
alinn skoði innan skamms tíma áhrif
flutnings Hjartagáttar á gæði þjón-
ustu og starfsemi bráðamóttöku og
endurmeti ákvörðun ef svo ber und-
ir. Páll Matthíasson, forstjóri LSH,
segir að fylgst sé náið með árangri
flutnings hjartagáttar á bráðamót-
töku. Fyrstu tölur bendi til þess að
þessi aðgerð hafi heppnast vel og ör-
yggi hjartasjúklinga sé tryggt. Á
sama tíma hafi verið byggð upp öflug
dagdeild sem þjóni hjartasjúklingum
betur og unnið á biðlistum í hjarta-
þræðingum og öðrum hjartaaðgerð-
um.
Ástæðan fyrir flutningi hjarta-
gáttar nú var skortur á sérhæfðum
hjúkrunarfræðingum. Páll segir að
vissulega hafi álag á bráðamóttöku
aukist en verkefnið fari vel með ann-
arri bráðastarfsemi. Einvala lið
starfsfólks þar leysi verkefni sín frá-
bærlega.
Helgi Bjarnason
Kristján H. Johannessen
Opnun hjúkrunarheimilis á Seltjarn-
arnesi í næsta mánuði og sjúkrahót-
els Landspítalans 1. apríl mun létta
álagið á Landspítalanum og sérstak-
lega bráðamóttöku hans. Í skýrslu
um úttekt landlæknisembættisins
um alvarlega stöðu deildarinnar er
heilbrigðisráðherra bent á að greina
frekar áhrif af þessu tvennu og meta
hvort grípa þurfi til frekari úrræða,
eins og að koma upp fleiri rýmum.
Úttekt á bráðamóttöku
» Meðaldvalartími sjúklinga
sem bíða eftir útskrift á aðrar
deildir er 23,3 klukkustundir
en æskilegt viðmið er 6 tímar.
» Ekki er töf á því að þeir sem
eru veikastir fái þjónustu.
Meðaldvalartími þeirra er 4-5
klst. sem er innan viðmiða.
MVerri staða þrátt fyrir úrræði »4
„Læknarnir sögðu að hún myndi
kannski lifa í tvö ár og kannski í
nokkur ár,“ segir Monika Kalucka,
einn aðstandenda fjársöfnunar fyr-
ir Elwíru Kołakowska og fjölskyldu
hennar.
Elwíra fékk þau tíðindi daginn
sem hún fagnaði 33 ára afmæli sínu
að hún væri með alvarlegan tauga-
sjúkdóm sem kallast Amyotrophic
Lateral Sclerosis (ALS) með
Pseudobulbar Syndrome, eða
blandaða hreyfitaugahrörnun sem
er algengasta form MND-sjúk-
dómsins og Pseudobulbar Affect
(PBA) sem einnig leggst á tauga-
kerfi fólks. Þessir tveir sjúkdómar
hafa gjörbreytt lífi Elwíru og munu
á endanum gera hana algerlega
ósjálfbjarga.
Fyrir ári gat Elwíra keyrt bíl en í
dag er hún með næringu í æð og
þarf umönnun allan sólarhringinn.
Hún og eiginmaður hennar ákváðu
að flytja aftur til Póllands síðasta
sumar eftir ellefu ára búsetu hér til
að geta notið stuðnings fjölskyldu
sinnar. »4 Söfnun Elwíra Kolakowska með börnum sínum, Jakub Alan og Emiliu Leu.
Hefur hrakað mikið á einu ári
Vinir Elwíru á Íslandi safna fyrir
dýrum lyfjum og rafmagnshjólastól
Hefðbundnir afgreiðslukassar með
starfsmanni munu hverfa meira og
minna á næstu árum að mati Þórarins
Ævarssonar, framkvæmdastjóra
IKEA. Hann segir þá þróun vera af
hinu góða þar sem verið sé að gera
það sjálfvirkt sem á að vera sjálfvirkt.
Sjálfsafgreiðslukassar eru orðnir
algeng sjón í verslunum hér á landi
en af 23 verslunum Krónunnar eru
sjö þeirra búnar afgreiðslukössum.
Stefnt er að því að slíkir kassar verði í
öllum Krónuverslunum á höfuðborg-
arsvæðinu á næstu 18 mánuðum en í
minni verslunum fyrirtækisins kýs
meira en helmingur viðskiptavina að
nota slíka kassa. Af 33 verslunum
Bónuss eru fimm með slíka kassa og
hyggst fyrirtækið tvöfalda þann
fjölda á þessu ári. Allir þessir sjálfs-
afgreiðslukassar voru settir upp á ný-
liðnu ári en IKEA setti upp sína
fyrstu sjálfsafgreiðslukassa árið
2010. »16
Sjálfsafgreiðslu-
kössum fjölgar
Í fyrsta sinn frá
árinu 1997 tekur
íslenska karla-
landsliðið í hand-
knattleik þátt í
stórmóti án Guð-
jóns Vals Sig-
urðssonar. Af 17
leikmönnum
landsliðsins sem
tekur þátt í HM
eru sex fæddir
1997 eða síðar. Guðjón hafði tekið
þátt í tveimur mótum þegar sá
yngsti, Haukur Þrastarson, kom í
heiminn vorið 2001. » Íþróttir
Ekki með í fyrsta
sinn á öldinni
Guðjón Valur
Sigurðsson