Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Veður víða um heim 8.1., kl. 18.00
Reykjavík 5 alskýjað
Hólar í Dýrafirði 6 súld
Akureyri 3 alskýjað
Egilsstaðir 1 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 4 rigning
Nuuk -5 snjókoma
Þórshöfn 2 léttskýjað
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 2 skúrir
Stokkhólmur 0 snjókoma
Helsinki 0 snjókoma
Lúxemborg 3 skúrir
Brussel 6 skúrir
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 6 léttskýjað
London 7 léttskýjað
París 8 skýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 5 skýjað
Berlín 5 rigning
Vín 2 snjókoma
Moskva -9 snjókoma
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 14 heiðskírt
Barcelona 10 heiðskírt
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 9 rigning
Aþena 1 léttskýjað
Winnipeg -13 skýjað
Montreal -1 þoka
New York 4 þoka
Chicago 6 þoka
Orlando 21 heiðskírt
9. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:08 16:03
ÍSAFJÖRÐUR 11:45 15:36
SIGLUFJÖRÐUR 11:29 15:17
DJÚPIVOGUR 10:45 15:24
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Vestan 18-23 m/s úti við N-ströndina
um morgun. Hvöss vestanátt og þurrt fyrir austan.
Á föstudag Gengur í sunnan og suðaustan 10-18
m/s með slyddu eða rigningu. Hlýnar í veðri.
Suðvestanátt, 18-25 m/s á norðanverðu landinu, hvassast á Ströndum og Tröllaskaga, en mun
hægari syðra. Rigning á vestanverðu landinu, en þurrt að kalla eystra. Hiti 5 til 14 stig.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við viljum reyna að gera allt fyrir
þau í þessum erfiðu aðstæðum,
gera lífið eins gott og hægt er þessi
fáu ár sem Elwíra á eftir,“ segir
Monika Kalucka, einn aðstandenda
fjársöfnunar fyrir Elwíru Koł-
akowska.
Elwíra greindist með alvarlegan
taugasjúkdóm sem kallast Amyot-
rophic Lateral Sclerosis (ALS) með
Pseudobulbar Syndrome, eða
blandaða hreyfitaugahrörnun sem
er algengasta form MND-sjúk-
dómsins og Pseudobulbar Affect
(PBA) sem einnig leggst á tauga-
kerfi fólks. Þessir tveir sjúkdómar
hafa gjörbreytt lífi Elwíru og munu
á endanum gera hana algerlega
ósjálfbjarga. Læknar hafa sagt að
lífslíkur hennar séu frá tveimur ár-
um og upp í nokkur ár.
Á nokkur ár ólifuð
Elwíra og maður hennar, Czarek,
bjuggu á Íslandi í tæp ellefu ár en
fluttu aftur til Póllands síðasta
sumar vegna veikinda Elwíru. Að
sögn Moniku starfaði Elwíra hjá
J.M. ræstingum í Brimborg í um
það bil áratug. Czarek er aftur á
móti vélsmiður og starfar enn í
törnum hjá Vélafli ehf. Þau bjuggu
í Árbænum, fyrst í Reykási en síðar
í Rauðási en seldu íbúð sína þegar
þau fluttu til Póllands. Nú búa þau
hjá foreldrum Elwíru í Plonk, sem
er 70 kílómetra frá Varsjá. Elwíra
og Czarek eiga tvö börn, Emiliu
Leu, sem er sex ára og var á leik-
skólanum Rofaborg, og Jakub Alan,
sem er tveggja og hálfs árs og var á
leikskólanum Heiðarborg.
Elwíra uppgötvaði veikindi sín í
byrjun árs 2017 og daginn sem hún
varð 33 ára fékk hún greininguna.
Þá var henni tilkynnt að hún ætti
aðeins nokkur ár eftir ólifuð.
„Læknarnir sögðu að hún myndi
kannski lifa í tvö ár og kannski í
nokkur ár. Stephen Hawking var
með þessa sjúkdóma og hann lifði
með þeim í 55 ár,“ segir Monika í
samtali við Morgunblaðið.
Eftir greiningu hafa hlutirnir
gerst hratt. Fyrir ári gat Elwíra
keyrt bíl en í dag er hún með nær-
ingu í æð, þarf umönnun allan sól-
arhringinn og aðstoð við allt.
„Læknar geta ekki gert mikið fyrir
hana en það er hjálp í talmeina-
fræðingum og sjúkraþjálfurum.
Mamma hennar Elwíru var með
þeim í hálft ár á Íslandi en þeim
þótti betra að fara aftur til Póllands
og vera með allri fjölskyldunni.“
Vinir á Íslandi safna peningum
Það er engin lækning við ALS/
MND-sjúkdómnum, aðeins er hægt
að reyna að hægja á honum. Nýlega
kom þó lyf á markaðinn í Banda-
ríkjunum sem virðist geta hægt á
og jafnvel stöðvað PBA-sjúkdóminn
sem einnig lagðist á Elwíru. Að
sögn Moniku er þetta lyf ekki fáan-
legt í Evrópu og fæst því ekki nið-
urgreitt af tryggingum en mánað-
arlegur skammtur kostar um 200
þúsund krónur. Lyfið hefur virkað
vel á Elwíru og eftir mánaðarnotk-
un batnaði ástand hennar til muna.
Vinir Elwíru á Íslandi hafa efnt
til söfnunar fyrir hana til að fjöl-
skyldan eigi möguleika á að kaupa
áðurnefnt lyf og rafmagnshjólastól
til að auðvelda henni ferðir. Þegar
hafa safnast 282 þúsund krónur að
sögn Moniku. Hægt er að kynna
sér söfnunina á Facebook-síðunni
Vinir Elwíru á Íslandi og leggja
söfnuninni lið með frjálsum fram-
lögum. Bankanúmer er 0133-26-
020335 og kennitala 701118-0730.
Þarf stöðuga umönnun
Elwíra Kolawska greindist með alvarlegan taugasjúkdóm daginn sem hún fagn-
aði 33 ára afmælinu Hefur hrakað hratt síðasta ár Safnað fyrir dýrum lyfjum
Veikindi Elwíru Kołakowska hefur
hrakað mikið síðasta árið.
Á Íslandi Elwíra og Czarek með börnum sínum Emiliu og Jakub. „Þau
sakna Íslands og tala oft um hvað það var yndislegt að búa hér.“
Mennta- og
menningarmála-
ráðherra hefur
staðfest að fallist
verði á tillögu
Minjastofnunar
um friðlýsingu
Víkurgarðs,
gamla kirkju-
garðsins við Aðal-
stræti. Nær frið-
lýsingin til leifa af
kirkju og kirkjugarðs og annarra
fornminja innan lóðarmarka Víkur-
garðs eins og hann er skilgreindur í
lóðauppdrætti.
Friðlýsingartillaga Minjastofn-
unar hefur verið til umfjöllunar í
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu um tíma. Tekið er fram í til-
kynningu ráðuneytisins að svæðið
teljist nú þegar til friðaðra forn-
minja sökum aldurs en það er mat
Minjastofnunar Íslands að aldurs-
friðun Víkurgarðs hafi ekki verið
virt með fullnægjandi hætti og því sé
nauðsynlegt að efla vernd minjanna.
Unnið er að byggingu hótels á eða
við Víkurgarð og hefur framkvæmd-
in verið umdeild.
30 kynslóðir Reykvíkinga
Í rökstuðningi með friðlýsingar-
tillögunni segir Minjastofnun meðal
annars að undir hellulögðu yfirborði
Víkurgarðs liggi saga rúmlega 1100
ára búsetu í Reykjavík. Ætla megi
að í kirkjugarðinum sjálfum hvíli
jarðneskar leifar um 30 kynslóða
Reykvíkinga.
Friðlýsing
Víkurgarðs
staðfest
Saga rúmlega 1100
ára búsetu í Reykjavík
Víkurgarður Efla
ber vernd minja.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það sem helst kemur á óvart er hversu mikið
staðan hefur versnað þrátt fyrir að búið sé að
grípa til margvíslegra úrræða síðustu árin. Ár-
ið 2014 var farið að tala um vanda við útskriftir
og þá voru Vífilsstaðir opnaðir sem biðpláss, en
staðan hefur farið versnandi síðan þá,“ segir
Alma D. Möller landlæknir við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til hlutaúttektar sem
Embætti landlæknis gerði á stöðu bráðamót-
töku Landspítalans eftir að hafa borist ábend-
ing um alvarlega stöðu þar í desember sl.
Fram kemur í niðurstöðum úttektar að mikill
vandi liggi í þjónustu við sjúklinga sem bíða
eftir innlögn og er meðaldvalartími sjúklinga
sem bíða innlagnar á deildir spítalans 23,3
klukkustundir, en æskilegt viðmið er 6 klukku-
stundir.
„Ástæður þessa eru einkum tvær og endur-
speglast í skorti á virkum legurýmum; annars
vegar sú að einstaklingar sem lokið hafa með-
ferð á spítalanum geta ekki útskrifast þar sem
úrræði skortir utan hans og er þar einkum um
að ræða hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þannig
bíða nú 53 einstaklingar á bráðadeildum og
endurhæfingu. Hins vegar hefur þurft að loka
legurýmum á bráðalegudeildum vegna skorts á
hjúkrunarfræðingum og eru nú 35 rúm lokuð
vegna þess,“ segir í úttekt landlæknis sem birt
er á heimasíðu embættisins.
Þá er þess einnig getið í niðurstöðum úttekt-
ar að bráðamóttöku Landspítala „tekst vel að
sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að
þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðal-
dvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur
ekki lengst, er 4-5 klst. sem er innan viðmiða.“
Í skýrslunni eru lagðar fram ábendingar til
Landspítala sem einkum fjalla um starfsum-
hverfi og mönnun, slípun innri ferla, eflingu
dag- og göngudeilda og endurmat á því hvort
rétt var að loka Hjartagátt. Í ábendingum til
heilbrigðisráðuneytis er bent á að opna þurfi
án tafar fleiri hjúkrunarrými, efla heimahjúkr-
un, heimaþjónustu og dagdvalarrými. Þá þarf
einnig að efla mönnun, sérstaklega hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða með öllum tiltækum
ráðum.
Mikið álag og augljós undirmönnun
Í úttekt embættisins var meðal annars rætt
við starfsfólk bráðamóttöku og tveggja legu-
deilda, A-6 og 12-E.
„Starfsandinn er ótrúlega góður miðað við
mjög erfiðar aðstæður. Fólk sagði álagið vera
of mikið og það er ekki hægt að loka augunum
fyrir því. Undirmönnun er augljós,“ segir hún.
Verri staða þrátt fyrir úrræði
Embætti landlæknis gerði hlutaúttekt á stöðu bráðamóttöku Landspítala og tveggja legudeilda
Morgunblaðið/Ómar
Spítali Bráðamóttaka LSH er í Fossvogi.