Morgunblaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 spennandi, eitthvað sem mögulega vantar í miðbæinn.“ Í útrás til Portland Að sögn Ólafs Ágústssonar mun nýr staður verða opnaður á Hverfis- götu 12 á morgun. Hefur hann fengið nafnið Systir með vísan í að hann verður systurstaður Dill. „Þarna verður smáréttafílingur í norrænum stíl. Okkur langar að sækja meira á Dill restaurant enda finnst okkur við eiga meira inni þar,“ segir hann. Fleira nýtt er í bígerð því Ólafur og félagar hans munu opna Kex hostel í Portland í Oregon-fylki í október. „Þetta verður í sama anda og Kexið en ný borg og nýtt land og við erum í samstarfi við mjög sterkan aðila þarna. Það gerist örugglega eitthvað stórkostlegt í Portland. Samhliða þessu ætlum við að koma Kex Brew- ing fyrir þar,“ segir Ólafur Ágústsson. sem okkur finnst skemmtilegt,“ segir Ólafur Ágústsson í samtali við Morg- unblaðið. Miklar framkvæmdir Kex hostel er eins og áður segir í meirihlutaeigu Fiskisunds ehf. Eig- endur þess félags eru eignarhalds- félög í eigu þeirra Einars Arnar Ólafssonar, Höllu Sigrúnar Hjartar- dóttur og Kára Guðjónssonar. Þau hafa verið umsvifamikil í fjárfest- ingum hér á landi síðustu ár. Aðrir eigendur Kex hostels eru félag í eigu Birkis Kristinssonar ásamt tveimur af upprunalegum eigendum, þeim Pétri Hafliða Marteinssyni og Degi Sig- urðssyni. „Þetta er orðinn einfaldari rekst- ur,“ segir Pétur. „Að vísu eru miklar framkvæmdir á lóðinni og í kjallar- anum og þar gæti komið nýr rekstur með vorinu. Það verður eitthvað Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Rekstri veitingaveldisins í kringum KEX hostel hefur verið skipt upp. Í dag er annars vegar um að ræða Kex hostel við Skúlagötu og veitingastað- inn og barinn þar sem er í meirihluta- eigu Fiskisunds ehf. Hins vegar er um að ræða veitingastaði við Hverfis- götu 12; Michelin-staðinn Dill, barinn Mikkeller & friends og nýjan stað sem tekur við af nafnlausa pitsa- staðnum þar auk KEX Brewing og bjórhátíðarinnar The Annual Ice- landic Beer Festival. Þessi hluti er í eigu Kristins Vilbergssonar og veit- ingamannanna Ólafs Ágústssonar, Hinriks Carls Ellertssonar, Gunnars Karls Gíslasonar og hönnuðarins Hálfdanar Pedersen. „Þetta er allt í hinu mesta bróðerni. Við ætlum að einbeita okkur að því Morgunblaðið/Þórður Vinsæll staður KEX hostel hefur notið mikilla vinsælda síðasta áratuginn, bæði sem veitinga- og tónleikastaður. Veitingaveldi KEX hostels skipt í tvennt  Nýr veitingastaður opnaður á Hverfisgötu 12 á morgun Eftirhreytur áramótagleði sjást víða á götum borgarinnar þessa dagana, þar sem enn liggur flug- eldarusl frá gamlárskvöldi. Rétt eins og litadýrð rakettanna veitir gleði er sóðaskapurinn mörgum til ama, eins og sást í gær á göngustíg- um í Laugarnesinu í Reykjavík. Á vef Reykjavíkurborgar er sagt mikilvægt að íbúar hreinsi sjálfir upp leifar af skoteldum í sínu nán- asta umhverfi. Mælst er til þess að fólk skili rusli þessu á endur- vinnslustöðvar Sorpu en setji ekki í tunnur við heimili sín, sem ein- hverjir munu sjálfsagt freistast til að gera. Þangað á einnig að skila jólatrjám en þau eru flokkuð með trjágreinum, kurluð og fá þannig framhaldslíf. Sóðaskapur inn við Sundin blá Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugfarþegar njóta mikilla réttinda í flugi til og frá Evrópska efnahags- svæðinu og Sviss, að því er fram kemur á heimasíðu Samgöngustofu. Þar er fjallað sérstaklega um rétt- indi samkvæmt tiltekinni reglugerð ESB. Til að þau séu í gildi þarf flugið annaðhvort að fara frá EES-landi og á það við um öll flugfélög, eða að koma til EES með EES-flugrek- anda. Sé fluginu aflýst á farþeginn rétt á vali á milli annars flugs sem flugfélagið útvegar eða endur- greiðslu farmiðans, svo lengi sem EES-reglur ná yfir flugið. Farþeg- inn gæti eftir atvikum einnig átt rétt á skaðabótum. Neytendasamtökin hafa fengið nokkurn fjölda fyrirspurna um rétt- arstöðu flugfarþega vegna þess að WOW air hefur aflýst flugferðum til Indlands, að því er segir á heimasíðu félagsins (ns.is). „Farþegar hafa þá kvartað undan því að þeim hafi eingöngu verið boð- inn sá valkostur að fá endurgreiðslu á farmiðum, þá ýmist í formi peninga eða gjafabréfs. Þeir einstaklingar sem leitað hafa til samtakanna hafa þá velt fyrir sér hvort aðrir mögu- leikar ættu ekki að standa þeim til boða,“ segir í fréttinni. Endurgreiðsla, gjafabréf eða breyting á flugi Hjá WOW air fengust þær upplýs- ingar að farþegum sem lentu í því að flugi þeirra væri aflýst stæði þrennt til boða: Að fá flugfarið endurgreitt, að fá gjafabréf með WOW air að hærri fjárhæð en sem nemur and- virði flugfarsins eða að breyta flugi sínu yfir á annan áfangastað WOW air eða á aðra dagsetningu til sama áfangastaðar, sé það í boði. Þá sagði í skriflegu svari WOW air: „Sem alþjóðlegt flugfélag, þá ber okkur skylda til að vinna eftir reglum hvers ríkis fyrir sig. Á milli Indlands, Evrópu og Norður-Amer- íku gilda mismunandi reglur um réttindi farþega. Á það sérstaklega við þegar um aflýsingar af þessu tagi er að ræða. Til dæmis má nefna að farþegar sem eiga flug frá Banda- ríkjunum til Indlands í gegnum Keflavík eiga aðeins rétt á endur- greiðslu en ekki að vera komið fyrir í flugi með öðrum flugrekanda. Evrópska reglugerðin sem Sam- göngustofa vísar í gengur út frá því farþegum sé komið á leiðarenda með sambærilegum flutningsskilyrðum eins fljótt og auðið er eða seinna meir við fyrsta hentugleika. Þetta hefur ekki verið skilgreint með ná- kvæmari hætti í framkvæmd. Flug- rekendur hafa ákveðið svigrúm til þess að koma farþegum fyrir í öðru flugi í sínu eigin leiðakerfi en ef það er ekki mögulegt þá geta farþegar krafist þess að fá farmiða með öðrum flugrekendum. Meti WOW air að- stæður svo að farþegar eigi rétt á því að vera komið á áfangastað af hálfu WOW air, þá gerir félagið allt sem í okkar valdi stendur til þess að verða við beiðni farþega.“ gudni@mbl.is Ólíkar reglur um réttindi flugfarþega  Þrír kostir standa til boða hjá WOW air ef flugi er aflýst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.