Morgunblaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Mér finnst þetta sjálfdautt og að borgarstjóri hafi farið illa að sínu ráði. Eins og málum er háttað núna þá á sú vinna sem framundan er al- farið að vera í höndum borgarráðs. Best hefði verið ef Dagur [B. Egg- ertsson borgarstjóri] hefði farið út og inn hefði komið hlutlaus aðili, enda krefst þessi vinna ekki póli- tísks meirihluta,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þeirrar ákvörðunar borgarstjóra að víkja ekki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um kostnað vegna endurgerðar bragga við Nauthólsveg í Reykja- vík. Er skýrslan sögð varpa ljósi á gríðarlega sóun á fjármunum borg- arbúa. Vegna ákvörðunar borgar- stjóra hefur Hildur ákveðið að segja sig frá hópnum og verður hann ein- göngu skipaður Degi og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Við- reisnar og formanni borgarráðs. „Ef við viljum fá góð málalok í þetta braggamál og einhverja nið- urstöðu sem hægt er að bera traust til þá hefði átt að haga þessum mál- um með allt öðrum hætti en Dagur kýs að gera,“ segir Hildur og bætir við að Dagur hefði sýnt af sér ákveðna háttvísi með því að segja sig frá rýnihópnum. „Braggamálið er birtingarmynd af stærri vanda sem er vanvirðing við skattfé. Við erum að sjá ítrekaðar framúr- keyrslur og ef við eigum að koma í veg fyrir það þá þarf að taka braggamálið föstum tökum,“ segir hún. Braggamálinu er ekki lokið Í viðtali við Rás 1 í fyrrakvöld sló Dagur því föstu að braggamálinu væri lokið sem og framkvæmdum vegna braggans. „Braggamálinu er lokið. Fram- kvæmdum er lokið. Óháðri úttekt er lokið. Núna bíða umbætur og ég held að það sé skylda okkar allra að vinna að því. Þar er stjórnkerfið undir og við berum öll ábyrgð á því að tryggja að ferlar séu fyrir hendi, þeim sé fylgt og svona gerist ekki aftur,“ sagði hann. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið- flokksins, segir málinu hins vegar hvergi nærri lokið og að enginn til- gangur sé með vinnu tveggja manna hóps Dags og Þórdísar Lóu. „Þetta átti að vera enn einn hvít- þvotturinn. Það sjá það allir að það gengur ekki að sá sem hvað mest er fjallað um í skýrslunni sé að skoða sjálfan sig og eigi svo að koma með úrbætur á eigin verkum,“ segir hún. Þá segist Vigdís hafa orðið undr- andi á ummælum borgarstjóra þeg- ar sá lýsti því yfir að braggamálinu væri nú lokið. „Þetta eru bara ósannindi því braggamálið er bara rétt að byrja og svo má nú ekki gleyma því að framkvæmdum er ekki einu sinni lokið því náðhúsið stendur enn fok- helt,“ segir hún og bætir við að nú þegar sé búið að „skrifa 450 millj- ónir á braggann“ með fé frá Reykjavíkurborg og Háskólanum í Reykjavík. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tekur í svip- aðan streng og segir rýnihópinn hafa verið „vanhugsaðan frá upp- hafi“ því enginn geti dæmt eigin verk. „Svo er það rangt að braggamálið sé búið. Það er ekki búið að vinna úr niðurstöðu innri endurskoðunar né niðurstöðu borgarskjalasafns sem benti á að lög voru brotin,“ segir Eyþór og vísar þar til tölvu- póstsamskipta sem horfin eru án skýringa. Borgarstjóri vísar á Viðreisn Dagur vísaði á Þórdísi Lóu þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá honum. Hún segir rangt að tala um rýnihóp. „Þetta er nú hvorki hópur né nefnd heldur bara þrír borgarráðs- fulltrúar sem fengu það verkefni að draga saman tillögur að úrbótum og leggja fyrir borgarráð. Og sú vinna byrjaði strax fyrir jól og hluti vinn- unnar verður lagður fyrir borgar- ráð næsta fimmtudag,“ segir hún. Spurð hvort verið sé að gera of mikið úr veru Dags í „hópnum“ svarar Þórdís Lóa: „Mér finnst braggaskýrslan ekki kalla á þessi viðbrögð. Mér finnst þessi viðbrögð vera frekar mikil. Við eigum frekar að setja áhersluna á það sem stend- ur í braggaskýrslunni og þær um- bætur sem við verðum að fara í.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir það engin áhrif hafa á vinnuna þó að Hildur segi sig frá hópnum. „Mér finnst það hins vegar mjög leiðinlegt að hún ákvað að segja sig frá þessu verki. Það fylgir því ábyrgð að taka þetta verk að sér og vinna úr skýrslunni. Og í þeirri vinnu hefði ég viljað sjá áhrif og sýn Hildar,“ segir hún og bætir við: „Það þarf að vinna úr skýrslunni, draga fram það sem aflaga fór og koma því í réttan farveg. Og því er gott að borg- arstjóri og formaður borgarráðs geri það.“ Rýnihópur um braggamálið nú sagður vera sjálfdauður  Borgarstjóri segir braggamálið búið  Borgarfulltrúar eru þó á öðru máli Morgunblaðið/Árni Sæberg Braggakofi Á sama tíma og borgarstjóri segir braggamálinu svonefnda vera lokið segja borgarfulltrúar það rétt að byrja. Nýverið var kynnt skýrsla um uppbyggingu bragga og varpar hún ljósi á gríðarlega sóun á fjármunum. Hildur Björnsdóttir Vigdís Hauksdóttir Líf Magneudóttir Eyþór L. Arnalds Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dagur B. Eggertsson Hulda Hólmkels- dóttir hefur ver- ið ráðin upplýs- ingafulltrúi þing- flokks Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs. Hulda mun annast samskipti við fjölmiðla fyr- ir hönd þing- flokksins og að- stoða þingmenn við störf. Hulda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2012 og BA-gráðu í stjórnmála- fræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún hefur frá 2016 starfað sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2. Samhliða námi við HÍ tók Hulda þátt í starfi Röskvu, bæði í stjórn félagsins og sem kosningastýra. Þá var hún tals- kona Ungra vinstri grænna 2014- 2015. Fyrir eru starfsmenn þing- flokksins þeir Kári Gautason fram- kvæmdastjóri þingflokks og Leifur Valentín Gunnarsson ritari. Ráðin upp- lýsinga- fulltrúi VG Hulda Hólmkelsdóttir  Hulda verður þing- flokki til aðstoðar Lögreglan á Akureyri var með eftirlit við Giljaskóla í gærmorgun í kjölfar þess að tilkynnt voru tvö atvik þar sem maður reyndi að fanga athygli stúlkna í og við skólann í gær. Að sögn lög- reglu er ómögulegt að segja til um hvort um sama mann er að ræða. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. „Það komu tvær tilkynningar til okkar í gær [í fyrradag]“ sagði Sigurður Sigurðsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, í samtali við mbl.is í gær. Hann sagði lög- reglu fylgjast með skólasvæðinu. Lýsingar á manninum, eða mönnunum, væru ekki sérlega greinargóðar. Í öðru tilvikinu var um að ræða dökkklæddan mann sem reyndi að ná sambandi við stúlkur á skólalóðinni. Hitt atvikið sneri að manni sem kom akandi að stúlkum rétt utan skólans og vildi ræða við þær. Sigurður sagði að lögregla tæki tilkynningar sem þessar að sjálfsögðu alvarlega. Lögregla með eftirlit í kjölfar tilkynninga Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.