Morgunblaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
H
eimsmarkmið Samein-
uðu þjóðanna er að
finna á veggspjöldum
sem að undanförnu
hafa verið send í alla
skóla og menntastofnanir landsins.
Útgáfa spjaldanna er sameiginlegt
verkefni Félags Sameinuðu þjóð-
anna á Íslandi og verkefnastjórnar
stjórnvalda um heimsmarkmiðin
sem vilja að nemendur og starfslið
skóla kynnist betur mikilvægum
skilaboðum sem kallast geta leiðar-
stef fyrir lífið í veröldinni.
Mannréttindi og
sjálfbær lífsstíll
„Svo heimsmarkmiðin, sem eru
háleit, nái fram að ganga verða allir
að leggjast á eitt,“ segir Harpa Júl-
íusdóttir, starfandi framkvæmda-
stjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á
Íslandi. „Sérhver áfangi sem næst
er sigur. Þar er skemmst að minn-
ast þúsaldarmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna sem giltu 2000-2015. Með
þeim náðist að fækka þeim jarð-
arbúum sem lifa við sára fátækt um
helming, verulega dró úr ung-
barnadauða og miklir sigrar unnust
í baráttu við hungur og sjúkdóma á
borð við malaríu og berkla. Í þessu
tilliti getum við verið bjartsýn um
árangur. Að skapa veröld fyrir alla
þar sem friður, mannréttindi og
sjálfbærni eru leiðarljós er verkefni
sem við eigum öll að geta tekið þátt í
af heilum hug þó að við náum ekki
að skapa hinn fullkomna heim.“
Heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna tóku gildi fyrir þremur ár-
um og samkvæmt þeim verður
starfað til ársins 2030. Sjálfbærni og
sterkari mannréttindi eru áberandi
á þessu plaggi þar sem á blaði eru
sautján markmið með 169 undir-
greinar. Boðskapurinn er annars í
stórum dráttum sá að útrýma fá-
tækt og hungri, draga úr ójöfnuði,
sporna gegn loftslagsbreytingum,
vernda líf sem og að efla mannrétt-
indi og ýta undir sjálfbæran lífsstíl.
Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar
hafið innleiðingu á heimsmark-
miðum inn í stefnu sína og er útgáfa
veggspjaldsins styrkt af verk-
efnastjórn Heimsmarkmiða Samein-
uðu þjóðanna sem skipuð er af rík-
istjórninni en öll ráðuneyti eiga
fulltrúa í verkefnastjórninni auk
Hagstofu Íslands og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
Unga fólkið fái
fræðslu og tækifæri
„Við höfum fengið talsverð við-
brögð eftir að veggspjöldin voru
send þar sem skólastjórnendur og
kennarar eru að leita leiða til að
samþætta heimsmarkmiðin við
kennslu og almennt skólastarf,“ seg-
ir Harpa. Samhliða afhendingu
veggspjalda var kynntur undirvefur
á un.is, þar sem má nálgast talsvert
af efni sem nýtist við kennslu á
heimsmarkmiðunum. Í skólum hef-
ur fræðsla um heimsmarkmiðin ver-
ið tvinnuð inn í almenna kennslu og
námsáætlanir. Í öðrum tilvikum er
hún viðfangsefni þemadaga. Og allt
skiptir þetta máli og þar tiltekur
Harpa að eitt af undirmarkmiðunum
sé að allir nemendur skóla heimsins
öðlist nauðsynlega þekkingu og
færni til þess að ýta undir sjálfbæra
þróun og hlúa að friðsamlegri menn-
ingu, þar sem allir geta notið sín.
„Það er lykilatriði að unga kyn-
slóðin fái fræðslu og tækifæri til að
leggja sitt af mörkum. Ég hef komið
inn í skóla til að ræða heimsmark-
miðin við nemendur og má greina
einlægan áhuga. Krakkarnir búa yf-
ir endalausum hugmyndum um
betri heim fyrir alla,“ segir Harpa.
Hún telur það jafnframt mikið fagn-
aðarefni að ríkisstjórnin hafi sett
sér það að markmiðið að kalla ung-
menni sérstaklega að borðinu og
hafa í þeim tilgangi stofnað Ung-
mennaráð Heimsmarkmiða Samein-
uðu þjóðanna. Þar voru valin inn 12
ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem
vinna að framgangi heimsmarkmið-
ana og fundar ráðið einu sinni á ári
með ríkisstjórninni til að kynna sín-
ar áherslur og hugmyndir.
Órjúfanleg heild
Hugsjónin á bak við Heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna er að
þau myndi órjúfanlega heild og að
eitt styðji annað. Fátækt verði ekki
útrýmt án þess að vinna að jafnrétti
kynjanna og í baráttu fyrir friði í
heiminum sé mikilvægt að huga að
efnahagslegri sjálfbærni ríkja. Sam-
kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Katr-
ínar Jakobsdóttur verður þó sérstök
áhersla lögð á loftslagsmálin, enda
ljóst að þar stendur Ísland and-
spænis ýmsum áskorunum. Einnig
að velja úr 65 undirmarkmið af þeim
169 sem fylgja Heimsmarkmiðunum
17. Með framvindunni verðir hægt
að fylgjast á www.heimsmarkmid-
in.is. Þá stendur til að opna hug-
myndagátt þar sem hægt er að
leggja orð í belg.
„Við hjá Félagi Sameinuðu
þjóðanna erum gífurlega spennt fyr-
ir þeim vettvangi sem þar myndast
til að skiptast á hugmyndum um
verkefni og nýsköpun. Og um lofts-
lagsmálin vildi ég sagt hafa að brýnt
er að öll heimsbyggðin leggist á eitt
og finni lausnir. Í því efni kemur vel
fram hve samofin markmiðin eru
hvert öðru – þó svo að það að sporna
við hlýnun jarðar sé sérstaklega
mikilvægt,“ segir Harpa.
Endalausar hugmyndir um betri heim
Allir leggi sitt af mörk-
um! Heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna nú
kynnt í öllum skólum
landsins. Sjálfbærni er
lykilatriði. Sérhver
áfangi sem næst er sigur.
AFP
Afríka Víða er neyð og hungur í heimi. Gegn þeirri bitru staðreynd er unnið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Morgunblaðið/Eggert
Samstarf Vettvangur til þess að skiptast á hugmyndum, segir Harpa Júlíus-
dóttir, starfandi framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Útrýma
fátækt í
allri sinni
mynd.
Útrýma
hungri,
tryggja
fæðuöryggi
og bæta
næringu. Stuðla að sjálf-
bærum landbúnaði.
Stuðla að
heilbrigðu
líferni og
vellíðan
fyrir alla frá
vöggu til grafar.
Tryggja
jafnan
aðgang
að góðri
menntun
og stuðla að tækifærum til
náms alla ævi.
Jafnrétti
kynjanna
verði tryggt
og völd
allra kvenna
og stúlkna efld.
Tryggja
aðgengi að
og sjálfbæra
nýtingu á
hreinu vatni
og salernisaðstöðu.
Tryggja
öllum
aðgang að
öruggri og
sjálfbærri
orku á viðráðanlegu verði.
Stuðla að
viðvarandi
sjálfbærum
hagvexti og
arðbær-
um og mannsæmandi
atvinnutækifærum.
Byggja upp
viðnáms-
þolna
innviði,
stuðla að
sjálfbærri iðnvæðingu og
hlúa að nýsköpun.
Draga úr
ójöfnuði
innan og á
milli landa.
Gera
borgir og
íbúðasvæði
öllum
auðnotuð,
örugg, viðnámsþolin og
sjálfbær.
Sjálfbær
neyslu- og
framleiðslu-
mynstur
verði tryggð.
Grípa til
aðgerða
gegn
loftslags-
breytingum
og áhrifum þeirra.
Vernda og
nýta hafi ð
og auðlindir
þess á sjálf-
bæran hátt.
Vernda,
endur-
heimta og
stuðla að
sjálfbærri
nýtingu vistkerfa á landi,
sjálfbærri stjórnun
skóga, berjast gegn
eyðimerkurmyndun,
stöðva jarðvegseyðingu
og endurheimta landgæði
og sporna við hnignun
líffræðilegrar fjölbreytni.
Stuðla að
friðsæl-
um og
sjálfbærum
samfélög-
um, tryggja jafnan aðgang
að réttarkerfi og byggja
upp ábyrgar stofnanir
fyrir alla.
Styrkja
framkvæmd
og blása lífi
í alþjóðlegt
samstarf
um sjálfbæra þróun.
17 heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun