Morgunblaðið - 09.01.2019, Page 14

Morgunblaðið - 09.01.2019, Page 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Garðabæ hafa kynnt tillögu að deiliskipulagi nýrrar íbúðabyggðar á Lyngási. Hugmyndir eru um nokkur hundruð íbúðir á reitnum. Kynningarfundur um uppbygg- inguna fer fram í Flataskóla klukk- an 17.15 í dag, miðvikudag. Gunnar Ein- arsson, bæjar- stjóri Garða- bæjar, segir um forkynningu að ræða. Frestur til að senda ábend- ingar sé til 28. janúar. Þar sem um forkynningu sé að ræða verði athugasemdum ekki svarað form- lega. Eftir úrvinnslu ábendinga frá íbúum verði auglýst nýtt deiliskipu- lag og þá fari athugasemdir og svör við þeim í formlegan farveg. Raun- hæft sé að því ferli ljúki í byrjun sumars. Að því loknu verði farið í lokahönnun svæðisins. Fullbyggður innan fjögurra ára „Þá fara hönnuðir að hanna götur og verktakinn sem á hluta svæðis- ins, Mótás Garðabær ehf., fer að undirbúa niðurrif á gömlum húsum og hefja byggingu íbúða,“ segir Gunnar sem telur mögulegt að framkvæmdir hefjist fyrir áramót. Ef allt gangi að óskum geti reiturinn verið fullbyggður innan fjögurra ára. Stefnt er að því að byggja allt að 400 íbúðir í þessum áfanga og munu þær rúma í kringum eitt þús- und íbúa. Síðar kemur til greina að fjölga íbúðum á svæðinu með frekari breytingum á atvinnuhúsnæði. Suður af Sjálandshverfinu Svæðið sem um ræðir kallast Lyngásvæði 1 og 2 í skipulaginu. Það afmarkast af Lyngási til norð- urs, Ásabraut til vesturs og suðurs og Stórási til austurs. Svæðið er suð- ur af Sjálandshverfinu og vestan við Hafnarfjarðarveg. Með uppbygg- ingunni er íbúðabyggðin á Lyng- ásnum stækkuð á kostnað atvinnu- lóða. Áður en uppbyggingin hefst verður gamalt atvinnuhúsnæði rifið. Stærsta byggingin er gamla Héðins- húsið á Stórási 4-6 en það er um 5.400 fermetrar samkvæmt fast- eignaskrá. Atvinnulóðin sem húsið stendur á er skráð 26.800 fermetrar. Það er stór lóð í svo grónu hverfi. Þá verður meðal annars gamli fjöl- brautaskólinn rifinn. Tillaga að deiliskipulaginu er byggð á rammaskipulagi fyrir Lyngássvæðið og Hafnarfjarðarveg frá október 2017. Var hún unnin af Batteríinu Arkitektum, Landslagi og Mannviti á grundvelli tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun í opinni hug- myndasamkeppni árið 2016. Áhersla á hagkvæmar íbúðir Verktakafyrirtækið Mótás Garða- bær mun byggja íbúðahverfið. Það á lóðir á reitnum, ásamt Garðabæ. „Allar íbúðirnar í tveggja og þriggja hæða húsum munu hafa sér- inngang. Þar verða hvorki bílakjall- arar né lyftur. Við vonum því að þetta falli vel að þeirri hugsun að vera með hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fjölskyldufólk. Það verða sveigjanlegar stærðir á íbúðum og til dæmis verður auðvelt að breyta þriggja herbergja íbúðum í fjögurra og svo öfugt. Við allar íbúðirnar verða raftenglar fyrir rafbíla. Þá verða djúpgámar í hverfinu en með þeim verða sorpgeymslur í húsunum óþarfar,“ segir Gunnar. Má í þessu efni benda á að stæði í bílakjallara hefur verið verðlagt á 6-10 milljónir, eftir staðsetningu og lóðarverði. Slíkar upphæðir hafa auðvitað áhrif á íbúðarverð. Gunnar rifjar upp að samkvæmt rammaskipulaginu séu hugmyndir um að setja Hafnarfjarðarveg í stokk. Með því skapist möguleikar á enn frekari þéttingu byggðar. Rætt hafi verið um allt að 1.200 íbúðir. Vegurinn síðar settur í stokk „Áður en Hafnarfjarðarvegur verður settur í stokk erum við að tala um 600 íbúðir í Lyngáshverfinu. Síðar munum við setja veginn í stokk og koma fyrir aukaakrein fyrir almenningsvagna. Þá verður stutt í almenningssamgöngur. Þetta er kærkomið í okkar byggða- mynstur,“ segir Gunnar og bendir á að svæðið sé vel staðsett og hentugt fjölskyldufólki. Skólar og íþrótta- mannvirki séu í næsta nágrenni. Horft til norðurs Fyrirhuguð íbúðabyggð er fyrir miðju myndarinnar, suður af Sjálandshverfi. Teikningar/Batteríið Arkitektar Horft til vesturs Hraunið og fjaran verða í göngufæri við hverfið. Stutt er í Stjörnusvæðið. Kynna íbúðabyggð á Lyngásnum  Deiliskipulag 400 íbúða hverfis á Lyngási í Garðabæ í forkynningu  Uppbygging gæti hafist í ár  Gamalt atvinnuhúsnæði víkur  Bæjarstjóri boðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fjölskyldufólk Drög Svona gæti nýja byggðin litið út á horni Lyngáss og Stóráss. Drög Allar íbúðirnar verða með sérinngangi og djúpgámar við húsin. Gunnar Einarsson 1724 28.12.2018 4 MÓTÁS GARÐABÆR Núverandi skipulag Skipulagstillaga Kortagrunnur: OpenStreetMap Teikning: Batteríið Arkitektar Lyngás 1 og 2 Svæðið afmarkast af Lyngási, Stórási og Ásabraut G A R Ð A B Æ R Arnarnes- vogur Ásahverfi í Garðabæ 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.