Morgunblaðið - 09.01.2019, Page 17

Morgunblaðið - 09.01.2019, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kim Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, fór til Peking í gær til að ræða við Xi Jinping, forseta Kína, og viðræður þeirra auka líkurnar á því að Kim eigi annan fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta, að mati stjórnmálaskýrenda. Þeir telja einnig hugsanlegt að markmið Kims með viðræðunum við kínversk stjórnvöld sé að auka þrýstinginn á Trump í von um að hann fallist á að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu til að greiða fyrir frekari viðræðum um kjarnorku- afvopnun á Kóreuskaga. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorku- afvopnunina frá fundi Kims með Donald Trump í Singapúr 12. júní, fyrsta leiðtogafundi ríkjanna tveggja. Þeir undirrituðu óljóst samkomulag um að færa Kóreu- skaga nær kjarnorkuafvopnun en ríkin hefur greint á um hvað felist í afvopnuninni. Stjórnvöld í Norður- Kóreu hafa krafist þess að Banda- ríkjastjórn slaki á viðskiptaþving- unum þegar í stað en Bandaríkja- stjórn hefur neitað því og sagt að ekki komi til greina að gera það fyrr en Norður-Kóreumenn eyði kjarna- vopnum sínum. Kínverjar og Rússar hafa hins vegar léð máls á því að dregið verði úr refsiaðgerðunum gegn Norður-Kóreu. Enn á byrjunarreit Kim sagði í nýársávarpi í vikunni sem leið að Norður-Kóreumenn hefðu þegar lofað að beita ekki kjarnavopnum, hætta framleiðslu þeirra og selja ekki öðrum löndum slík vopn og gert ráðstafanir til að koma samkomulaginu í framkvæmd. Hann kvaðst einnig vera tilbúinn að eiga annan fund með Trump hve- nær sem væri. Hann varaði þó við því að Norður-Kóreumenn kynnu að breyta afstöðu sinni til viðræðnanna um kjarnorkuafvopnun og „leita nýrra leiða til að verja fullveldi landsins“ ef Bandaríkjastjórn héldi áfram að beita Norður-Kóreu við- skiptaþvingunum. Evans J.R. Rev- ere, bandarískur sérfræðingur í málefnum Kóreuríkjanna, segir að nýársávarp Kims sýni að stjórn Trumps sé í raun enn á byrjunarreit í tilraunum sínum til að knýja Norður-Kóreumenn til að afsala sér kjarnavopnum. Fjölmiðlar í Kína sögðu að Kim Jong-un væri í Peking í boði Xi Jinping og þetta er fjórða heimsókn hans til landsins frá mars á liðnu ári. „Kim er umhugað um að minna stjórn Trumps á að hann hefur aðra kosti í efnahagsmálum og sam- skiptum við önnur lönd en þá sem stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suð- ur-Kóreu geta boðið,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Harry Kazianis, sérfræðingi í bandarískum öryggis- málum í tengslum við Norður- Kóreu, Kína og fleiri Asíuríki. Hann telur að Bandaríkjastjórn þurfi að hafa áhyggjur af hvers konar til- raunum stjórnvalda í Norður-Kóreu til að styrkja tengsl sín við Kína sem hefur lengi verið helsta sam- starfsríki þeirra. Hann telur að bætt samskipti Norður-Kóreu- manna og Kínverja geti grafið und- an refsiaðgerðunum og þeirri stefnu stjórnar Trumps að halda áfram að beita Norður-Kóreu „hámarks- þrýstingi“ til að knýja fram kjarn- orkuafvopnun. Kim fór til Peking þegar embættismenn frá Bandaríkjunum voru í borginni til að ræða við ráða- menn í Kína um viðskiptadeilur landanna. Kazianis segir að heim- sókn Kims hefði ekki getað verið á betri tíma fyrir Kínverja. „Þetta sýnir greinilega að Kínverjar geta spilað út Norður-Kóreutrompinu ef þeir telja það henta,“ hefur AFP eftir Kazianis. Óskað eftir stuðningi Kínverjar hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreustjórnar en samskipti ríkjanna versnuðu vegna kjarnorku- og eldflaugatil- rauna Norður-Kóreumanna eftir að Kim Jong-un tók við völdunum árið 2011. Samskipti ríkjanna hafa þó batnað frá því að Kim fór í fyrstu ferð sína af þremur til Kína á liðnu ári eftir að hafa tilkynnt í nýárs- ávarpi að hann vildi hefja viðræður við stjórnvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Fjórða heimsókn Kims til Peking, sem hófst í gær, eykur líkurnar á því að hann eigi annan fund með Trump í næsta mánuði, að sögn Cheongs Seong-chang, sérfræðings í málefnum Norður-Kóreu, í samtali við hugveituna Sejong-stofnunina í Seoul. Hann bendir á að Kim fór til Peking skömmu áður en hann átti fund í apríl með Moon Jae-in, for- seta Suður-Kóreu, og einnig fyrir fundinn með Donald Trump í júní. Cheong segir að meginmarkmiðið með viðræðum Kims við kínverska ráðamenn sé að samstilla stefnu þeirra í viðræðunum um kjarnorku- afvopnunina. „Ég býst við því að Kim óski eftir matvælaaðstoð og efnahagsstuðningi ásamt því að ræða kjarnorkuafvopnun Kóreu- skaga,“ hefur The Wall Street Journal eftir Cheong. Efast um að N-Kóreustjórn afsali sér kjarnavopnum Koh Yu-hwan, prófessor í Norður-Kóreufræðum við Dong- guk-háskóla í Suður-Kóreu, telur að „tilslakanir“ af hálfu Kínverja geti greitt fyrir friðarsamningi milli Kóreuríkjanna. „Norður-Kóreu- stjórn gæti talið öryggi sitt í hættu afsalaði hún sér kjarnavopnum al- gerlega,“ hefur AFP eftir Koh. „En ef Kínverjar lofa stjórninni í Pjongj- ang að hún fái efnahagsaðstoð og ábyrgjast öryggi hennar ef hún af- salar sér kjarnavopnum gæti það orðið til þess að hún teldi sig örugg- ari.“ Aðrir fréttaskýrendur eru efins um að einræðisstjórnin í Norður- Kóreu sé í raun tilbúin að afsala sér kjarnavopnum nú þegar hún hefur orðið sér úti um slík vopn og smíðað langdrægar eldflaugar. Þeir telja að hún sé staðráðin í að öðlast viður- kenningu sem kjarnorkuveldi og notfæra sér þessa stöðu sína út í ystu æsar, meðal annars til að binda enda á refsiaðgerðirnar gegn land- inu. Hún hefur alltaf haldið því fram að hún þurfi á kjarnavopnum að halda til að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn og samstarfsþjóðir þeirra geri árásir á landið og reyni að steypa einræðisstjórninni af stóli. Ekkert hefur komið fram sem bend- ir til að þessi afstaða hennar hafi breyst, að mati margra sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Reynir að knýja fram tilslökun  Heimsókn Kims Jong-un til Peking talin auka líkurnar á því að hann eigi annan fund með Trump  Talinn vilja knýja Trump til að fallast á eftirgjöf í deilu um hvort slaka eigi á viðskiptaþvingunum Kim Jong-un í Kína Leiðtogi einræðisstjórnar Norður-Kóreu hefur farið fjórum sinnum til Kína frá mars 2018 Heimildir: CCTV/KCNA/KNS Mars 2018 Kim ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Peking í fyrstu utanlandsferð sinni frá því að hann varð leiðtogi Norður-Kóreu Maí Kim ræddi aftur við Xi Jinping í ferð til kínversku borgarinnar Dalian Kim Jong-un (t.v.) og Xi Jinping. Ljósmynd birt 28.mars Kim og Xi ámynd sembirt var 9.maí Júní Janúar 2019 Kim skýrði Xi Jinping frá niðurstöðum fundar síns með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var haldinn 12. júní Kim fór í fjögurra daga heimsókn til að ræða við Xi Jinping í Peking Kim á leið til Kína ámynd sembirt var í gær Kimog Xi ámynd frá 20. júní AFP Heimsókn Herþjálfaðir lögreglumenn við lestastöð í miðborg Peking eftir að Kim Jong-un kom þangað með járnbrautarlest frá Norður-Kóreu í gær. Óttast að Bandaríkin styrki stöðu sína » Kínverjar hafa haft áhyggjur af því að fall stjórnarinnar í Norður-Kóreu eða aðrir at- burðir geti leitt til glundroða í landinu og verði til þess að hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir flóttamanna streymi þaðan yfir landamærin til Kína. » Kínverjar óttast einnig að fall Norður-Kóreustjórnar geti orðið til þess að Kóreuríkin tvö sameinist fyrir atbeina Banda- ríkjanna sem styrki stöðu sína á Kóreuskaga með bandarískri herstöð við landamærin að Kína. Rahaf Moham- med al-Qunun, 18 ára gömul kona frá Sádi-Arabíu, hefur óskað eftir því að fá hæli í Kanada, Banda- ríkjunum, Ástr- alíu eða Bret- landi eftir að hafa flúið frá fjölskyldu sinni í Kú- veit. Qunun fór með flugvél til Bangkok á sunnudaginn var, lokaði sig af inni í hótelherbergi við al- þjóðaflugvöll borgarinnar og neit- aði að fara aftur til Kúveit. Hún kveðst hafa verið beitt ofbeldi heima fyrir og óttast um líf sitt vegna þess að hún hafi afneitað ísl- am, sem varðar dauðarefsingu í Sádi-Arabíu. Yfirvöld í Taílandi ætluðu í fyrstu að vísa Qunun úr landi en þegar mál hennar vakti athygli fjölmiðla víða um heim var hætt við það. TAÍLAND Sækir um hæli eftir flótta frá Kúveit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.