Morgunblaðið - 09.01.2019, Qupperneq 25
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur,
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smáauglýsingar
Raðauglýsingar
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í
Rangárþingi eystra.
Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til svæðis innan jarðarinnar Hellishólar, Rangárþingi eystra, þar sem að núverandi frístundabyggð (F) er
breytt í íbúarbyggð (ÍB). Einungis er um breytingu á landnotkun að ræða og halda því aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags.
Eyvindarholt – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan nær til 36,2 ha lands Eyvindarholts – Langhólma, Rangárþingi eystra. Tillagan felst í því að landbúnaðarsvæði
(L) verður breytt í frístundabyggð (F). Gert er ráð fyrir allt að 14 byggingarreitum undir frístundahús.
Ráðagerði – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan nær til 16,8 ha lands úr jörðinni Steinmóðarbær, Rangárþingi eystra. Tillagan felst í því að landbúnaðarlandi (L)
verður breytt í frístundabyggð (F). Gert er ráð fyrir allt að 8 byggingarreitum undir frístundahús.
Drangshlíðardalur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3,6 ha af jörðinni Drangshlíðardalur ln 163652 og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2
ln.178810. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum
vegslóða.
Vegna mistaka, er tillaga að deiliskipulagi fyrir Miðbæ Hvolsvallar auglýst aftur. Mistökin fólust í því að greinargerð, sem
fylgja átti deiliskipulagsuppdrættinum, vantaði inn á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hvolsvöllur miðbær – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis sem er beggja vegna þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um Hvolsvöll. Skipulagssvæðið
afmarkast til norðurs að aðveitustöð Rariks. Til vesturs afmarkast skipulagssvæðið af beinni línu samhliða langhlið kyndistöðvar
Orkuveitu Reykjavíkur. Til suðurs afmarkast skipulagssvæðið af Austurvegi 1 og til austurs af Vallarbraut. Stærð skipulagssvæðisins er
um 14 ha.
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra
2012-2024.
Hellishólar – Aðalskipulagsbreyting
Aðalskipulagsbreytingin tekur til hluta af jörðinni Hellishólar, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landnotkun á 6,6 ha landi
jarðarinnar er breytt úr frístundabyggð (F) í íbúðarbyggð (ÍB). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi eru á svæðinu gert ráð fyrir 13
lóðum af mismunandi stærðum, allt frá 3.500 m2 í rúmlega 6.000 m2, fyrir einlyft einbýlishús.
Ofangreindar tillögur að skipulagsbreytingum er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu
skipulags- og byggingarfulltrúa frá 9. janúar 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 20. febrúar 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á
skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 3, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Félagsstarf eldri borgara
Bústaðakirjka Félagsstarfið hefst á miðvikudaginn 9. jan kl 13. Spi-
lað skrafað og Jónas þórir mætir við píanóið. Framhaldssaga og
sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn. Kaffið góða frá
Sigurbjörgu á sínum stað. Allir hjartanlega velkomnir. Starfsfólk
Bústaðakirkju.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Boccia kl.13.30.
Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi 9-13 Bókband, 9-12 Postulínsmálun, 13-
17 Bókband, 13-16.30 Frjáls spilamennska, 13.30-16.30 Myndlist, 14.
Dansleikur með Vitatorgsbandinu. Hádegisverður frá 11.30-12.30 og
kaffisala frá 14.30-15.30. Verið velkomin til okkar á Vitatorg, Lin-
dargötu 59, sími 4119450
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7.30/15. Kvennaleikf. Sjál. kl.9.30.
Liðstyrkur. Sjál. kl.10.15. Kvennaleikf. Ásg. kl.11.30. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhv kl. 16:15.
Gjábakki Kl. 9. Handavinna, kl. 9. Boccia - opinn tími, kl. 9.30 Glerlist,
kl. 13. Félagsvist.
Grensaskirkja Samvera eldri borgara kl. 14-15.30. Helgistund, bingó
(fyrsta miðvikud. í mánuði) fræðsla, söngur og kaffiveitingar Verið
hjartanlega velkomin.
Gullsmári Miðvikudagur Myndlist kl 9. Postulínsmálun/ Kvenna-
bridge / Silfursmíði kl 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500kr skiptið, allir velkomnir.
Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og
hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun
með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50. Við byrjum daginn við
hringborðið, kaffi á boðstólum. Ljóðahópur Soffíu Jakobsdóttur kl.
9.45-11.45, línudans kl. 10-11. Núvitundarstund 10:45, hádegismatur kl.
11.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30, tálgun með Valdóri kl. 13. -16. Allir vel-
komnir. Nánari upp. í s. 411-2790.
Korpúlfar Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10. í Borgum
Gönguhópur Korpúlfa kl. 10. gengið frá Borgum og inni í Egilhsöll.
Keila í Egilshöll kl. 10. Hópsöngur með Jóhanni Helgasyni kl. 13. í Bor-
gum. Allir velkomnir sungin verða m.a. þorralögin upphitun fyrir
Þorrablót Korpúlfa 6. febrúar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja kl.9-12, morgunleikfimi
kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl.11,
félagsvist kl.14, ganga m.starfsmanni kl.14, bónusbíllinn kl.14.40,
heimildarmyndasýning kl.16.
Seltjarnarnes Gler og glerbræðsla á neðri hæð félagsheimilisins kl.
9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn
Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í
sundlauginni kl. 18.40. Ath. á morgun fimmtudag verður bingó í sal-
num á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 1 –11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10. kaffi og rúnstykki eftir göngu. Ensku námskeið hefst 9.janúar kl.
13. leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið Hús, félagsstarf fullorðinna, í saf-
naðarheimili kikrjunnar kl. 13. til 16. Stólaleikfimi með Öldu Maríu
verður á sínum stað kl. 13.30, kaffi og spjall á eftir. Allir hjartanlega
velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16.
Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni,
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Miðvikudagur: Handavinnustofa opin frá 9.-15. Vatnsleikfimi
kl. 14.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Boccia kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-
15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.
Breiðholtskirkja Maður er manns gaman, hefst kl. 12 með
kyrrðarstund. Léttur hádegisverður og félagsstarf í framhaldi. Allir
velkomnir.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Skúli Svavarsson
og Vigfús Ingvarsson segja frá
ferð til Keníu. Allir velkomnir.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Gerðavegur 16, Garður, fnr. 209-5500 , þingl. eig. María Elísa
Hauksdóttir og Ronald Ereno Viray, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
þriðjudaginn 15. janúar nk. kl. 09:15.
Gauksstaðavegur 4, Garður, fnr. 209-5475 , þingl. eig. Rachida El Gach
og Ólafur Þór Þórðarson, gerðarbeiðendur Gildi - lífeyrissjóður og
Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 15. janúar nk. kl. 09:30.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
8. janúar 2019
Nauðungarsala
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 25
✝ Ingveldur Sig-urðardóttir
fæddist 6. janúar
1928 í Stykkis-
hólmi. Hún lést 4.
október 2018 í
Stykkishólmi.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Jónasson bóksali
og Svava Odds-
dóttir.
Eiginmaður
Ingveldar 31. des. 1955 var
Kristinn Bjarni Gestsson bif-
vélavirki, f. 23. nóv. 1932, d. 8.
nóv. 2009. Synir Ingveldar og
Kristins eru Baldvin, f. 8.
ágúst 1954, Gestur, f. 5. ágúst
1956, og Heimir Svavar, f. 7.
apríl 1960.
Ingveldur lauk
kennaraprófi frá
Kennaraskólanum
árið 1949 og nam
sérkennslu við
Kennaraháskóla
Íslands 1973-74.
Hún var kennari
við Grunnskólann
í Stykkishólmi
1950-1954 og frá
1959 til starfs-
loka. Hún var
virkur félagi í Kvenfélagi
Stykkishólms, varaformaður
Kvenfélagasambands Snæ-
fells- og Hnappadalssýslu í
sex ár og síðan formaður í
sex ár.
Útför Ingveldar fór fram
20. október 2018.
Mörgum er það nokkur lífs-
reynsla að flytjast úr borgar-
umhverfi, þar sem hægt er að
falla í fjöldann, í lítinn bæ þar
sem flestir þekkja næstum alla
og margir eru skyldir, komnir
af sömu ætt.
Þessi var reynsla mín er við
fjölskyldan fluttumst til Stykk-
ishólms haustið 1975. Þá var
gott að njóta stuðnings af góðu
fólki sem þekkti til staðhátta og
mannlífs. Þetta haust hóf ég
kennslu við Miðskólann í
Stykkishólmi sem varð Grunn-
skólinn í Stykkishólmi um það
bil ári síðar. Skólinn var all-
fjölmennur, stórir bekkir í
hverjum árgangi, og sama
haust fluttist unglingadeild
hans í húsnæði sem síðar urðu
salir Hótels Stykkishólms.
Kennarahópurinn skiptist á
milli gamla skólahússins, sem
enn stendur hæst í bænum, og
nýju vistarveranna. Fyrsta árið
kenndi ég á báðum stöðum og
hljóp á milli húsanna, ung en
taldi mig þó allreynda, hafði
þegar kennt í áratug í ýmsum
skólum syðra.
Kennarahópurinn var eins og
þá gerðist. Kröfur um menntun
kennara á unglingastigi voru
enn í mótun. Þar var nokkur
fjöldi ungs fólks með ýmsan
bakgrunn að stíga sín fyrstu
skref út í lífið. Mörg þeirra áttu
eftir að hasla sér völl á sviði
menningar, menntunar og vel-
ferðar og verða þjóðþekkt.
Hins vegar var kjarni reyndra
kennara sem starfað hafði við
skólann árum saman. Fljótlega
féllum við elstu nýliðarnir inn í
þann góða hóp og áttum marga
stund saman yfir kaffibollum
og molasykri á örsmárri kenn-
arastofunni. Mörg eru þau nú
horfin yfir móðuna miklu sem
var okkur svo fjarlæg þá.
Flest eldra fólkið þjónaði
unglingadeildinni í nýja hús-
næðinu en vettvangur elsta og
reyndasta kennarans, Ingveld-
ar Sigurðardóttur, Stellu, var í
gamla skólahúsinu þar sem hún
hafði sjálf verið nemandi og
kennt börnum um áratuga
skeið. Hlutskipti mitt þar var
að kenna ellefu og tólf ára
gömlum börnum reikning sam-
kvæmt nýju stærðfræðinni svo-
nefndri, viðfangsefni sem var
mér nýtt þrátt fyrir reynsluna.
Stella reyndist mér þá betri en
enginn. Hún þekkti börnin og
allar aðstæður og með okkur
tókust góð kynni. Kennslu
minni á barnastiginu lauk eftir
þennan vetur en sambandið við
Stellu hélst.
Við áttum saman ófáar göng-
ur um Þórsnesið og spjall-
stundir um málefni daganna.
Eitt sinn var ég dregin inn í
kosningabaráttu. Þá hlustaði
Stella á það sem ég hafði að
segja og færði gjarnan til betri
vegar þótt mér sé enn
ókunnugt um hvort hún hafi
kosið listann sem ég stóð fyrir.
Hún reyndist mér ætíð vel og
við áttum eftir að leita hvor til
annarrar löngu eftir að ég var
flutt burtu.
Stella var fulltrúi þess mæta
fólks sem er máttarstólpi síns
samfélags. Hún kenndi kynslóð
eftir kynslóð barna í Stykkis-
hólmi, ekki síst sem sérkennari
þeirra sem áttu í námserfiðleik-
um. Hún hlynnti að fjölskyldu
sinni; öldruðum foreldrum til
dánardægra og sonum sínum
og þeirra fólki, og hún vann
samfélaginu öllu með starfi
sínu í kvenfélaginu.
Megi minning Stellu lifa um
ókomna tíð. Þakkir fyrir allt og
allt fylgja henni nú er hún hef-
ur verið borin til hvílu í bænum
sínum, Stykkishólmi.
Kristín Bjarnadóttir.
Ingveldur
Sigurðardóttir