Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is
Afmælisdagurinn verður sjálfsagt flestum öðrum líkur; fjöl-breytt verkefni í vinnunni og góð stund með fjölskyldunni,“segir Björn Valdimarsson, sölustjóri hjá Ramma í Fjalla-
byggð, sem er 64 ára í dag. „Annars er við hæfi að byrja daginn með
Bítlunum og laginu góða When I’m 64. Sem strákur heillaðist ég af
Bítlunum, sem með músík breyttu minni veröld. Þessu fylgdi síðan
eðlilega að í fótboltanum fór ég að halda með Liverpool og geri enn.“
Björn er Reykvíkingur að uppruna, uppalinn í Hlíðunum. „Í fjöl-
býlishúsinu þar sem ég ólst upp voru skemmtilegir strákar sem áttu
eftir að láta að sér kveða í músík. Þarna vaknaði svo áhugi minn á tón-
list og í fjögur ár vann ég hjá Fálkanum; var verslunarstjóri í plötu-
búðum fyrirtækisins og sá um hljómplötuútgáfu,“ segir Björn sem ár-
ið 1981 flutti norður í land. Starfaði fyrst á Blönduósi og Hvamms-
tanga við ullariðnað. Flutti svo til Siglufjaðar og var þar bæjarstjóri
frá 1990 til 1997. Réðst eftir það til Ramma og starfar þar enn í dag
við sölu sjávarafurða.
„Ég komst vel af við alla sem bæjarstjóri. Lenti aldrei í neinu líku
því sem nú sést í Ófærð á RÚV,“ segir Björn sem síðustu árin hefur
gert mikið af því að mynda fólk og umhverfi sittt. Afrakstur þess má
m.a. sjá á vefnum bjornvald.is. „Í leit að myndefnum tekur maður eft-
ir ýmsu sem annars vekti ekki eftirtekt. Þetta er gjöfult tómstunda-
gaman,“ segir Björn sem er kvæntur Marisku van der Meer. Þau eiga
tvö börn á þrítugsaldri og barnabörnin eru líka tvö.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Siglfirðingur „Ég komst vel af við alla sem bæjarstjóri,“ segir Björn.
Byrjar afmælisdag-
inn með Bítlunum
Björn Valdimarsson er 64 ára í dag
B
öðvar Guðmundsson
fæddist á Kirkjubóli í
Hvítársíðu 9. janúar
1939 og ólst þar upp.
Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1962 og Cand.mag.-
prófi í íslenskum fræðum við HÍ
1969.
Böðvar var stundakennari við
Réttarholtsskólann í Reykjavík
1962-63, við Christians Albrechts
Universitãt í Kiel 1964-65, við MR
1965-66, við heimspekideild HÍ
1970-72 og 1983, við Leiklistar-
skóla Íslands 1981-83, var settur
kennari við MH 1969-74, við MA
1974-80 og síðan íslenskur sendi-
kennari við Háskólann í Bergen
1983-87. Auk þess hefur hann
lengst af stundað ritstörf og
þýðingar.
Fyrsta bók Böðvars kom út árið
1964, ljóðabókin Austan Elivoga.
Aðrar ljóðabækur Böðvars eru: Í
mannabyggð, 1966, Burtreið Alex-
anders, 1972, Vatnaskil, 1986,
Heimsókn á heimaslóð, 1989, Þrjár
óðarslóðir 1994 og síðasta frum-
samda ljóðabók Böðvars til þessa
nefnist Krakkakvæði og kom út ár-
ið 2002. Sú bók er myndskreytt af
Áslaugu Jónsdóttur.
Skáldsögur Böðvars eru orðnar
fjórar; Bændabýti kom út 1990,
bækurnar vinsælu um ferðir Ís-
lendinga til Vesturheims; Híbýli
vindanna og Lífsins tré, komu árin
1995 og 1996 en fyrir þá seinni
hlaut Böðvar Íslensku bókmennta-
verðlaunin í flokki fagurbók-
mennta. Híbýli vindanna og Lífs-
ins tré voru síðar færðar í
sviðsbúning og settar upp á sviði
Borgarleikhússins leikárið 2004-
Böðvar Guðmundsson rithöfundur – 80 ára
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Afmælisbarnið Böðvar í heimsókn uppi á Íslandi fyrir nokkrum misserum en hann hefur lengi búið í Danmörku.
Býr í Danmörku en
gleymir ekki rótunum
Morgunblaðið/Kristinn
Rithöfundurinn Böðvar með bæk-
urnar með bréfum vesturfara.
Nýr borgari
Reykjavík Sara Björk
Steinarsdóttir fæddist 3. júlí
2018 kl. 06.20. Hún vó 4.315 g
við fæðingu og var 54,5 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Katrín Þuríður Pálsdóttir og
Steinar Geirdal Snorrason.
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is