Morgunblaðið - 09.01.2019, Page 30

Morgunblaðið - 09.01.2019, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Titilinn á ég Sigurbjörgu Þrastar- dóttur ljóðskáldi að þakka enda hefði mér aldrei dottið svona fallegur titill í hug. Hann er að finna í ljóði sem hún samdi fyrir diskinn,“ segir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari um geisladiskinn Herberging sem hún sendi nýverið frá sér. Hlusta má á styttri útgáfu disksins á vefnum berglindtomasdottir.bandcamp.com/ album/herberging auk þess sem hann er senn væntanlegur inn á tónlistarveituna Spotify. „Að herbergja er frekar gömul sögn sem treystir á veggi, glugga og dyr og algilt leyfi,“ segir Berglind og bendir á að titilverk disksins fjalli að stórum hluta um herbergið sem flauturöddin var tekin upp í. „Stór partur af verkinu felst í því hvernig rýmið hljómaði. Þetta var tekið upp að hausti og fyrir vikið er mikið af náttúrulegum vindhljóðum sem skila sér inn í upptökuna,“ segir Berglind. Snærri hljóð flautunnar heilla Diskurinn inniheldur þrjú verk eft- ir Berglindi fyrir flautu og rafhljóð. „Efnið var í raun tilbúið fyrir tveimur árum, en útgáfan dróst af því að mig langaði til að gefa þetta út á áþreifan- legu formi líka en fann ekki strax réttu leiðina til þess,“ segir Berglind og bætir við: „Í raun er frekar fárán- legt að gefa út efni á geisladiski enda fáir undir fertugu sem eiga geisla- spilara nú til dags. Þetta er sambæri- legt við það þegar vínylplatan hvarf á sínum tíma og varð að rusli í huga al- mennings áður en hún varð vinsæl aftur,“ segir Berglind og tekur fram að sér þyki skemmtilegra að gefa út áþreifanlegan hlut hvort sem það er súkkulaðistykki eða hálsmen sem geymi vefslóð fyrir niðurhal tónlist- arinnar. „Mér finnst gaman að halda í útgáfu geisladisksins meðan hann er á þessu deyjandi stigi. Ég fékk Kjartan Hreinsson, sem er ungur grafískur hönnuður, til liðs við mig og er mjög ánægð með útkomuna. Þetta er stílhrein og falleg útgáfa.“ Spurð um tilurð tónlistarinnar á diskinum rifjar Berglind upp að hún hafi fyrir örfáum árum haldið ein- leikstónleika með eigið efni fyrst í Mengi og í framhaldinu í Los Angel- es. „Þannig spilaðist prógrammið áfram þar sem ég var að blanda flautuleik saman við rafhljóð. Svo kom að því að ég ákvað að fá Ólaf Björn Ólafsson til að taka þetta að- eins lengra og ég tók þetta upp í upp- tökuverinu hans í Gufunesi,“ segir Berglind, en Ólafur Björn sá ekki að- eins um upptökur heldur er hann meðhöfundur að lokaverkinu. „Hljóðheimur plötunnar hverfist í kringum smærri hljóð flautunnar, lofthljóð, flaututónar sem á ensku nefnist „whistle tones“, effektar og ýmislegt flautukurr í stað hefðbund- ins flautuhljóðs,“ segir Berglind og bendir á að saman við þennan hljóð- heim sé blandað rafhljóðum sem öll eru unnin upp úr flautuhljóðum, and- ardrætti og rödd, en lokaverkið flyt- ur hún ásamt söngkonunni Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur. „Þessi smærri hljóð flautunnar höfða sterkt til mín. Þetta er líka leið til að endurhugsa eða uppgötva hljóðfærið sem ég er búin að spila á mjög lengi og lengst af innan mjög þröngs ramma sem einkennist af klassískri hljóðfærahugsun. Þetta er því leið til að búa til nýja sýn á hljóð- færið,“ segir Berglind og tekur fram að tónsmíðarnar lýsi allar ástandi eða tilfinningu. „Þær hreyfast hægt og eru sjaldnast á leiðinni eitthvað. Þetta er hugleiðslukennd stemnings- tónlist.“ Innt eftir því hvernig hún hafi valið samstarfsfólkið til liðs við sig segir Berglind það stjórnast af tilfinningu. „Mér finnst Marta Guðrún hafa svo ótrúlega fallega rödd og heyrði hana strax fyrir mér þegar við sömdum verkið sem hún syngur svo fallega víbratólaust. Sigurbjörg er svo slyng með orð fyrir utan að hún er góð kunningja- kona mín. Hún hlustaði á diskinn og skrifaði stemningsljóð.“ Spurð hvort hún muni fylgja útgáf- unni eftir með tónleikum segir Berg- lind ýmsa tónleika framundan, þó að hún muni ekki leika efnið af nýút- komna diskinum. „Annað kvöld kl. 20 erum við Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari og Einar Torfi Einars- son gítarleikari að halda okkar Vínartónleika í tónleikaröðinni Verpa eggjum í Norræna húsinu,“ segir Berglind og rifjar upp að hún hafi farið af stað með tónleikaröðina í Mengi á sínum tíma með það að markmiði að kynna og flytja tilrauna- tónlist sem sæki innblástur að stórum hluta í arfleifð Johns Cage, Pauline Oliveros, Christians Wolff og fleiri sem settu svip sinn á tónlistar- sögu 20. og 21. aldar. Skapandi fyrirmynd „Á tónleikunum annað kvöld mun- um við flytja verk eftir austurríska tónskáldið Peter Ablinger, rafverk eftir danska tónskáldið Else Marie Pade og breska tónskáldið James Sa- unders sem krefst þátttöku áheyr- enda auk þess sem Einar Torfi samdi nýtt verk fyrir okkur Tinnu,“ segir Berglind en þess má geta að aðgang- ur er ókeypis. Frumsamin tónlist hefur verið áberandi á þeim diskum sem Berg- lind hefur sent frá sér áður og það á einnig við um þá diska sem hún seg- ist vera með í smíðum sem tengjast hljóðfærinu lokkur sem hún bjó til fyrir nokkrum árum. „Áhugi minn á diskaútgáfu hefur verið að aukast að undanförnu, en lengst af hef ég frem- ur einbeitt mér að tónleikahaldi,“ segir Berglind sem var ein sjö flautu- leikara í hópnum viibra sem lék inn á nýjustu plötu Bjarkar og fylgdi henni í tónleikaferð. „Mér finnst mjög mikilvægt að verið sé að semja nýja tónlist og að þeir sem flytji tónlist séu sjálfir líka að semja sína eigin tónlist, hvort sem það er gegnum spuna eða með því að skrifa hana niður. Af hverju ættum við alltaf að vera að spila eitthvað sem var samið fyrir mörgum árum, áratugum og öldum nema til þess að hjálpa okkur að fá samhengi í það sem við erum að gera í dag. Tónlist er frábrugðin öðrum listgreinum í því að krafist er sífelldrar endur- tekningar á gömlu efni án þess að setja það í nýtt samhengi. Við erum ekki að reyna að setja upp Shake- speare eins og hann var settur upp á tímum höfundarins,“ segir Berglind og tekur fram að sér þyki mikilvægt sem kennari að vera sjálf skapandi fyrirmynd, en Berglind er dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar við Listaháskóla Íslands. „Það eru mikil forréttindi að fá að vinna í þess- um skóla og gefandi að fá að vera partur af þessu samfélagi.“ Morgunblaðið/Eggert Heimur „Hljóðheimur plötunnar hverfist í kringum smærri hljóð flautunnar,“ segir Berglind María Tómasdóttir. „Leið til að endurhugsa hljóðfærið“  Berglind María Tómasdóttir sendir frá sér geisladiskinn Herberging  Hugleiðslukennd stemn- ingstónlist  Kemur fram á nútímalegum Vínartónleikum í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20 Bók Ævars Þórs Benedikts-sonar, Þitt eigið tíma-ferðalag, þar sem hægt erað láta söguna enda á 60 mismunandi vegu, gefur tækifæri á margskonar spennu bæði fyrir fullorðna og börn. Rýnir er kominn nokkuð langt frá því að kallast barn en hann hafði gagn og gaman af því að lesa bókina en jafnframt nokkurn ama þeg- ar valkvíðinn tók völdin. Var best að velja alltaf fyrsta kost sem endi á söguna eða velja þann kost sem hugsanlega gaf öruggasta eða besta endinn? Þetta voru vangaveltur rýnis við lestur bókarinnar. Það verður líka að við- urkennast að rýnir var ekki alveg viss í lokin hvort hann hefði náð að lesa alla bókina eða jafnvel verið bú- inn að lesa hluta hennar oftar en einu sinni. Það er erfitt að lýsa söguþræð- inum þar sem hann er jafn breyti- legur og lesendur eru margir. Rauði þráðurinn í bókinni er fræðsla á spennandi og á köflum húmorískan hátt. Bókin býður upp á það að hitta víkinga, risaeðlur, grameðlur, risa- rottur, Rómverja, fara til Egypta- lands eða út í geiminn, skoða plast- eyjar og flakka án mikilla vand- kvæða þúsundir ára aftur í tímann og jafnlangt fram í tímann – og margt fleira. Það góða við bókina er að ef lesandi lendir í vandræðum getur hann alltaf valið sér að fara aðra leið í átt að hamingjuríkari endi. Þær eru fáar reglurnar sem fylgja tímavélinni sem lesandinn getur notað til að ferðast um í tíma og rúmi. Lesandinn á að læra og muna, koma til baka og kenna öðr- um, ekki vera fyrir og ekki breyta neinu. Þegar rýnir vildi fá að kíkja inn í framtíðina stóð honum til boða að taka sjálfu í geimnum, skoða plast- eyju eða kíkja á nýjustu tækni og vísindi. Rýnir valdi að skoða plast- eyju og var þá sendur á bls. 37. Þar fékk ég að kynnast afleiðingum Ævintýraleg fjöl- breytni á tímaflakki Barna- og unglingabók Þitt eigið tímaferðalag bbbbn Eftir Ævar Þór Benediktsson. Myndir: Evana Kisa. Mál og menning, 2018. Innb., 421 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ Tengi hefur mikla og góða reynslu af niðurföllunum frá Unidrain. Unidrain eru margverðlaunuð dönsk hágæðahönnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.