Morgunblaðið - 09.02.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.2019, Blaðsíða 20
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Engin banaslys urðu á ís-lenskum sjómönnum viðstrendur landsins á árinu2018 og er það fimmta ár- ið sem sú ánægjulega þróun á sér stað,“ segir í nýútkomnu yfirliti sigl- ingasviðs Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa fyrir seinasta ár. Engin banaslys urðu við landið á árunum 2008, 2011, 2014 og 2017 en tekið er fram að rannsóknarnefndin hefur til rannsóknar eitt banaslys á sjó sem varð innan Faxaflóahafnar 19. apríl í fyrra. Þar var um að ræða viðgerð- armann úr landi sem var að prufu- sigla óskráðum skemmtibát eftir yf- irferð. Alls voru tilkynnt og skráð 157 atvik á sjó í fyrra hjá rannsókn- arnefndinni, bæði slys og önnur óhöpp eða atvik, sem er töluverð fjölgun eða um 15% frá árinu á undan þegar þau voru 136. Á árinu 2016 voru skráð 104 atvik til sjós hjá nefndinni. Í fyrra voru skráð slys sem fólk varð fyrir á sjó 54 talsins en á árinu 2017 voru skráð slys 41 og er því um að ræða fjölgun um 24% á milli ára. Bent er á í skýrslunni að hafa beri í huga að á árinu 2017 var verkfall hjá sjómönnum sem stóð í um tvo mán- uði, sem væntanlega skýrir að stórum hluta þessa breytingu. Flest slys urðu í skipum sem voru á veiðum í fyrra eða 36 slys og áttu þau flest sér stað á togveiðiskipum Voru al- gengustu slysin sem áttu sér stað á sjó í fyrra fallslys af ýmsum toga eða 19 talsins. ,,Önnur algeng slys voru m.a. við vindur eða eitthvað slóst til við hífingar ásamt ytri áverkum s.s. skurðum og stungum ýmiskonar,“ segir í úttektinni. Meðalaldur slasaðra var 39 ár í fyrra og sá yngsti sem slasaðist var 20 ára háseti á togveiðiskipi. Sá elsti var 70 ára farþegi á farþegaskipi. Fleiri tilkynningar um slys með- al sjómanna berast Sjúkratrygg- ingum Íslands en þau sem koma inn á borð rannsóknarnefndarinnar. Í fyrra voru Sjúkratryggingum til- kynnt 204 slys á sjómönnum en 134 á árinu á undan og er þar um 52% aukningu að ræða milli ára, sem ætla má að stafi m.a. af verkfalli sjómanna á árinu 2017. Fjöldi skráðra slysa hjá Sjúkratryggingum á nýliðnu ári er þó 18% undir meðaltali áranna 2007 til 2017. „Þróun í þessum efnum hefur verið mjög jákvæð undanfarin ár en frá árinu 2000, þegar ný lög og nýjar áherslur urðu til við rannsóknir á sjó- slysum, hefur tilkynntum slysum fækkað umtalsvert. Meðaltal til- kynntra slysa á sjómönnum til SÍ á árunum 2000-2017 eru um 287 og eru slys á árinu 2018 talsvert undir því meðaltali. Tilkynnt slys á sjómönnum frá árinu 2000-2018 til Tryggingastofn- unar Íslands og síðan Sjúkratrygg- inga Íslands eru samtals 5.371 sem gerir að meðaltali um 283 á ári,“ segir í úttektinni. 4 bátar sukku og 14 sinnum strönduðu skip eða tóku niðri Fjórir bátar sukku á síðasta ári, sem er sami fjöldi og á árinu 2017. Fram kemur að tveir þeirra sukku vegna elds, einn í höfn vegna leka og einn missti stöðugleika og fór á hlið- ina en maraði svo í kafi. Honum eins og einum bát sem hvolfdi var bjargað á land. ,,Fjórtán atvik voru skráð þegar skip strönduðu eða tóku niðri en voru ellefu árið 2017. Tvö af þessum atvik- um voru sannarlega vegna þess að stjórnandi sofnaði en rannsókn sumra þessara atvika er ekki lokið. Þrjú af þessum atvikum urðu þar sem skip tóku niðri en sátu ekki föst.“ Engin banaslys á sjó en fleiri slys tilkynnt 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau fáheyrðutíðindi bárustá fimmtudag að Frakkar hefðu ákveðið að kalla sendiherra sinn í Róm heim um óákveðinn tíma. Þetta var gert í mótmælaskyni við það sem franska utanríkis- ráðuneytið kallaði ítrekaðar móðganir og gífuryrði ítalskra stjórnmálamanna í garð ríkis- stjórnar Frakklands, ekki síst Emmanuels Macron, forseta landsins. Það að Frakkar hafi stigið þetta skref þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, en síðustu miss- eri hafa einkennst af vaxandi skeytasendingum á milli forystu- manna ríkjanna tveggja, og má segja að það hafi náð hámarki á þriðjudaginn var þegar Luigi Di Maio, formaður fimmstjörnu- hreyfingarinnar svonefndu og aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, heimsótti fulltrúa „gulu vest- anna“ svonefndu, mótmæla- hreyfingarinnar sem gert hefur Macron lífið leitt. Tilgangur ferðarinnar var að sögn Di Maio að ræða samstarf fyrir komandi Evrópuþing- kosningar í maí, en ólíkt því sem venjan er gætu þær orðið ögn spennandi að þessu sinni. Vænt- anleg útganga Breta, ásamt vax- andi óþreyju almennings í suður- og austurhluta Evrópu gagnvart „fransk-þýska ásnum“, gæti fært hinum svonefndu „pópul- istaflokkum“ mikinn byr í seglin þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Slík niðurstaða yrði Macron lítt hugnanleg, og líklega hefur hon- um og frönskum stjórnvöldum þótt nóg komið þegar ráðamaður í nágrannaríki var farinn að færa sig upp á skaftið með þessum hætti varðandi frönsk innanrík- ismál. Ekki hefur hjálpað til að Di Maio og Matteo Salvini, for- maður Norðurbandalagsins, hins stjórnarflokksins á Ítalíu, hafa báðir kallað eftir afsögn Macrons og sagt hann „hræðilegan for- seta“. En Macron sjálfur hefur heldur ekki dregið af sér í gagn- rýni á það sem hann kallar „lýð- skrum“ ítölsku ríkisstjórn- arinnar. Heyra mátti nokkurn sáttatón hjá þeim Di Maio og Salvini eftir að ákvörðun Frakka var kunn- gjörð, og sögðust þeir reiðubúnir til viðræðna við Frakka um þau mál sem helst hafa orðið til að ýfa upp samskipti ríkjanna. Hvort það boð hefur verið sett fram af heilum hug skal ósagt látið, en hafa má í huga að Di Maio og Salvini hafa til þessa notið óskor- aðs stuðnings kjósenda sinna í hnútukasti sínu við Frakka. Þeir hafa því engu að tapa á heimavíg- stöðvum sínum ef ekki tekst að semja um „vopnahlé“ í deilu þessara tveggja Evrópusam- bandsríkja. Samskipti Frakka og Ítala nálgast frostmark} Sendiherrann kallaður heim Ákvörðun utan-ríkisráðherra um að viðurkenna Juan Guaidó, for- seta venesúelska þjóðþingsins, sem sitjandi forseta Venesúela þar til boðað verði til nýrra forsetakosninga, var bæði nauðsynleg og löngu tímabær. Ekki verður sagt að anað hafi verið að henni, þar sem Íslend- ingar fylgdu í raun fordæmi helstu grannríkja sinna, sem gáfu Nicolas Maduro, einræð- isherra Venesúela, rúman tíma- frest til þess að boða til nýrra forsetakosninga, sem standast myndu þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til slíkra at- burða. Maduro hefur hins vegar neit- að öllu slíku, jafnvel þó að fyrir löngu sé orðið ljóst að „kosn- ingar“ þær sem hann byggir kall sitt til embættisins á hafi ekkert verið annað en sýndarmennskan og niðurstaðan ljós fyrirfram. Maduro hefur þar með staðfest endanlega að það, sem fyrir- rennari hans Hugo Chavez kall- aði „sósíalisma 21. aldarinnar“ er í raun ekkert annað en nokk- uð nákvæm eftirlíking af þeim sósíalisma sem reyndur var á 20. öldinni með skelfi- legum afleiðingum fyrir almenning í þeim ríkjum sem lentu undir honum. Það er nefnilega ekki aðeins hið al- gjöra hrun efnahags landsins sem hrjáir Venesúela, heldur einnig gríðarleg pólitísk kúgun og virðingarleysi fyrir réttindum almennings. Þeir fjölmörgu sem flúið hafa landið á síðustu árum hafa oftar en ekki í farteskinu skelfilegar sögur af því hvernig leynilögregla Maduros varpar pólitískum andstæðingum í dýfl- issu og pyndar fyrir litlar sakir. Nú í vikunni ákvað Maduro að bæta enn á þjáningar landa sinna með því að hafna al- þjóðlegri neyðaraðstoð sem send var til sveltandi almennings í Venesúela, enda myndi það ekki passa við þá glansmynd sem hann vill halda uppi af sæluríki sínu. Vonandi lýkur baráttunni fyr- ir nýjum forsetakosningum í Venesúela skjótt og friðsamlega, og með sigri lýðræðisins. Því miður er það þó ekki öruggt og á meðan Maduro situr á valdastóli heldur ömurlegt ástandið áfram að versna. Maduro sýnir sinn innri mann með því að hafna neyðaraðstoð} Hjálpargögnum hafnað B aráttan sem hófst með #metoo hefur loksins skilað einhverjum árangri. Ekki fullnaðarsigri, langt frá því, en einhverjum ár- angri. Síðasta fimmtudag var Bergþór Ólason settur af sem formaður um- hverfis- og samgöngunefndar Alþingis sökum hegðunar sinnar á Klaustri fyrir jól. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri ásakanir um kynbundið ofbeldi komist inn í samfélagsumræðuna. Er það vegna þess að slíkt ofbeldi er nýlegt? Nei, auðvitað ekki. Samfélagsumræðan er opnari. Fleiri hafa að- gang að miðlum til þess að koma slíkum mál- um inn í umræðuna. Þar munar einna mest um samfélagsmiðla á seinni tímum en þó munar mest um það samskiptatæki sem int- ernetið er og hvernig það tengir saman ein- staka notendur, heimshorna á milli. Í bókinni Hérna koma allir (e. Here comes everybody) eftir Clay Shirky er farið yfir hrottaleg mál innan kaþ- ólsku kirkjunnar og hvernig fór fyrir tveimur sambæri- legum málum, öðru frá 1992 og hinu frá 2002. Kirkjan brást á sama hátt við báðum málum og tókst að grafa niður-‘92 málið en með nýrri öld og nýrri samskipta- tækni gat kirkjan ekki lengur stjórnað umræðunni. Það var ekki hægt að halda aftur af röddum þolenda. Enn er verið að vinna úr afleiðingum þöggunar kirkjunnar í þessum málum. Þögnin var loksins rofin og hvert málið á fætur öðru leit dagsins ljós. Ekki bara gömul mál heldur líka ný mál. Mál Harvey Weinstein hleypti #metoo af stað. Byltingu sem sýndi hversu algengt kynbundin áreitni er. Svo algeng að hún náði inn fyrir veggi Al- þingis. Haldin var rakarastofuráðstefna á Al- þingi þar sem þingmönnum var kennt hvað væri kynbundin áreitni og hvernig hún flokk- aðist sem ofbeldi. Þingmönnum var kennt að stíga inn í til að stöðva slíkt ofbeldi. Siða- reglur þingmanna voru uppfærðar og lífið hélt áfram um betur upplýsta leið. Eða hvað? Tæpu hálfu ári seinna komu fram upp- tökur af nákvæmlega sömu hegðun og rak- araráðstefnan varaði við. Hræsnin var full- komnuð þegar það kom í ljós að fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hleypti rakara- stofuverkefninu af stokkunum, var meðal gerenda í þeim upptökum. Það er hægt að hlaupa í hringi í kringum hvort þetta átti að vera einkasamtal eða hvort þetta var fyll- irísröfl en staðreyndin er að þingmennirnir áttu að vita betur. Meðal þeirra var pólitískur talsmaður baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þegar hann var utanríkis- ráðherra meira að segja. Klaustursupptökurnar hefðu ekki haft nein áhrif árið 1992. Í dag hefur svona hegðun afleiðingar. Það tókst, þrátt fyrir mikla tregðu stjórnarflokkanna, að skila skömminni með því að setja Bergþór Ólason af sem for- mann. Það tókst út af #metoo. Án þess hefði þetta verið enn eitt málið sem hefði verið þaggað niður. Enn einn naglinn í kistu ofbeldissamfélagsins sem ótrúlega margir eru enn að verja. bjornlevi@althingi.com Björn Leví Gunnarsson Pistill Loksins afleiðingar Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa skráði níu atvik á sjó í fyrra þar sem um eld um borð var að ræða. Þau voru fimm árið 2017 og aðeins eitt 2016. ,,Þetta sýnir að um er að ræða slæma þróun í þessum efnum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Vakin er athygli á að slysum á farþegum fólksflutningaskipa af ýmsum gerðum fækkaði verulega milli ára. Einn farþegi var skráður slasaður á árinu 2018 en sjö árið 2017 og átta 2016. Eldur um borð í níu skipti SJÓSLYSASKÝRSLA 2018 Skráð slys á sjómönnum hjá SÍ og RNSA 2007 til 2018 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Slys tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) Slys rannsökuð hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: RNSA 423 290 238 279 251 249 229 201 219 213 134 204 49 64 55 61 69 48 53 42 51 53 51 54

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.