Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 21

Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 UTmessan Upplýsingatæknimessan hófst í Hörpu í gær með ráðstefnu og sýningu fyrir fagfólk í upplýsingatækni og í dag verður sýning sem opin er almenningi. Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa og áhersla er lögð á að fræða gesti um hvernig hægt er að nýta tölvutæknina í daglegu lífi. UTmessan hefur verið haldin árlega frá 2011. Eggert Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og for- sætisráðherra, lýsti því á Alþingi í vikunni að það hefði verið röng ákvörðun vorið 2009 að samþykkja umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu án undan- genginnar þjóðar- atkvæðagreiðslu: „Þegar við sóttum um aðild að Evrópusambandinu 2009, meðal annars með mínu at- kvæði, var lögð fram tillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi haldin áður en slík umsókn yrði lögð fram. Sú tillaga var felld og ég hef sagt það seinna meir að það hefði verið öllum til góða að samþykkja þá til- lögu og ráðast í slíka þjóðar- atkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild,“ sagði Katrín enn fremur og bætti við: „Mín skoðun er sú að það hafi verið betra að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur, sem þó stóðum að því að fella þá tillögu, að fella hana. Það er stórmál, meiri háttar mál, að ákveða að fara í slíkar aðildarviðræður og því vil ég segja háttvirtum þingmanni að ég hef sagt það síð- an, eftir að hafa ígrundað þessi mál og farið yfir þau töluvert vel, ekki síst á vett- vangi minnar hreyf- ingar, að ég myndi telja óráð að ráðast í slíka umsókn á nýjan leik án þess að fram færi þjóð- aratkvæðagreiðsla.“ Ég fagna þessari hreinskilnislegu yfir- lýsingu forsætisráð- herra, Katrínar Jakobsdóttur, for- manns VG. Aðildarumsóknin að ESB, at- kvæðagreiðslan um hana og Icesave klauf þingflokk VG vorið 2009. VG var jú stofnuð m.a. um sjálf- stæði og fullveldi þjóðarinnar í al- þjóðasamfélaginu og andstöðu við inngöngu í ESB. Hins vegar hefur herkostnaðurinn af þessu máli verið mikill. Fjöldi stuðningsmanna og forystufólk VG um allt land sögðu sig frá störfum fyrir flokkinn í kjöl- far aðildarumsóknar að ESB á sín- um tíma. Svo sannarlega ber að fagna yf- irlýsingu núverandi formanns VG nær tíu árum seinna, óháð því hvort þetta er persónuleg skoðun hennar einnar eða mat VG sem stjórn- málahreyfingar. Það síðasta sem stendur enn formlega frá flokknum í ESB-málinu er aðild að þings- ályktunartillögu sem kveður á um að haldið skuli áfram aðildarferlinu að ESB. Vonandi verður hún aftur- kölluð í kjölfar yfirlýsingar núverandi formanns VG. Tillagan um þjóðar- atkvæðagreiðslu Víkjum aðeins til þessa örlagaríka dags árið 2009. Sú afstaða mín og fleiri þingmanna VG var öllum ljós að við myndum ekki styðja aðildar- umsókn að ESB. Kvöldið fyrir at- kvæðagreiðsluna fréttist að þing- menn úr Sjálfstæðisflokki hygðust flytja breytingatillögu um að í stað beinnar umsóknar skyldi boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skyldi um aðild að ESB. Var leitað meðflutnings frá öðrum flokk- um, m.a. hjá VG. Nokkrir þingmenn VG tjáðu að þeir gætu stutt þessa tillögu. Varð þá heldur betur uppi fótur og fit innan þingflokks VG og kom fram hjá formanninum að með- flutningur á þessari tillögu sjálf- stæðismanna jafngilti úrsögn úr þingflokknum. Niðurstaðan varð því sú að þingmenn úr Sjálfstæðis- flokknum fluttu einir þessa tillögu en ljóst var að þingmenn úr öðrum flokkum myndu styðja hana, þ.á m. úr VG. Á þingflokksfundi VG daginn eftir, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, var enn farið yfir þessi mál og þing- menn beittir miklum þrýstingi. Ég lagði áherslu á að tillagan að umsókn um ESB-aðild væri þing- mannamál en ekki ríkisstjórnarmál. Það væri réttur og skylda þing- mannsins að greiða atkvæði sam- kvæmt sannfæringu sinni og ég myndi styðja þjóðaratkvæða- greiðslutillöguna frá sjálfstæðis- mönnum til vara. Líkaði formanni flokksins það illa og sagði að ég skyldi þá sjálfur fara á fund forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og gera henni grein fyrir afstöðu minni. Sagðist ég þegar hafa gert það. Var þá ítrekað að ég gengi á fund forsætisráðherra. Leit ég þá svo á að verið væri að kalla eft- ir afsögn minni sem ráðherra. Þá stóð Ögmundur Jónasson upp og sagði: „Ef sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra á að fara með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra þá fer heilbrigðisráðherra með sitt höfuð þangað líka.“ Stóðum við þá báðir upp. Tillagan um þjóðar- atkvæðagreiðslu var hins vegar felld með 32 atkvæðum gegn 30. Fullveldinu var borgið Þótt okkur „villiköttunum“ hafi ekki verið hlátur í hug undir at- kvæðagreiðslunni 16. júlí 2009, sem forsætisráðherra vitnaði til í vik- unni, þá erum við 10 árum seinna bæði stolt og glöð: „Við unnum stríðið.“ Með mikilli hörku, seiglu, vönd- uðum málflutningi og víðtækum stuðningi þjóðarinnar tókst okkur að stöðva aðlögunarferlið og umsókn- ina að ESB. Fullveldinu var borgið. Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði er óskað til hamingju með 20 ára afmælið. Eftir Jón Bjarnason »Með mikilli hörku, seiglu, vönduðum málflutningi og víð- tækum stuðningi þjóð- arinnar tókst okkur að stöðva aðlögunarferlið og umsóknina að ESB. Fullveldinu var borgið. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra. Dómur sögunnar Gangi hagspá Seðla- bankans eftir verður hag- vöxtur 1,8% á þessu ári, sá minnsti síðan árið 2012. Vegna fólksfjölgunar verður hagvöxtur á hvern íbúa neikvæður en það gerðist síðast árið 2010. Spá bankans er órækur vitnisburður um þann mikla viðsnúning sem orðið hefur í efnahagslíf- inu undanfarna mánuði. Uppsveiflu efnahagslífsins, sem staðið hefur linnulaust í átta ár, er lokið og fram undan er aðlögun að þeirri staðreynd. Öllum er enn í fersku minni djúp efnahagskreppa fyrir áratug og sameiginlegt átak þjóðarinnar við að forða kollsteypu í efnahagslífinu. Nú blasa við ger- breyttar aðstæður eins og staða heimila landsins staðfestir: 1. Mikill kaup- máttur. Und- anfarin ár hafa heimilin notið góðs af mikilli uppsveiflu í efna- hagslífinu. Kaup- máttur heimila hefur aukist um 40% frá árinu 2010 en til sam- anburðar jókst kaupmáttur heimila um 21% í uppsveiflunni þar á undan, á ár- unum 1999-2007. Ráðstöf- unartekjur heimila eru í hæstu hæðum sé litið til sögulegs sam- anburðar. Hvort sem horft er til kaupmáttar ráðstöfunartekna starfsfólks á meðallaunum eða lægstu launum, þ.e. tekna eftir greiðslu tekjuskatta og barna- og húsnæðisbóta, þá eru þær einna hæstar meðal OECD- ríkja. Það er öfundsverð staða. Spá Seðlabankans gerir ráð fyr- ir að kaupmáttur heimila vaxi áfram en að vöxturinn verði heldur minni en verið hefur sem er eðlilegt samfara því sem hægir á vexti efnahagslífsins á komandi árum. 2. Lágar skuldir heimilanna. Skuldahlutfall heimila er í sögu- legu lágmarki. Skuldir þeirra í hlutfalli við ráðstöfunartekjur fóru hæst í 125% á árinu 2010. Nú nema þær 75% af ráðstöf- unartekjum. Heimilin hafa því greitt niður skuldir samfara vaxandi tekjum og lítilli verð- bólgu. 3. Mikill sparnaður. Sparnaður heimila hefur aldrei verið meiri. Mikill sparnaður og lítil skuld- setning endurspeglar sterka stöðu heimila um þessar mundir sem er sérstaklega mikilvægt nú þegar blikur eru á lofti og aðlögun fram undan í efnahags- lífinu. Margt hefur áunnist á síðustu ár- um og umskipti efnahagslífsins verið undraverð. Nú er landsframleiðslan 25% meiri en þegar hún varð hæst í síðustu uppsveiflu. Heimili landsins, fyrirtæki og hið opinbera hafa greitt niður skuldir og skuldahlutföll eru í sögulegum lágmörkum. Þá hefur hrein erlend staða þjóðarbúsins þróast á afar jákvæðan máta. Ís- lenskt hagkerfi er hreinn lánveitandi gagnvart útlöndum, sem er eins- dæmi í hagsögu landsins. Um þessa stöðu þarf að standa vörð. Þótt fram undan sé aðlögun í efnahagslífinu er staðan ekki sam- bærileg og fyrir áratug og skiptir þar miklu sterk fjárhagsstaða heim- ila og þjóðarbúsins í heild. Ekkert er því til fyrirstöðu að halda áfram á sömu braut, en framhaldið er í hönd- um aðila vinnumarkaðar og stjórn- valda. Ef ákvarðanir næstu vikna ógna efnahagslegum stöðugleika getur sú sviðsmynd sem Seðlabank- inn setur fram hæglega breyst til hins verra. Við skulum sameinast um að forðast það. Sígandi lukka Eftir Halldór Benja- mín Þorbergsson Halldór Benjamín Þorbergsson »Ekkert er því til fyrirstöðu að halda áfram á sömu braut, en framhaldið er í höndum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.