Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 38

Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 38
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Kvikmyndin Börn náttúrunnar(1991) eftir Friðrik ÞórFriðriksson vann sér fljótt sess sem eitt helsta þrekvirki Íslend- inga í þeim listmiðli og er eina ís- lenska kvikmyndin í fullri lengd sem hefur verið til- nefnd til Ósk- arsverðlauna en hún var tilnefnd í flokknum Besta er- lenda kvikmyndin árið 1992. Næmi og fegurð myndarinnar var listavel undirstrikuð með tónlist sem Hilmar Örn Hilmarsson samdi. Eftir henni var sömuleiðis tekið og fékk Hilmar Felix-verðlaunin svokölluðu sama ár, eða evrópsku kvikmyndaverð- launin. Útgáfusaga tónlistarinnar er athyglisverð en það var ekki fyrr en fimm árum síðar (1996) að hið virta Kannski var það feigðin … merki Touch gaf hana út (og svo aft- ur árið 2003). Touch einbeitir sér að útgáfu framsækinna nútíma- tónskálda og hefur m.a. gefið út plötur með Jóhanni Jóhannssyni (Englabörn, 2002), Oren Ambarchi, Christian Fennesz og Hildi Guðna- dóttur svo fátt eitt sé nefnt. Tónlistin hefur verið ófáanleg á markaði um allnokkurt skeið og gerðu 12 tónar loks gangskör í þeim efnum og end- urútgáfu á síðasta ári, bæði á geisla- disk og vínil, en tónlistin hefur ekki verið pressuð á síðarnefnda formið áður. Á meðal tónlistarmanna sem fram koma á þessari bráðum þrjátíu ára gömlu plötu eru Szymon heitinn Kuran (fiðla), Joolie Wood (fiðla), Stefán Örn Arnarson (selló), Chhi- med Rig’dzin Rinpoche (kangling og damaru) og Sigtryggur Baldursson (slagverk). Tónlistin var tekin upp í Stúdíó Sýrlandi, af þeim Hilmari (HÖH) og Tómasi Magnúsi Tóm- assyni, sem, eins og Szymon, er far- inn yfir móðuna miklu. Hilmar átti eftir að vinna tónlist við fjölda mynda í kjölfarið, var nokkurs konar hirðskáld Friðriks en vann einnig að erlendum myndum og voru þær taldar í tugum á tíunda áratugnum og þeim fyrsta. M.a. á Hilmar tónlistina við In the Cut (2003) sem Jane Campion leikstýrði. Það rennur ýmislegt í gegnum hugann er maður sækir þessa vel heppnuðu tónlist aftur heim. Hilmar var á þessum tíma brautryðjandi á margan hátt og heyra má t.d. í Sigur Rós og Jóhanni Jóhannssyni í tónlist- inni. Sigur Rós var þó ekki stofnuð fyrr en þremur árum síðar og átti u.þ.b áratug í það að sækja á lík mið, og þá reyndar með HÖH sér við hlið (hér er ég að tala um tónlist Hilmars við Engla alheimsins). Þannig að þar sem ég sit og hlusta á hið ægifagra „Suðurgata“ verður himinljóst hversu þungt listræna pundið er í honum HÖH okkar, hann deilir næminu og fegurðarinnsæinu með kollegum sínum í Sigur Rós og snilli- menninu Jóhanni Jóhannssyni sem áttu eftir að fara með þetta skapalón um veröld víða síðar meir. Um leið uppgötvar maður, sér til skelfingar, 12 tónar hafa nú endurútgefið tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar við kvikmyndina Börn náttúrunnar á vínil og geisladisk. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Barnaóperan Konan og selsham- urinn, sem Hróðmar I. Sigur- björnsson tónskáld samdi í sam- starfi við Ragnheiði Erlu Björnsdóttir, fyrrverandi nemanda sinn í tónsmíðum í Listaháskóla Ís- lands, verður frumsýnd í Kaldalóni í Hörpu kl. 13 sunnudaginn 10. febrúar. Fyrst gerði Ragnheið- ur Erla líbrettóið eftir þessari þekktu íslensku þjóðsögu og í sumar sem leið tók Hróðmar til óspilltra málanna við tónsmíð- arnar. Óperan er sú fjórða í tón- leikaröðinni Gamalt og glænýtt sem útgáfufélagið Töfrahurð hefur staðið fyrir síðan árið 2016. Í tón- leikaröðinni er gömul sagnahefð Íslands færð í nýjan búning fyrir börn og unglinga og tónskáld og textahöfundar fá tækifæri til að endurskapa þjóðsögurnar með sínu lagi. Hróðmar er þekktur fyrir aðra tónlist en barnaverk. Hann hefur alla tíð unnið með söngtónlist, samið lagaflokka við ljóð Ísaks Harðarsonar og Gyrðis Elíasson- ar, hljómsveitarverk, einleikskons- erta, kammertónlist, kvikmynda- og sjónvarpstónlist svo fátt eitt sé talið. Tónlistarferill hans spannar þrjátíu ár, einnig kennsluferill, en síðustu fimmtán árin hefur hann aðallega kennt við tónlistardeild LHÍ og verið fagstjóri tónsmíða og tónfræða síðastliðin fjögur ár. „Sjö börn á landi og sjö í sjó“ „Pamela De Sensi, flautuleikari og stofnandi Töfrahurðar, hafði samband við mig í fyrravor og pantaði hjá mér barnaóperu. Satt best að segja leist mér ekkert á hugmyndina í upphafi, en eftir því sem ég velti henni meira fyrir mér fór ég að sjá ýmsa fleti sem ég hafði gaman af að skoða. Mér datt fljótlega í hug að byggja óperuna á sögunni Konan og selshamurinn, en hún fjallar um togstreitu móð- ur sem þarf að velja á milli „sjö barna á landi og sjö í sjó“. Þessi saga kom líka fyrst upp í huga flestra vina og vandamanna sem ég bað um að nefna einhverja íslenska þjóðsögu. Síðan hugsaði ég með mér að gaman væri að vinna verkefnið með Ragnheiði Erlu, sem eftir BA-námið í LHÍ lauk meistaraprófi í ritlist frá Há- skóla Íslands og vinnur mikið með að blanda saman tónlist og orðum. Ég hafði fylgst svolítið með skrif- Barnaópera um togstreitu móður  Töfrahurð frumsýnir barnaóperuna Konan og selshamurinn í Kaldalóni Morgunblaðið/Hari Á fjölunum Um tuttugu manns, leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar, stíga á svið í barnaóperunni. Hróðmar I. Sigurbjörnsson 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 10.2. kl. 14. Leiðsögn með Helgu Vollertsen, sérfræðingi í munasafni Þjóðminjasafns: Frá kristnitöku til siðaskipta. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Kordo-strengjakvartettinn heldur sína fyrstu tónleika í Norðurljósum í Hörpu kl. 16 á morgun, sunnudag. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Sígildir sunnudagar. Leikin verða verk eftir Mozart, Webern og Borodin. Strengjakvartett nr. 21 í D-dúr eftir Mozart er sá fyrsti í röð svo- kallaðra prússneskra kvartetta. Sex bagatellur op. 9 eftir Anton Webern taka aðeins um fimm mínútur í flutn- ingi en eru mikilvægt skref í þróun atónal tónmáls 20. aldar. Tónleik- unum lýkur á strengjakvartett nr. 2 eftir Alexander Borodin. Strengjakvartettinn skipa fiðlu- leikararnir Vera Panitch og Páll Palomares, víóluleikarinn Þórarinn M. Baldursson og sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson, sem öll leika einnig í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Nýstofnaður strengjakvartett Vera, Páll, Hrafnkell Orri og Þórarinn. Kordo á Sígildum sunnudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.