Morgunblaðið - 09.02.2019, Blaðsíða 23
lengur ef forveri stað-
alsins er tekinn með.
Fyrirtæki sem höfðu
ISO/IEC 27001-
vottun þegar ný per-
sónuverndarlög tóku
gildi stóðu tvímæla-
laust betur að vígi
þegar kom að því að
innleiða nýju persónu-
verndarlöggjöfina.
Stjórnkerfið inniheld-
ur stýringar (ráðstaf-
anir) sem minnka
áhættu við vinnslu
upplýsinga, gætir
þess að gögnum sé ekki breytt án
þess að skráð sé hver og hverju
var breytt og að gögn séu alltaf
tiltæk þegar á þarf að halda. Með
því að skilgreina og skjalfesta m.a.
verkferli, hlutverk, ábyrgð og
Mynd/© Images.com/Corbis
Upplýsingaöryggi var mikið til
umræðu á árinu 2018. Ný per-
sónuverndarlöggjöf tók gildi hér á
landi og við það var löggjöfin færð
til samræmis við nútíðina í mál-
efnum persónuupplýsinga- og
gagnavinnslu. Það reyndist heldur
ekki seinna vænna, því að á árinu
kom í ljós hversu lítið hefur í raun
verið hugsað um þær persónu-
upplýsingar sem fólk hikar ekki
við að láta fyrirtækjum í té.
Í mars 2018 bárust fregnir af
því að ráðgjafarfyrirtækið Cam-
bridge Analytica (CA) sem sér-
hæfði sig í pólitískum herferðum
hefði safnað miklu magni persónu-
upplýsinga og einstaklingarnir
sem þessar upplýsingar varða
vissu ekki af þessari söfnun. Í
þessu tilviki höfðu sumir þessara
einstaklinga veitt CA allar upplýs-
ingarnar frjálsri hendi í gegnum
persónuleikapróf en
forritið misnotaði
heimild sína og sótti
gögn frá öllum not-
endum sem voru vinir
viðkomandi á Face-
book. Þessir ein-
staklingar voru ekki
upplýstir um söfnun
persónuupplýsing-
anna og í hvaða til-
gangi ætti að nota
þær. Upp úr dúrnum
kom að CA notaði
upplýsingarnar til að
aðstoða við pólitískar
herferðir og beina
sérhönnuðum auglýsingum að
móttækilegum hópum fólks, í þeim
tilgangi að hafa áhrif á hegðun
þess og skoðanir.
Þetta er aðeins eitt dæmi um
hvernig má nota persónuupplýs-
ingar til þess að bæta hag fyrir-
tækis. Persónuupplýsingar hafa
virði og það vita stórfyrirtæki á
borð við Google, Facebook og
Amazon. Það er því mikilvægt að
fyrirtæki sem geyma gögn og per-
sónuupplýsingar fari vel með þær
og gæti þess að óviðkomandi hafi
ekki aðgang að þeim. Stjórnkerfi
byggð á staðlinum ISO/IEC 27001
hafa nú verið við lýði í 16 ár – og
stefnu og nota til þess viðeigandi
skjalastjórnunarkerfi er miklu
auðveldara að bregðast við breyt-
ingum í lagaumhverfi. Á sama
tíma er unnt að fullvissa alla við-
skiptavini með trúverðugum hætti
um að gögn þeirra og upplýsingar
séu í öruggum höndum.
21. nóvember síðastliðinn til-
kynnti SL lífeyrissjóður að starf-
semi sjóðsins hefði fengið faggilda
vottun skv. öryggisstaðlinum ISO/
IEC 27001 og gæðastaðlinum ISO
9001. SL lífeyrissjóður er fyrsti
lífeyrissjóður á Íslandi til að fá
slíkar vottanir. Þetta er jákvæð
þróun því ljóst er að lífeyrissjóðir
landsins búa yfir miklu magni
gagna og upplýsinga sem nauð-
synlegt er að halda vel utan um.
Upplýsingarnar þurfa að vera
réttar og tiltækar þegar á þarf að
halda. Það er óskandi að fleiri
fjármálastofnanir á borð við SL
lífeyrissjóð fylgi hans fordæmi og
setji upp vottuð og örugg stjórn-
kerfi sem munu gagnast öllum
tengdum aðilum.
Eftir Aron Friðrik Georgsson
»Mikið af persónu-
upplýsingum er
geymt hjá lífeyrissjóð-
um landsins. SL lífeyr-
issjóður er fyrsti lífeyr-
issjóðurinn til að fá
faggildar vottanir.
Aron Friðrik
Georgsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum
hjá Stika ehf.
aron@stiki.eu
Upplýsingaöryggi
Verðmæti „Persónu-
upplýsingar hafa
virði og það vita
stórfyrirtæki á borð
við Google, Face-
book og Amazon.“
Persónuupplýsingar í lífeyrissjóðum
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
Hjörvar Steinn Grétarssonvann öruggan sigur áSkákþingi Reykjavíkursem lauk á sunnudaginn
og er því Skákmeistari Reykjavíkur
2019. Hjörvar hlaut átta vinninga af
níu mögulegum og varð ½ vinningi
fyrir ofan Guðmund Kjartansson
sem hlaut 7½ vinning. Guðmundur
galt þess að geta ekki teflt í 1. um-
ferð vegna þátttöku sinnar í Hast-
ings og varð að taka dýra ½ vinnings
yfirsetu.
Í 3.-5. sæti komu Vignir Vatnar
Stefánsson, Björgvin Víglundsson
og Jóhann Ragnarsson, allir með 6½
vinning. Þessi niðurstaða er athygl-
isverð en Vignir Vatnar, sem er að-
eins 15 ára gamall, er greinilega á
uppleið og Björgvin Víglundsson,
sem var tvisvar í ólympíuliði Íslands
á áttunda áratug síðustu aldar, hefur
verið duglegur að tefla undanfarið.
Jóhann Ragnarsson átti eitt sitt
besta mót.
Í 6.-10. sæti urðu Sigurbjörn
Björnsson, Davíð Kjartansson, Þor-
varður Ólafsson, Daði Ómarsson og
Gauti Páll Jónsson, allir með sex
vinninga.
Sigurbjörn Björnsson komst í
efsta sætið með því að vinna fjórar
fyrstu skákirnar en missti unnið tafl
niður í tap í 5. umferð. Í lokaumferð-
inni gafst hann of fljótt upp þegar
hann tefldi við Guðmund Kjart-
ansson:
Guðmundur – Sigurbjörn
Þessi staða gat komið upp eftir 55.
leik hvíts, Be6-f5+.
Það virðist fokið í flest skjól enda
gafst Sigurbjörn upp. Var það rétt
ákvörðun? Hvað með 55. … Hg6?
Eftir 56. Bxe4 er svartur patt! Aðrir
leikir duga skammt, t.d. 56. Df7+
Kh8 57. Dxg6 Dg2+! 58. Dxg2 – aft-
ur patt!
En Sigurbjörn á þjáningarbróður
því að í 12. umferð stórmótsins í
Wijk aan Zee á dögunum gerðist
þetta:
Giri – Shankland
Síðasti leikur Giris var 45. b5-b6.
Eins og sjá má hefur riddarinn verið
króaður af og hlýtur að falla. Shank-
land sá sæng sína uppreidda og gaf
skákina. En leiki hann 45. … Kd6 46.
Kg4 Kd7 47. Kxh3 er staðan jafn-
tefli. Hvítur kemst ekki í tæri við b7-
peðið án þess að patta svartan. Þessi
staða minnir svolítið á lok 1. einvíg-
isskákar Spasskís og Fischers í
Laugardalshöll sumarið 1972.
Ef hægt er að draga einhvern lær-
dóm af þessum dæmum er hann sá
að maður á aldrei að gefast upp!
Hjörvar með fullt hús
á skákhátíð MótX
Hjörvar Steinn er einnig á góðri
leið með að vinna MótX-mótið sem
stendur yfir í Stúkunni á Kópavogs-
velli þar sem teflt er einu sinni í
viku. Eftir fimm umferðir hefur
hann unnið allar fimm skákir sínar
en í 2.-3. sæti eru Jón L. Árnason og
Guðmundur Kjartansson með fjóra
vinninga.
Jón L. Árnason hefur teflt vel en
var óheppinn gegn Hjörvari Steini
eins og rakið var í pistli um daginn.
Á þriðjudagskvöldið síðasta vann
hann skák sína með svörtu í aðeins
19 leikjum:
Skákhátíð MótX 2019; 5. umferð:
Björgvin Víglundsson – Jón L.
Árnason
Enskur leikur
1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4.
e4 Bb4 5. d3 d6 6. Be2 h6 7. 0-0 0-0
8. Rd5 Bc5 9. h3 a5 10. Be3 He8 11.
a3 Rh7 12. Rd2 Rd4 13. Bg4 c6 14.
Bxc8 Dxc8 15. Rc3 Rg5 16. Hc1?
Sennilega leikið til að undirbúa 17.
Dg4 en þessi leikur er of hægfara.
Hann varð að leika 16. Re2 þótt
svarta staðan sé betri.
16. … Rxh3+! 17. gxh3 Dxh3 18.
Re2
Eða 18. Bxd4 He6! og vinnur.
18. … Rxe2+ 19. Dxe2 He6!
– og hvítur gafst upp. Það finnst
engin vörn við hótuninni 20. …
Hg6+.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Heimasíða TR
Skákþing Hjörvar Steinn Grétars-
son, Skákmeistari Reykjavíkur
2019, við taflið í Faxafeni.
Aldrei að
gefast upp
Allt um sjávarútveg
230,7 m2 raðhús, tilbúin til innréttinga, á tveimur
hæðum. Fallegt útsýni. Á jarðhæð er forstofa,
bílskúr, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvotta-
herbergi, og geymsla. Á efri hæðinni er
hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa
og svalir. V. 63,9-64,9 m.
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080
fastmos.is // fastmos@fastmos.is
Sigurður Gunnarsson
Löggiltur fasteignasali
S. 899 1987
Svanþór Einarsson
Löggiltur fasteignasali
S. 698 8555
Mjög fallegt og skemmtilega hannað 278,8 m2 einbýlis-
hús með bílskúr á glæsilegum útsýnisstað innst í lokuðum
botnlanga. Eignin skiptist í stofu/borðstofu, eldhús, þrjú
barnaherbergi, eitt gesta/vinnherbergi, hjónaherbergi með
fataherbergi og baðherbergi, baðherbergi, þvottahús, hol,
geymslu og bílskúr. Stór timburverönd í suðvesturátt. Mjög
hátt er til lofts í stofu sem opnar sig á móti fallegu útsýni
til Esjunnar. Góð staðsetning stutt í skóla, leikskóla,
sundlaug og líkamsrækt.
V. 103,9 m.
Vogatunga 87-91 - 270 Mosfellsbær *Laust strax*
Skálahlíð 21 - 270 Mosfellsbær