Morgunblaðið - 09.02.2019, Side 30

Morgunblaðið - 09.02.2019, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 ✝ Elín Sigur-björg Sig- urðardóttir fædd- ist á Dalvík 30. maí 1928. Hún lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, 28. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Petrína Þórunn Jónsdóttir ljós- móðir, f. á Dalvík 1891, d. 1974, og Sigurður Þorgilsson, útgerðar- og verkamaður á Dalvík, f. á Sökku í Svarfaðardal 1891, d. 1951. Systkini Elínar: 1) drengur, f. 1919, d. 1920, 2) Þorgils, f. 1921, d. 1998, 3) Kristín Sigríður, f. 1922, d. 2013, 4) drengur, f. 1924, d. 1924, 5) Rósa María, f. 1925, d. 2015, 6) Kristján Þorgils, f. 1930, d. 1940, 7) Jórunn Erla, f. 1932, d. 2004, 8) Sigurveig, f. 1934. Elín giftist 19. nóvember 1948 Óskari Gunnþóri Jóns- syni, f. 19. júlí 1925 á Dalvík, d. 19. janúar 2016, fram- kvæmdastjóra vöruflutninga- fyrirtækisins Óskar Jónsson & Langömmubörnin eru 22 og langalangömmubörnin 4. Elín stundaði nám við Barna- og unglingaskólann á Dalvík. Hún lauk námi í ljós- móðurfræðum frá Ljósmæðra- skóla Íslands í Reykjavík 1948 og endurmenntunarnámi fyrir ljósmæður 1967. Elín var ljósmóðir á Dalvík 1948-1953 og 1968-1978, auk þess starfaði hún um fimm ára skeið hjá héraðslæknisembætt- inu á Dalvík. Hún starfaði jafn- framt við afgreiðslu og skrif- stofustörf við vöruflutninga- fyrirtæki þeirra hjóna, Óskar Jónsson & co. Elín starfaði við barnastúk- una Leiðarstjörnuna í 10 ár á sjöunda áratugnum. Hún var í Dalvíkurdeild SVFÍ og í stjórn þess í 11 ár. Hún var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Sunnu og gegndi þar for- mennsku og ýmsum trúnaðar- störfum, fékk Melvin Jones- orðuna 2009. Hún tók þátt í stofnun Félags eldri borgara á Dalvík og Hrísey og fjöl- breyttu félagsstarfi, s.s. kór- söng, ferðalögum,og handverki af ýmsu tagi. Hún gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Dal- víkurbæ, sat t.d. í þjónustuhóp aldraðra og safnaðarstjórn Dalvíkurkirkju. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 9. febr- úar 2019, klukkan 11. co. Óskar var son- ur hjónanna Jó- hönnu Kristínar Þorleifsdóttur f. 1988 á Hóli á Upsaströnd, d. 1971, og Jóns Hall- dórssonar Lyng- stað, f. 1884 á Ystabæ í Hrísey, d. 1963. Börn Elínar og Óskars: 1) Sigrún Kristjana, f. 1950, börn: Óskar og Elín Storeide. 2) Jón Viðar, f. 1953, kvæntur Snjólaugu Steinunni Jónmundsdóttur, börn: Þorsteinn Snævarr, Kristín Jónína, Petrína Þór- unn, Elín Sigurveig og Óskar Gunnþór. 3) Petrína Þórunn, f. 1955, gift Hákoni Viðari Sig- mundssyni, börn: Elín Rósa, Margrét Arnheiður, Ottó Hrafn og Andri Viðar. 4) Jó- hanna Kristín, f. 1957, börn: Sindri Daði, Arnar Snær og Erla, sambýlismaður Jóhönnu: Hans-Jörgen Bang Andersen. 5) Óskar, f. 1963, kvæntur Lilju Björk Ólafsdóttur, börn: Telma Ýr, Karen Lena og Ar- on Birkir. Þá er hún elsku Ella tengda- mamma mín komin í Sumarlandið og ég sé hana fyrir mér heilbrigða og hlæjandi, dansandi við Óskar sinn í blómabreiðu umvafin fólk- inu sínu og vinunum sem farin eru. Takk elsku Ella fyrir: Alla ástúðina í minn garð, viðurkenningu sem ég fann hjá þér frá fyrsta degi, vináttuna, að- stoð með börnin, ráðgjöf með hitt og þetta sem ég kunni ekki, að hafa alltaf reynst mér sem önnur móðir, hláturinn, allar sögurnar sem þú sagðir mér frá æskunni og ljósmóðurstarfinu, traustið, tím- ann sem þú áttir alltaf til þó að brjálað væri að gera, umhyggju fyrir mér og mínu fólki, þakklætið sem þú sýndir mér, hughreyst- andi orð og aðstoð þegar þú varst næturlangt með okkur rúmlega tvítugum verðandi foreldrum á fæðingardeildinni á Akureyri, það að vera alltaf til staðar hvenær sem við þurftum á að halda, að vera frábær fyrirmynd og hvatn- ing fyrir okkur öll, að sýna okkur að það er allt hægt bara ef viljinn er fyrir hendi, fyrir gleðina sem fylgdi þér ævinlega, að vera ofur- amma fyrir börnin okkar, að kenna okkur að lifa lífinu lifandi, að hafa auðgað líf mitt og kennt mér að ég er nóg. Starfsfólk Dalbæjar fær inni- legar kveðjur og þakklæti fyrir ást og einstaka umhyggju. Ég elska þig. Þín tengdadóttir, Lilja Björk. Það er alltaf erfitt að sjá á bak góðum félaga. Elín var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Sunnu og var þar alla tíð, og var virkur og góður félagi sem alltaf var gott að leita til. Miðlaði hún reynslu og visku til okkar sem yngri voru, og var sérstaklega gaman að hlusta á hana þegar hún sagði okkur frá ljósmóðurstarfinu, sem var svolítið öðruvísi en það er í dag. Þurfti hún að vera að heim- an jafnvel dögum saman, þrátt fyrir að vera sjálf með mörg ung börn. Við vorum stoltar af því að hafa svona fullorðna og glæsilega konu í okkar hópi, var hún búin að fá Melvin Jones, æðstu viðurkenn- ingu Lionshreyfingarinnar, fyrir sín miklu og góðu störf, sem við þökkum henni fyrir hér. Vottum við aðstandendum inni- lega samúð. Sunnusöngur: Nú komum við systur hér saman á fund með sólskin og djörfung í hug. Við ætlum að eiga hér ágæta stund og andríkið hefja á flug. Sýnum samtakamátt berum höfuðið hátt, horfum djarfar á framtíðarbraut. Eflum frelsi og frið, veitum líðendum lið og líknum í sérhverri þraut. (Halldór Jóhannesson) Fyrir hönd Lionsklúbbsins Sunnu, Hólmfríður Jónsdóttir formaður. Elín Sigurbjörg Sigurðardóttir ✝ SteinunnSveinsdóttir fæddist á Siglufirði 6. janúar 1934. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hvammi 3. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Ás- mundsson bygg- ingameistari, f. 16. júní 1909, d. 26. febrúar 1966, og Margrét Snæbjörnsdóttir hús- freyja, f. 8. ágúst 1912, d. 13. desember 1983. Systkini Steinunnar eru Ás- björn Ólafur, lyfjafræðingur, f. 24. nóvember 1942, og Snæ- björn, rafmagnstæknifræð- ingur, f. 19. september 1946. 19. október 1957 giftist Stein- unn Hauki Ákasyni rafvirkja- meistara, f. 18. janúar 1933, d. 26. júlí 2000. Synir þeirra eru: 1) Sveinn, f. 23. mars 1958, raf- virki í Reykjavík, kvæntur Yupin Chamnongsak, f. 11. október 1974, sonur hennar er Natthapong Orach- un, fæddur 12. september 1997. 2) Áki, f. 24. júní 1965, rafvirki á Húsavík, kvæntur Örnu Þór- arinsdóttur, f. 27. ágúst 1969, og eiga þau þrjú börn: Hauk Inga, f. 24. ágúst 1989, Karen Ósk, f. 16. júlí 1996, og Rakel Rán, f. 27. febr- úar 1999. 3) Haukur, f. 21. maí 1969, verkamaður. Steinunn ólst upp á Siglufirði og gekk þar í skóla. Vorið 1954 útskrifaðist hún frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Útför Steinunnar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 9. febr- úar 2019, klukkan 14. Elskuleg Steinunn tengdamóð- ir mín kvaddi þetta jarðlíf nýorðin 85 ára. Einfari í eðli sínu, þrjósk og skemmtilega stíf, ljúf og góð per- sóna sem gerði ekki flugu mein. Mikil áhugamanneskja um fót- bolta og handbolta, horfði á allar stærstu keppnir í sjónvarpi. Sat yfir og spáði mikið um hverjir mundu vinna keppnina og átti sín uppáhaldslið. Krossgátuglöð og oftar en ekki var hún búin með blöðin sem voru stundum keypt óvart aftur. Moggann keypti hún alla tíð og kannski bara af gömlum vana en þar var jú líka krossgáta. Hún elskaði það að vera vel til- höfð alltaf, og ekki er til ein ein- asta mynd af henni nýkominni á fætur eða úr baði. Hún hreinlega var alltaf með hárið uppsett og neglurnar voru hennar aðals- merki, helst rauðar og vel lakk- aðar. Strigaskó sá ég ekki á hennar fótum heldur flotta háhælaskó og leðurstígvél, alltaf var hún vel til- höfð og glæsileg daman allt sitt líf. Hún borðaði ekki fisk heldur vildi hún steikur, sætar kökur og kruðerí. Þegar ég spurði hana: „En Steinunn, þegar það var fiskur í matinn þegar þú varst barn, hvað gerðir þú þá?“ svaraði hún skjótt: „Nú, ég borðaði bara ekki.“ Á laugardaginn þegar hún var orðin veik og hún vaknaði um stund spurði ég: „Steinunn, það er laugardagur í dag, hvað langar þig í svona á laugardegi?“ Stein- unn svaraði: „Nú, er laugar- dagur?“ „Já,“ sagði ég, Steinunn svaraði: „Brennivín.“ Svo hún vissi alltaf hvað hún vildi, það var alveg kristaltært. Þú elskaðir að koma í heim- sókn og hitta Önnu Lilju köttinn okkar og hundinn Tinnu, þá brostir þú allan hringinn, þegar þær sátu hvor sínum megin við þig í sofa og klappaðir þeim, þig langaði alltaf í hund þegar þú varst barn. Þú varst stolt af barnabörnun- um þínum, Hauki Inga, Karen Ósk og Rakel Rán, og alltaf var jafn gaman að sjá hvað þú ljóm- aðir þegar þið hittust hvort sem var á Hvammi eða heima hjá okk- ur. Þau biðja fyrir kveðju til þín, elsku Steinunn mín. Þú misstir mikið þegar Haukur þinn kvaddi og í sama mánuði kvaddi einnig Unnur besta vin- kona þín, en það var árið 2000. Góða ferð í sumarlandið og þau taka vel á móti þér, það er ég viss um. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og bros á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allt, Steinunn mín. Kærleikskveðja, þín tengdadóttir Arna. Elsku systir okkar Steinunn Sveinsdóttir (Unna) er látinn. Hún lést eftir mjög skammvinn veikindi á sjúkrastofnun Húsavík- ur. Elsku systir, þín verður sárt saknað og góða skapsins sem allt- af fylgdi þér eftir að þú loksins fullorðnaðist, sem tók reyndar lengri tíma en gengur og gerist. Það var alveg sama hvenær við hringdum eða hvernig stóð á hjá þér, aldrei var neinn barlómur eða bölmóður, bara góða skapið. Við eigum margar góðar og ljúfar minningar sem orna okkur frá Sigló, Blönduósi eða Sauðárkróki. Við bræðurnir óskum þér góðr- ar ferðar til nýrra heimkynna þar sem þú hittir örugglega mömmu, pabba, Hauk og sjálfsagt marga fleiri. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Ásbjörn og Snæbjörn. Steinunn Sveinsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar frænku okkar og mágkonu, SIGRÚNAR HÓLMGEIRSDÓTTUR frá Hellulandi, Aðaldal, Gnoðarvogi 72, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í heimahjúkrun fyrir góða umönnun og hlýju. Þorbjörg Aðalsteinsdóttir Hólmgeir Hermannsson Karen H. Jóhannsdóttir Magnús Hermannsson Þorbjörg Völundardóttir Hanna Dóra Hermannsdóttir Kristbjörg Kristjánsdóttir Bergþór Hermannsson María G. Hannesdóttir og aðrir aðstandendur Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN HÓLMSTEINN JÚLÍUSSON flugvirki, lést laugardaginn 2. febrúar. Útför hans fer fram í Kópavogskirkju miðvikudaginn 13. febrúar klukkan 13. Dóra Hannesdóttir Guðrún Jónsdóttir Steingrímur Hauksson Freysteinn G. Jónsson Björg Kjartansdóttir Edda Ólína S. Jónsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Ólafur Björnsson Sigríður Jónsdóttir Heimir Barðason barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, BRAGI HRAFN SIGURÐSSON smiður, Norðurbrún 1, áður til heimilis á Njálsgötu 85, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Elfa Bragadóttir Baldur Bragason Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, SIGURÐAR BJÖRNSSONAR, Markarvegi 2, Reykjavík. Ásdís Magnúsdóttir Björn Darri Sigurðsson Magnús Harri Sigurðsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur minnar og systur okkar, RANNVEIGAR PÁLSDÓTTUR, læknis, Strandvegi 7, Garðabæ. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki 11 E á Landspítala fyrir einstaka umönnun og hlýju. Soffía Stefánsdóttir Svana Pálsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir Gísli Pálsson Soffía Pálsdóttir og fjölskyldur Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Blikalóni á Melrakkasléttu. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýju. Eiríkur Jóhannsson Sigríður Helga Olgeirsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Pálmi Jónsson og fjölskyldur Hjartkær bróðir okkar, PÉTUR PÉTURSSON, Hátúni 12, Reykjavík, lést á Gran Canaría miðvikudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ármann Pétursson Helga Sigríður Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.