Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 9. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 34. tölublað 107. árgangur
LÍFIÐ, LISTIN
OG SÖNG-
FERILLINN
ÞURFUM AÐ
HLUSTA Á
STÚLKURNAR
HÚN ER ALHEIMURINN 12VIÐTALSTÓNLEIKARÖÐ 41
Uppgefnir á lokun gatna
Fjöldi rótgróinna fyrirtækja ritar borgarstjórn opið bréf Segja mál að linni
hvað varðar lokun gatna í miðborginni Grafalvarleg staða í verslun miðborgar
að rekstur okkar verulega undanfar-
in ár. Nú er mál að linni og kominn
tími til að borgaryfirvöld láti af öllum
fyrirætlunum um lokun gatna,“ segir
í niðurlagi bréfsins.
Þau sem skrifa undir opna bréfið
reka fyrirtæki sem starfað hafa í
miðbænum í 25 ár eða lengur. Sam-
anlagður viðskiptatími þeirra 26
rekstraraðila sem skrifa undir bréfið
er 1.629 ár. Fyrirtækin segjast hafa
staðið vaktina í miðborginni þrátt
fyrir opnun Kringlu, Smáralindar og
fleiri verslunarkjarna.
Kaupmennirnir segja að staðan í
verslun í miðbænum sé grafalvarleg.
Rótgróin fyrirtæki séu að hverfa á
braut og fleiri hugsi sér til hreyfings.
Það sé ekki síst vegna götulokana á
undanförnum árum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Talsmenn fjölda fyrirtækja í mið-
borg Reykjavíkur hafa ritað borgar-
stjórn opið bréf og mótmælt lokun
gatna. Þeir segjast til þessa hafa tal-
að fyrir daufum eyrum borgaryfir-
valda. „Við eigum það öll sameigin-
legt að leggjast gegn lokunum gatna
í miðbænum. Lokanirnar hafa skað-
Miðborgarkaupmenn
» Hátt í 170 rekstrarað-
ilar við Laugaveg, Skóla-
vörðustíg og Bankastræti
hafa skrifað undir lista
þar sem lokun gatna er
mótmælt.
MSamdráttur í verslun »2
Forsetasetrið á Bessastöðum var opið almenn-
ingi í gærkvöld og var það liður í Vetrarhátíð og
Safnanótt 2019. Gestum bauðst að skoða Bessa-
staðastofu, móttökusal og bókhlöðu forsetaset-
ursins milli klukkan 19.00 og 22.00. Guðni Th.
Jóhannesson, forseti Íslands, og eiginkona hans,
Eliza Jean Reid, tóku á móti gestunum sem voru
á öllum aldri. Margir notuðu tækifærið og létu
taka myndir af sér með forsetahjónunum.
Morgunblaðið/Hari
Gestkvæmt á
Bessastöðum
Ítrekað var óskað eftir því í borgar-
ráði að fá álit Persónuverndar um fyr-
irhugaðar aðgerðir Reykjavíkurborg-
ar til að auka kosningaþátttöku í
sveitarstjórnarkosningunum 2018.
Persónuvernd úrskurðaði á fimmtu-
daginn að borgin og Háskóli Íslands
hefðu brotið lög með vinnslu persónu-
upplýsinga í aðgerðum sínum.
Persónuvernd tekur einnig fram að
skilaboð sem send voru ungum kjós-
endum hafi verið gildishlaðin og til
þess fallin að hafa áhrif á hegðun
þeirra í kosningunum.
Athugasemd færð í trúnaðarbók
Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, Kjartan Magnússon,
óskaði ítrekað eftir því í aðdraganda
kosninganna að fá álit Persónu-
verndar á aðgerðum borgarinnar. Því
var bæði frestað og síðar hafnað. At-
hugasemd hans í borgarráði eftir að
tillagan var felld af meirihlutanum
var færð í trúnaðarbók. Því birtist
hún ekki í fundargerðum borgarráðs
fyrr en eftir kosningar.
„Það er ljóst að það voru engin
trúnaðarmál í þessu,“ segir Kjartan
sem gagnrýnir vinnulag borgarinnar í
málinu harðlega. »4
Ítrekað
var óskað
eftir áliti
Borgin braut lög
um persónuvernd
Morgunblaðið/Eggert
Ráðhús Borgin var fundin brotleg.
Eftir að Sævar Þór Jónsson var
beittur kynferðisofbeldi af þremur
ókunnugum einstaklingum þegar
hann var aðeins átta ára byrgði
hann þá skelfilegu lífsreynslu inni
og sagði ekki nokkrum manni frá
því sem gerst hafði, ekki einu sinni
foreldrum sínum. Næstu þrjá ára-
tugi eða svo fór hann á hnefanum,
eins og hann orðar það, gegnum líf-
ið; einangraði sig, var félagsfælinn
og skaðaði sjálfan sig.
„Það er furðuleg tilfinning, þessi
sektarkennd þolandans. Lúmsk en
yfirþyrmandi og mér gekk illa að
átta mig á henni. Tilfinningalíf mitt
varð mjög flókið. Þótt maður eigi
enga sök fer einhver mekanismi í
gang sem gerir það að verkum að
maður hugsar þetta í grunninn
rangt og verður fullur af skömm og
reiði. Þess vegna réðst ég á sjálfan
mig. Það var þrautaganga að
byggja upp sjálfsmyndina og kom-
ast gegnum lífið,“ segir Sævar í við-
tali við Sunnudagsblað Morgun-
blaðsins. Eftir að hann varð
fullorðinn stakk hann sér á bólakaf
í vinnu. Til að gleyma.
Það var ekki fyrr en fyrir örfáum
árum að uppgjörið hófst; annars
vegar ýtti föðurhlutverkið við Sæv-
ari og hins vegar mál ungs manns
sem hann tók að sér sem lögmaður.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Uppgjör Eftir mikla þrautagöngu er Sævar Þór Jónsson lögmaður á góðum
stað í lífinu í dag og hefur fundið jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs.
Lúmsk er sektarkennd þolandans
Sævar Þór Jónsson var beittur kyn-
ferðisofbeldi þegar hann var barn
Tekjur Reykjanesbæjar af stað-
greiddu útsvari launþega jukust um
1,5 milljarða milli áranna 2017 og
2018 og námu um 9,9 milljörðum.
Með því er Reykjanesbær fjórða
tekjuhæsta sveitarfélag landsins í
þessu efni. Til samanburðar var
það í sjötta sæti 2017.
Reykjavík hefur sem fyrr lang-
hæstu útsvarstekjurnar. Þær námu
um 72,3 milljörðum í fyrra sem er
um 43% meira á nafnvirði en 2014.
Þrjú sveitarfélög höfðu rétt tæpa
10 milljarða í útsvarstekjur: Akur-
eyri, Garðabær og Reykjanesbær.
Er útlit fyrir að sex sveitarfélög
hafi yfir 10 milljarða í útsvars-
tekjur í ár í fyrsta sinn í sögunni.
Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri
hjá Sambandi íslenskra sveitarfé-
laga, segir tekjuaukninguna í takt
við hækkandi laun í landinu. »16
Stórauknar tekjur
Reykjanesbæjar