Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn með
til Færeyja eða
Danmerkur
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
FÆREYJAR
2 fullorðnir með fólksbíl
verð á mann frá
ÍSK 16.600
Vikulegar siglingar
allt árið til Færeyja
og Danmerkur
DANMÖRK
2 fullorðnir með fólksbíl
verð á mann frá
ÍSK 30.750
Nú er þráttað um kaup og kjöreins og gert er með reglulegu
millibili hér á landi. Þrefið nú hefur
tekið allt of langan tíma, eins og
raunar oft áður, og valdið mikilli
óvissu og tjóni fyrir efnahagslíf og
almenning.
Óumdeilt er,að minnsta
kosti ef stað-
reyndir eru hafð-
ar til hliðsjónar,
að kaupmáttur
launa hefur vaxið
svo hratt hér á
landi á liðnum ár-
um að dæmi
þekkjast ekki um annað eins. Einn-
ig er vitað að þessi gríðarlegi vöxt-
ur hefur reynt mjög á fyrirtækin í
landinu sem eru því miður ekki öll
fær um að takast á við þessar miklu
launahækkanir.
Þrátt fyrir þetta skýtur stundumupp hugmyndum þess efnis að
almenningur á Íslandi hafi það
slæmt og að kjör séu betri annars
staðar. Slíkrar umræðu varð vart á
dögunum þegar ASÍ birti tölur um
matarkörfur hér og á Norðurlönd-
unum.
SA hefur nú birt upplýsingar semsetja þetta í samhengi. Þá kem-
ur í ljós að þó að matvæli séu hærri
hér á landi en víða annars staðar,
þá eru laun enn meira hærri en
annars staðar. Niðurstaðan er því
sú að launamenn á Íslandi eru fljót-
ari að vinna sér inn fyrir mat-
arkörfunni en erlendis, jafnvel þó
að hún sé ódýrari þar.
Þetta er það sem máli skiptir ogþetta er meðal þess sem þarf
að verja í þeim samningaviðræðum
sem nú standa yfir. Vonandi hafa
þeir sem að viðræðunum koma
burði til að sjá samhengið og átta
sig á ábyrgð sinni.
Matarkarfan
og kauptaxtarnir
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Lögreglan á Suðurnesjum hefur til
rannsóknar ætlað kynferðisbrot þar
sem grunur leikur á að konu hafi ver-
ið byrluð ólyfjan á skemmtistað í
Reykjanesbæ þannig að hún gat ekki
spornað við því að brotið væri gegn
henni.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá lögreglustjóranum á Suður-
nesjum. Segir þar einnig að lögreglu
hafi borist af því spurnir að fleiri
konur hafi lent í sömu aðstæðum á
skemmtistöðum í umdæminu að
undanförnu án þess að kærur hafi
borist vegna þeirra tilvika.
„Við erum með þetta eina mál í
rannsókn í tengslum við þetta og er-
um svo sem ekki að tjá okkur um það
á þessu stigi. Varðandi hitt þá eru
það bara sögusagnir sem við höfum
heyrt,“ segir Jóhannes Jensson hjá
rannsóknardeild lögreglunnar á
Suðurnesjum. „Við teljum engu að
síður að það kunni að vera fótur fyrir
þessu öllu saman og þess vegna vild-
um við vekja athygli almennings á
þessu svo að fólk passi sig. Þessi at-
vik koma upp af og til og stundum í
smá hrinum,“ segir hann og bendir á
að sönnunarfærsla í svona málum sé
mjög erfið. Lögreglan hvetur jafn-
framt fólk á skemmtanalífinu til að
hafa varann á og passa upp á hvert
annað. mhj@mbl.is
Lögreglan rannsakar lyfjabyrlun
Grunur um að konu hafi verið byrluð
ólyfjan á skemmtistað í Reykjanesbæ
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglan Rannsókn lögreglu á
lyfjabyrluninni er á frumstigi.
„Það er niðurstaða Siðfræðistofn-
unar að mikilvægt sé að flýta ekki
um of afgreiðslu þessa frumvarps,“
segir í umsögn Siðfræðistofnunar
Háskóla Íslands, við frumvarp til
laga um þungunarrof. Hafa nú alls
55 umsagnir borist Alþingi vegna
frumvarpsins og er þær að finna á
heimasíðu þingsins.
Í frumvarpinu er lagt til að þung-
unarrof verði lögmætt að beiðni
konu fram að lokum 22. viku þung-
unar. Með þessu eru ekki sett nein
skilyrði fyrir heimildum til fram-
kvæmdar þungunarrofs önnur en
varðandi gæði þjónustunnar í
tengslum við þungunarrofið, þ.e.
hver megi framkvæma það og hvar.
Fóstur getur verið lífvænlegt
Að mati Siðfræðistofnunar er það
„varasamt“ að heimila þungunarrof
svo langt inn í fulla meðgöngu.
„Í fyrsta lagi telur Siðfræðistofn-
un varasamt að heimila þungunarrof
allt til 22. viku því þá getur fóstur
verið orðið lífvænlegt utan líkama
móður, í öðru lagi þarf að huga vel að
þeirri spennu sem er á milli þessa
frumvarps og samnings Sameinuðu
þjóðanna um rétt fatlaðs fólks. Hér
eru í húfi grundvallarspurningar og
álitamál um siðferðisstöðu fósturs,
rétt fatlaðs fólks og sjálfsákvörð-
unarrétt kvenna sem þarfnast djúpr-
ar og upplýstrar umræðu í samfélag-
inu,“ segir í umsögn.
Þá bendir stofnunin á að niður-
stöður fósturskimana og þær upp-
lýsingar sem þeim fylgja eru algeng-
asta ástæðan fyrir síðkomnu
þungunarrofi. „ Ferlið sem fylgir
síðkomnu þungunarrofi er erfitt lík-
amlega og andlega og því fylgir mikil
sorg,“ segir í umsögn. Er því að mati
Siðfræðistofnunar mikilvægt að
virða og styðja konur í ákvörðunum
þeirra þegar þær standa andspænis
nýjum upplýsingum um fóstrið.
Flýti sér ekki við af-
greiðslu frumvarps
Varasamt að leyfa
þungunarrof allt til
22. viku meðgöngu
Morgunblaðið/RAX
Þunganir Mynd sýnir fæðingardeild
Landspítalans við Hringbraut.