Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 TAKTU ÍSINNMEÐ TRUKKI Ásdís Bragadóttir talmeinafræðingur á 60 ára afmæli í dag.Hún rekur talþjálfunina Talstofu á Garðatorgi í Garðabæ.„Til mín koma aðallega börn með tal- og málmein. Þau hafa oftast greinst á leikskóla af talmeinafræðingi með ýmist mál-, tal-, eða framburðarvanda. Oftast nær ber talþjálfun árangur en snemmtæk íhlutun er best, þ.e. að börn á forskólaaldri komi í tal- þjálfun. En það er allur gangur á því, stundum vantar hjá börnum sem eru komin í grunnskóla að geta sagt r eða s og þá þurfa þau aðstoð til að tileinka sér þau málhljóð.“ Ásdís býr á Álftanesi og er formaður Félags áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla, en félagið var stofnað í framhaldi af 200 ára afmæli skólans. „Saga skólans er ákaflega heillandi og Bessastaða- skóli líklega þekktastur fyrir viðreisn íslenskunnar í honum, en hann var stofnaður 1805 eftir að sá alræmdi Hólavallaskóli var lagður niður og stóð í rúm 40 ár eða þar til Lærði skólinn var stofnaður í Reykjavík. Við höfum haldið einn til tvo fundi á ári í Bessastaðakirkju og höfum þá haft ákveðið þema, tileinkað einhverjum kennara eða nemanda skólans eða annað tengt sögu hans.“ Ásdís á tvo syni, Pál Orra Pétursson og Pétur Örn Pétursson, og tvö barnabörn. Í tilefni dagsins ætlar Ásdís að halda veislu fyrir vini og ættingja í kvöld. Morgunblaðið/Kristinn Talmeinafræðingur Ásdís rekur talþjálfun í Garðabæ. Saga Bessastaða- skóla er heillandi Ásdís Bragadóttir er sextug í dag B jörn Einarsson fæddist 13. febrúar 1969 í Reykjavík og ólst upp í Fossvogi. Björn spilaði með öll- um yngri flokkum Víkings og spilaði með meistaraflokki Víkings og meist- araflokki Fylkis. Hann lék þrjá lands- leiki fyrir íslenska landsliðið undir 17 ára. Björn gekk í Fossvogsskóla, Réttarholtsskóla, varð stúdent við Menntaskólann við Sund og lauk BA- prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Björn hóf störf hjá Samskipum og BM flutningum sem er í eigu Sam- skipa. Hann var síðan framkvæmda- stjóri Samskipa í Hollandi í fimm ár, Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen – 50 ára Á meistaradeildarleik Björn ásamt eldri sonum sínum, Sigurði Hrannari og Tómasi, á leik Manchester United og Juventus síðasta haust. Synirnir eru United aðdáendur en Björn heldur með West Ham. Kjölfestuhlutverk Víkings Hjónin Björn og Katla á brúðkaupsdeginum sem var á gamlárdag 2015. Reykjavík Freyr Egilsson fæddist 22. júní 2018 kl. 22.09. Hann vó 3.400 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Kristín Georgsdóttir og Egill Gylfason. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.