Morgunblaðið - 13.02.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 13.02.2019, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 ✝ Jón HólmsteinnJúlíusson fædd- ist á Þingeyri 3. jan- úar 1926. Hann lést 2. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Júlíus Guð- mundsson og Sig- ríður Jónsdóttir og áttu þau sex börn. Jón giftist Dóru Hannesdóttur, f. 14. júní 1929 í Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, gift Steingrími Haukssyni. 2) Freysteinn Guðmundur, giftur Björgu Kjartansdóttur. 3) Edda Ólína Sigríður. 4) Kolbrún, gift Ólafi Björnssyni. 5) Sigríður, gift Heimi Barðasyni. Barnabörn og barnabarnabörn eru 20 talsins. Jón nam flugvirkjun hjá Flug- félagi Íslands og starfaði við það hjá FÍ og Loftleið- um. Aðalstarf hans var þó sem flug- vélstjóri hjá Loft- leiðum og Flugleið- um. Jón var einn af stofnfélögum flug- virkjafélagsins og eftirlaunasjóðs hans. Einnig var hann einn af stofn- endum flugfélags- ins Flugsýnar, sem sinnti innanlandsflugi ásamt kennsluflugi. Eftir starfslok gekk hann í Flugklúbbinn Þyt og sá um viðhald og eftirlit flugvéla klúbbsins ásamt því að sinna slíku fyrir vini og félaga sem áttu einkaflugvélar. Útför Jóns Hólmsteins verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 13. febrúar 2019, klukkan 13. Það er ekkert skrítið við það að fullorðið fólk eins og faðir minn falli frá. Það er hins vegar merki- legt að fara í huganum yfir sam- fylgdina með honum. Ég sniglað- ist mikið í kringum hann frá því ég man eftir mér um fimm ára aldur. Með sinni rólegu nærveru kenndi hann mér alla tíð að nota verkfæri og hugsa. Faðir minn með verk- færi í hönd er sú mynd sem ég á af honum. Hann var eins og í hugleiðslu eða dáleiddur með skrúfjárn og skiptilykil í hönd þar sem hugur og hönd unnu saman. Þegar eitt- hvað var að fór hann í æðruleysi sitt og sótti lausnir vandans þang- að. Hann var besti lærimeistari minn í notkun verkfæra og kenndi mér verklagni. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gat hann leyst. Hann smíðaði verkfæri til að leysa vanda sem við honum blasti og átti þau svo ævilangt. Eftir fermingu fór hann og keypti fyrsta verkfæri sitt, lítið skrúfstykki, í versluninni Brynju sem enn er til. Þarna beygðist sennilega krókurinn til náms í flugvirkjun síðar. Ég átti margar góðar stundir með honum í bílaviðgerðum og svo síðar í viðhaldi og skoðun á einka- flugvél sem ég átti hlut í og svo stækkaði það verkefni mitt undir hans glögga auga hjá Flugklúbbn- um Þyt þar sem ég naut samveru og nærveru hans og auðvitað áframhaldandi leiðsagnar. Faðir minn var hæglátur en félags- lyndur. Hann var eitt sinn að yfirfara og setja saman eins hreyfils flug- vél flugklúbbsins Þyts og þegar félagar hans sáu þúsundir hluta, smáa sem stóra, á gólfi flugskýl- isins var hann spurður hvort hann vissi hvað allt þetta væri og hvort þetta yrði einhvern tímann að flugvél aftur. Hann lét sem hann heyrði ekki svona vitleysu og dag- inn eftir stóð flugvél tilbúin á gólf- inu og enginn trúði sínum eigin augum. Hann nam flugvirkjun hjá Flugfélagi Íslands og starfaði við það, ýmist hjá því félagi eða Loft- leiðum sem og sínu eigin flugfélagi Flugsýn. Starf hans þróaðist svo með uppgangi Loftleiða og varð hann flugvélstjóri í millilandaflugi Loftleiða og Flugleiða. Þar átti ég því láni að fagna að geta starfað með honum sem flugmaður þess flugfélags á DC-8 þotum sem flugu milli Evrópu og Ameríku um Ísland. Einnig flugum við saman á einkaflugvélum Þyts. Að öðrum ólöstuðum leituðu til hans flug- menn og flugvirkjar til að leysa einstök mál. Hann gerði upp eftir óhapp flugvél af gerðinni Piper Super Cub og var hún augnayndi að verklokum. Sú vél ber nafn hans með handskrift hans og er þessari flugvél mikið flogið í dag. Ég er þakklátur fyrir þennan hægláta, duglega og ósérhlífna föður sem á eflaust eftir að koma upp í hugann þegar ég sýsla með verkfæri til að leysa vanda með viðgerðir á öllu mögulegu eins og bílum, húsi og hljóðfærum. Ég kveð föður minn með virkt- um og þakklæti. Freysteinn G. Jónsson. Hann er farinn í sitt síðasta flug, flýgur á vit nýrra heima þar sem hann getur gert allt. Þannig er mynd mín af pabba, ég hélt allt- af að hann gæti allt. Stundum tók það svolítið langan tíma því þann- ig var hann líka, rólegur og yfir- vegaður þurfti aðeins að fá að hugsa málið áður en hann svaraði og gerði. Kannski var ég þá líka sjálf búin að finna út úr því sem spurt var um þegar svarið kom. En er það ekki einmitt hlutverk upplandans að láta börnin sín upp- götva að leitin er leiðin að lífinu, að það að prufa sig áfram skili því að lausn finnist? Traust er einnig gott veganesti fyrir ungt fólk og hann gaf mér og okkur það, aldrei var efast um að við værum á réttri leið en einmitt það gerði okkur traustsins verð. Nei, ekki til í orðaforðanum, alltaf tilbúinn til að hjálpa, elska og vera til staðar. Barna- og barnabarnabörn eiga mynd af afa sem var hlýr og góð- ur, elskaði að vera með þeim og að taka þátt í lífi þeirra. Aldrei lét hann veislur fram hjá sér fara, tilbúinn að faðma og knúsa. Að vera með fjölskyldunni var líf hans og yndi eftir að starfsævinni lauk. Myndin af pabbi í bílskúrnum er líka kær, að gera við, lesa vörulista með svo smáu letri að stækkunar- gler þurfti fyrir flesta en ekki hann, örsmáar tölur og stafir, tæki til að laga og svo öll verkfærin, kerti fyrir alla á afmælisdögum og eitthvað til að narta í. Heill heimur af undarlegri lykt, blanda af olíum og honum, góð lykt. Myndin af pabba að koma heim úr flugi er líka lifandi og falleg, alltaf að gleðja, koma færandi hendi með eitthvað sem hann sá í útlöndum eða eitthvað sem við sáum í „prís- listum“ og þurftum nauðsynlega að eignast. Einhver ævintýraljómi sem nú er týndur þegar það er á færi allra að ferðast til útlanda. Að ferðast með honum innanlands var líka gaman og hann kom sífellt á óvart með þekkingu sinni á ör- nefnum og fjöllum, myndin af hon- um að keyra Fordinn með pípuna er líka góð mynd. Að eiga pabba í 68 ár er ekki sjálfgefið, að eiga besta pabbann er heldur ekki sjálfgefið, en hann átti ég og sú mynd er dýrmætust. Takk fyrir samfylgdina, elsku pabbi minn, og góða ferð inn í sumarlandið. Þín dóttir, Guðrún. Nú hefur þú farið í þitt síðasta flug, elsku hjartans pabbi minn, en að þessu sinni lá leiðin í sum- arlandið. Það kveðjast vinir og hlátur og söknuður heyja hæglátt stríð. „Partir c’est mourir un peu“. (eða að skiljast er að deyja lítið eitt). (Vilmundur Gylfason.) Þar til við hittumst á ný, segi ég eins og svo oft áður. Góða ferð, ég elska þig og þú verður alltaf í hjarta mínu, elsku pabbi. Þín dóttir, Kolbrún. Leiðir okkar Jóns, tengdaföður míns, hafa legið saman í tæplega fjörutíu ár og ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég hitti hann fyrst við eldhúsborðið í Skólagerði 38, í sunnudagssteik- inni. Hár, grannur og skarpleitur eins og hann átti kyn til. Á þessum árum var Jón starfandi sem flug- vélstjóri hjá Flugleiðum og var því oft erlendis og í burtu frá heim- ilinu þannig að það tók smá tíma að kynnast honum almennilega en viðkynningin varð þeim mun betri þegar tímar liðu. Jón Júlíusson var satt að segja magnaður náungi eins og allir sem kynntust honum að einhverju ráði vita. Hann var einstaklega bóngóður og hjálp- samur þeim sem til hans leituðu, og þeir voru margir, og hann var fádæma úrræðagóður við lausn ýmissa vandamála og úrlausnar- efna. Jón var sannkallaður þús- undþjalasmiður þegar kom að vél- um og hverskyns dóti. Að gera við og koma hlutum í gang var hans líf og yndi. Bílskúrinn í Skólagerðinu var hans heimavöllur. Þar úði og grúði af alls kyns verkfærum sem Jón hafði viðað að sér og sum hafði hann smíðað sjálfur. Gilti þá einu hvort verið var að skipta um bremsuklossa eða púströr eða um- felga og gera við dekk, hlaða geyma, sjóða eða sandblása. Eða lagfæra flugvélaparta, svo fátt eitt sé nefnt. Í bílskúrnum mátti líta allskyns tæki og tól, til hvers sem vera skyldi. Bara að nefna það. Þvingur og tangir og allskyns skrúflykla og borvélar, sleggjur, tjakka og sagir. Jón undi sér löngum stundum í skúrnum. Oft var verið að laga einhverja hluti úr flugvélum í eigu kunningja, líma væng eða stél. Þær eru ófáar vél- arnar sem Jón hefur komið ná- lægt. En Jón var ekki öllum stundum að bardúsa í vélum og þess háttar. Hann var eindæma ræktarsamur við sína nánustu og afi Jón var ein- staklega skemmtilegur afi sem var ávallt tilbúinn að bregða á leik með smáfólkinu eða lauma ein- hverju góðgæti í litla lófa. Að ekki sé minnst á gamlárskvöldin. Þá var Jón ávallt í miklu stuði og fór jafnan fremstur í flokki afkom- enda sinna við að „sprengja“ eins og hann kallaði það og koma dótinu á loft. Þá var ekkert gefið eftir. En fyrst og fremst var hann góð manneskja sem lét sér annt um sína nánustu og var jafnan vakinn og sofinn yfir þeirra vel- ferð. Það var mikið lán að eiga Jón fyrir tengdaföður, og nú þegar hann leggur í sína hinstu för er við hæfi að þakka fyrir sig og kveðja þennan mikla öðling. Blessuð sé minning Jóns H. Júlíussonar. Ólafur Björnsson. Elsku afi, klukkan nálgast mið- nætti og ég sit hér að reyna að koma orðum á blað sem lýsa því hversu mikilvægur þú varst mér, en hvernig er það hægt? Þegar engin orð eru nægilega stór til þess því það eru ótal minningar sem skjótast upp í hugann þegar ég hugsa til þín, en á þessari stundu er það eina sem ég get hugsað um hversu heppin ég var. Ég var svo heppin að eiga afa sem var jafn handlaginn og klár og þú varst, heppin hversu marg- ar sögur þú hafðir að segja um öll ævintýrin sem þú hafðir lent í um allan heim og heppin að sama hvað, gafstu þér alltaf tíma fyrir mig. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og tel ég mig afar lánsama að hafa hlotn- ast það hlutskipti í lífinu að fá að vera eitt af þínum barnabörnum. Það sem við vorum heppin að eiga þig í öll þessi ár, heppin að fá að elska þig og heppin hvað þú elsk- aðir okkur mikið. Þrír kossar, aldrei bara einn og það alltaf beint á munninn ásamt þéttingsföstu faðmlagi. Hversu heppin. Ég mun aldrei gleyma öllum stundunum inni í bílskúr, uppi í sumarbústað eða í Skólagerðinu, öllum skiptunum sem þú hjálpaðir mér, hvort sem það var að laga leikföng, pumpa í reiðhjól eða bora og negla þegar ég flutti að heiman beint á jarðhæðina hjá ykkur ömmu. Öll jólin og áramótin með tilheyrandi sprengingum, gleði og snjöllum eldfærum sem þú ávallt hafðir meðferðis, ekkert af þessu mun vera eins án þín, en það eru forréttindi að hafa upplifað þetta allt með þér. Það er gott að elska, en á svona stundu er það líka afar sársauka- fullt, en fyrir það er ég líka heppin, því það minnir mig bara á það hversu hlýr þú varst og brosmild- ur og hversu heppin ég var að þú varst partur af mínu lífi ásamt því hvað ég elskaði þig mikið. Elsku hjartans afi minn, ég var svo heppin að eiga besta afa í heimi. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, allar minningarnar, alla kossana og faðmlögin. Það sem ég mun sakna þín. Elska þig, alltaf og alla tíð. Þrír kossar. Þín Thelma. Í dag kveðjum við Jón Júl eins og við kölluðum hann. Jón var heiðursfélagi í flugklúbbnum Þyt sem var stofnaður í júní 1987 og var hann með fyrstu félögum. Okkur vantaði félaga sem var flug- virki en inntökuskilyrði voru að menn þurftu að vera atvinnuflug- menn. Jón Júl var með flugmanns- réttindi þannig að það var lítið mál að taka hann inn í klúbbinn. Það var mikill fengur fyrir okkur fyrstu árin að hafa hann með okk- ur þar sem hann þekkti vel Cessn- ur og Pipera sem við flugum. Þetta voru gamlar vélar sem við vildum varðveita og fljúga og þá var ómet- anlegt að hafa Jón til halds og trausts. Eftir að Jón hætti hjá Flugleið- um sá hann um vélarnar og hélt flotanum gangandi þar til að hann hætti fyrir um fimm árum, þá orð- inn 87 ára. Aldrei fann ég fyrir að hann væri ekki með allt á hreinu eða orðinn gamall. Hann var hafsjór af upplýsing- um og vissi allt um flugvélarnar og mótorana en eitt var honum ekki auðvelt það var öll þessi skrif- finnska sem orðin er í kringum allt sem heitir flug. Honum fannst þetta óþarfi og hann hafði rétt fyr- ir sér, öll þessi breyting frá fyrri árum hefur bara íþyngt einkaflugi svo að það er erfitt að sjá tilgang- inn í skriffinnskunni. Jón kom til dyranna eins og hann var klæddur og var hreinn og beinn. Þar sem hann var flugvélstjóri hjá Loftleiðum á gullaldarárum þess félags þekkti hann flesta flug- menn klúbbsins mjög vel. Árið 1990 var gerð kaffistofa í skýlinu að ósk Jóns sem varð til þess að fé- lagsmenn komu í kaffi til að hitta hann kl. 15 og var rætt um flug- vélar og flug. Sumir okkar hittu Jón sem nemendur í flugskólanum Flugsýn 1964, þar sem hann var einn af eigendunum. Aldrei vafðist fyrir Jóni að redda flugvélum Þyts ef þeim hlekktist á úti á landi. Hann mætti, fór yfir skemmdirnar og mældi. Gaf síðan grænt ljós og enginn hikaði, ef hann sagði fljúgðu. Við Þytsfélagar þökkuðum hon- um fyrir hans framlag í sögu Þyts með því að nefna eina flugvélina Jón Júl. Við sendum fjölskyldunni sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar Flugklúbbs Þyts, Reidar Kolsöe. Jón Hólmsteinn Júlíusson Bróðir okkar, ANTON HAUKUR GUNNARSSON frá Þingeyri, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fimmtudaginn 31. janúar. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 15. febrúar klukkan 13. Nanna Magnúsdóttir Halldóra Magnúsdóttir Kolbrún Gunnarsdóttir Daníel Guðmundsson Sigríður Sturludóttir Örn Sturluson Atli Sturluson Hrönn Sturludóttir Ástkær dóttir okkar, sambýliskona, fósturmamma, systir, mágkona og frænka, HARPA LIND PÁLMARSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi miðvikudaginn 6. febrúar. Útför hennar fer fram frá Þorlákskirkju föstudaginn 15. febrúar klukkan 14. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fyrir auðsýnda hlýju og umönnun. Pálmar Björgvinsson Sigrún Guðmundsdóttir Pétur Rúnar Guðmundsson og synir Jón Magnússon Kristín Anna Jónsdóttir Ingvar Oddgeir Magnússon Pálmar Ægir Pálmarsson Ingibjörg Jónsdóttir Sigrún Huld Pálmarsdóttir Guðmundur Hjartarson og systkinabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT ÞORLÁKSDÓTTIR, Grænumörk 5, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum sunnudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 15. febrúar klukkan 14. Páll Auðunsson Sigrún H. Pálsdóttir Þröstur Jónsson Svala Pálsdóttir Þór Reynisson Sandra Pálsdóttir Magnús Ö. Markússon Auðunn Örvar Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI MAGNÚSSON trésmíðameistari frá Kirkjubæ á Akranesi, lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir góða umönnun og hlýju. Katrín G. Ólafsdóttir Pálína Ósk Bragadóttir Þorsteinn Bjarnason Valgerður Ó. Bragadóttir Guðjón Heimir Sigurðsson Hólmfríður M. Bragadóttir Páll Ingvarsson Helgi Bragason Víðir Bragason Sigrún Halldórsdóttir Guðrún Bragadóttir og afabörn Faðir minn, tengdafaðir, afi og vinur, FINNUR BERGSVEINSSON rafvirkjameistari frá Gufudal, Laugarnesvegi 90, lést á líknardeild LSH í Kópavogi mánudaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. febrúar klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Martha V.L. Finnsdóttir Sigurður K. Gíslason Finnur Marteinn Sigurðsson Ágústa B.K. Kristjánsdóttir Elínborg Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.