Morgunblaðið - 13.02.2019, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hátíðin List í ljósi á Seyðisfirði hlaut
í gær Eyrarrósina 2019, en viður-
kenningin er veitt árlega fyrir af-
burðamenningarverkefni utan höf-
uðborgarsvæðisins. Var þetta í 15.
sinn sem hún er afhent. Eliza Reid
forsetafrú, sem er verndari Eyrar-
rósarinnar, afhenti þeim Celiu Harr-
ison og Sesselju Jónasardóttur við-
urkenninguna en þær eru stofnendur
og stjórnendur Listar í ljósi.
Afhendingin fór fram við hátíðlega
athöfn í Garði síðdegis í gær en sú
hefð hefur skapast á undanförnum
árum að verðlaunaafhendingin fari
fram í sveitarfélagi verðlaunahafa
síðasta árs en myndlistartví-
æringurinn Ferskir vindar í Garði
hreppti Eyrarrósina 2018. Frá upp-
hafi hafa Listahátíð í Reykjavík,
Byggðastofnun og Air Iceland Conn-
ect staðið saman að verðlaununum.
List í ljósi hlaut fjárstyrk, tvær
milljónir króna, auk verðlaunagrips.
Að auki hlutu leiklistar- og listahá-
tíðin Act Alone á Suðureyri og stutt-
myndahátíðin Northern Wave /
Norðanáttin í Snæfellsbæ formlega
tilnefningu til Eyrarrósarinnar og
500 þúsund króna verðlaunafé hvort.
Nýnæmi í menningunni
Í umsögn valnefndar um List í ljósi
segir meðal annars að hátíðinni sem
fer fram nú í vetur í fjórða sinn hafi
vaxið ásmegin ár frá ári og laði nú að
sér breiðan hóp listafólks og gesta til
þátttöku í metnaðarfullri og fjöl-
breyttri dagskrá. „Sérstök ljósa-
listahátíð er nýnæmi í íslensku menn-
ingarlandslagi og er List í ljósi þegar
farin að hafa áhrif langt út fyrir
Seyðisfjörð, til að mynda með áhuga-
verðu samstarfi við Vetrarhátíð í
Reykjavík,“ segir þar og einnig að
einstaklega ánægjulegt sé að sjá
listaverkefni á landsbyggðinni taka
leiðandi hlutverk á landsvísu á sínu
sviði.
List í ljósi er vikulöng hátíð og nú
vill svo til að hún hófst fyrir síðustu
helgi og nær hámarki með kvöld-
dagskrá og göngu um Seyðisfjörð nú
á föstudags- og laugardagskvöld; þá
verða öll ljós slökkt í stutta stund og
kveikt á listaverkunum sem komið
hefur verið fyrir víða um bæinn. 65
listamenn taka þátt í ár, um helming-
urinn erlendir og koma sérstaklega
til landins að taka þátt og sýna.
Gríðarlegur heiður
Sesselja segir Eyrarrósina hafa af-
ar mikla þýðingu fyrir List í ljósi og
að þær Celia séu djúpt snortnar eftir
að hafa tekið við viðurkenningunni.
„Þetta er mjög ung hátíð og það
verður gaman að koma með þriðju
Eyrarrósina heim til Seyðisfjarðar,“
segir hún en áður hafa Lunga-hátíðin
og menningarmiðstöðin Skaftfell
hlotið viðurkenninguna.„Við eigum
ekki orð og þetta er gríðarlegur heið-
ur.“
Hún segir fjárstyrkinn koma sér
vel. Hátíðin hafi stækkað hratt og
það hafi gengið misvel að safna fé til
að starfrækja hana, þótt það hafi
gengið vel í ár. „Hátíðin er opin öllum
og þátttakendur þurfa ekki að borga
fyrir neitt þannig að við erum háð
góðum styrktaraðilum.
Í ár erum við til að mynda með
nýtt prógramm, „Heimalist í ljósi“,
sem byggir á listabúsetu þar sem
listamenn frá öllum Norðurlönd-
unum búa hjá okkur í tvo mánuði og
vinna saman að verkum fyrir hátíð-
ina. Þar fyrir utan koma þekktir
ljósalistamenn erlendis frá, til að búa
til ljósalistaverk, en hátíðin er annars
opin öllum listformum. Við lýsum
verkin upp en það er hægt að gera
þau í alls kyns formum.“
Hugmyndin að List í ljósi kviknaði
fyrir rúmum fjórum árum þegar
Celia, sem er frá Nýja-Sjálandi og
var þá í vinnustofu á Seyðisfirði, og
Sesselja voru að spjalla saman en
Celia hafði komið að svipaðri hátíð í
heimalandinu. „Við ákváðum að
stofna hátíðina og halda í febrúar, á
jákvæðan og spennandi hátt, til að
fagna komu sólar eftir fjóra langa
dimma mánuði,“ segir Sesselja.
Hátíðin í ár hófst með kvikmynda-
hátíð í síðustu viku og svo er boðið
upp á alls kyns gjörninga, fyrirlestra
listamanna og vinnustofur.
„Hápunkturinn er síðan á föstu-
dag, ganga utandyra frá klukkan 18
til 22 og endurtekin á laugardags-
kvöldið. Við slökkvum þá öll ljós í
bænum, götuljós sem ljós á húsum,
og í smástund verður koldimmt áður
en við kveikjum á verkunum sem lýsa
upp bæinn bæði kvöldin,“ segir Sess-
elja.
Ljósahátíðin List í ljósi
hlaut Eyrarrósina í ár
Þriðja menningarverkefnið á Seyðisfirði til að hreppa viðurkenninguna
Djúpt snortnar Celia Harrison og Sesselja Jónasardóttir, stofnendur og stjórnendur Listar í ljósi, ásamt Elizu Reid
forsetafrú, sem afhenti Eyrarrósina í Garði í gær, og Vigdísi Jakobsdóttur, stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík.
Finnska skáldið Tua Forsström er
nýjasti meðlimur Sænsku akademí-
unnar (SA). Þetta kemur fram í til-
kynningu sem birtist á vef SA í gær.
Þar segir að Fors-
ström taki við
sæti nr. 18 sem
áður tilheyrði
Katarinu Frosten-
son, en í seinasta
mánuði var gert
samkomulag um
að hún hætti öll-
um störfum fyrir
SA eftir ásakanir
um trúnaðar-
brest. Forsström, sem er 71 árs,
fæddist í Porvoo í Finnlandi en býr
og starfar í Helsinki. Hún er einkum
þekkt fyrir ljóð sín en hefur einnig
samið leikverk og texta fyrir tón-
verk. Hún hefur hlotið ýmsar við-
urkenningar fyrir ritstörf sín, m.a.
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs 1998. Móðurmál hennar er
sænska og er hún talin eitt helsta
sænskumælandi skáld Finna.
„Hún tekur við stól nr. 18 af Kat-
arinu Frostenson. Það finnst mér
góð hugmynd – mikið ljóðskáld leys-
ir annað mikið ljóðskáld af hólmi,“
segir Anders Olsson, starfandi ritari
SA, í viðtali við Sænska ríkis-
útvarpið. Segir hann nokkuð síðan
valið á Forsström var samþykkt, en
þar sem hún er finnskur ríkisborgari
þurfti að upplýsa bæði Svíakonung
og forseta Finnlands um valið áður
en það var opinberað. „Tungumálið
er það mikilvægasta í bókmenntun –
sænsk tunga. Og hún er frábært ljóð-
skáld,“ segir Olsson og tekur fram
að ríkisfang meðlima skipti í því
samhengi engu máli.
Spurður um orðróm þess efnis að
erfitt hafi reynst að finna Svía sem
taka vilja sæti í SA vísar Olsson því
alfarið á bug. Tekur hann fram að
SA hafi það að markmiði að fjölga
konum í hópi meðlima. Með Fors-
ström eru aðeins fjórar konur í SA á
móti tólf körlum, en tveimur sætum
er enn óráðstafað. Hún tekur ekki
formlega sæti í SA fyrr en á árlegri
hátíðarsamkomu 20. desember. Ols-
son bindur vonir við að á þeim tíma
verði SA fullskipuð, en meðlimir eiga
að vera alls 18. Hann er sannfærður
um að SA sé komin yfir versta hjall-
ann og krísan yfirstaðin og er því
bjartsýnn á framtíð SA. silja@mbl.is
Finnskt skáld inn
í akademíuna
Tua Forsström
Leikkonan Kristín Þóra Haralds-
dóttir var ásamt níu öðrum ung-
stirnum mætt á Berlinale-
kvikmyndahátíðina fyrr í vikunni
til að taka formlega við viðurkenn-
ingu sem Shooting Stars ársins.
European Film Promotion (EFP)
hefur séð um útnefninguna síðan
1998 og meðal þekktra leikara sem
hlotið hafa útnefninguna eru Niko-
laj Lie Kaas (2003) og Daniel Craig
(2000) ásamt Íslendingunum Ingv-
ari E. Sigurðssyni (1999), Nínu
Dögg Filippusdóttur (2003) og
Heru Hilmarsdóttur (2015). Valdir
eru ungir og efnilegir leikarar úr
hópi 37 aðildarlanda samtakanna,
sem hafa vakið sérstaka athygli í
heimalandi sínu og á alþjóðavett-
vangi. Í rökstuðningi dómnefndar
EFP segir um Kristínu að hún sýni
„mjög djúpa innsýn og skilning á
hlutverkum sínum. Hún er ein-
staklega sannfærandi og endur-
speglar ávallt krefjandi persónur,
hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni
hæfni til að reyna á mörkin hjá upp-
lifun áhorfenda og vinnur sér inn
ýtrasta traust okkar og athygli.
Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfi-
leiki sem er einstakt í fari leik-
konu.“
AFP
Hæfileikar Frá vinstri eru Blagoj Veselinov, Ine Marie Wilmann, Ardalan
Esmaili, Emma Drogunova, Aisling Franciosi, Dawid Ogrodnik, Kristín
Þóra Haraldsdóttir, Milan Maric, Rea Lest og Elliott Crosset Hove í Berlín.
Ungstirnin í Berlín