Morgunblaðið - 13.02.2019, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íupphafi mán-aðarins til-kynntu
Bandaríkjamenn
að þeir hygðust
draga sig út úr
INF-sáttmálanum frá 1987,
en hann meinaði Bandaríkj-
unum og Sovétríkjunum, síð-
ar Rússlandi, að þróa, smíða
og, síðast en ekki síst, að
beita meðaldrægum eld-
flaugum sem skotið er af
jörðu. Sáttmálinn var á sín-
um tíma mikið afrek í afvopn-
unarviðræðum risaveldanna,
en með honum tókst að út-
rýma öllum eldflaugum risa-
veldanna með drægi á milli
500 og 5.500 kílómetra.
Sáttmálinn skipti ekki síst
máli fyrir ríki Evrópu, sem í
heilan áratug á undan höfðu
mátt lifa undir ógninni af
SS-20 eldflaugum Sovét-
manna, sem aftur hafði leitt
til þess að Bandaríkjamenn
settu upp Pershing II-
eldflaugar í ríkjum banda-
manna sinna. Þetta var ógn-
vænleg þróun, ekki síst þar
sem samskipti risaveldanna
versnuðu umtalsvert á ár-
unum frá 1977 og allt þar til
Míkhaíl Gorbatsjoff tók við
stjórnartaumunum í Sov-
étríkjunum árið 1985.
Sáttmálinn þjónaði til-
gangi sínum sem lausn á einu
af stærstu vandamálum
kalda stríðsins prýðisvel í
mörg ár. Upp úr árinu 2005
fór hins vegar að bera á
óánægju Rússa með hann og
áratug síðar sakaði Obama,
þáverandi Bandaríkjaforseti,
Rússa um að hafa brotið
gegn samkomulaginu með
eldflaugum, sem Atlants-
hafsbandalagið kallar SSC-8.
Vesturveldin áætla að slíkar
flaugar drífi allt að 2.500
kílómetra, sem væri augljóst
brot á sáttmálanum. Rússar
hafa þó hafnað því að drægið
sé svo langt, en tilraunaskot
sem þeir framkvæmdu árið
2014 benda til þess að Banda-
ríkjastjórn hafi ríka ástæðu
til að kvarta.
Í öllu falli virðist ljóst að
dagar INF-sáttmálans séu
taldir, þar sem Rússar hafa
einnig tilkynnt að þeir muni
ekki fylgja ákvæðum hans
þegar Bandaríkjamenn
draga sig í hlé. Ríkin tvö hafa
nú hálft ár til þess að finna
nýjar lausnir sem komi í stað
sáttmálans eða endurbæti
hann svo að hann megi halda.
En hverjar eru líkurnar á
því að slíkt samkomulag ná-
ist? Fyrir það
fyrsta virðast rík-
in tvö ekki deila
sameiginlegum
skilningi á því
hvað felist í brot-
um á núgildandi sam-
komulagi, og ljóst er að erfitt
er fyrir Bandaríkjamenn eða
vesturveldin að samþykkja
afvopnunarsamning, sem
hinn aðilinn virðist ekki vilja
virða að fullu.
Þá flækir það málið að
samkomulagið bindur í raun
bara hendur Bandaríkjanna
og Rússlands. Að minnsta
kosti tíu önnur ríki hafa þró-
að meðaldrægar eldflaugar
sem borið geta kjarn-
orkuvopn og eru Kínverjar
og Íranar þar fremstir í
flokki. Líkurnar á að þau ríki
eða önnur vilji gangast undir
INF-samkomulagið eða
áþekkt fyrirkomulag eru
hverfandi, sér í lagi þar sem
mikill meirihluti kjarn-
orkuvopna Kínverja byggist
á slíkum flaugum.
Þá er vitað að sú staðreynd
að Kínverjar eru ekki aðilar
að samkomulaginu fer mjög í
taugarnar á ráðamönnum
bæði í Rússlandi og í Banda-
ríkjunum, og hefur það ef-
laust átt sinn þátt í því
hversu auðvelt forráðamenn
ríkjanna virðast eiga með að
rifta samkomulaginu þrátt
fyrir mikilvægi þess síðustu
áratugina.
Fyrir almenning í ríkjum
Evrópu, sér í lagi þá sem
muna dimmustu daga kalda
stríðsins, eru endalok INF-
samkomulagsins ekkert
fagnaðarefni. Hugsanlega er
þó nokkur „huggun“ í hót-
unum Vladimírs Pútín Rúss-
landsforseta, um að Rússar
myndu setja aftur upp eld-
flaugar sem gætu hæft skot-
mörk í Evrópu, en aðeins ef
Bandaríkjamenn yrðu fyrri
til um slíka vopnavæðingu.
Pútín tók fram um leið að
Rússar hefðu engan vilja til
þess. Það hvort Pútín er
treystandi til að standa við
þau orð er síðan allt annað
mál.
Þá er sem betur fer veru-
legt álitamál að Bandaríkja-
menn og Rússar hafi hag af
því að hefja vígbúnaðarkapp-
hlaup í Evrópu á nýjan leik.
Vakni slíkur áhugi hjá öðrum
hvorum eða báðum er þó
ljóst, að endalok INF-
samkomulagsins fjarlægja
stærstu hindrunina gegn því
að svo verði.
Sökin virðist skýr,
en munu risaveldin
sakna sáttmálans?}
Meðaldrægar
eldflaugaraunir
Á
síðustu árum hafa orðið töluverðar
framfarir hvað varðar stuðning
ríkisins við ýmsar atvinnugreinar,
þar á meðal nýsköpun og list-
sköpun sem er vel enda ljóst að
framtíðin liggur að mörgu leyti þar, í skapandi
hugsun og nýjum tækifærum. Því miður virðist
þó vera sem þar sé hreinlega kerfislægur vandi
– einhverskonar aðstöðumunur þeirra sem búa
utan höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að
ýmsum styrkjum og úthlutunum og í ólíkum
greinum.
Eins og kom fram í fyrirspurnum mínum á
síðasta ári til ráðuneytanna þá hallar á hlut
landsbyggðarinnar í allskyns úthlutunum.
Þessi vandi var vel útlistaður í ritstjórnargrein
Starafugls hinn 4. febrúar síðastliðinn í
tengslum við úthlutun listamannalauna eða eins
og þar er sagt:
„Þetta þýðir, í sem stystu máli, að annaðhvort eru um-
sóknir sem berast af landsbyggðinni almennt ekki nógu
góðar eða að ekki er mikið tekið tillit til búsetu og kyns
þegar valið er. Að umsóknir af landsbyggðinni séu hlut-
fallslega færri en umsóknir í höfuðborginni, miðað við
íbúafjölda, þýðir líka að annaðhvort eru aðstæður til list-
sköpunar á landsbyggðinni ekki nógu góðar, listamenn á
landsbyggðinni telja af einhverjum orsökum ekki að þeir
eigi neitt erindi við sjóðinn eða að þeir hrekjast allir suður
áður en þeir sækja um.
Sé lögheimili á höfuðborgarsvæðinu forsenda fyrir löng-
un til listsköpunar fellur líka kenningin um að
það sé fyrst og fremst hin óhamda náttúra sem
blæs Íslendingum listrænu hamsleysi í brjóst.
Kannski er það þá bara svifrykið, eftir allt
saman. Eða Listaháskólinn.
Sömuleiðis skrifa þá konur annaðhvort betri
myndlistarumsóknir og karlar betri ritlauna-
umsóknir eða að meira tillit er tekið til fyrir-
fram gefinna hugmynda um hver kunni hvað.
Annaðhvort eru fordómar okkar um kyn og
búsetu einfaldlega réttir – eða þeir eru rangir.“
Hver sem ástæðan er – hvort umsóknir sem
berast frá svæðum utan höfuðborgarsvæðisins
eru almennt ekki nógu góðar, hvort ekki berist
umsóknir þaðan eða hvort það séu hreinlega
kerfislægir fordómar gegn umsóknum utan
höfuðborgarsvæðisins – þá er ljóst að við verð-
um að breyta þessu til að tryggja jafnræði íbúa
á Íslandi.
Mögulega felst lausnin í að setja inn í matskerfið punkta
fyrir staðsetningu, mögulega þarf að horfa í meiri mæli til
mikilvægis svæðisbundinnar nýsköpunar, mögulega þarf
að auka ráðgjöf og stuðning við umsóknagerð, sem og
kynningu á styrkjamöguleikum. Í öllu falli er nauðsynlegt
að leita leiða til að breyta því viðhorfi að stuðningur við
landsbyggðina sé bara kostnaður, enda má ekki gleyma
þeirri staðreynd að verðmætasköpun á Íslandi á sér að
stórum hluta stað einmitt þar. albertinae@althingi.is
Albertína
Friðbjörg
Elíasdóttir
Pistill
Kerfislægur vandi eða einfaldlega fordómar?
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kúabændur greiða nú at-kvæði um það hvort við-halda eigi kvótakerfi ímjólkurframleiðslu eða af-
nema það 1. janúar 2021. Bændur
skipa sér í fylkingar. Skoðanakönnun
sem Landssamband kúabænda gerði
fyrir tveimur árum benti til þess að
kúabændur vildu halda í kvótann.
Við gerð búvörusamninga til tíu ára
á árinu 2016 sömdu fulltrúar bænda
og ríkisins um afnám kvótakerfis í
mjólkurframleiðslu þannig að fram-
leiðslan yrði frjáls. Þegar áformin
voru kynnt gaus upp mikil andstaða
við þau í röðum kúabænda og sýnt
þótti að samningar með þannig
ákvæði yrðu ekki samþykktir. Þá
voru sett inn ákvæði um atkvæða-
greiðslu meðal bænda og fer hún
fram nú. Fulltrúar ríkisins tóku raun-
ar fram að þeir væru óbundnir af
henni. Verði niðurstaðan sú að bænd-
ur vilja óbreytt kerfi kemur málið til
kasta fulltrúa bænda og ríkisins við
endurskoðun búvörusamninga sem
fram fer á þessu ári.
Nýjar markaðsaðstæður
„Við sem gerðum þennan samning
á árinu 2016 horfðum til þess að við
værum að fara inn í nýjar markaðs-
aðstæður sem nú eru farnar að birt-
ast okkur með verulega auknum inn-
flutningi,“ segir Sigurður Loftsson,
bóndi í Steinsholti í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi, sem var í samninganefnd
bænda við gerð síðustu búvörusamn-
inga. „Breyttar aðstæður gera kerf-
inu sem við höfum lifað við í öll þessi
ár erfitt fyrir. Í því er ekki sveigj-
anleiki til að bregðast við samkeppni.
Engan afslátt er hægt að gera af kröf-
um um að afurðastöðvar greiði fullt
verð á sama tíma og þær eru að berj-
ast í aukinni samkeppni á markaði.
Þessir ágallar geta gert það að verk-
um að við verðum að hopa á mark-
aðnum þegar innflutningur ótollaðra
osta sem framleiddir eru með mun
ódýrara hráefni sækir á. Okkar hlut-
deild hlýtur að minnka,“ segir Sig-
urður.
Leiðir til verðlækkunar
Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi í
Klauf í Eyjafirði, segir að framleiðsla
án stýringar hafi ekki gefist vel.
Nefnir hann offramleiðslu í sauð-
fjárræktinni sem dæmi. Einnig of-
framleiðslu á mjólk og lækkun af-
urðaverðs til bænda í kjölfar afnám
kvótakerfa í Evrópusambandsríkjum.
Það hafi orðið til þess að margir
bændur hafi orðið gjaldþrota. „Það
eru möguleikar til að framleiða mikið,
án mikilla fjárfestinga, og ljóst að af-
urðaverð til bænda myndi hríðfalla.
Þá yrði spurningin: Hver er lífseig-
astur? Það yrði sársaukafull aðgerð
fyrir bændastéttina að ganga í gegn
um og samstaðan hverfur,“ segir
Hermann. Hann bætir því við að
framleiðslan myndi þjappast hratt
saman á örfáum svæðum landsins.
Það hugnist honum ekki. Hermann
telur að greinin ætti að hafa mögu-
leika á að keppa við innflutninginn,
eins og hún hafi gert í mörg ár. Afurð-
in sé góð og standist allan samanburð.
Sigurður og Hermann búa við mis-
munandi aðstæður. Sigurður hefur
komið sér vel fyrir og á töluverðan
kvóta skuldlausan. Hann viðurkennir
að það myndi hafa slæm áhrif á hans
eigin stöðu og margra annarra að af-
nema kvótann. „En við verðum að
hugsa til lengri tíma, út frá hags-
munum greinarinnar í heild og þeirra
sem taka við í framtíðinni,“ segir
hann. Hermann Ingi hefur búið í
fimm ár og skuldar töluvert. Hann
segir að betra sé fyrir sig að vita
hversu mikið hann geti átt von á að
framleiða næstu árin og hvað fáist
fyrir vöruna. Kvótakerfið auðveldi
áætlanir.
Hvað leiðir af afnámi
kvótakerfis í mjólk?
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kýr Bændur láta nú í ljós skoðanir sínar á kvótakerfinu. Burtséð frá kerfinu
verða góðar mjólkurkýr áfram undirstaða árangursríks búskapar.
Á sjötta hundrað kúabændur,
nánar tiltekið 559, hafa atkvæð-
isrétt í atkvæðagreiðslu um
kvótakerfið. Eru það allir
mjólkurframleiðendur í landinu,
burtséð frá því hvort þeir eiga
aðild að félagasamtökum
bænda eða ekki. Hver innleggj-
andi hefur eitt atkvæði og ef
fleiri en einn eiga aðild að búi
þurfa þeir að koma sér saman
um ráðstöfun atkvæðisins.
Atkvæðagreiðslan fer fram
rafrænt. Hún hófst á hádegi 11.
febrúar og lýkur á hádegi mánu-
daginn 18. febrúar.
559 bændur
á kjörskrá
ATKVÆÐAGREIÐSLA
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afurðir Brot af fjölbreyttu úr-
vali mjólkurafurða.