Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 Björn Traustason, framkvæmda- stjóri Bjargs íbúðafélags, segir markmið félagsins að veita sem hag- stæðast leiguverð til félagsmanna ASÍ og BSRB. „Til að ná því mark- miði leggur Bjarg áherslu á að leita aðferða til að lækka kostnað og stytta verktíma. Mikil þróun á sér nú stað í lönd- unum í kringum okkur þar sem aukin áhersla er á forsmíðaðar lausn- ir. Bjarg mun fylgjast með þessari þróun og nýta sér þær lausnir sem styðja við kröfur um hagkvæmni verkefna sem gerðar eru til félaga sem eru fjármögnuð með stofn- framlögum. Að velja dýrari lausnir endurspeglast í hærra leiguverði, þ.e. leigutakar borga,“ segir Björn og undirstrikar að Bjarg sé leigu- félag en ekki verktaki. Aðalverktaki afli allra aðfanga í verkefnið. Þá bendir hann á að Bjarg vinni verkefni félagsins samkvæmt að- ferðafræði sem feli í sér samvinnu allra aðila, m.a. aðalverktaka. Unnið sé að hönnun með skýr markmið um kostnað og gæði. Ef markmið um kostnað nást sé gengið til samninga við aðalverktaka sem sjái um alla framkvæmd og öflun aðfanga. Þessi aðferðafræði hafi verið notuð ytra með góðum árangri í yfir 30 ár. ingar yrðu afhentar uppsettar á verkstað. Nokkrir innlendir sölu- aðilar tóku þátt og voru boðnar bæði innlendar og innfluttar innréttingar. Niðurstaða verðkönnunar var að IKEA átti hagstæðasta verð. Bjarg hefur lýst vilja til að nota IKEA- innréttingar í fleiri verkefni en engar skuldbindingar hafa verið gerðar og munu verktakar halda áfram að leita bestu verða hjá söluaðilum. Þeim ber að fylgja áherslum Bjargs um gæði aðfanga og gott aðgengi að viðbótum og varahlutum á hag- kvæmum verðum, bæði fyrir Bjarg og leigjendur íbúða félagsins,“ segir Björn og víkur svo að byggingu inn- fluttra húsa fyrir Bjarg á Akranesi. „Það verkefni var vel kynnt bæði á vef Bjargs og Akraneskaupstaðar, auk þess sem Skessuhorn fjallaði um verkefnið í prent- og vefmiðli. Þrátt fyrir góða kynningu komu eng- in viðbrögð né boð frá verktökum á svæðinu um að taka að sér verkefnið á þeim 9 mánuðum sem liðu þar til samið var um forsmíðuð hús byggð í verksmiðju Byko í Lettlandi. Bjarg tekur vel á móti öllum þeim sem hafa áhuga á að koma að verk- efnum félagsins og hvetur aðila til að hafa samband. Lögð er áhersla á reynslu og getu aðila til að ná sett- um markmiðum um gæði og kostn- að. Þá er lögð áhersla á að rétt verði staðið að verkefnum félagsins og að réttindi launafólks séu virt,“ segir Björn. „Lög um almennar íbúðir sem fé- lagið starfar eftir kveða á um há- marksbyggingarkostnað. Það er mik- il áskorun að ná markmiðum laganna um byggingarkostnað. Bjarg vinnur að því að halda hönnun húsa félags- ins innan kostnaðarramma í sam- vinnu við aðalverktaka og hönnuði. Hefðbundin leið hönnunar og útboðs án aðkomu allra aðila felur í sér óvissu um endanlegan kostnað þar til hönnun og útboðsferli er lokið. Ef tilboð eru ekki innan kostnaðar- ramma þarf að endurhanna eða hætta við verkefni með tilheyrandi töpuðum tíma og hönnunarkostnaði. Það er áhætta sem Bjargi er ekki heimilt að taka,“ segir Björn. Hann bendir á að Bjarg hafi í tví- gang skilað lóðum þar sem ekki reyndist hægt að byggja innan kostnaðarramma. Það hafi verið niðurstaða forhönnunar og þar með hafi ekki tapast fé vegna vinnu við fullnaðarhönnun og útboðsferli. „Samið hefur verið við þrjá verk- taka í kjölfar hönnunarferlis. Í öllum tilfellum voru gerðir samningar um fast verð. Þannig er komið í veg fyrir að verkefnin geti hækkað á bygging- artíma eins og dæmi sýna,“ segir Björn og víkur að gagnrýni innlendra aðila á að ÍAV samdi við IKEA um inn- réttingar í hús Bjargs á Móavegi. „Að gefnu tilefni er vert að nefna að aðalverktaki gerði verðkönnun á innréttingum vegna verkefnis við Móaveg en óskað var eftir að innrétt- Innlendir aðilar sýndu lítinn áhuga BJARG FÉKK LÍTIL VIÐBRÖGÐ VIÐ KYNNINGU Á VERKEFNINU Á AKRANESI Björn Traustason BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að meðal annars hafi verið horft til magns, afhendingartíma og kostnað- ar við þá ákvörðun að flytja inn lettn- esk einingahús fyrir Bjarg leigufélag. Húsin verða sett saman á Akranesi. Þar verða 33 leiguíbúðir fyrir fjöl- skyldur og einstaklinga á vinnumark- aði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Þráinn E. Gíslason, einn eig- enda Trésmiðju Þráins á Akra- nesi, gagnrýndi í samtali við Morg- unblaðið í gær að verkalýðshreyf- ingin skyldi leita til erlendra aðila vegna þessara framkvæmda. Drífa segir að horft hafi verið til nokkurra þátta við þá ákvörðun. „Bjarg þurfti á sínum tíma að meta kostnaðinn og hvernig hann kæmi fram í leiguverði. Þá þurfti að meta magnið, tímarammann og hvernig byggja mætti íbúðirnar á sem skemmstum tíma og á sem hag- kvæmastan hátt. Þegar allt var til- tekið var metið hagkvæmast að ganga til samninga við Modulus ehf. um einingahús byggð af BYKO í Lettlandi,“ segir Drífa. Settar saman á Íslandi Morgunblaðið ræddi líka við Eyjólf Eyjólfsson, stjórnarmann í Félagi húsgagna- og innréttingaframleið- enda, sem gagnrýndi að Bjarg skyldi kaupa innfluttar innréttingar frá IKEA. Drífa segir innréttingarnar frá IKEA verða settar saman af starfs- fólki á Íslandi. „Samsetning innréttinga fer fram á Íslandi ásamt allri uppsetningar- vinnu. Innlendir aðilar þurfa líka að kaupa allt efni sem er skorið að stærstum hluta til erlendis og sett upp hérna á Íslandi. Þannig að að ein- hverju leyti byggist þetta á misskiln- ingi. Það fer fram heildarmat og okkar markmið er að gera þetta sam- kvæmt lögum og reglum. Okkar markmið er líka að koma upp hús- næði fljótt og örugglega og að ná hag- stæðustu leigukjörum fyrir okkar fólk, af því að við erum að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismark- aði,“ segir Drífa. Gert fyrir hennar tíð Spurð hvernig Bjarg mat getu inn- lendra framleiðenda til að byggja íbúðirnar á Akranesi á tilsettum tíma kveðst Drífa ekki hafa verið inni í málum þegar ákvarðanir voru tekn- ar. „Það var farið í mikla kynningu á vegum Bjargs og í Akraneskaupstað. Þrátt fyrir þessa miklu kynningu komu engin viðbrögð eða óskir um að taka þátt frá verktökum á svæðinu meðan verkefnið var í undirbúningi. Bjarg hefur hins vegar alltaf verið opið fyrir því að ræða við alla verk- taka og taka á móti öllum sem hafa áhuga á að koma að þessum málum. Árið 2017 auglýsti Bjarg eftir sam- starfsaðilum um hagkvæmt húsnæði á landsbyggðinni. Það voru líka lítil viðbrögð við því. Reyndar sýndi tré- smiðja á Akranesi því áhuga en ákvað svo að taka ekki þátt,“ segir Drífa og vísar til trésmiðjunnar Akurs. „Það má líka halda því til haga að eitt af skilyrðunum fyrir því að fá stofnframlög frá Íbúðalánasjóði er að leita nýjunga og hagkvæmra lausna. Það eru engir aðilar sem bjóða sam- bærileg einingahús smíðuð á Íslandi og við erum að fá frá verksmiðju Byko í Lettlandi. Þessi Modular- hús,“ segir Drífa. Bjarg hafi alltaf tekið öllum verktökum vel sem séu tilbúnir að skoða lausnir. Magnið skiptir máli Áðurnefndur Þráinn E. Gíslason gagnrýnir að verkalýðshreyfingin segi laun á Íslandi alltof lág en telji þau engu að síður ekki samkeppnis- hæf. Í þessu sé fólgin mótsögn. Niðurstaðan sé enda að innlend fram- leiðsla sé of dýr, meðal annars vegna launa. Spurð um þetta sjónarmið vísar Drífa aftur til afhendingartímans. „Samkvæmt mínum upplýsingum var ástæðan fyrir því að þetta var gert í Lettlandi að framleiðandi hafði möguleika til að gera þetta í því magni og á þeim hraða sem við þurft- um. Ég get líka sagt að það er ekki fylgst jafn vel með neinum verkum og þeim sem Bjarg er að vinna hér á Ís- landi varðandi laun og aðbúnað.“ Fylgja íslenskum samningum Drífa segir aðspurð að launakjör þeirra lettnesku starfsmanna sem munu setja saman húsin á Akranesi verði samkvæmt íslenskum kjara- samningum. Rætt er um að Bjarg muni á næstu árum reisa um 1.500 íbúðir. M.a. er í undirbúningi að nýta innfluttar timbureiningar í bland við stað- steyptar lausnir á Kirkjusandi. Spurð hvort tekið verði tillit til áð- urnefndrar gagnrýni við næstu verk- efni á vegum Bjargs segir Drífa að áfram verði hert eftirlit með öllum framkvæmdum hjá Bjargi. „Ég reikna með að við höldum okkar striki varðandi það að skoða getu verktaka til framkvæmda og hvernig hægt er að gera þetta fljótt og örugglega og innan laga og reglna,“ segir Drífa. Hagkvæmast að flytja húsin inn  Forseti ASÍ segir það hafa verið metið hagkvæmast að semja við Byko í Lettlandi um hús fyrir Bjarg  Áhuga skorti innanlands  Gagnrýni á notkun innfluttra innréttinga byggist að hluta til á misskilningi Teikning/THG Arkitektar/Birt með leyfi Nýbygging Fyrirhugað fjölbýlishús á vegum Bjargs við Urðarbrunn í Úlfarsárdal í Reykjavík. Drífa Snædal SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Innflutningur einingahúsa og innréttinga fyrir Bjarg leigufélag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.