Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
Lego-myndin The LegoMovie sem kom út árið2014 var tæknilegt þrek-virki, skemmtileg, sniðug
og hugmyndarík. Var þar kynntur
til sögunnar síkáti byggingarverka-
maðurinn Hemmi sem bjó í Kubba-
borg þar sem allt var svo frábært,
eins og kom fram í aðallagi mynd-
arinnar sem auðveldlega límdist við
heilann. Margt kom á óvart í þeirri
mynd og þá sérstaklega tenging
Lego-karla og -kvenna við hinn
raunverulega heim, okkar heim. Í
lok myndar kom hið óvænta í ljós,
að Kubbaborg var sköpunarverk
feðga nokkurra og að vondi karlinn
í sögunni, Harðstjórinn, var í raun
miðaldra faðir sem var að hindra
sköpunarþörf sonarins með því að
leyfa honum ekki að breyta borg-
inni sem hann var búinn að eyða
mörgum árum í að byggja í kjall-
aranum. Og Kraglið, efnið sem
Harðstjórinn notaði til að njörva
andstæðinga sína endanlega niður,
var í raun Krazy Glue, límið ógur-
lega sem allt getur fest saman.
Boðskapur þeirrar myndar var
að mikilvægt væri að leyfa sköp-
unargleðinni að njóta sín og fara
ekki alltaf eftir leiðbeiningum (sem
er í raun skondið þegar litið er til
þess að Lego dælir út settum sem
tengjast Lego-myndum og nauð-
synlegt að fara eftir leiðbeiningum
við samsetningu þeirra). Feðgarnir
lærðu á́ endanum að vinna saman
en pabbinn setti syninum þó það
skilyrði að yrði að leyfa litlu systur
sinni að vera með.
Nýja myndin hefst nokkrum ár-
um síðar, strákurinn er orðinn ung-
lingur og litla systir um sjö eða
átta ára. Kubbaborg hefur breyst í
Dómsdagsborg eftir innrás geim-
vera sem eru Duplo-kubbar syst-
urinnar (Dómsdagsborg minnir á
dystópíur á borð við Mad Max-
myndirnar sem er bráðfyndið).
Hemmi er þó alltaf jafnkátur, jafn-
vel þótt allt sé farið til fjandans en
unnusta hans, Lísa, er hins vegar
ekki eins kát og ósátt við þróun
mála. Dag einn mætir undarleg
vera í geimskipi á svæðið og nemur
Lísu á brott ásamt nokkrum öðrum
persónum, m.a. Batman og kisunni
Unukisu. Veran flytur þau til ann-
ars sólkerfis, Systrakerfisins, sem
er allt annars eðlis og fullt af skær-
um litum og glimmeri. Hemmi
kynnist harðjaxlinum Rex Hættu-
spili og saman halda þeir í leið-
angur til Systrakerfisins til að
bjarga Lísu og félögum. Þar hitta
þeir fyrir drottninguna Hvaðsemer
en hún er gerð úr kubbum og getur
breytt sér í hvað sem er, eins og
nafnið gefur til kynna. Í þessum
heimi má einnig finna verur úr
Lego Friends-línunni sem hafa ekki
áður sést í Lego-mynd. En ekki er
allt sem sýnist í þessum heimi og
ein persónan siglir undir fölsku
flaggi, eins og kemur í ljós undir
lokin. Hemmi og félagar reyna að
afstýra Harmammageddon, Lego-
heimsendi sem felst í því að þeim
verður öllum steypt ofan í mikið
hyldýpi þar sem þau þurfa að dúsa
til eilífðarnóns. Í lokuðum kassa í
dimmri geymslu, með öðrum orð-
um.
Þetta er ágætisframhald á fyrri
mynd þó ekki nái það sömu hæðum
hvað varðar söguna og hið óvænta,
sem fyrr segir. Undarlegt tíma-
flakk kemur við sögu sem bætir
litlu við og mun líklega rugla
yngstu áhorfendur í ríminu. Algjör-
lega óþarfur útúrdúr það, verður að
segjast. Og þó að margt sé skondið,
bæði fyrir börn og fullorðna, þá var
fyrri myndin fyndnari og meira um
grín fyrir fullorðna áhorfedur. En
þessi er samt skondin og skemmti-
leg og sumt er bráðfyndið, til dæm-
is atriði um lag sem fólk fær um-
svifalaust á heilann – sem það
einmitt gerir – og Bubbi Morthens
kemur líka við sögu í Lego-formi
en það ku vera Bruce Willis í frum-
útgáfunni, þeirri bandarísku. Full-
orðnir bíógestir hlógu dátt að því
spaugi.
Það verður líka að telja þessari
mynd til tekna að kvenpersónur
eru fleiri en í þeirri fyrri og þá líka
sem aðalpersónur. Veit þó ekki
hvort hún stenst Bechtel-prófið.
Einnig er farið víðar yfir Lego-
landslagið með því að leyfa Duplo
og Friends að vera með en fyrri
línan á að höfða til ungra barna og
sú seinni til stúlkna, þó að auðvitað
eigi strákar og stelpur að geta leik-
ið sér að sama Lego-i og það er
einmitt hluti af boðskap sögunnar.
Allir eiga að geta leikið sér saman,
óháð aldri og kyni.
The Lego Movie 2 fer mjög vel
af stað en missir dálítið dampinn
þegar á líður og er þar heldur
þunnri sögu um að kenna. Það
gengur mikið á nánast frá upphafi
til enda sem er bæði kostur og
galli, kostur að því leyti að börn-
unum ætti ekki að leiðast en stund-
um er hamagangurinn fullmikill og
liggur við að vara þurfi flogaveika
við litríkustu og æsilegustu atrið-
unum. Eins og flugeldapakki á ára-
mótum eru sumar bomburnar lit-
ríkar og skemmtilegar í The Lego
Movie 2 en aðrar fretast upp í loft,
gefa frá sér örlítið píp og blossa og
detta svo niður.
Margt er samt sniðugt í þessari
framhaldsmynd og þó hún nái ekki
sömu hæðum og fyrri myndin er al-
gjörlega hægt að mæla með henni
sem góðri skemmtun fyrir börn og
fullorðna. Þá ber að geta þess að
myndin er vel þýdd og íslensk tal-
setning gallalaus.
Að lokum vil ég benda þeim sem
ætla að sjá myndina á að hlusta á
lokalagið sem hljómar á meðan list-
inn yfir þá sem gerðu myndina
rennur yfir tjaldið. Hann er býsna
glúrinn og fjallar í stuttu máli um
hversu frábær sá fjölmenni hópur
er. Enda alltaf þrekvirki að gera
mynd á borð við þessa, hvort sem
hún er frábær eða ekki.
Fjörug en ekki frábær
Geimferð Batman, Lísa og vinir þeirra í geimskipi dularfullrar veru á leið inn í Systrakerfið.
Sambíóin
The Lego Movie 2: The Second Part
bbbmn
Leikstjórn: Mike Mitchell. Handrit: Phil
Lord, Christopher Miller og Matthew Fo-
gel. Bandaríkin, 2019. 106 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
» Íslensk-sænska kvik-
myndin Vesalings
elskendur var frumsýnd
í Smárabíói í gærkvöldi
en almennar sýningar
hefjast á morgun.
Myndin er rómantísk
gamanmynd og segir af
bræðrum í leit að ást-
inni. Leikstjóri mynd-
arinnar er Svíinn Max-
imilian Hult og leikarar
íslenskir.
Elskendur í Smárabíói
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frumsýning Ester Talía, Elvar Aron, Alex Leo, Sara Dögg, Maximilian Hult
og Sigurður Karlsson fyrir sýningu kvikmyndarinnar Vesalings elskendur.
Kátar Margrét og María á frumsýn-
ingunni í Smárabíói í gærkvöldi.
Sæt saman Karítas Ósk Þorsteinsdóttir og Stefán Kjærnested.
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt