Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Rösle þeytari
Verð 3.490 kr.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristján H.
Johannessen
hefur verið ráð-
inn fréttastjóri
stafrænna
áskrifta á Morg-
unblaðinu.
Um er að ræða
nýja stöðu innan
Árvakurs, út-
gáfufélags Morg-
unblaðsins, mbl.is
og K100, sem ætlað er að auka enn
við þjónustu áskrifenda Morgun-
blaðsins. Samhliða þessu verður ný
áskriftarleið að stafrænni útgáfu
Morgunblaðsins kynnt sem og bætt
útlit frétta, greina og ritstjórnar-
efnis blaðsins sem birtist á mbl.is.
Kristján hefur starfað sem blaða-
maður og vaktstjóri á Morgun-
blaðinu og mbl.is frá árinu 2011.
Hann er með meistaragráðu í opin-
berri stjórnsýslu frá stjórnmála-
fræðideild Háskóla Íslands og BA-
gráðu í stjórnmálafræði frá sama
skóla.
Ráðinn
fréttastjóri
stafrænna
áskrifta
Kristján H.
Johannessen
SGS fékk sambærilegt tilboð
Bíða eftir aðkomu stjórnvalda Verkalýðsfélögin svara tilboði SA í hádeginu
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Starfsgreinasambandið (SGS) hefur
fengið svipað tilboð frá Samtökum
atvinnulífsins (SA) og VR, Efling,
Verkalýðsfélag Grindavíkur og
Verkalýðsfélag Akraness fengu á
sáttafundi í fyrradag. Þetta stað-
festir Björn Snæbjörnsson, formað-
ur SGS, í samtali við Morgunblaðið.
„Við höfum fengið alla vega að sjá
eitthvað svipað. Við erum bara að
hugsa það. Við erum ekkert búin að
ákveða hvenær við svörum því. Við
litum meira á þetta svona sem kynn-
ingu,“ segir Björn.
SA og SGS funduðu í gær en
Björn býst ekki við að neinar
ákvarðanir verði teknar fyrr en að-
koma stjórnvalda kemur betur í ljós.
„Við vorum að ræða málin í dag [í
gær] og héldum fund í samninga-
nefndinni. Menn voru að skoða það
sem liggur á borðinu. Við bíðum svo-
lítið eftir því hvað kemur frá stjórn-
völdum. Mér skilst það komi núna
eftir helgina. Við erum að velta mál-
unum fyrir okkur.“
Tilboði um lausn svarað
Klukkan kortér yfir ellefu í dag
munu SA og VR, Efling, Verkalýðs-
félag Grindavíkur og Verkalýðsfélag
Akraness hittast hjá ríkissáttasemj-
ara. Samninganefnd VR fundaði
fram eftir kvöldi í gær en í dag verð-
ur tilkynnt hvort þau taki eða hafni
tilboði SA um lausn á kjaradeilunni.
„Við fórum bara yfir stöðuna og
ræddum þá möguleika sem við erum
með og hvernig við getum hugsan-
lega tekið afstöðu til þess sem SA
lagði á borðið fyrir okkur. Við höfum
verið að vinna í því í allan dag [í
gær] fram á kvöld og erum enn að,“
sagði Ragnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR. „Í sjálfu sér er ekki
komin endanleg niðurstaða um
hvernig við ætlum að bregðast við
þessu en það er það sem við erum að
ræða. Voða lítið hægt að segja á
þessu stigi.“
Iðnaðarmenn funda áfram
Iðnaðarmannafélögin funduðu
einnig með SA í gær og segir Krist-
ján Þórður Snæbjarnarson, formað-
ur Rafiðnaðarsambands Íslands, lít-
ið að frétta. Farið var yfir ákveðin
mál að sögn hans.
,,Þeir fóru yfir ýmsar hugmyndir
en það er ekkert mikið nýtt í þessu.
Það er verið að vinna í þessu og
ósköp lítið að segja. Við munum
funda á morgun [í dag] og aðeins
taka stöðuna aftur og sjá hvernig
landið liggur.“
Kona var handtekin um klukkan sex
í gærkvöldi í Breiðholti eftir að hún
ógnaði manni með hníf og hafði af
honum myndavél. Konan var hand-
tekin á staðnum og vistuð í fanga-
geymslu lögreglu. Stöðvarstjóri hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
sagði að yfirheyra ætti konuna síðar
í gærkvöldi en maðurinn sem varð
fyrir árásinni, Björn Ágúst Magnús-
son, sagði í samtali við mbl.is að
hann ætlaði að kæra árásarkonuna.
Björn var gangandi á leið heim til
sín þegar konan kallaði á eftir hon-
um. Hann sneri sér að henni og þá
reyndi hún að taka af honum mynda-
vél sem hann var með á sér.
„Hún togar í myndavélina mína og
vill taka hana. Ég vil það ekki og þá
dregur hún upp gulan dúkahníf og
setur hann nálægt hálsinum á mér
og segist ætla að skera mig ef ég
skilji myndavélina ekki eftir,“ segir
Björn og bætir við að hann hafi orðið
mjög skelkaður. Hann sleppti takinu
af myndavélinni og konan hafði sig á
brott, með vélina. Konan var hand-
tekin í nágrenninu.
Kona hótaði
að skera
mann á háls
Milljarður rís, árleg dansbylting UN Women
gegn kynbundnu ofbeldi, fór fram í Hörpunni í
gær.
Viðburðurinn í ár var sérstaklega veglegur í
tilefni af 30 ára starfsafmæli UN Women á Ís-
landi.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra
hleypti dansbyltingunni af stað áður en úrvalslið
íslenskra tónlistarmanna lék fyrir dansi.
Dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi í Hörpu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mikill fjöldi fólks mætti á viðburðinn Milljarður rís
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús
Guðmundsson, fyrrverandi stjórn-
endur Kaupþings banka, voru í gær-
sakfelldir fyrir fjárdrátt í Landsrétti
í Marple-málinu svokallaða. Hins
vegar var refsing yfir þeim í málinu
felld niður, en Magnús hafði fengið
18 mánaða dóm í héraði og Hreiðar
Már 12 mánuði.
Með fyrri dómum hefur Hreiðar
hlotið sex ára fangelsi fyrir fjár-
málabrot, en það er refsihámark
slíkra brota. Til viðbótar var honum
dæmdur hegningarauki í dómi hér-
aðsdóms í Marple-málinu. Magnús
hafði áður hlotið fjögurra ára og sex
mánaða dóm og bættist 18 mánaða
dómur héraðsdóms þar ofan á.
Landsréttur telur í dómi sínum að
þótt brot Hreiðars núna varði háa
fjárhæð sé málið fjarri því eins yf-
irgripsmikið og þau brot sem hann
hafi þegar verið fundinn sekur um og
sætt refsingu fyrir.
Landsréttur vísar í sömu rök varð-
andi niðurfellingu á refsingu Magn-
úsar, en hann var fundinn sekur um
hlutdeild í brotum Hreiðars Más.
Sýknuð af öllum ákæruliðum
Fjárfestirinn Skúli Þorvaldsson
var hins vegar sýknaður af öllum
kröfum ákæruvaldsins, en hann
hafði verið dæmdur í sex mánaða
fangelsi í héraðsdómi. Guðný Arna
Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármála-
stjóri bankans, var sýknuð, líkt og í
héraðsdómi. Landsréttur viðurkenn-
ir í dóminum skaðabótaskyldu bæði
Magnúsar og Hreiðars Más gagn-
vart Kaupþingi ehf. vegna tjóns sem
gat hlotist af háttsemi þeirra. Skaða-
bótaskyldu gegn Skúla og Guðnýju
er hins vegar vísað frá dómi þar sem
þau eru sýknuð.
Í ákæru sérstaks saksóknara voru
Hreiðar Már og Guðný Arna sögð
hafa skipulagt og framkvæmt fjár-
drátt og umboðssvik með því að hafa
fært um 8 milljarða úr sjóðum Kaup-
þings til félagsins Marple Holding
S.A. SPF. Félagið er skráð í Lúx-
emborg, en það er í eigu Skúla.
Engum gerð refsing
Dómur í Marple-málinu kveðinn upp í Landsrétti
Morgunblaðið/Hari
Í réttarsal Hreiðar Már og Hörður
Felix Harðarson verjandi hans.