Morgunblaðið - 15.02.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
Andrés Magnússon, fjölmiðla-rýnir Viðskiptablaðsins,
furðar sig í nýjasta pistli sínum á
því hve litla athygli
það vakti þegar
varaþingmaður
Pírata veittist að
blaðamanni Viljans
um liðna helgi. Pír-
atinn segist ekki
ætla að taka aftur
sæti á Alþingi
vegna atviksins, en
það breytir því ekki að Andrés
telur að atvikið hefði átt að kalla
á meiri viðbrögð.
Hann nefnir sérstaklega aðþað sé „fullkomlega óskilj-
anlegt að Blaðamannafélag Ís-
lands hefur ekki svo mikið sem
ræskt sig af þessu tilefni.
Auðvitað kallar þessi uppá-
koma á umfjöllun félagsins og
harðorða fordæmingu. Einfald-
lega af því að þarna var stjórn-
málamaður með ofstopa við
blaðamann. Þar skiptir í sjálfu
sér minnstu hverjir áttu í hlut.“
Andrés segir „erfitt að verjastþeirri hugsun að kannski það
hafi skipt máli. Dettur ein-
hverjum í hug að jafnlítið og jafn-
stutt hefði verið um það fjallað ef
einhver varaþingmaður Mið-
flokksins hefði verið að abbast
upp á blaðamann Stundarinnar á
barnum?“
Þetta er vissulega umhugs-unarvert. Getur verið að það
skipti máli um viðbrögð blaða-
manna og annarra hvaða stjórn-
málamenn eiga í hlut eða hverjir
verða fyrir atlögunum?
Það ætti ekki að skipta máli, enóneitanlega hlýtur sú hugsun
að læðast að þeim sem fylgjast
með umræðunni að það skipti ein-
mitt máli hverjir í hlut eiga.
Andrés
Magnússon
Málefnið
eða maðurinn?
STAKSTEINAR
Frekari rannsókn á örverumengun
hjá Ópal Sjávarfangi gefur tilefni til
að ætla að ekki hafi tekist að upp-
ræta listeríumengun í fyrirtækinu
og að fleiri afurðir kunni að vera
mengaðar af bakteríunni. Fyrir-
tækið hefur innkallað allar reyktar
afurðir sínar úr verslunum, í samráði
við Matvælastofnun. Er greint frá
þessu á vef stofnunarinnar.
Þá hefur Ópal Sjávarfang jafn-
framt stöðvað alla framleiðslu og
dreifingu á meðan unnið er að úrbót-
um. Er það gert undir eftirliti Mat-
vælastofnunar.
Bjóða fólki endurgreiðslu
Innköllunin nær til allra lotunúm-
era á reyktum afurðum, þ.e. birki-
reyktum, hangireyktum og heit-
reyktum afurðum, frá Ópal
Sjávarfangi sem eru á markaði. Síð-
ustu notkunardagar þessara mat-
væla eru í janúar, febrúar og mars.
Átt er við allan kaldreyktan lax, heit-
reyktan lax, reykta fjallableikju,
reyktan makríl og síld: bita, hálfflök,
flök, kubba, hnakka, sneiðar, áleggs-
lax, laxakurl.
Neytendum sem keypt hafa vör-
urnar er bent á að neyta þeira ekki
og hafa þess í stað samband við fyr-
irtækið um endurgreiðslu í síma 517-
6630 eða a netfangið opal@opal.is
Innköllun vegna listeríumengunar
Nær til allra lotunúmera á reyktum
afurðum frá Ópal Sjávarfangi
Morgunblaðið/Eggert
Lax Viðskiptavinir eru hvattir til að
hafa samband við fyrirtækið.
Aðalmeðferð í máli hjóna sem
grunuð eru um gróf kynferðisbrot
gegn dóttur sinni og stjúpdóttur
hófst í Héraðsdómi Reykjaness í
gær. Skýrslutaka yfir hjónunum
fór einnig fram auk þess sem sex
vitni komu fyrir dóminn.
Hjónin komu til héraðsdóms í
fylgd nokkurra lögreglumanna en
þau hafa undanfarið verið í varð-
haldi. Maðurinn hefur verið í varð-
haldi frá því málið kom upp í júlí,
en konan var á sama tíma hneppt í
tveggja vikna varðhald og sleppt
að því loknu.
Í október var ákæra gefin út á
hendur fólkinu og var þá konan
aftur hneppt í varðhald, en héraðs-
saksóknari taldi að ef brot hennar
væru jafn alvarleg og henni væri
gefið að sök myndi það valda
hneykslun og særa réttar-vitund
almennings gengi hún laus.
Játuðu brot sín að hluta
Við þingfestingu málsins í októ-
ber játuðu hjónin brot sín að
hluta, en sem fyrr segir eru þau
ákærð fyrir gróf kynferðisbrot
gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Í
ákæru málsins kemur jafnframt
fram að þau hafi framið brotin
meðan önnur dóttir horfði á. Þá
eru þau jafnframt ákærð fyrir að
hafa tekið upp brot sín gegn stúlk-
unni.
Auk þess er ákært fyrir vopna-
lagabrot og varðveislu efnis sem
sýnir börn á kynferðislegan hátt,
en samtals var um að ræða 807
ljósmyndir og 29 myndskeið.
Grunuð um gróf
kynferðisbrot
Aðalmeðferð hófst í gær í máli hjóna sem
brutu gegn dóttur sinni og stjúpdóttur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Héraðsdómur Lögreglumenn koma
með annan sakborninginn.
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
Flott hönnun, vandaður frágangur
Stórar lóðir
Frábært útsýni
Með eða án bílskúrs
Tilbúin hús fullbúin húsgögnum eða
Hús í byggingu
Einkaklúbbur á strönd
Frítt golf í 2-5 ár
Eign fyrir þá sem vilja það besta
Verð frá 74.700.000 Ikr.
(545.000 evrur, gengi 1evra/137Ikr.)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
GLÆSILEG EINBÝLISHÚS
Las Colinas
margverðlaunað sem eitt besta golfsvæðið á Spáni
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/