Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
Ško verðið!
rðið. Hlökkum til að sjá þig!
5
ár
a
áb
yr
gð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
ílu
m
H
E
K
LU
að
up
pf
yl
ltu
m
ák
væ
ðu
m
áb
yr
gð
ar
sk
ilm
ál
a.
Þ
á
er
að
fin
na
á
w
w
w
.h
ek
la
.is
/a
by
rg
d
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Komdu og prófaðu nýjan ŠKODA, þar sem gæðin leyna sér ekki frekar en góða ve
Verð nú 4.550.000 kr.
Škoda Karoq
Ambition / 1.6 TDI / Sjálfskiptur
Listaver
300.0
Afsláttu
ð: 4.850.000 kr.
00 kr.
r
Verð 4 980000
Škoda Superb Combi
Ambition / 2.0 TDI / Sjálfsk. / 17” álfelgur / Xenon/LED aðalljós
Listav
420
Afslá
nú . . kr.
erð: 5.400.000 kr.
.000 kr.
ttur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Árslaun framkvæmdastjóra bank-
anna þriggja í fyrra voru frá 33,3
milljónum. Þau voru hæst í Íslands-
banka eða tæplega 42 milljónir.
Þetta má ráða af ársskýrslum
bankanna. Fulltrúar Landsbankans
og Arion banka yfirfóru tölurnar en
starfsmaður Íslandsbanka hafði ekki
tök á að yfirfara tölurnar. Var hver
beðinn um að skoða sinn banka.
Tölurnar benda til að meðalmán-
aðarlaun framkvæmdastjóra hafi
verið lægst í Landsbankanum síð-
ustu ár. Þá eru laun bankastjóra af-
gerandi hærri í Íslandsbanka og
Arion banka en í Landsbankanum,
þrátt fyrir launahækkanir banka-
stjóra Landsbankans.
Breytingar hafa orðið á fjölda
framkvæmdastjóra hjá bönkunum.
Greiddur uppsagnarfrestur og aðrar
starfslokagreiðslur kunna að ýkja
launatölur þegar slíkar breytingar
verða. Þá kunna skipti á fram-
kvæmdastjórum að hafa slík áhrif.
Sérfræðingur á fjármálamarkaði
sagði launaþróun innan bankanna
vitna um að grunnlaun hefðu verið
hækkuð eftir að kaupaukar voru af-
lagðir. Launahækkanir bankastjóra
Landsbankans kynnu að skapa við-
mið fyrir framkvæmdastjóra bank-
ans. Launabilið hafi enda breikkað.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að launahækkun Lilju Bjarkar Ein-
arsdóttur, bankastjóra Landsbank-
ans, sumarið 2017 hefði verið hluti af
ráðningarsamningi hennar. Hún var
ráðin til bankans í mars 2017.
Lögum breytt fyrir ráðningu
Bankaráð Landsbankans auglýsti
eftir nýjum bankastjóra 10. desem-
ber 2016. Síðar í sama mánuði sam-
þykkti Alþingi breytingar á lögum
um kjararáð (2016/130) sem skyldu
taka gildi 1. júlí 2017. Með því varð
ljóst að það yrði bankaráðs að
ákvarða launin frá miðju ári 2017. Sú
varð og raunin með því að bankaráð
hækkaði launin í 3,25 milljónir 1. júlí
2017 og í 3,8 milljónir 1. apríl 2018.
Bankasýsla ríkisins óskaði á
þriðjudaginn var eftir upplýsingum
frá Íslandsbanka og Landsbanka um
launamál bankastjóra. Ekki náðist í
Jón Gunnar Jónsson, forstjóra
Bankasýslu ríkisins, í gær. Stofnun-
in fer með 98,2% eignarhlut í Lands-
bankanum og 100% hlut í Íslands-
banka fyrir hönd ríkissjóðs.
Lækkuðu með sparnaði
Fulltrúi Íslandsbanka greindi frá
því á mánudag að laun Birnu Einars-
dóttur, bankastjóra Íslandsbanka,
hefðu lækkað í 4,2 milljónir, eða um
14,1% milli ára. Lækkunin væri að
frumkvæði bankastjóra.
Þá fékkst upplýst í gær að launin
hefðu lækkað úr 4,89 milljónum í 4,2
milljónir, eða um umrædd 14,1%.
Samkvæmt lögum um tekjuskatt
má vinnuveitandi greiða allt að tvær
milljónir króna á ári í lífeyrissjóð,
sem mótframlag umfram umsamdar
prósentur. Bankastjóri Íslands-
banka mun hafa nýtt sér þann
möguleika með því að lækka laun sín
að hluta og fá þá lækkun í séreign
innan áðurnefnda marka. Birna var
með 4,89 millj. í föst mánaðarlaun í
fyrra en flutti af því 142.450 kr. á
mánuði í séreign sem skýrir lægri
föst árslaun í ársreikningi, en þar
eru mótframlög tilgreind í heild.
Með milljón meira á mánuði
Við þau bætast kaupauki og bif-
reiðahlunnindi. Með áðurnefndum
breytingum fara heildarstarfskjör
bankastjórans úr 63,5 milljónum
2018 í 57,5 milljónir í ár, eða úr 5,3
milljónum á mánuði í 4,8 milljónir.
Það er 9,4% lækkun milli ára.
Með því hefur bankastjóri Ís-
landsbanka um einni milljón króna
meira í heildarlaun á mánuði en
bankastjóri Landsbankans. Þannig
fær bankastjóri Landsbankans 3,8
milljónir á mánuði að meðtöldum
bifreiðahlunnindum. Kaupaukar eru
ekki greiddir bankastjóranum.
Birna fékk 22,7 milljónir í kaup-
aukagreiðslur árin 2016-2018 en þá
var bankinn kominn í ríkiseigu.
Birna fær 4,7 milljónir til viðbótar í
kaupauka í ár en það eru eftir-
stöðvar fyrri samninga.
Segir í ársreikningi 2018 að kaup-
auki var aflagður frá og með 1. jan-
úar 2017 að beiðni Bankasýslu ríkis-
ins. Því séu „kaupaukagreiðslur
fyrir árin 2017, 2018 og 2019 eftir-
stöðvar af áunnum kaupauka fyrir
þann tíma, þ.e. fyrir árið 2017, í sam-
ræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins
um frestun greiðslu á 40% kaupauka
um að lágmarki þrjú ár.
Lægstu launin í Landsbankanum
Landsbanki Íslands hefur greitt stjórnendum lægri laun en hinir bankarnir Framkvæmda-
stjórar Arion banka og Íslandsbanka höfðu lengi hærri laun en bankastjóri Landsbankans
Laun stjórnenda bankanna 2009 til 2018
Meðal-mánaðarlaun fram-
kvæmdastjóra og bankastjóra
Íslandsbanki: Framkvæmdastjóri Bankastjóri
Arion banki: Framkvæmdastjóri Bankastjóri
Landsbankinn: Framkvæmdastjóri Bankastjóri
2016 2017 2018 2019
Íslandsbanki 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Laun til framkvæmdastjóra 114,0 147,1 145,2 171,7 198,9 221,1 250,4 284,6 331,5 250,3
Fjöldi framkvæmdastjóra 6 7 7 7 7 8 8 8 8 6
Meðallaun framkvæmdastjóra 19,0 21,0 20,7 24,5 28,4 27,6 31,3 35,6 41,4 41,7
Meðal-mánaðarlaun framkvæmdastjóra 1,583 1,751 1,729 2,044 2,368 2,303 2,608 2,965 3,453 3,476
Laun bankastjóra* 24,1 31,6 29,7 31,5 40,0 43,4 50,9 60,7 58,0 63,5
Mánaðarlaun bankastjóra 2,008 2,633 2,475 2,625 3,333 3,617 4,242 5,058 4,833 5,292
*Bifreiðahlunnindi eru meðtalin í launum bankastjóra 2016-2018.
Arion banki 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Laun til framkvæmdastjóra 80,1 109,9 210,2 227,6 219,9 251,5 281,1 292,9 329,8 312,4
Fjöldi framkvæmdastjóra 5 5 9 9 9 9 9 9 9 8
Meðallaun framkvæmdastjóra 16,0 22,0 23,4 25,3 24,4 27,9 31,2 32,6 36,6 39,8
Meðal-mánaðarlaun framkvæmdastjóra 1,335 1,832 1,946 2,107 2,036 2,329 2,603 2,713 3,054 3,315
Laun bankastjóra** 21,0 20,0 37,1 44,5 50,7 58,5 63,1 65,4 71,2 74,7
Mánaðarlaun bankastjóra 1,750 2,857 3,092 3,708 4,225 4,875 5,258 5,442 5,933 6,225
**Leiðrétt er fyrir 10m kr eingreiðslu. Laun 2010 eru fyrir 7 mánaða tímabil. Nýr bankastjóri tekur við um mitt ár.
Landsbankinn 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Laun til framkvæmdastjóra 102,1 144,0 168,0 134,6 191,0 212,9 190,9 183,6 205,5 199,6
Fjöldi framkvæmdastjóra 7 8 8 7 7 7 7 6 7 6
Meðallaun framkvæmdastjóra 14,6 18,0 21,0 19,2 27,3 30,4 27,3 30,6 29,4 33,3
Meðal-mánaðarlaun framkvæmdastjóra 1,215 1,500 1,750 1,602 2,274 2,535 2,273 2,550 2,446 2,772
Laun bankastjóra*** 17,5 7,9 13,9 14,2 22,2 20,6 19,0 24,5 34,1 44,0
Mánaðarlaun bankastjóra 1,462 1,129 1,158 1,183 1,850 1,717 1,583 2,042 2,842 3,667
***Laun 2010 eru fyrir 7 mánaða tímabil.
7
6
5
4
3
2
1
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Meðal-mánaðarlaun, m. kr.
Heildar-mánaðarlaun, m. kr.
Upphæðir eru í m. kr. (tölur eru rúnaðar af)
2016 2017 2018
2019
(áætlun)
Breyting
2016-2018
Breyting
2016-2019
Árslaun 49.149.100 46.315.600 56.970.600 50.400.000 15,91% 2,55%
Bifreiðahlunnindi 2.429.241 2.027.138 2.659.617 2.415.276 9,48% -0,57%
Kaupauki 9.057.204 9.709.352 3.924.764 4.700.000 -56,67% -48,11%
Samtals 60.635.545 58.052.090 63.554.981 57.515.276 4,81% -5,15%
Mánaðarlaun 5.052.962 4.837.674 5.296.248 4.792.940
Heildarlaun bankastjóra Íslandsbanka 2016-2019
5,1 4,8 5,3 4,8
Heimild: ársskýrslur bankanna
Heimild: ársskýrslur bankanna
Heimild: Íslandsbanki