Morgunblaðið - 15.02.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ég er alltaf með eitthvaðskemmtilegt á prjón-unun,“ segir RagnheiðurSjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Hefur á þess vegum tekið á móti fjölda erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og kynna sér íslenska ull, prjónaskap og menninguna sem fylgir. Starfsemi fyrirtækis Ragnheið- ar hefur spurst vel úr. Eftir starf í áratug skipta þeir þúsundum, ferða- mennirnir sem hún hefur sinnt. „Ég hef aðallega markaðssett mig og mitt í enskumælandi löndum. Byrj- aði í Bretlandi en Bandaríkjamenn- irnir hafa svo komið sterkir inn,“ segir Ragnheiður sem kennir fólki að nýta íslensku ullina í handverk, hvort sem það er að prjóna, þæfa eða sauma út. Möguleikarnir eru margir. „Fyrir nokkrum dögum prjón- aði ég dúk sem verður til sýnis fyrir nemendur í skóla Heimilisiðnaðar- félags Íslands. Svo sérðu hér líka lítil tröll úr flóka, fígúrur sem dregnar eru upp við ýmis tækifæri. Þegar útlendingar koma til mín segi ég þeim gjarnan frá tröllum, þess- um þjóðlegu forynjum, og þeir eru jafnan áhugasamir um þessa menn- ingu sem tengja má við svo margt,“ segir Ragnheiður og dregur fram bókina Íslenskt vættatal. Þar er margan fróðleik að vinna og efni bókarinnar hefur oft gefið ullarfólk- inu sem kemur til Ragnheiðar anda- gift til að vinna út frá. Stærðfræðin nátengd prjónaskap Handavinnuáhugann segir Ragnheiður hafa vaknað snemma. „Ég er alin upp norður á Sauð- árkróki og var mikið hjá ömmu minni sem hafði alltaf nægan tíma fyrir mig. Sex ára gömul prjónaði ég undir hennar leiðsögn trefil á dúkkuna mína. Þar með var ég komin upp á lagið í listinni og prjón- aði næst peysu á sjálfa mig. Reynd- ar held ég að hún amma mín bless- unin hafi gert mest en sjálf eignaði ég mér heiðurinn af öllu,“ segir Ragnheiður sem flutti árið 1981, þá nýútskrifuð frá Kennaraháskóla Ís- lands, í Borgarnes og bjó þar lengi. Fyrsta kastið sinnti hún þar textíl- mennt, en fór síðar að kenna fötl- uðum börnum og svo stærðfræði. „Teikningin og handavinna hentuðu vel í sérkennslunni; börnin höfðu sum ekki tök á að tjá sig öðru vísi en með höndunum. Svo fannst mér óskaplega gaman að kenna stærðfræði sem er nátengd prjóna- skap, þar sem maður er alltaf að reikna úrtökur, útaukningar, lengd- ir, víddir, síddir og hlutföll.“ Erlendir ferðamenn sem koma í Culture and Craft mæta jafnan á sínum forsendum, enda misjafnt að hverju þeir leita. Gjarnan mæta þeir eftir að hafa kynnst starfsem- inni á Facebook eða í gegnum Google. Aðrir setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem greiða þeim leiðina áfram, séróskum sam- kvæmt. Stundum koma meira að segja farþegar af skemmtiferða- skipunum sem eru kannski sólar- hring í höfn í Reykjavík og þá notar fólk tímann til að leita ullar á Ís- landinu góða. Ullarferðir um landið „Ég er með námskeiðin hér í Mosfellsbænum í þeim húsakynnum sem henta hverju sinni. Stundum eru þetta bara stutt námskeið sem eru hálfur eða heill dagur, en í öðr- um tilvikum erum við kannski með heila lopapeysu undir og slíkur prjónaskapur tekur alltaf sinn tíma. En svo eru teknar lengri rispur út á land og farið í ferðalög sem taka kannski fjóra til sjö daga. Er þá höfð viðkoma á ýmsum stöðum sem tengjast ull og handvinnu, svo sem á Þingborg í Flóa þar sem sunn- lenskar handverkskonur þæfa, spinna og vinna. Sambærileg starf- semi er í Ullarselinu á Hvanneyri og svona gæti ég haldið áfram. Ullin er uppspretta svo margs í menn- ingu þjóðarinnar; enda bæði með þel og tog og heldur hita alveg út í hið óendanlega,“ segir Ragnheiður Sjöfn að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flókatröll Margt má búa til úr ullinni, svo sem þessar fígúrur. Ljósmynd/Úr einkasafni Ferðamenn Prjónakonur á góðri stundu úti í grænni náttúnni. Ljósmynd/Úr einkasafn Ull Margt má skemmilegt vinna úr ullinni og iðjan er ánægjan. Ullin er óendanleg uppspretta Þel og tog. Bandaríkja- menn flykkjast til lands- ins í ullarferðir. Prjónað, þæft og saumað út. Möguleikarnir eru margir, segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir hjá Culture and Craft. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lopapeysa Hér er Ragnheiður Sjöfn búin að fitja upp á bol peysunnar. Svona flíkur eru frábærar og halda hita á fólki úti í það óendanlega. Sveitarfélagið Borgarbyggð, í sam- starfi við fyrirtæki og félög í héraði, hefur ákveðið að afhenda hér eftir for- eldrum nýbura svokallaðan barna- pakka Borgarbyggðar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri segir það vera fagnaðarefni í hverju samfélagi þegar nýtt barn komi í heiminn. Hver fæðing og hver nýr einstaklingur sé krafta- verk út af fyrir sig. Nú á miðvikudag var fyrsti pakkinn afhentur við athöfn á heilsugæslu- stöðinni í Borgarnesi. Þar var þá drengur, sem fæddist 2. janúar síðast- liðinn, nýbúinn að fara í sex vikna skoðun með foreldrum sínum, Ást- rúnu Kolbeinsdóttur og Arnóri Erni Einarssyni Borgarnesingum. Hér eftir fá allir nýbakaðir foreldrar í Borgar- byggð barnapakka afhentan á heilsu- gæslustöðinni. Sveitarfélagið fékk nokkur fyrirtæki og félagasamtök með sér í lið við að fylla á barnapakka sem foreldrar fá af- henta. Pakkann styrkja Kaupfélag Borgfirðinga, Samkaup / Nettó, Lyfja, Borgarbyggð og heldri borgarar með prjónavarningi. Pakkarnir eru poki, saumaðir í Öldunni sem er verndaður vinnustaðar í Brákarey. Þar er jafn- framt ýmislegt fleira framleitt í pakk- ann jafnframt því sem Öldufólk sér um að pökkunum sé komið til heilsugæsl- unnar þar sem þeir verða afhentir. „Vonandi nær þessi hugmynd að flytja foreldrum nýfædds barns þann hug sem að baki gjöfinni liggur. Þá er tilganginum náð,“ sagði Gunnlaugur. Fyrsti barnapakkinn afhentur í Borgarbyggð Fagnaðarefni og kraftaverk Barnapakki Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri með nýbökuðum foreldrum, Ástrúnu Kolbeinsdóttur og Arnóri Erni Einarssyni og syni þeirra. Tilnefningarnefnd auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar Tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf. er skipuð í samræmi við leið- beiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja. Meginhlutverk hennar er að vera ráðgefandi við kosningu stjórnarmanna. Eik fasteignafélag hf. Álfheimum 74, 104 Reykjavík www.eik.is Nefndin skal fyrir hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá leggja fram rökstudda tillögu um kosningu stjórnarmanna Eikar fasteignafélags hf., þar sem m.a. er horft til hæfni, reynslu og þekkingar, m.a. með tilliti til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja. Nefndin auglýsir hér með eftir tillögum hluthafa að frambjóðendum til stjórnarkjörs sem og framboðum annarra til stjórnar Eikar fasteignafélags hf. vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður 10. apríl 2019. Ástæða þess að kallað er eftir tillögum innan 10 vikna frests fyrir aðalfund, sem mælt er fyrir um í starfsreglum tilnefningarnefndar, er að kjör nefndarinnar fór ekki fram á hluthafafundi 12. desember 2018 líkt og til stóð. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á heimasíðu félagsins á slóðinni https://www.eik.is/fjarfestar/hluthafar/. Tillögur hluthafa og framboð skulu send á netfangið: tilnefningarnefnd@eik.is eða í lokuðu umslagi á skrifstofu Eikar fasteignafélags hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík, eigi síðar en 28. febrúar 2019. Nefndin mun ekki leggja mat á tillögur eða framboð sem berast eftir framangreint tímamark. Í samræmi við grein 3.3 í starfsreglum nefndarinnar skulu tillögur hennar kynntar í fundarboði aðalfundar og vera aðgengilegar hluthöfum á vefsíðu félagsins eins fljótt og kostur er, en a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðanda til þess að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að 7 sólarhringum fyrir aðalfund í samræmi við 3. mgr. 20. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 15. febrúar 2019 Eik fasteignafélag hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.