Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 14

Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aukinn kraftur hefur verið settur í loðnuleit, en á meðan beðið er frétta af loðnunni hefur tugur íslenskra uppsjávarskipa verið við kolmunna- veiðar rétt utan landhelgislínu vest- ur af Írlandi. Fyrir íslenskar út- gerðir er um langan veg að fara á miðin við Írland, t.d. tæplega hátt í 800 mílur og þrír sólarhringar frá Vopnafirði, og vetrarveðrið hefur verið rysjótt undanfarið. Kolmunn- inn er að byrja að hrygna, en hrygningin er að mestu í mars og apríl. Að henni lokinni heldur hann í ætisleit norður á bóginn og er víða að finna þar til hann heldur suður á ný. Heldur sig mikið miðsjávar Kolmunni er af ætt þorskfiska, meðallengdin er þó ekki nema um 30 sentimetrar og þyngdin yfirleitt 150-250 grömm. Lifrin þykir stór miðað við stærð fisksins, kvarnir eru stórar eins og í þorski og holdið er hvítara en í makríl og síld. Hann heldur sig mikið miðsjávar og veiðist t.d. núna í nokkuð afmörk- uðum torfum á um 300-500 metra dýpi við Írland. Eigi að síður eru veiðarnar yfirleitt flokkaður með veiðum á uppsjávartegundum hér- lendis, en annars staðar er líka tal- að um miðsjávarveiðar. Ekki er mikið unnið af kolmunna til manneldis ólíkt t.d. síld, makríl og loðnu og fer að hann að lang- mestu leyti í fiskimjöl og lýsi. Mjöl- ið hefur að stórum hluta síðustu ár verið selt í fóður í laxeldi í Noregi. Eitthvað er þó um að fiskurinn sé frystur eða þurrkaður til manneldis og margvíslegar tilraunir hafa verið gerðar til að auka vinnsluna. Ástæðulaust að kvarta Áætlað hefur verið að fyrir um 100 þúsund tonn af kolmunna upp úr sjó hafi fengist um fjórir millj- arðar króna í fyrra. Undanfarið mun ágætt verð hafa fengist fyrir mjöl úr kolmunna. „Ástæðulaust að kvarta,“ sagði útgerðarmaður sem rætt var við í gær. Síðustu daga hefur afli verið að glæðast vestur af Írlandi. Fjöldi skipa er þar á kolmunnaveiðum og má nefna skip frá Íslandi, Rúss- landi, Færeyjum, Hollandi, Noregi og Danmörku. Auk skipafjöldans hefur veður og sjólag truflað veiðar, en ef stund gefst til að kasta hafa gjarnan fengist um 200 tonn í klukkutíma holi. Skipin eru ýmist innan lögsögu- marka við Írland eða á alþjóðlegu hafsvæði fyrir utan. Engir heildar- samningar eru um veiðar á kol- munna og hafa Íslendingar verið við veiðar í alþjóðasjó á þessum slóð- um. Minnkandi stofn Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að kol- munnaaflinn í ár fari ekki yfir 1.144 þúsund tonn og er það 18% lækkun frá 2018. Afli síðustu ára hefur verið talsvert umfram ráðgjöf ICES. Frá árinu 2011 hefur veiðidánartala kol- munna hækkað og hefur frá árinu 2014 verið yfir þeim fiskveiðidauða sem gefur hámarksafrakstur til lengri tíma litið. Hrygningarstofn- inn hefur minnkað frá árinu 2017 en er enn vel ofan við aðgerðamörk. Árgangar 2016 og 2017 eru metn- ir undir meðallagi en árgangar 2013–2015 voru stórir. Stofninn mun því líklega minnka næstu árin þegar árgangar 2016 og 2017 koma að fullu inn í veiðistofninn, að því er segir í upplýsingum með ráðgjöf um veiðar þessa árs. Ekki samningar við Færeyinga Sjávarútvegsráðherra hefur til- kynnt að aflaheimildir Íslendinga í kolmunna í ár verði 241 þúsund tonn. Í fyrra veiddu íslensk skip tæp- lega 293 þúsund tonn, rúmlega 31 þúsund tonn í íslenskri lögsögu og svipað magn á alþjóðlegu hafsvæði, en tæplega 230 þúsund í færeyskri lögsögu. Veiðarnar við Færeyjar eru stundaðar bæði bæði vor og haust, en nú eru engir fiskveiði- samningar í gildi við Færeyinga. Sækja kolmunna um langan veg  Fjöldi skipa frá mörgum löndum að veiðum við Írland  Þorskfiskur sem þó fer að mestu leyti í mjöl  Veiðar umfram ráðgjöf síðustu ár og stofninn gefur eftir  Í ætisleit norður á bóginn eftir hrygningu Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Á kolmunna Um borð í Víkingi AK í færeyskri lögsögu fyrir tveimur árum, en skipið var í gær vestur af Írlandi. Útbreiðsla kolmunna Útbreiðslusvæði kolmunna Hrygningarstöðvar Göngur kolmunna á vorin Skip frá Íslandi, Rússlandi, Færeyjum, Hollandi, Noregi og Danmörku eru nú á kolmunna- veiðum vestur af Írlandi Rockall- banki Noregshaf Barentshaf Porcupine-banki ÍSLAND ÍRLAND NOREGUR JAN MAYEN GRÆNLAND FÆREYJAR Aðalhrygningarstöðvar kol- munna eru með landgrunns- brúninni og við úthafsbankana vestan og norðvestan Bret- landseyja, allt norður undir fær- eyska land- grunnið. Anna Heiða Ólafs- dóttir, fiski- fræðingur á Hafrann- sóknastofn- un, segir að nýlega hafi komið fram kenningar danskra vís- indamanna um hvar kolmunni hrygni hverju sinni með nokk- urra mánaða fyrirvara. Helstu hrygningarsvæðin hafi annars vegar verið á Porcupine Bank vestur af Írlandi og hins vegar á Rockall-banka norð- vestur af Írlandi. Með mati á umhverfisaðstæðum hafi þeim tekist að spá fyrir um það í fyrravetur hvar aðalhrygningar- stöðvar kolmunnans yrðu. Hún segir að spennandi verði að sjá hvort spár dönsku vís- indamannanna fyrir þetta ár gangi einnig eftir. Þeir beiti ný- stárlegum aðferðum og hugsan- lega geti spálíkön þeirra nýst við rannsóknir á vistfræði í framtíðinni og til að skilja hvernig umhverfisbreytingar hafi áhrif á hrygningarsvæði kolmunna. Anna Heiða segir að á sumrin sé þéttleiki kolmunna mikill í Noregshafi og mun meiri heldur en í íslenskri lögsögu fyrir suð- austan og austan land. Fiskur- inn fari talsvert norðarlega, en haldi sig í Atlantssjónum frekar en í Pólar-sjónum norður af Ís- landi. Hún segir að í haustralli Hafrannsóknastofnunar komi alltaf eitthvað af kolmunna, en ekki sé talið að hrygning fari fram í lögsögunni. Kolmunni heldur sig mest- megnis í sjó yfir fimm gráðum og er mikilvæg fæða fyrir ýmsa bolfiska, sérstaklega þorsk og ufsa. Helstu fæðutegundir kol- munna eru hins vegar ljósáta, loðna og marflær. Spennandi kenningar RANNSÓKNIR Á KOLMUNNA Anna Heiða Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.