Morgunblaðið - 15.02.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.02.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðruð barnastígvél fyrir veturinn 15. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.57 121.15 120.86 Sterlingspund 155.39 156.15 155.77 Kanadadalur 91.08 91.62 91.35 Dönsk króna 18.277 18.383 18.33 Norsk króna 13.964 14.046 14.005 Sænsk króna 13.084 13.16 13.122 Svissn. franki 119.83 120.49 120.16 Japanskt jen 1.0886 1.095 1.0918 SDR 167.37 168.37 167.87 Evra 136.42 137.18 136.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.6378 Hrávöruverð Gull 1311.15 ($/únsa) Ál 1839.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.7 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Valitor, dóttur- félag Arion banka, tapaði 1,9 milljörðum króna á árinu 2018 í samanburði við 900 milljóna króna hagnað árið 2017. Heildarvelta Valitors nam 21,4 milljörðum króna árið 2018 og nettótekjur námu 9,4 milljörðum króna sem er 25% aukning frá árinu á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir einnig að síðasta ár hafi ein- kennst af miklum fjárfestingum Valitors í vöruþróun og markaðssókn en þar ber hæst alrásarlausn félagsins. Á meðal nýrra viðskiptavina fyrirtækisins er t.a.m. danska skófyrirtækið Ecco þar sem Valitor þjónar 200 skóverslunum fyrirtækisins í Evrópu þegar innleiðingu verður lokið, auk tveggja stórra versl- anakeðja á Írlandi og í Bretlandi. Tap Valitors nam 1,9 milljörðum króna 2018 Tap Valitor tapaði 1,9 milljörðum króna. STUTT Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ríkislögmaður hefur boðið einstaklingi, sem sætti símhlerunum eftir skýrslutöku hjá lög- reglu, fimm hundruð þúsund krónur í miska- bætur auk greiðslu vegna lögfræðikostnaðar. Þetta kemur fram nýlegu bréfi frá ríkislög- manni sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Í bréfinu, þar sem búið er að strika yfir nafn þess aðila sem um ræðir, auk þess sem ekki sést um hvaða mál er að ræða, er vísað til ný- legs bréfs lögmanns viðkomandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hér um að ræða aðila sem tekinn var höndum af lögreglu, og var talinn tengjast einhverjum af hinum svo- kölluðu „hrunmálum“. Hlustun braut á rétti Í bréfinu er sagt að rétt væri að símtöl við- komandi úr og í tiltekin símanúmer hafi verið hlustuð og hljóðrituð á grundvelli dómsúr- skurðar. Var það vegna rannsókna á nokkrum málum sem þá höfðu verið kærð til lögreglu. „Þá er rétt“ að á því tímabili hafi einnig verið tekin skýrsla af viðkomandi vegna rannsóknar málanna, segir meðal annars í bréfinu. Þá seg- ir einnig að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin, þ.e. að hlusta á símtöl manna skömmu eftir að þeir hafi gefið skýrslu hjá lögreglu sem sakborningar, brjóti á rétti manna til réttlátrar málsmerðferðar. Hlutlæg bótaskylda Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður seg- ir í samtali við Morgunblaðið að í sakamála- rannsóknum sé ákveðinn flokkur sem kallast þvingunarráðstafanir, en þar er um að ræða aðgerðir eins og handtöku, gæsluvarðhald, húsleit, farbann og hlerun. „Frá árinu 2008 hefur reglan verið skýr, að bótaskylda vegna svona mála er hlutlæg ef viðkomandi hefur ekki stuðlað að aðgerðum gegn sér,“ segir Ein- ar Karl. Hann segir að reynt sé að semja um bætur þegar það á við, en embættið bregðist þó ein- ungis við ef bótakrafa er gerð, eins og í tilvik- inu sem sagt er frá í þessari frétt. Þá segir Einar að lögbundin gjafsókn sé í málum er varða þvingunaraðgerðir, og nokkuð sé því um að slíkum málum sé skotið til dómstóla. Hann segir að hjá embættinu sé fjöldi mála í þessum flokki. Leitað sé leiða til að einfalda málin. „Í Danmörku hafa menn t.d. komið sér upp eins konar gjaldskrá.“ Hann bætir við að við ákvörðun bóta- greiðslna hér á landi sé miðað við hliðstæða hæstaréttardóma m.a., en matið sé alltaf bundið við einstök tilvik. Hann segir flesta bregðast vel við boði emb- ættisins um miskabætur, en ef mikið ber á milli sé hægt að fara með málið fyrir dóm. Aðspurður segir Einar að mál vegna hler- unar í hrunmálum séu ekki mörg. „Grundvall- aratriði um bætur í þessum málaflokki er að þær eru háðar því skilyrði að viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómi, eða málið fellt nið- ur.“ Hleruðum boðnar 500 þús- und krónur í miskabætur  Tengist nokkrum hrunmálum  Hlerað í kjölfar handtöku og yfirheyrslu Hleranir » Mörg mál er varða bætur vegna þving- unaraðgerða eru á borði ríkislögmanns. » Aðilinn í fréttinni var yfirheyrður af lög- reglu, og hleraður í kjölfarið. » Hlustun á símtöl manna skömmu eftir að þeir hafa gefið skýrslu hjá lögreglu sem sak- borningar, brjóta á rétti manna til réttlátrar málsmeðferðar. Morgunblaðið/Golli Bætur Ríkislögmaður hefur boðið einstaklingi sem sætti hlerunum miskabætur upp á 500 þúsund. Heildarhagnaður Heimavalla nam 47,8 milljónum króna á árinu 2018 í samanburði við 2,7 milljarða króna hagnað árið á undan. Matsbreyting eignasafnsins nam 111 milljónum króna á árinu 2018 í samanburði við 3,7 milljarða króna árið 2017. Leigu- tekjur á árinu 2018 námu 3,7 millj- örðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið 2017 og hækka því um 19%. Heildarfjöldi íbúða fé- lagsins í árslok 2018 var 1.893 og fækkar þeim um 76, eða um 4%. Sé litið til fjórða ársfjórðungs nam heildarhagnaður félagsins 84 millj- ónum króna, leigutekjur námu 924,7 milljónum króna og hreinar leigu- tekjur voru 692,4 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam 18,8 millj- örðum króna í árslok miðað við 17,6 milljarða króna í árslok 2017. Eign- irnar námu 56,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall félagsins var 33%. Vaxtaberandi skuldir voru 34,7 millj- arðar króna. „Við erum að sjá miklar og góðar breytingar á rekstri félags- ins á árinu 2018. Tekjur félagsins vaxa um 19% á milli á ára á sama tíma og fjöldi íbúða í rekstri fækkar nokkuð,“ segir Guðbrandur Sigurðs- son í tilkynningu. „Endurskipulagn- ing á eignasafni félagsins hefur gengið töluvert betur en við gerðum ráð fyrir í upphafi síðasta árs. Sam- tals seldi félagið 210 íbúðir fyrir 6,2 milljarða króna og það sem af er árinu 2019 er félagið búið að sam- þykkja kauptilboð og selja fasteignir fyrir 2,8 milljarða króna. Þessi eignasala mun skila félaginu sterkri lausafjárstöðu þegar líður á árið 2019.“ Morgunblaðið/Eggert Leigufélag Hagnaður Heimavalla nam 48 milljónum árið 2018. 48 milljóna hagn- aður Heimavalla  Leigutekjur á árinu námu 3,7 milljörðum króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.