Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 23
Við systurnar og Karólína vor-
um frænkur og ólumst upp á
Hagamel 10 sem feður okkar
höfðu látið byggja. Þeir voru við-
skiptafélagar í um 20 ár og fetuðu
þá í fótspor feðra sinna sem ráku
ásamt bróður sínum Skóverslun
Lárusar G. Lúðvígssonar, verslun
sem faðir þeirra stofnaði.
Áberandi var í Lárusarættinni
hversu margir voru búnir listræn-
um hæfileikum og áttu létt með að
læra tungumál. Þessum hæfileik-
um var Karólína ríkulega gædd.
Áhugi hennar á myndlist kom
snemma í ljós. Móðir okkar hafði
orð á því að Karólína hefði alltaf
haft blað og blýant meðferðis þeg-
ar hún kom upp til okkar, alveg
frá því hún var lítil stelpa.
Eitt sinn þegar Karólína og
Anna voru saman í Hamborg, þá
unglingar, sá Karólína í lystigarði
tré sem hún varð að teikna þótt
hún þyrfti að notast við blað úr lít-
illi minnisbók og augabrúna-
blýant.
Á árunum sem hún var gift
Clive og börnin voru ung fluttu
þau oft og þá kom í ljós að fjarri
fór því að hæfileikar hennar væru
bundnir við myndlistina heldur
var hún snillingur í að búa fjöl-
skyldunni fallegt heimili og taldi
þá ekki eftir sér að ganga í störf
hinna ýmsu iðnaðarmanna. Hún
var líka listakokkur og var gaman
að sitja í eldhúsinu hjá henni þeg-
ar hún matbjó. Hún hélt uppi
skemmtilegum samræðum á með-
an hún skutlaði steikinni í ofninn
og meðlætinu í pottana og fyrr en
varði var komin dýrindis máltíð á
borðið.
Þrátt fyrir að hafa búið í Eng-
landi stóran hluta af starfsævi
sinni sótti hún myndefni sitt aðal-
lega til Íslands, bæði í íslenska
náttúru og mannlífið, eins og á
Hótel Borg, þar sem hún hljóp
upp alla stigana þegar hún heim-
sótti ömmu sína. Kom hún þá
auga á ýmislegt á þessu stóra hót-
eli sem þeir sáu ekki sem fóru í
lyftunni.
Karólína hlaut margs konar
verðlaun og viðurkenningar er-
lendis. Því vakti það furðu margra
hvað listastofnanir á Íslandi
sýndu henni mikið fálæti. Meðal
þeirra sem undruðust var H.N.
Eccleston OBE, fyrrverandi for-
seti Royal Society of Painter –
Printmakers, sem í bréfi til Lista-
safns Íslands vakti athygli á þeirri
einkennilegu yfirsjón að hafa ekki
keypt grafíkverk eftir íslenskar
listakonur sem þá höfðu skömmu
áður hlotið virt verðlaun á alþjóð-
legum sýningum, Ingunn Eydal í
Rússlandi og Karólína á Ítalíu.
Greinilegt er að íslenskir listunn-
endur deildu ekki þessu fálæti
heldur kunnu vel að meta list
hennar og prýða verk hennar
fjöldamörg heimili á Íslandi.
Glaðværð og fjör voru eigin-
leikar sem einkenndu Karólínu
alla tíð. Hún var örlát og þeir eru
ófáir sem nutu gistivináttu henn-
ar og gestrisni enda átti hún
marga trygga vini.
Eftir að Karólína missti Fred
kom hún alkomin heim til Íslands.
Þegar hún veiktist og fluttist á
hjúkrunarheimilið Sóltún héldu
vinir hennar áfram að njóta
glettni hennar og fundu að hún
fylgdist vel með því sem gerðist í
lífi þeirra. Starfsfólkið á Sóltúni
annaðist hana af stakri um-
hyggjusemi og eignaðist vináttu
hennar.
Við systurnar og fjölskyldur
okkar vottum Stephen og Sam-
önthu og þeirra fjölskyldum okk-
ar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Karólínu
Lárusdóttur.
Sigríður og Anna.
Fleiri minningargreinar
um Karólínu Lárusdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
öðrum. Fyrst og fremst er það
þó þakklæti fyrir að hafa átt
þig að. Við vitum að nú eruð
þið afi í blómabrekkunni og við
biðjum fyrir bestu kveðjur til
hans.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Tinna Rut, Alex Már
og Bryndís Rut.
Þegar ég fékk fréttina um að
amma væri orðin veik og við
urðum að drífa okkur á Sigló
vissi ég ekki hvernig mér ætti
að líða. Ég vissi að hún myndi
fara á betri stað og líða mun
betur þar með afa en ég vissi
að sjálfur var ég ekki tilbúinn
að kveðja hana. Á leiðinni á
Sigló hugsað ég með eftirsjá
um að hafa ekki farið mun oftar
í heimsókn. Ég vildi bara hitta
hana einu sinni enn og segja
henni hvað mér þætti vænt um
hana og hvað ég væri þakklátur
fyrir allt sem hún hefði gert
fyrir mig. Eftir að við kvöddum
hana fórum við í herbergið
hennar að pakka niður dótinu
hennar og þá upplifði ég tóm-
leika. Að hugsa sér að fara
framhjá sjúkrahúsinu og
stoppa ekki hjá henni og fara í
heimsókn fannst mér mjög
skrítið og það mun vera þannig
í langan tíma.
Það eru svo margar minn-
ingar um hana ömmu sem ég
myndi gera nánast allt til að
endurupplifa. Ég veit að það
mun því miður aldrei gerast, ég
mun þó aldrei gleyma þeim og
ég mun segja börnunum mínum
frá öllum þessum frábæru
minningum í framtíðinni.
Síðustu daga eru þessar minn-
ingar það eina sem ég er búinn
að vera að hugsa um. Ein uppá-
haldsminningin mín um hana
ömmu er þegar að hún og afi
bjuggu enn á Eyrarflötinni og
ég, mamma og pabbi ákváðum
að fara í helgarferð á Sigló og
gistum við hjá þeim. Þetta var
um mitt sumar og það var
glampandi sól og stafalogn.
Ég, afi og pabbi fórum út í
garð í fótbolta meðan að amma
og mamma horfðu á. Eftir smá
tíma fórum við inn og fengum
heimsfrægu ástarpungana og
kleinurnar hennar ömmu. Svo
héldum við aftur af stað í fót-
bolta, amma og mamma lágu á
meðan í sólbaði alveg fram að
kvöldmat. Þá var pöntuð pitsa
frá torginu. Eftir það komum
við okkur fyrir í sófanum og
horfðum öll saman á eitthvað
sniðugt í sjónvarpinu.
Eftir að afi kvaddi okkur
kom amma til okkar um jólin,
þau jól verða alltaf í uppáhaldi
hjá mér. Þá var spjallað langt
fram á nótt, horft saman á
sjónvarpið og við eyddum al-
veg dásamlegum tíma saman.
Eftir að hún fór aftur heim
þessi jól var ég tómur, ég
saknaði hennar strax og hún
fór út um dyrnar. Það var ein-
mitt þessi tilfinning sem ég
upplifði þegar ég frétti að
amma væri veik og ætti ekki
mikið eftir, ég gat ekki ímynd-
að mér hvernig lífið væri án
hennar. Eftir að hún fór frá
okkur ákvað ég að reyna að
vera betri manneskja og koma
vel fram við alla, ég ákvað líka
að leggja mig fram í öllu sem
ég tek mér fyrir hendur til að
gera hana stolta. Orð geta ekki
lýst hvað mér þótti vænt um
hana. En önnur mjög mikilvæg
manneskja sagði mér að þegar
fólk félli frá væri það aldrei
hinsta kveðja. Þannig að við
sjáumst, elsku besta amma.
Bogi Sigurbjörnsson.
Fleiri minningargreinar
um Sigurhelgu Stefáns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
✝ Anton HaukurGunnarsson
fæddist í Reykja-
vík 25. febrúar
1944. Hann lést á
hjúkrunarheimil-
inu Hrafnistu í
Reykjavík 31. jan-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Gunnar
Heimir Jónsson, f.
25. september
1923, d. 27. ágúst 1945, og
Ragnhildur Daníelsdóttir, f.
17. september 1924, d. 3. mars
2003.
Foreldrar Gunnars Heimis
voru Jón Björnsson og Dýrleif
Tómasdóttir. Foreldrar Ragn-
hildar voru Daníel Guðmunds-
son og Guðný Guðbrands-
dóttir.
Stjúpfaðir hans var Sturla
Bogason, f. 5. febrúar 1913 d.
17. febrúar 1994.
Fósturforeldrar Hauks voru
Magnús Amlín
Ingibjartsson, f.
29. nóvember
1904, d. 13.
september 1986,
og Ingunn Angan-
týsdóttir, f. 20.
nóvember 1909, d.
4.febrúar 2006.
Systkini hans
eru Kolbrún Gunn-
arsdóttir, f. 16.
mars 1941, Hreið-
ar Þorsteinn Gunnarsson, f.
27. janúar 1942, d. 7. desember
2004, og Gunnar Heimir Gunn-
arsson, f. 1945 d. 1945.
Systkini sammæðra eru
Daníel Guðmundsson, f. 6. júlí
1947, Sigríður Sturludóttir, f.
16. júní 1954, Örn Sturluson, f.
21. september 1957, Atli
Sturluson, f. 13. nóvember
1962, og Hrönn Sturludóttir, f.
20. júlí 1967.
Fóstursystur hans eru
Nanna Magnúsdóttir, f. 4. jan-
úar 1930, og Halldóra Magnús-
dóttir, f. 7. febrúar 1950.
Sambýliskona Hauks var
Hulda Sassoon, f. 8. október
1943, d. 10. desember 2010.
Haukur var á öðru ári þegar
hann kom til Þingeyrar með
systkinum sínum, móður og
föðurömmu. Faðir hans fórst í
slysi við flugnám í Bandaríkj-
unum og Ingunn frænka hans
og Magnús tóku hann að sér.
Hann ólst því upp á Þingeyri
og bjó þar að mestu allt til
1994 er hann flutti til Reykja-
víkur. Haukur lék á píanó,
harmóniku og orgel án þess að
hafa notið mikillar kennslu og
einnig söng hann með Karla-
kór og Kirkjukór Þingeyrar.
Haukur lauk gagnfræðaprófi
frá Héraðsskólanum að Núpi
1960 og starfaði síðan lengst
af hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga
við gæðaeftirlit í frystihúsinu.
Þegar Haukur flutti til Reykja-
víkur bjó hann í íbúðum Ör-
yrkjabandalagsins í Hátúni að
undanskildum árunum sem
hann bjó með Huldu á Þórðar-
sveig 36.
Útför Antons Hauks fer
fram frá Áskirkju í dag, 15.
febrúar 2019, klukkan 13.
Í dag kveðjum við kæran
frænda okkar, Hauk. Ungur að
árum kom hann í fóstur til Ing-
unnar ömmu og Magnúsar afa á
Þingeyri og bjó lengst af ævi
sinnar í faðmi þeirra. Við bræð-
ur umgengumst Hauk mikið og
var hann okkur frekar sem
bróðir en frændi.
Haukur fæddist hreyfihaml-
aður en lét það ekki aftra sér í
því sem hann vildi taka sér fyrir
hendur. Hann var stoltur, fast-
ur fyrir og vildi að litið væri á
sig sem jafningja annarra.
Lengst af var hann í fullri vinnu
og voru þeir fáir dagarnir sem
féllu úr.
Í gegnum tíðina nutum við
bræður góðs af frændskap okk-
ar við Hauk. Ef eitthvað bjátaði
á var hann alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd.
Eitt sinn áskotnaðist okkur
bræðrum skekta og þá reddaði
Haukur utanborðsmótor. Bros-
andi út að eyrum sigldum við
bræður um fjörðinn fagra.
Bílar voru mikið áhugamál
Hauks sem var óspar á að lána
okkur bíl ef þess var óskað.
Haukur var félagslyndur og
góður söngmaður, söng bæði í
kirkju- og karlakór á Þingeyri.
Hann var músíkalskur með
næmt tóneyra og gat leikið eftir
flest lög eftir aðeins eina
hlustun. Við, ungir drengirnir,
göptum af undrun yfir hæfileik-
um hans. Tónlistin stytti frænda
oft stundirnar og löngum stund-
um sat hann og spilaði á harm-
onikku sér til ánægju.
Fáa þekktum við sem voru
jafn víðlesnir og fróðir. Haukur
var einnig sögumaður góður og
afbragðs eftirherma. Mikið var
hlegið þegar frændi lék á als
oddi við þessa iðju sína.
Gleði og söknuður er í hugum
okkar bræðra þegar við lítum til
baka og rifjum upp góðu stund-
irnar sem við áttum saman á
Þingeyri. Margt var brallað,
sumt var ekki öllum að skapi þá,
en við upprifjun færast bros yfir
andlit.
Við kveðjum kæran frænda
með þakklæti og söknuði.
Blessuð sé minning Hauks.
Magnús, Angantýr Valur,
Kristinn og Steinar Rík-
arður Jónassynir.
Anton Haukur
Gunnarsson
✝ AðalheiðurHulda fæddist
4. desember 1975 í
Grindavík. Hún lést
7. febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Súsanna De-
musdóttir frá
Grindavík, f. 9. maí
1946, og Jón Guð-
mundsson frá Ás-
garði, Grindavík, f.
3. febrúar 1945.
Systkini Aðalheiðar Huldu
eru Guðjón, f. 21.7. 1963, og
Guðmundur, f. 28.8. 1968.
Börn Aðalheiðar
eru Súsanna Mar-
grét Gunnarsdóttir,
f. 26.8. 1996, Mar-
íus Máni Karlsson,
f. 11.4. 2001, og Jón
Emil Karlsson, f.
27.9. 2005.
Aðalheiður
Hulda fæddist í
Grindavík og bjó
þar allt sitt líf.
Útför hennar fer
fram frá Grindavíkurkirkju í
dag, 15. febrúar 2019, klukkan
14.
Elsku hjartans mamma mín,
raunveruleikinn er sár og trúi ég
ekki að ég sitji hér að skrifa minn-
ingarorð um þig, elsku hjartað
mitt. Sársaukinn er óbærilegur en
ég finn fyrir þér í hjarta mínu og
hvernig þú munt leiða mig áfram,
þú ert greinilega að hjálpa mér í
gegnum þetta, elsku hjartað mitt.
Ég vildi að ég hefði getað tekið
þéttingsfast utan um þig og lækn-
að um leið öll þín sálarsár. Þú
hafðir upplifað mikið á ævi þinni
og fékkst því mikla lífsreynslu
sem reyndist þér ansi erfið á köfl-
um. Þú réttir út hjálparhönd með
viskuna að veði og veit ég nú hvað
þú hjálpaðir í raun og veru mörg-
um, elsku mamma mín, en þú
gleymdir því mikilvægasta og það
varst þú sjálf.
Ég ákvað að vera í litlu sam-
bandi við þig á síðustu árum því
fíkillinn réð oft för og honum vildi
ég ekki kynnast meir. Það var
vont þegar þú náðir þér í smá tíma
og ég ákvað að hleypa þér að mér
en svo tók fíkillinn aftur völdin.
Ég setti ákveðin takmörk á sam-
skipti okkar og vildi sjá þig lengur
edrú til að geta hleypt þér aftur
inn, nú hef ég ekki þann valmögu-
leika og vil ég bara geta haldið ut-
an um þig og aldrei sleppt.
Ég vona svo innilega að þú vitir
að ég reyndi að gera það sem mér
og þér var fyrir bestu en ég var
bara svo sár út í fíkilinn því ég
vildi þig til baka, elsku hjartans
mamma mín. Þegar ég hugsa um
þig í dag þá hugsa ég aðeins um
þig, alvöru þig og heyri hlátur
þinn óma fallega. Ég vona að þú
vitir hvað ég elskaði þig í raun og
veru mikið, meira en allt í þessum
heimi og miklu meira en það,
elsku hjartað mitt.
Við vorum fyrst bara tvær, þú
og ég. Þú elskaðir að vera mamma
mín og þráðir allt það besta fyrir
mig og svo fyrir strákana þína
sem komu fimm og níu árum
seinna. Það er eins og þú hafir
opnað fyrir allar þær góðu minn-
ingar sem við áttum saman.
Húmorinn og öll hlátursköstin, þú
eldaðir svo góðan mat og bakaðir
heimsins bestu kökurnar, við
syngjandi saman í bílnum og þú að
þrífa heima með tónlistina í botni,
taka lagið með nokkrum skraut-
legum danssporum. Ég vil að þú
vitir það mamma mín að við börn-
in þín vorum alltaf þín, verðum
alltaf þín og þú alltaf okkar.
Allir sem fengu að kynnast þér
dýrkuðu þig, mamma mín, þú og
þín hlýja og fallega sál lifir ætíð
áfram í hjarta okkar og kennir
okkur að elska eins fallega og þú
gerðir. Þú nefnilega tókst öllum
opnum örmum og varst dugleg að
faðma og segjast elska fólkið þitt,
sem verður mér til fyrirmyndar
alla mína ævi.
Þú fórst alltof fljótt, elsku
hjartað mitt. Góðhjartaðasta
manneskjan varst þú, ég elska þig
og dái meira en allt í þessum
heimi, það vona ég að þú vitir. Þú
skilur eftir þig stórt fótspor,
mamma mín, líf þitt hefur svo
stóran tilgang og við tvær í sam-
einingu munum sjá til þess að svo
verði áfram.
Ég ætla að enda þetta á ljóði
eftir þig sem þú gerðir aðeins 17
ára gömul um afa þinn Demus,
sem þú saknaðir svo en hefur nú
hitt aftur á ný.
Hann er hér,
hann er þar,
og frá mér
hann aldrei fer,
ég var of ung til að missa þig
en þú varst þreyttur
og ég hugsa um þig.
Við sjáumst svo síðar, elsku
hjartað mitt.
Þín dóttir,
Súsanna Margrét
Gunnarsdóttir.
Jæja mamma mín, ég ætla að
byrja á því að þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig, alla af-
mælisdaga sem þú reyndir eins og
þú mögulega gast að hafa full-
komna fyrir mig, allar gjafir sem
þú gafst mér, bæði hluti og visku,
kímnigáfu, dugnað, styrkleika svo
eitthvað sé nefnt.
Takk fyrir allt það sem þú
kenndir mér, takk fyrir að trúa
alltaf á mig og takk fyrir að vera
alltaf stuðningsmaður númer eitt,
studdir mig alltaf langmest í öllu
sem ég tók mér fyrir hendur,
sama hvað var.
Þú ert besta og fallegasta
manneskja sem ég veit um, sama
hvort þér leið vel eða ekki vildir þú
alltaf að ég og allir þínir nánustu
væru brosandi.
Þegar ég hugsa um þig hugsa
ég ekki um fíkilinn sem tók völdin,
heldur hina alvöru þig, þessa sem
var brosandi, vildi alltaf fara og
gera eitthvað skemmtilegt, fara í
skemmtigarðinn, keilu, fara í ísbíl-
túr, eða bara vera heima að horfa
á gamanmynd í hláturskasti, það
varst þú.
Síðast þegar ég sá þig sá ég
hina alvöru mömmu, komst inn
heima flissandi og reyndir að
þurrka af tattúið sem ég er með á
hendinni vegna þess að þú trúðir
ekki að litli strákurinn þinn væri
kominn með alvöru tattú, við tók-
um spjall um allt sem var í gangi,
framtíðarplön og hvað það yrði
geggjað að fara á rúntinn þegar
ég keypti mér nýja bílinn sem ég
er búinn að vera að safna fyrir.
Ég man eftir sumrinu 2018, þá
fór fíkillinn í burtu mestmegnis og
þú varst mikið með okkur,
Ég fór til útlanda í tvö skipti og
þá hringdir þú alla daga í mig. Þú
varst að taka stöðuna og vildir fá
að vita hvernig mér liði, það var
svo gott að heyra röddina þína
þegar ég hafði ekki séð þig í dálít-
inn tíma.
Ég hef engar áhyggjur af þér
þarna á himnum, mamma mín,
þar sem ég veit að þú ert komin í
faðm allra vina og ættingja sem
eru þarna uppi með þér.
Elska þig meira en allt, elsku
mamma, þú ert og verður alltaf
stoð mín og stytta í lífinu. Þér
verður aldrei nokkurn tímann
gleymt.
Þinn sonur,
Maríus Máni Karlsson.
Ég þakka fyrir alla góðar minn-
ingarnar og stundirnar sem við
áttum saman og allt sem þú gerðir
fyrir okkur. Þegar ég hugsa til þín
man ég hvað þú varst og munt
alltaf verða fyndin, skemmtileg og
góðhjörtuð manneskja og það hef-
ur verið svo erfitt án þín og mun
alltaf verða erfitt. Mér finnst eins
og síðustu árin hafi sjúkdómurinn
verið upp og niður en síðustu tvö
og sérstaklega 2018 hefur hann
verið meira til staðar en hann
gerði áður. Ég elska hana mest í
heiminum og hún var mín uppá-
halds manneskja þegar hún var í
lagi og ég veit að þú verður alltaf
hjá okkur en þetta er svo erfitt að
missa þig frá mér, mamma mín,
og sérstaklega þegar ég er svona
ungur.
Til þín, elsku mamma, takk fyr-
ir allt.
Þinn sonur,
Jón Emil Karlsson.
Við viljum minnast dóttur
okkar. Alla Hulda var yndisleg
dóttir, glaðlynd, hjálpsöm og átti
stóran vinahóp. Hún á þrjú yndis-
leg börn sem syrgja hana sárt.
Alla var gleðigjafi alls staðar þar
sem hún kom.
Þær eru margar góðar minn-
ingarnar sem ylja manni um
hjartað. Því miður tók fíknin yfir-
höndina og var illviðráðanleg síð-
ustu árin. Það er sárt að setjast
niður og skrifa minningargrein
um barnið sitt, um þig elsku Alla
okkar.
Við hugsum vel um börnin þín,
elsku hjartað okkar. Minningin
lifir, elsku hjartað okkar. Við elsk-
um þig alltaf.
Mamma og pabbi.
Aðalheiður Hulda
Jónsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Aðalheiði Huldu Jóns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.