Morgunblaðið - 15.02.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
✝ GuðmundurHallgrímsson,
bóndi í Grímshús-
um í Aðaldal fædd-
ist 26. september
1938. Hann lést 7.
febrúar 2019 á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands, Húsa-
vík.
Guðmundur var
sonur hjónanna
Hallgríms Óla Guð-
mundssonar, bónda í Gríms-
húsum, og Kristjönu Árnadótt-
ur, húsfreyju þar. Systkini
Guðmundar eru: Eysteinn, Sig-
urbjörg, Jónína Þórey (lést á
fyrsta ári), Jónína Árný og G.
Helga.
Guðmundur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Halldóru
Jónsdóttur, f. 1948, þann 21.
september 1969. Hún er dóttir
hjónanna Gerðar Kristjáns-
dóttur, húsfreyju í Fremstafelli,
og Jóns Kristjánssonar, bónda
þar. Guðmundur og
Halldóra eignuðust
þrjú börn. Þau eru:
1) Anna Gerður
Guðmundsdóttir, f.
1969, gift Bjarna
Höskuldssyni.
Þeirra börn eru
Halldóra Kristín,
maki Örn Björns-
son, dóttir þeirra er
Iðunn Embla. Guð-
mundur Helgi,
maki Tíbrá Marín Bjarmadóttir.
Jana Valborg og Þráinn Maríus.
2) Hallgrímur Óli, f. 1972,
kvæntur Ingibjörgu Lukku Stef-
ánsdóttur. Þeirra börn eru Stef-
án Óli, Edda Hrönn og Gyða
Dröfn. 3) Kristjana Þórey, f.
1977, gift Húbert Ágústssyni.
Þeirra börn eru Ágúst Axel og
Katrín Anna.
Útför Guðmundar fer fram
frá Grenjaðarstaðarkirkju í
dag, 15. febrúar 2019, og hefst
athöfnin klukkan 15.
Ég hitti Guðmund Hallgríms-
son svila minn í fyrsta skipti vorið
1988. Hann sat eins og kóngur í
ríki sínu sólbrenndur og úfinn
innan um afkomendur og gesti í
eldhúskróknum í Grímshúsum
þar sem hjarta þessa hefðbundna
sveitaheimilis sló. Frá þeim degi
fór vel á með okkur Guðmundi og
við Rósa Sigrún höfum verið tíðir
gestir í Grímshúsum og Fellsmúla
til þessa dags.
Einu sinni vorum við nærri
tvær sumarvikur samfleytt á
bænum meðan frú Halldóra var í
húsmæðraorlofi. Við skiptum
verkum þannig að ég sá um eld-
húsið en Rósa fór í fjós með Guð-
mundi. Þetta voru góðir dagar og
aldrei tíðindalausir. Mjólkurbíl-
stjórar, sæðingamenn og ná-
grannar komu og fóru og hlátra-
sköll og hressandi tilsvör
bergmáluðu í eldhúskróknum í
Grímshúsum. Þegar verkum var
lokið í fjósi og eldhúsi gat komið
fyrir að menn fengu sér út í kaffið
og sögurnar flögruðu yfir bollun-
um inn í nóttina.
Guðmundur var sveitamaður í
húð og hár í bestu merkingu þess
orðs, sambland af Bjarti í Sum-
arhúsum og Jóni lærða. Hann var
vakinn og sofinn yfir búskapnum
og sinnti honum af alúð. Hann
trúði á landið, moldina og framtíð
íslenskrar bændamenningar.
Hann hafði lifandi áhuga á sagn-
fræði, fornleifafræði og þjóðleg-
um fróðleik sem tengja mátti við
sögu héraðsins og framvindu þess
í átt til nútímans. Guðmundur var
afburða víðlesinn á þessu sviði og
stálminnugur hafsjór af sögum af
mönnum og atvikum úr myrkri
fortíðar, ekki síst ef í þeim leynd-
ust spaugilegir þræðir. Fyrir vik-
ið var alltaf sérlega skemmtilegt
að sitja með Guðmundi og hlusta á
hann segja frá. Stundum fórum
við í lítt skipulagðar ökuferðir um
héraðið til að skoða holar hraun-
borgir, leita að hlöðnum refagildr-
um eða líta eftir heyskap og jarð-
vinnu. Síðasta leiðangurinn af því
tagi fórum við seint í fyrrasumar
og vorum þá sérstaklega á hnot-
skóg eftir minnismerkjum. Leik-
urinn barst um Aðaldal, Laxárdal
og fram í Kinn. Við litum á
gleymd forn minnismerki, glæný
undarleg minnismerki og yfirgef-
ið minnismerki undir húsvegg úti
á Sandi sem aldrei hafði komist á
leiðarenda. Það var stórkostlegt
ferðalag.
Nú verður eitthvað færra um
sögur úr fortíðinni næst þegar við
komum í Aðaldal en minningarn-
ar lifa um góðan dreng, traustan
vin og skemmtilegan ferðafélaga.
Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Eftir að ég hóf kennslu við
Hafralækjarskóla haustið 1976
kynntist ég Guðmundi Hallgríms-
syni og stórfjölskyldunni í Gríms-
húsum en með okkur myndaðist
traust og ævilöng vinátta.
Það var alltaf hressandi og
gaman að koma í Grímshús, taka
spjall yfir morgunskattinum eða á
fjóströðinni um málefni líðandi
stundar. Guðmundur var góður
húmoristi og fylgdist vel með í
héraði og á landsvísu, og því alltaf
nóg að spjalla. Þessar heimsóknir
urðu til þess að Grímshús urðu
minn annar griðastaður. Guð-
mundur alltaf tilbúinn að gefa góð
ráð og hvetja í verkefnum líðandi
stundar, hann var hjálplegur við
áhugamál mín, hestamennsku og
veiði, tók þátt í þeim. Reyndi ég í
staðinn að aðstoða hann.
Guðmundur var góður bóndi og
vakandi yfir framförum fyrir bú
sitt, fjölskyldu og framtíðina.
Hafði hann líka mikinn áhuga á
sögu. Gott dæmi um það var
þemaverkefni í Hafralækjarskóla
um eyðibýli í Aðaldal. Var hann
áhugasamur og miðlaði fróðleik
og gögnum.
Grímshúsahjón lögðu mikið
upp úr að skoða landið bæði til að
fræðast og átta sig á staðháttum
og upplifa þær lýsingar sem þau
höfðu lesið um en þurftu að átta
sig betur á. Við Þórey urðum
þeirrar ánægju aðnjótandi að fá
að fara í slíkar ferðir með Gumma
og Dóru. Þessar ferðir urðu fastur
liður í okkar samskiptum meðan
við bjuggum í Aðaldal og eins eftir
að við fluttum suður en þá bættist
Suðurlandið við. Í þessum ferðum
naut Guðmundur sín vel enda
fróður og vel lesinn.
Ég held að ég verði þó að minn-
ast á tvær ferðir, önnur var til
Vestmannaeyja í ágúst 2017, en
þá var blankalogn og mikið gam-
an að labba um eyjarnar og þá
sérstaklega Stórhöfðann í logni
og góðu skyggni. Þá var Guð-
mundur sögumaður eins og alltaf
og fór yfir helstu staðhætti og
sögu eyjanna og eyjaskeggja. Á
heimleið milli lands og eyja sáum
við hval, var sérstakt að upplifa þá
stemningu sem myndaðist meðal
ferðamanna. Guðmundi fannst
hinsvegar merkilegra að upplifa
viðbrögð þeirra við þessari sjón,
en sýnina á hvalinn. Hin ferðin
var í ágúst 2016 til að skoða að-
stæður og staðhætti á slóðum
Fjalla-Eyvindar í nágrenni
Herðubreiðar og í Hvannalindum
í Krepputunguhrauni. Var gaman
og fróðlegt að heyra hann fara yf-
ir sögu Eyvindar og Höllu og
reyna að setja sig í spor þeirra
þegar hann skoðaði leifar af þeim
mannvirkjum sem þau gerðu til
að bjargast.
Margar góðar ferðir áttum við
Guðmundur um Aðaldalinn og ná-
grenni þar sem við ræddum allt
milli himins og jarðar, tókum hús
á mönnum og hann reyndi að
fræða mig um staðhætti og sögu.
Þessar ferðir voru okkur báðum
að ég tel mikils virði og gefandi.
Hafðu þökk fyrir allar þær
gæðastundir sem við áttum,
minningin um þig mun lengi lifa
enda ljúf og björt og það var okk-
ur mikill heiður að fá að kynnast
þér og fjölskyldu þinni. Þó að
kirkjugarðar heimsins séu fullir
af ómissandi fólki, eins og segir í
góðum texta, þá er það nú svo að
gaman hefði verið að eiga þær
fleiri saman, en þetta er leiðin
okkar allra og verður ekki umflú-
in.
Dóru og öllum aðstandendum
vottum við samúð.
Haraldur Þórarinsson
og fjölskylda.
Það var um miðjan sjöunda
áratuginn að ungir menn voru eitt
sinn sem oftar á rápi um sveitir
Suður-Þingeyjarsýslu. Stóð þá yf-
ir héraðsmót HSÞ á Laugum.
Veitti ég þar athygli einum kepp-
anda. Sá var vel íþróttum búinn,
bjartur yfirlitum og vörpulegur.
Fundum við félagar þá til smæðar
um stund. Ég vissi hver Guð-
mundur í Grímshúsum var, en var
honum lítt kunnugur. Svo liðu ár-
in og leiðir okkar lágu saman á
vængjum söngsins í karlakórnum
Hreimi, þá löngu fulltíða menn.
Hann var söngmaður góður og
sómdi sér vel þar sem hann fór.
Félagshyggju- og framsóknar-
maður frá því fyrsta án þess að
klifa á því í tíma og ótíma, því slíkt
leiddist honum. Við gerðum okkur
dagamun þegar næði gafst og
nutum karlakórasöngs hreifir af
víni og hrifnæmir nokkuð. Höll-
uðust þá efnistök í austurátt. Slík
var gæfa okkar.
Ég lagði jafnan við hlustir þeg-
Guðmundur
Hallgrímsson
✝ Gróa JónaBjarnadóttir
fæddist á Suður-
eyri við Tàlkna-
fjörð 12. nóvember
1928. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold í
Garðabæ 27. jan-
úar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jóna Þór-
dís Jónsdóttir, f.
1900, d. 1973, og Bjarni Eirík-
ur Kristjánsson, f. 1900, d.
1945. Systkini Gróu voru Ásdís,
nefndinni, maður hennar er
Jakob Faaborg Hattesen arki-
tekt. Þeirra synir eru Ágúst Ei-
ríkur og Ísak Thor. Synir
Bjarna og Þórdísar eru Jónas
Þór íþróttakennari og Harrý
Þór markaðsfræðingur, sam-
býliskona hans er Madeleine
Hagen Holdal leikskólakenn-
ari. 2) Karen Haraldsdóttir, f.
15.11. 1957, leikskólastarfs-
maður, hennar maður er Mark-
ús Már Árnason, f. 5.10. 1957,
húsasmíðameistari. Dóttir
þeirra er Katharína Markús-
dóttir, blómaskreytir og tann-
fræðingur, hennar maður er
Steinn Gunnarsson kennari.
Dóttir þeirra er Birta Karen
háskólanemi, sambýlismaður
hennar er Morten Krogh há-
skólanemi. Synir Katharínu og
Steins eru Markús Breki og Jó-
hann Breki. Synir Karenar og
Markúsar eru Árni Már bygg-
ingarfræðingur og Ívar Már
byggingarfræðingur.
Gróa ólst upp á bænum Suð-
ureyri við Tálknafjörð. Skóla-
ganga Gróu hófst í Tálknafirði,
hún stundaði einnig nám í
Stykkishólmi og í Ingimars-
skóla í Reykjavík. Hún var eitt
ár í Húsmæðraskólanum á Ísa-
firði.
Gróa starfaði lengst af við
skrifstofustörf hjá Landssíman-
um, Eimskipafélagi Íslands,
Raunvísindastofnun Háskólans
og Rannsóknastofnun bygging-
ariðnarins og lauk starfsferli
sínum hjá heilbrigðisráðu-
neytinu.
Útför Gróu fer fram frá
Garðakirkju í dag, 15. febrúar
2019, klukkan 13.
f. 1926, d. 2013,
Þórir, f. 1930, d.
2003, og Sigurður,
f.1932, d.1983.
Gróa var gift
Harrý Wächter,
þau skildu. Börn
Gróu og Harrý: 1)
Bjarni Eiríkur
Haraldsson, f.
12.10. 1956, húsa-
smiður, hans kona
er Þórdís Jónas-
dóttir. Dóttir þeirra er Erla
Huld Faaborg Hattesen, ráð-
gjafi í Norrænu ráðherra-
Elsku mamma.
Þú gafst mér líf
og nærðir mig með ást.
Þú sýndir mér umhyggju
og hlýju.
Þú kenndir mér að elska
og dásama lífið.
Þú veittir mér styrk
til að trúa á sjálfa mig.
Þú sagðir mér frá
draumum þínum um betri
heim.
Þú varst besta mamma í
heimi.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þín
Karen.
Elsku amma mín, núna ertu
komin til himna þar sem þú ert
með öllum hinum englunum ef-
laust að segja brandara og sögur.
Mikið hafði ég gaman að heyra þig
tala um Suðureyri og þína upplifun
af Vestfjörðum. Það var þinn stað-
ur og myndirnar af þér og mömmu
þegar þið fóruð saman og heim-
sóttuð þínar æskuslóðir munu
varðveitast að eilífu.
Þú varst alltaf tilbúin að aðstoða
alla og þegar maður kom í heim-
sókn til þín fór maður ekki í burtu
nema vera saddur með bros á vör.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman, elsku
amma mín. Takk fyrir tímann sem
við áttum, tímann sem veitti birtu
og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina
áfram, lýsa upp leið okkar fram á
við.
Gefi þér guð og góðar vættir
góða tíð eftir kveðjuna hér.
Þinn orðstír mun lifa um
ókomna daga. Indælar minningar
hjarta okkar ber.
Ívar Már Markússon.
Elsku Gróa, takk fyrir góðar
stundir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Þín minning lifir.
Þinn tengdasonur
Markús Már Árnason.
Amma Gróa var eftirminnileg
kona. Hún var glæsileg kona með
ljúfa og virðulega framkomu. Það
sem maður minnist helst í fari
hennar er húmorinn og þessi ótrú-
Gróa Jóna
Bjarnadóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUNNLAUGS BÚA SVEINSSONAR,
fyrrverandi slökkviliðsmanns.
Signa H. Hallsdóttir
Ólafur Búi Gunnlaugsson Agnes Jónsdóttir
Halla S. Gunnlaugsdóttir Haukur Harðarson
Helga H. Gunnlaugsdóttir Stefán Birgisson
afa- og langafabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRIÐNÝ GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR
sagnfræðingur
frá Oddsstöðum á Melrakkasléttu,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
7. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 19. febrúar
klukkan 13.
Pétur Guðjónsson Snævar Guðjónsson
Árni Pétur Guðjónsson Kjartan Guðjónsson
Herdís M. Guðjónsdóttir Trausti Jarl Valdimarsson
og fjölskyldur
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
UNNUR MARTEINSDÓTTIR
frá Sjónarhóli,
Neskaupstað,
sem lést miðvikudaginn 6. febrúar, verður
jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 16. febrúar
klukkan 13.
Guðbjörg Haraldsdóttir
Laufey Sveinsdóttir
Bergvin Haraldsson Helga Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
minnar,
STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR,
fv. flugfreyju.
Gunnar Þór Sigþórsson
Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
ÁSGEIR ÖRN GESTSSON,
Hjallavegi 27, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi,
föstudaginn 8. febrúar.
Hildur Björg Hannesdóttir
Saga Ásgeirsdóttir
Frosti Hallfríðarson Nicole Flanagen
Björg Alfa Björnsdóttir Jón Grétar Gissurarson
Juniper Ósk Frostadóttir
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
STEINUNN HELGA SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Dalbæ, Dalvík, 11. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
föstudaginn 22. febrúar klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
Dalbæjar.
Elín Rósa Ragnarsdóttir
Guðrún Siglaugsdóttir
og fjölskyldur