Morgunblaðið - 15.02.2019, Síða 36
VORIÐ
KALLARÁÞIG!
PARÍS FRÁ
6.999kr.*
Ferðatímabil: febrúar - maí 2019
DUBLIN FRÁ
6.999kr.*
Ferðatímabil: febrúar - maí 2019
KAUPMANNAHÖFN FRÁ
4.999kr.*
Ferðatímabil: febrúar - maí 2019
AMSTERDAM FRÁ
6.999kr.*
Ferðatímabil: febrúar - maí 2019
LONDON FRÁ
4.999kr.*
Ferðatímabil: apríl - maí 2019
Vorið er rétt handan við hornið ogWOW air
býður betra verð til flottustu borganna.
Hvernig hljómar Goethe og gott vín í
Frankfurt, skrall og skemmtun í Dublin
eða túlípanar og tréklossar í Amsterdam?
Vel, ekki satt! Svomá ekki gleyma því að
lífið er ljúft í London, elsku París er ávallt
á lamode,oui, oui, og það er alltaf hægt
að hafa þaðWØW í Köben.
*Verðmiðast viðWOWBasicaðra leiðmeðsköttumefgreitt ermeðNetgíróogflugbókað framog til baka.
Sýning á verkum myndlistarmanns-
ins Tolla verður opnuð á hinum
þekkta sýningarstað Bredgade
Kunsthandel í Kaupmannahöfn á
morgun, laugardag. Sýninguna kall-
ar Tolli Storytelling horizon og á
henni eru um þrjátíu olíumálverk í
ýmsum stærðum. Í tilkynningu frá
sýningarstaðnum segir að Tolli sé
einn mikilvægasti túlkandi ís-
lenskrar náttúru nú um stundir.
Stór sýning Tolla opn-
uð í Kaupmannahöfn
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 46. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Njarðvík og Stjarnan, tvö efstu
liðin í Dominos-deild karla í körfu-
knattleik, mætast í bikarúrslita-
leiknum í Laugardalshöllinni á
morgun. Njarðvíkingar lögðu Ís-
landsmeistara KR að velli í und-
anúrslitunum í gærkvöld og á
undan báru Stjörnumenn sigur-
orð af ÍR-ingum eftir harðan slag
lengst af. »2-3
Njarðvík og Stjarnan
mætast í úrslitaleik
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Rapparinn Floni fagnar útkomu
plötu sinnar Floni 2 með tvennum
tónleikum í Austurbæ í dag, föstu-
dag. Fyrri tónleikarnir, fyrir ung-
linga á aldrinum 14 til 17 ára, hefj-
ast kl. 18.30 en þeir síðari eru fyrir
18 ára og eldri og hefjast kl. 22.
Floni kemur fram „ásamt stór-
skotaliði íslensku tónlistarsen-
unnar“, eins og
segir í tilkynn-
ingu. Platan
Floni 2 kom á
Spotify-
streymisveit-
una fyrir
tveimur vik-
um og hefur
„nú þegar náð
yfir 800.000 spil-
unum.“
Floni með tvenna
tónleika í Austurbæ
Það eru um 430 dagar síðan þessi yf-
irlýsing var undirrituð. Þegar þess-
ari vinnu verður lokið mun íþrótta-
aðstaða KR-inga gerbreytast og
félagsaðstaðan batna til mikilla
muna. Það er ljóst að þessar breyt-
ingar munu styrkja rekstur og starf-
semi KR til lengri tíma og þar með
talið allra Vesturbæinga.“
Gylfi segir að KR finni svo sann-
arlega fyrir samkeppni við önnur fé-
lög í Reykjavík, þegar kemur að að-
stöðunni, og mikil uppbygging hafi
verið í nágrannasveitarfélögunum.
Mikilvægt sé að skoða í heild rekstr-
arform íþróttafélaganna í Reykja-
vík. „Við sjáum að Reykjavíkurborg
er að setja mikla fjármuni í upp-
byggingu hjá Fram í Úlfarsárdal og
ÍR í Breiðholti og er það vel. Fjölnir
býr við það fyrirkomulag að vera
með starfsemi þar sem annars vegar
mannvirki [Dalhús] eru í eigu
Reykjavíkurborgar og hins vegar í
eigu fasteignafélags [Egilshöll]. Svo
er það íþróttafélag eins og KR, sem
á sín mannvirki og sitt landsvæði.
Þar virðist stuðningur Reykjavíkur-
borgar varðandi uppbyggingu
íþróttamannvirkja ganga mjög seint
og illa.
Styrkja ætti sérstaklega félög
sem eru fjölgreinafélög. Það er mun-
ur að vera með þrjár deildir eða 14.“
Nokkrir piltar komu saman í
verslun Guðmundar Olsen í Aðal-
stræti í Reykjavík fyrir um 120 ár-
um og stofnuðu félag um kaup á
knetti. Hver piltur lagði fram 25
aura, um 150 kr. að núvirði, sem
nægði ekki og var knöttur keyptur
með afborgunum. „Segja má að úr
þessu „25 aura félagi“ hafi verið
lagður grunnur að öflugasta og sig-
ursælasta íþróttafélagi landsins,“
segir Gylfi.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Knattspyrnufélag Reykjavíkur var
stofnað 1899 og verður 120 ára á
morgun, laugardaginn 16. febrúar.
„Ekki mörg félög hérlendis eiga
sögu sem nær til þriggja alda,“ segir
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, for-
maður KR, en áfanganum verður
fagnað með ýmsum hætti á árinu og
byrjað á köku að loknu getrauna-
kaffinu í fyrramálið.
Gylfi segir að þakka megi öflugu
starfi sjálfboðaliða í öllum deildum
gróskuna, en um sé að ræða um 20
ársverk á ári. „Góður vitnisburður
slíks sjálfboðaliðastarfs er nýaf-
staðið þorrablót Vesturbæjar undir
forystu KR-kvenna, en allur ágóði
rennur til barna- og unglingastarfs
KR,“ segir hann.
Á þriðja þúsund iðkendur á öllum
aldri eru í 14 íþrótta- og félags-
deildum KR og fer fjölgandi. „Nýj-
asti hópurinn stundar rafleiki,“ segir
Gylfi. Hann segir miklar kröfur
gerðar til aðstöðu og æfingatíma og
brýnt sé að bregðast við. „Kröfur
eru stundum gerðar til íþrótta-
félaga, sem að langmestum hluta eru
rekin af sjálfboðaliðum og sjálfsafla-
fé, eins og um leik- og grunnskóla sé
að ræða sem eru á forræði sveitarfé-
laga. Ekki eru mörg fjölgreinafélög
eins og KR í Reykjavík og það segir
sig sjálft að þegar félag er með starf-
semi í 14 íþrótta- og félagsdeildum
er erfitt að verða við óskum allra um
æfingatíma og aðstöðu.“
Beðið eftir borginni
Undanfarin ár hefur KR átt í sam-
starfi við Reykjavíkurborg um upp-
byggingu í Frostaskjóli. „Við KR-
ingar bindum miklar vonir við sam-
starfið en að okkar mati gengur
vinnan allt of hægt,“ segir Gylfi.
Hann og borgarstjórinn í Reykjavík
undirrituðu viljayfirlýsingu 15. des-
ember 2017 um að hefja formlegt
samstarf milli umhverfis- og skipu-
lagssviðs borgarinnar varðandi deili-
skipulagsvinnu á KR-svæðinu. „KR
er búið með alla sína vinnu og er
tilbúið að fara í deiliskipulagskynn-
ingu en við bíðum enn eftir borginni.
Grunnurinn lagður
með 25 aurum á mann
Knattspyrnufélag Reykjavíkur fagnar 120 ára afmæli
Morgunblaðið/Hari
Dýrgripir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson með forna gripi í bikarsafni KR.