Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 2

Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ICEAIR -8,30% 7,95 MARL +1,37% 445 S&P 500 NASDAQ +2,01% 7.444,643 +1,89% 2.759,15 +1,81% 7.199,27 FTSE 100 NIKKEI 225 14.8.‘18 14.8.‘1813.2.‘19 1.800 90 2.070,15 1.864,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 63,47+1,89% 21.144,48 72,46 50 2.400 13.2.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) Ísland og íslensk fyrirtæki geta orðið fyr- irmynd fyrir umheiminn þegar kemur að til- gangsmiðuðum rekstri fyrirtækja (e. purpose driven) og sjálfbærni. Þetta er skoðun þeirra Paul Polman, fyrrverandi forstjóra risafyr- irtækisins Unilever og núverandi formanns Alþjóðaviðskiptaráðsins, ICC, og Valerie G. Keller, forstjóra ráðgjafarfyrirtækisins Ernst & Young – Beacon Institute, en þau eru að- alfyrirlesarar á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fer í dag á Hilton Nordica. Keller segir í samtali við ViðskiptaMogg- ann að það að vera með tilgangsmiðaðan rekstur sé í dag ekki bara eitthvað sem þyki gott og sniðugt, heldur nauðsyn. „Fyrirtæki hafa alltaf haft tilgang auðvitað, en þetta snýst um að fyrirtækið horfi inn á við og velti fyrir sér hvað það er að gera til að bæta samfélagið. Smærri fyrirtæki velta þessu gjarnan fyrir sér þegar þau eru að fara af stað, en þegar fyrirtæki eru orðin stór og al- þjóðleg geta þau misst sjónar á þessu. Oft koma upp dæmi um fyrirtæki sem eru kannski farin að valda meiri skaða en þau bæta umhverfið sem þau starfa í, og þá þarf að ýta á þau að endurskoða stefnu sína. Það að láta sig samfélagið varða, og vera með til- gang sem þjónar mörgum ólíkum hags- munaaðilum, skilar sér í betri árangri til lengri tíma. Fyrirtæki vinna nýja markaði, efla nýsköpun, og starfsánægja starfsmanna vex,“ segir Keller og vísar til rannsókna sem fyrirtæki hennar hefur unnið með bæði Ox- ford-háskóla og Harvard-háskóla. „Við sjáum þetta vera að gerast í fyrirtækjum um allan heim. Auðvitað skipta peningar alltaf máli í rekstrinum, en tilgangurinn þarf að vera settur kirfilega í stefnuna.“ Keller segir að til dæmis skipti tilgangur aldamótakynslóðina ( e. Millenials ) miklu máli. Hún vilji vinna hjá fyrirtækjum sem huga að sjálfbærni og umhverfisvernd. Polman bendir á að þó sé það ekki bara aldamótakynslóðin sem hugsi svona, heldur aðrar kynslóðir einnig. „Ímyndaðu þér til dæmis fyrirtæki á Íslandi, að ef það hugsar bara um að græða peninga, þá er erfitt fyrir samfélagið að taka það í sátt. Af hverju ætti samfélagið að leyfa þér að vera til ef þú ert ekki að bæta það?“ Virði hluthafa jókst um 300% Polman segir að í starfi sínu hjá Unilever hafi hann ætíð haft sjálfbærni og tilgang að leiðarljósi, en þannig auki maður virði hlut- hafa að lokum. „Á síðustu 10 árum hefur virði hluthafa félagsins aukist um 300%.“ Polman segir að tvær milljónir manna sæki um vinnu hjá Unilever á ári hverju og 75% af þeim sem ráðnir eru komi til félags- ins vegna hinnar tilgangsmiðuðu við- skiptaáætlunar. Hann segir að öll 400 vörumerki Unilever fyrirfinnist til að gera veröldina betri, og á móti gangi salan betur. „Við notum til dæmis Dove-sápuna til að berjast fyrir sjálfsstyrk- ingu kvenna. Við notum Ben & Jerry-ísinn til að berjast fyrir loftslagsmálum og réttindum LGBT-samfélagsins.“ Polman eru umhverfismálin mjög kær og segir hann að ef fram vindur sem horfir verði árið 2050 meira plast í sjónum en fisk- ar, og því þurfi að grípa til aðgerða strax. Ís- lendingar þurfi líka að láta sig þetta varða, enda snúist þetta um vöxt og viðhald eins helsta úflutningsatvinnuvegar þjóðarinnar. Þá skipti máli að huga að því að stöðva hlýn- un jarðar og þar sé lykilatvinnuvegur þjóð- arinnar undir, ferðamennskan. Ekki megi eyðileggja framtíð komandi kynslóða. „1,5 milljarðar manna nota 75% af öllum auðlind- um heimsins. Ímyndaðu þér þegar hinir sex milljarðarnir eru komnir á sama stað, með sömu lífskjör. Það verður því að huga að sjálfbærni og endurnýtingu auðlinda.“ Keller bætir við að Ísland geti þarna tekið forystu. Landið sé þekkt fyrir útflutning sinn á bæði vörum og hugmyndum. „Hér eru tengslin við náttúruna náin og þið eruð þekkt fyrir kynjajafnrétti. Jafnvel lítil íslensk fyr- irtæki geta orðið leiðarljós fyrir umheiminn þegar kemur að þessum málum.“ Íslensk fyrirtæki geta orðið leiðarljós fyrir heiminn Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tilgangur með rekstri fyrirtækja er þeim Paul Polman og Valerie G. Keller hugleikinn, en þau halda er- indi um málið á Viðskiptaþingi Við- skiptaráðs Íslands í dag. Valerie Keller er stofnandi Beacon-stofnunarinnar innan EY og meðstofnandi Imagine, sem hjálpar fyrirtækjum í sjálfbærnimálum. Paul Polman er formaður ICC og fyrrverandi forstjóri Unilever. FLUGREKSTUR Flugfélagið Atlanta mun á næstu dögum ganga frá kaupum á Boeing 747-400 fraktflugvél ef allt fer sem horfir, en lokaskoðun vélarinnar fer nú fram í Taívan. Vélin er framleidd árið 1995 og að sögn forstjóra fyrir- tækisins, Baldvins M. Hermanns- sonar, nemur kaupverð á sambæri- legum flugvélum um 20 milljónum bandaríkjadala, eða um 2,4 millj- örðum króna. Sem stendur er félagið með sjö Boeing 747-400 farþegavélar í rekstri og fimm 747-400 fraktvélar sem allar eru á blautleigusamningum (með áhöfn). Verður nýja þotan því sú sjötta en því til viðbótar er Atlanta með eina Airbus 340 í flotanum sem rekin er fyrir hönd Air Madagascar. Félagið er um þessar mundir að þreifa fyrir sér með frekari þróun á flotanum þar sem einna helst Airbus 330 og Boeing 777 koma til greina. Rekstrartekjur Atlanta fyrir árið 2017 námu 224 milljónum bandaríkja- dala og var hagnaðurinn 9,8 milljónir dala. Var það besta rekstrarár í sögu félagsins sem hefur skilað hagnaði samfellt frá árinu 2009. Rekstrartekj- urnar árið 2018 enda nærri 230 millj- ónum dala en hagnaðurinn verður töluvert lægri í ljósi hækkandi kostn- aðar. „Okkar helstu áskoranir eru ekkert ólíkar mörgum flugfélögum,“ segir Baldvin og nefnir eldsneytis- verð sem dæmi. „Við erum að leigja vélar inn til annarra flugfélaga. Ef af- koma þeirra er óviðunandi eru fyrstu vélarnar sem teknar eru út til þess að hagræða í rekstri leiguvélarnar því þú reynir að auka nýtinguna á þínum eigin umfram allt. En þetta getur einnig haft þær afleiðingar að önnur flugfélög sjái að þau eru fljúga á óhagkvæman máta og þ.a.l. leita til aðila eins og okkar sem hafa ákveðna stærðarhagkvæmnni, þekkingu og getu, til þess að reka flotann á hag- kvæmari máta.“ Bæta við Boeing 747 fraktflugvél í flotann Atlanta hefur skilað samfelldum hagnaði frá 2009. 2017 var metár. Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - atvinnueign.is Um er að ræða tvö iðnaðarrými 214m2 og 145m2 sem tengjast og hægt er leigja saman eða í sitthvoru lagi. Nánari lýsing: 214 fm iðnaðar/atvinnuhúsnæðis með gönguhurð og innkeysluhurð 3,8 m á hæð og þar af eru 55 fm steypt milliloft með steyptum stiga sem hægt er að nýta sem skrifstofurými. Hins vegar er 145 fm, iðnaðar-/atvinnuhúsnæði með innkeysluhurð 3,6 m á hæð. Möguleiki er að opna ámilli hæða og leigja þá samtals 359 fm. Húsnæðið er staðsett rétt hjá versluninni Bauhaus. Húsnæðið og nær umhverfi er allt hið snyrtilegasta. Laust strax. Allar nánari upplýsingar veitir: HalldórMár Sverrisson lögg. fasteigna,- og skipasali og leigumiðlari, í síma 898-5599 eða í tölvupósti á halldor@atvinnueign.is Fasteignamiðlun TIL LEIGU LAMBHAGAVEGUR 13 Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Til leigu allt að 359 fm nýtt atvinnuhúsnæði við Lambhagaveg 13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.