Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 6

Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 6
nammi Öskudags 2019 Sjáðu úrvalið á goa.is Áttu von á smáfólki í fyrirtækið á öskudaginn? 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Bátar Trefja eru allt frá 9,5 til 15 metrar að lengd og því tekur smíði hvers báts mislangan tíma, eftir stærðinni. „Einn af þessum stærstu er kannski á við eins og sex af þessum minnstu,“ segir Högni í samtali við 200 mílur og bætir við að á undanförnum misserum hafi Trefjar gengið frá smíðum á um það bil einum báti í hverjum mánuði. Engin smíði er í gangi fyrir innanlandsmarkað en þeim mun fleiri verkefni eru sótt út fyrir landsteinana að sögn Högna, þar sem Trefjar hafa komið ár sinni vel fyrir borð á undanförnum árum. Gott orðspor skili verkefnum „Staðan er góð víða erlendis, þar sem við höfum reynt að markaðs- setja okkur í gegnum árin. Við erum aðallega að selja báta til Bretlands- eyja, Noregs og Frakklands. Svo er einstaka bátur sem fer til Græn- lands. Við höfum enda lagt áherslu á löndin sem eru okkur næst.“ Spurður hvernig litlar útgerðir í þessum löndum komist í kynni við bátasmíðastöð í Hafnarfirði segir hann að langan tíma hafi tekið að byggja upp viðskiptasambönd og gott orðspor utan Íslands, sem sé að skila árangri núna. „Við höfum kynnt okkur og tekið þátt í vörusýningum, og eftir atvik- um sótt beint á útgerðirnar líka þar sem við höfum komist í tæri við þær. En ekki síður held ég að orðsporið okkar sé mjög gott – sem sést til dæmis þegar við seljum bát á eitt svæði og fáum í kjölfarið fyrirspurnir þaðan um smíði á fleiri bátum. Kaup- endur bátanna okkar hafa þannig ýtt undir að aðrir hafi samband við okk- ur og kaupi af okkur báta.“ Hann tekur fram að fyrirtækið hafi lagt mikið upp úr að þjónusta vel þá sem kaupi bátana. „Ég hugsa að það sé lykilþáttur í þessu öllu saman, þó að auglýsingar í blöðum og fagtímaritum skili auðvitað sínu sömuleiðis.“ Um sextíu starfsmenn starfa í dag hjá Trefjum, á tveimur stöðum í Hafnarfirði, en fyrirhugað er að sam- eina starfsemina á einum stað í bæn- um. Söluna segir hann mismunandi eftir árferði í hverju landi fyrir sig. „Veiðin sveiflast til og frá og það er misjafnt hversu mikið svigrúm út- gerðir hafa til kaupa á nýjum bátum, eins og gengur. Þetta er því enda- laus slagur og við siglum sjaldan lygnan sjó, en þetta er alltaf jafn spennandi.“ Árið skipulagt fram í tímann Sum þeirra smíðaverkefna sem nú eru í vinnslu munu ekki taka enda fyrr en árið 2020 og því má segja að verkefnastaðan sé góð. „Við erum með mjög góð verkefni fram undan og erum í raun með næsta árið skipulagt fram í tímann,“ segir Högni. „En við tökum alveg við pönt- unum enn þá.“ Tíu bátar á leiðinni frá Trefjum Skúli Halldórsson sh@mbl.is Skipasmíðastöðin Trefjar í Hafnarfirði hefur afhent kaupendum tvo nýja báta frá áramótum. Fór annar til Noregs og hinn til Skot- lands. Alls eru tíu bátar í smíðum hjá skipasmíða- stöðinni núna, segir Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri Trefja. Nýi báturinn sem seldur var til Skotlands hefur hlotið nafnið Soph-Ash-Jay-3. Báturinn hefur þegar hafið veiðar. Högni Bergþórsson Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is Við óskum áhöfn og útgerð Keilis til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Í keili er eftirfarandi búnaður frá Marás: 2x YANMAR 6AYM-WST aðalvélar 2x REINTJES WAF 264 niðurfærslugírar Trefjar afhentu fyrr á árinu nýjan bát til Vogstranda í Mæri og Raumsdal í Noregi. Kaupendur bátsins voru feðgarnir Johan og Tobias Solgård, en Tobias er skip- stjóri á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Ba- jas og mælist ellefu brúttótonn, af gerðinni Cleopatra 33. Báturinn mun vera útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og Furuno, og einnig með vökva- drifna hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er sérstaklega útbúinn til gildruveiða á humri og er spil- búnaður og gildruborð útfært af Trefjum. Í lestinni er úðunarkerfi til að halda humri lifandi, sem sagt er auka verðmæti aflans til muna. Kaupa fjórða bátinn Trefjar afhentu einnig nýverið nýjan bát til útgerðar í Burnmouth á austurströnd Skotlands. Að út- gerðinni stendur John Affleck sem jafnframt er skipstjóri á bátn- um. Hefur báturinn hlotið nafnið Soph-Ash-Jay-3 og mælist fimm- tán brúttótonn, af gerðinni Cleo- patra 40. Báturinn sá fjórði sem Trefjar afhenda útgerðinni en hann mun leysa af hólmi eldri Cleopatra 38 bát frá 2008. Báturinn er útbúinn til gildru- veiða á humri og töskukrabba og er reiknað með að hann muni draga þúsund gildrur á dag. Bátar til Mæris og Burnmouth

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.