Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 7

Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 7 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Bjóðum úrval af rafstöðvum og bátavélum frá Cummins BÁTAVÉLAR RAFSTÖÐVAR K38 850-1000HP C44 D5 / 72 kW K50-CP 1050kW K38-CP 762 kW QSK 19 660-800HP QSK38 920-1400HP Þjónusta við skip og báta Varahluta þjónusta Sérfræðingar Navis eru vel á veg komnir með þróun línubáts sem mun geta gengið fyrir rafmagni að mestu eða öllu leyti. Verkefnið hlaut árið 2018 styrk frá Tækniþróunarsjóði að upphæð tæpar 50 milljónir króna, dreift á tvö ár, og segir Bjarni Hjart- arson að það hafi gert Navis fært að setja aukinn kraft í hönnunina. „Þessi vinna hófst fyrir nokkrum árum þegar tveir mastersnemar unnu hjá okkur verkefni þar sem at- hugað var hvort mögulegt væri að rafvæða línuskip. Við héldum þessu gangandi sem gæluverkefni og sinnt- um eftir bestu getu, en með stuðningi Tækniþróunarsjóðs gátum við loksins sett starfsmenn í fulla vinnu við hönn- un og rannsóknir,“ útskýrir Bjarni en hann er verkefnastjóri hjá Navis. Að sögn Bjarna eru línubátar á margan hátt hentugir fyrir tilraunir með rafvæðingu. „Þeir hafa orku- mynstur sem fellur vel að rafhlöðum: sigla út á miðin á ákveðnum hraða, leggja svo út línuna og sigla þá hægt, draga línuna inn eftir að fiskurinn hefur bitið á agnið og sigla svo aftur heim. Er orkuþörfin um borð ekki svo mikil á milli útsiglingar- og heimsigl- ingar.“ Ljósavél lengir drægið Báturinn sem Navis er að hanna verður búinn voldugum rafhlöðum en lítil ljósavél verður um borð til að beina aukaskammti af rafmagni inn á kerfið þegar þess reynist þörf. „Á allra stystu túrum ætti að vera hægt að sigla á rafmagni eingöngu en í lengri ferðum væri ljósavélin nýtt,“ segir Bjarni og bætir við að samhliða því að þróa rafvæddan línubát sé ver- ið að hanna ferðaþjónustubát með sömu eiginleika. Alls kyns ávinningur fylgir því að skipta stórri díselvél út fyrir raf- hlöður og nefnir Bjarni að ekki muni síst um að skipið verður mun hljóðlát- ari vinnustaður. „Skipverjar losna við titring, hávaða og útblástur og ættu t.d. að geta hvílst betur um borð þeg- ar þeim gefst tækifæri til að taka sér hlé frá störfum,“ segir hann og bendir á hvernig það ætti að draga úr slysa- hættu ef áhöfnin er vel hvíld. „Í ferða- þjónustu þýðir hljóðlát vélin að ferða- menn geta heyrt betur hljóð náttúrunnar og sennilega hægt að komast nær hvölum og öðrum dýrum sem fælast vélarhljóð.“ Þá segir Bjarni að rafvæðing henti línubátum vel að því leyti að þeir liggja við bryggju í einhvern tíma á milli túra, og gefst þá tækifæri til að hlaða rafhlöðurnar. „Er það t.d. ólíkt farþegaferjum sem eru iðulega á stöð- ugri ferð á milli hafna og reyna að hafa sem stysta viðkomu áður en haldið er aftur af stað.“ Rafhlöður sem ballest Hönnuðir Navis hafa þurft að yf- irstíga ýmsar hindranir og nefnir Bjarni að gerðar séu mjög strangar kröfur um öryggi og frágang raf- hlaðna í skipum. „Mögulega ganga reglurnar of langt enda rafhlöðurnar mjög öruggar. Er þó sá munur á að ef alvarleg bilun kemur upp í rafhlöðu svo að kviknar í henni þá getur eig- andi rafmagnsbíls einfaldlega stöðvað ökutækið úti í vegarkanti – sem skip- stjórinn getur ekki.“ Þá eru rafhlöður þungar og geta verið fyrirferðarmiklar. „En flestir bátar eru með steypta ballest í botni kjalarins og getum við einfaldlega skipt ballestinni út fyrir rafhlöðu. Þannig bætum við engu við heild- arþyngdina.“ Vonast Bjarni til að fyrsti rafvæddi línubáturinn verði sjósettur strax á seinni hluta næsta árs. Hann segir eft- ir að koma í ljós hvað fleyið muni kosta: „Þessi bátur verður dýrari en sambærilegir bátar með hefðbundinn mótor. Þá er olía mjög ódýr um þessar mundir svo að eldsneytisparnaðurinn borgar ekki upp fjárfestingarkostn- aðinn eins hratt og ella. Á móti kemur að reikna má með að viðhaldskostn- aður rafmagns-skipa verði mun lægri en greinin á að venjast í dag.“ Segir Bjarni að ef útkoman veki lukku þá gætu stjórnvöld þurft að skapa fjárhagslega hvata fyrir útgerð- ir til að rafvæða báta sína og þannig hjálpa sjávarútveginum að minnka sótspor sitt. „Eitt af okkar verkefnum er að undirbúa jarðveginn og vonandi stuðla að því að stjórnvöld og útgerðir geri með sér samkomulag þar sem fé- lög sem eru nógu framsýn og djörf til að fjárfesta í leiðum til að draga úr út- blæstri, og taka þá áhættu sem fylgir nýrri tækni, njóti einhvers konar fjár- hagslegs stuðnings.“ Þá þurfa hafnirnar líka að búa í haginn fyrir rafvæðinguna og hefur verið nefnt að víðast hvar sé aðgengi að rafmagni ekki nógu gott. „Við treystum á að hafnirnar vilji líka leggja sitt af mörkum við að draga úr útblæstri og bæta loftgæði á sínu at- hafnasvæði.“ Styttist í rafmagnaðan línubát Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Vonir standa til að raf- magns-bátur Navis geti hafið siglingar seint á næsta ári. Með því að nota rafhlöður í stað díselvélar minnkar hávaði og titringur um borð. Raf-báturinn ætti að líta út eitthvað þessu líkt. Verið er að þróa bæði línu- og ferðamannabát sem ganga fyrir rafmagni. Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Hjartarson segir stjórnvöld mögulega þurfa að bjóða einhvers konar fjárhagslegan hvata til að flýta rafvæðingu íslenska flotans. Afurðaverð á markaði 13. febrúar 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 291,55 Þorskur, slægður 350,40 Ýsa, óslægð 240,68 Ýsa, slægð 254,38 Ufsi, óslægður 96,65 Ufsi, slægður 141,98 Gullkarfi 178,35 Blálanga, slægð 293,00 Langa, óslægð 212,38 Langa, slægð 176,02 Keila, óslægð 70,00 Keila, slægð 86,40 Steinbítur, óslægður 157,39 Steinbítur, slægður 201,77 Skötuselur, slægður 454,83 Skarkoli, slægður 323,03 Þykkvalúra, slægð 820,99 Sandkoli, óslægður 15,00 Sandkoli, slægður 90,00 Bleikja, flök 1.580,00 Gellur 777,33 Grásleppa, óslægð 114,05 Hlýri, slægður 207,75 Hrogn/þorskur 436,74 Kinnfiskur/þorskur 869,33 Lúða, slægð 334,06 Lýsa, óslægð 96,83 Lýsa, slægð 27,82 Rauðmagi, óslægður 113,13 Skata, slægð 77,60 Stórkjafta, slægð 201,00 Undirmálsýsa, óslægð 139,15 Undirmálsýsa, slægð 168,00 Undirmálsþorskur, óslægður 164,93 Undirmálsþorskur, slægður 215,83

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.