Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 8
styrkist. Ferðamaðurinn er búinn að ákveða
hverju hann er tilbúinn til að eyða í ferðalagið
og þegar stærri hluti útgjaldanna en áður fer í
flug og gistingu út af genginu þá er minna um
kaup á afþreyingu. Ferðamaður sem fór áður
bæði í jöklagöngu og vélsleðaferð velur nú á
milli,“ segir Hrönn. Þá nefnir hún launaskrið í
ferðaþjónustunni sem hækkaði rekstrarkostnað
ferðaþjónustufyrirtækja umtalsvert á sama
tíma. „Við viljum auðvitað eðlileg laun í ferða-
þjónustunni en launaliðurinn er orðinn mjög
hár og þetta er mannfrek atvinnugrein,“ segir
Hrönn og nefnir þessu til viðbótar háar þókn-
anir til sölu- og bókunarfyrirtækja. „Milliliðir
eru mjög margir að taka þóknun langt fram úr
hófi. Þegar þú ert kominn upp í 30 til 35 pró-
senta þóknun og launakostnaður er 50 prósent
þá er afkoman orðin afar lág og stendur hvorki
undir fjármagnskostnaði, afskriftum né eðli-
legri endurnýjun,“ segir Hrönn. Loks nefnir
Hrönn breytta kauphegðun en ferðamaðurinn í
dag er sjálfstæðari, sækist eftir upplifun og vill
ekki láta teyma sig áfram í stórum hópum.
Langtímamarkmið Eldeyjar er að þjappa fé-
lögum í sinni eigu saman og skapa þannig eitt
stórt félag í afþreyingartengdri ferðaþjónustu
á Íslandi. „Það er þegar komin heilmikil sam-
vinna á milli félaganna sem Eldey er hluthafi í.
Við erum nýbúin að sameina Íslenska fjalla-
leiðsögumenn og Arcanum. Saga Travel er bú-
ið að flytja í sama húsnæði og Íslenskir fjalla-
leiðsögumenn og það er orðin heilmikil
samvinna þarna á milli,“ segir Hrönn.
„Búðarborðið er orðið nokkuð breitt. Við er-
um með jöklaferðir, vélsleðaferðir, skipulagðar
dagsferðir, göngu- og ævintýraferðir, hvala-
skoðunarferðir og köfunarferðir,“ segir Hrönn.
„Til hliðar við þetta erum við hluthafar í Ís-
lenskum heilsulindum og Logakór sem er ný-
stofnað viðskipta- og þróunarfélag sem heldur
utan um eignarhlut og viðskiptaþróun á landi
og nýtingu fasteigna sem við keyptum í Mýr-
dalnum bæði við Sólheimajökul og á Ytri-
Sólheimum í tengslum við kaup á Arcanum.
Þar erum við að skoða alls konar tækifæri og
fjárfestingar.“
Hraður vöxtur ruglaði kompásinn
„Við erum alls ekki ánægð með afkomu
félaganna, sérstaklega árin 2017 og 2018 sem
voru slök rekstrarár. En í öllum félögunum
höfum við farið í miklar aðgerðir. Það er kost-
urinn við að fá fjárfesti eins og Eldey inn í
félögin, þar er tekið öðruvísi á málum,“ segir
Hrönn. Hún segir að því miður hafi þurft að
grípa til uppsagna á síðasta ári og sú rekstrar-
hagræðing sé enn að koma fram. „Niður-
skurðurinn skilar sér ekki að fullu fyrr en á
öðrum fjórðungi þessa árs,“ segir hún.
Hrönn segir flest félögin þó hafa verið rekin
með jákvæðri EBITDA þessi ár. „Við urðum
fyrir stóru höggi með Fjallaleiðsögumenn og
þar var gripið til stórtækra aðgerða en það er
nú búið að sameina þá við Arcanum. Þar sjáum
við nú stórt og sterkt fyrirtæki eftir að hafa
tekið stóran snúning í öllu mannahaldi og
rekstri,“ segir hún.
Hrönn segir að eftir hraðan vöxt ferðaþjón-
ustunnar hafi mörg fyrirtækin farið í lítt út-
hugsaðar fjárfestingar og í mörgum tilfellum
misst sjónar á kjarnastarfsemi sinni. „Flestöll
ferðaþjónustufyrirtæki hafa undanfarið ár ver-
ið að draga saman seglin og kjarna sig meira.
Það var búið að ráða allt of mikið af starfsfólki
og allir miðuðu við árið þar sem vöxturinn var
Stefnt er að tveggja til þriggja milljarða króna
hlutafjáraukningu í fjárfestingarfélaginu Eldey
TLH hf. á næstunni. Eldey hefur undanfarin
ár fjárfest í afþreyingartengdum ferðaþjón-
ustufyrirtækjum og nema fjárfestingar félags-
ins tæplega þremur milljörðum króna frá árinu
2015.
Eldey er í stýringu hjá Íslandssjóðum sem
er dótturfélag Íslandsbanka og segir Hrönn
Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar
mörg tækifæri fram undan fyrir félagið, bæði
með áframhaldandi uppbyggingu þeirra fyrir-
tækja sem félagið hefur þegar fjárfest í, en
einnig með fjárfestingum í nýjum félögum.
Eldey TLH hf. var formlega stofnað í des-
ember 2015 og var stærð félagsins við stofnun
rúmlega þrír milljarðar króna en frá upphafi
var gert ráð fyrir hlutafjáraukningu um tvo til
fjóra milljarða. Hluthafar Eldeyjar eru 26 tals-
ins, þar af eru sex lífeyrissjóðir sem eru flestir
með um og yfir tíu prósenta hlut hver. Eldey á
í dag 62,2 prósenta hlut í Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum sem hefur verið sameinað ferða-
þjónustufyrirtækinu Arcanum, 20 prósent í Ís-
lenskum heilsulindum sem er eignarhaldsfélag
um uppbyggingu og rekstur náttúrubaðstaða,
43,31 prósents hlut í hvalaskoðunarfyrirtækinu
Norðursiglingu á Húsavík og 67,31 prósents
hlut í Sögu Travel og GeoIceland. Nýjasta fjár-
festingin er 51 prósents hlutur í Sportköfunar-
skóla Íslands betur þekktum sem Dive.is sem
m.a. gerir út sportköfunarferðir í Silfru á Þing-
völlum en lúkning kaupanna mun fara fram um
leið og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins liggur
fyrir. „Það liggja fyrir áform um að stækka
Eldey. Við erum á þeim stað í dag að við erum
langt komin með fjárfestingargetu okkar.
Mörg tækifæri liggja í þeim verkefnum sem
við erum þegar í og kauptækifæri á markaði
eru allt önnur í dag en þau voru árið 2015,“
segir Hrönn í samtali við ViðskiptaMoggann en
blaðamaður fór á fund hennar á skrifstofu Ís-
landssjóða í Norðurturni í vikunni.
„Við erum búin að fjárfesta fyrir 2,7 til 2,8
milljarða og það sem er eftir er eyrnamerkt til
þeirra félaga sem við höfum þegar fjárfest í,“
segir Hrönn. „Til þess að geta farið í nýfjár-
festingar þá þurfum við aukið hlutafé, en það
er alfarið í höndum hluthafanna að ákveða
hvort það verði af slíkri hlutafjáraukningu eða
ekki,“ segir Hrönn en hún segir áform um
hlutafjáraukninguna skýrast betur síðar á
árinu. „Við erum að horfa til þess að það verði
komin skýr mynd á þetta á miðju ári.“
„Eldey er hlutafélag, fjárfestingarfélag en
ekki sjóður. Iceland Travel Fund er t.a.m.
sjóður með takmarkaðan líftíma eins og flestir
framtakssjóðir en við erum fjárfestingarfélag á
hlutafélagaformi þannig að við getum aukið
hlutafé félagsins. Þegar við hófum þessa veg-
ferð var skýrt í öllum okkar kynningum að við
vildum stækka eftir því sem fram liðu stundir,“
segir Hrönn.
Söluþóknanir í ferðaþjónustu of háar
Síðustu tvö ár hafa um margt verið erfið
fyrirtækjum í eigu Eldeyjar líkt og hjá öðrum
ferðaþjónustufyrirtækjum. „Á sama tíma og
við höfum séð metfjölda ferðamanna á Íslandi
er afkoman í greininni langt frá því að vera
nógu góð. Þar má kenna um sterku gengi
krónunnar sem hefur hamlað ferðaþjónustu-
fyrirtækjum töluvert. Eftirspurn eftir afþrey-
ingu hefur dregist saman því kaupgeta ferða-
mannsins minnkar eftir því sem krónan
svo mikill og innviðir ekki tilbúnir,“ segir
Hrönn.
„Síðustu tvö ár hafa verið mögur í afkomu.
Menn hafa ekki endilega verið að tapa mikið í
veltu en afkoman versnaði verulega. Vöxturinn
árið 2015 og 2016 var engu líkur og þá ruglast
Hlutafjáraukning fyrir
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Fjárfestingarfélagið Eldey hefur á undanförnum árum fjárfest í afþreying-
artengdum ferðaþjónustufyrirtækjum. Nýjasta fjárfestingin er 51% hlutur
í Sportköfunarskóla Íslands, Dive.is. Eldey er í stýringu hjá Íslandssjóðum,
dótturfélagi Íslandsbanka og segir Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri
Eldeyjar, mörg tækifæri fyrir hendi og félagið stefni á tveggja til þriggja
milljarða króna hlutafjáraukningu á næstunni.
Eignasafn Eldeyjar
20%
43,31%62,2%
Íslenskar Heilsulindir
Eignarhluti: 20%
Hlutur sem var keyptur
í Fontana í júní 2015
notaður til kaupa í
íslenskum heilsulindum
í júní 2017.
Norðursigling
Eignarhluti:
43,31%
Keypt í
september
2015.
Tveir baðstaðir
í eigu félags-
ins, Fontana á
Laugarvatni og
Jarðböðin við
Mývatn.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Eignarhluti: 62,2%
Keypt í Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum í júní 2016.
Arcanum keypt í janúar 2018.
Félögin sameinuð í desember
2018.
Útivistarferðir á borð
við jöklagöngur,
vélsleðaferðir og
fjórhjólaferðir. Gert
út á Sólheimajökul,
Mýrdalsjökul og
Öræfajökul út frá
Skaftafelli.
Dive.is
Eignarhluti: 51%
Keypt í ársbyrjun
2019. Köfunar
Saga Tra
GeoIcela
Eignarhlu
67,31%
Keypt í ág
2017. Ice
Horizon k
2018 og s
við Saga
GeoIcelan
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019VIÐTAL