Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019FRÉTTIR Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar g LÍMMIÐAR ÍS LE NSK FRAMLEIÐ SLA ww.pm t.i s STAFRÆNIR LÍMMIÐAR - skjót afgreiðsla Kosturinn við stafræna prentun er að hægt er að prenta frá 100 límmiðum án stofnkostnaðar. Tilvalið fyrir ferminguna, afmælið eða annað tilefni. Allir límmiðar frá okkur koma á rúllum. Þú getur pantað stafræna miða á netinu pmt.is • ÁPRENTAÐIR LÍMMIÐAR • VOGAMIÐAR • PRENTARAMIÐAR • VERÐMERKIMIÐAR • STAÐLAÐIR LAGERMIÐAR • HILLUMIÐAR Fáðu tilboð í límmiða eða umbúðir ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum „Vertu hvikur á fæti, brjóttu og bramlaðu,“ (e. move fast and break things) voru fræg einkunnarorð Marks Zuckerbergs, stofnanda Face- book. Meðal þess sem hann hefur brotið og bramlað eru almenn viðmið samfélagsins um hverju má treysta, – viðmið sem lýðræðislegt samfélag getur ekki verið án. Annar hluti dag- legs lífs sem byggir á trausti, á sama hátt og lýðræðislegt stjórnarfar, er hvernig við notum peninga og með hvaða hætti fjármálamarkaðurinn starfar. Það er af þeim sökum að við getum ekki leyft þróun rafmynta að ráðast af þeirri græðgi og öfgafullu viðhorfum sem einkenna rafmynta- heiminn. Ráðast þarf í vandlega skoð- un á því hví hvernig veröld rafmynt- anna fær að þróast og hvernig hún gæti mótað framtíð stafrænna pen- inga. Breytingar eru svo sannarlega í vændum. En það dugar ekki að bíða bara eftir að þær verði. Rafmyntasamfélagið myndi vera ósammála þessari sýn á málin, því rætur rafmynta liggja í hug- myndafræði stjórnleysis-frjálshyggju (e. anarchistic libertarianism), eins og Nouriel Roubini við New York- háskóla hefur bent á. Margir frum- kvöðlar í Kísildal hafa þessa sömu hugmyndafræði að leiðarljósi. Og þeir eru ekki alveg úti á þekju: ríkið getur stundum verið hættulegt skrímsli. En ríkið er líka ómissandi og þjónar því hlutverki að vera besta trygging mannkyns fyrir áföllum framtíðarinnar. Í heimi stjórnleys- isins berjast bandítar um völdin. Eins og Mancur Olson færði rök fyrir í verkinu Power and Prosperity er betra að hafa aðeins einn bandíta frekar en marga. Hann bætti því enn fremur við að með frjálslyndu lýð- ræði mætti hafa heimil á bandítanum. Ríki þjóna því hlutverki að skaffa íbú- um sínum almannagæði sem þeir geta ekki verið án. Er varla hægt að finna betra dæmi um það en útgáfu peninga. Og af þeim sökum væru það draumórar að halda að við gætum tekið stjórnvöld alveg út úr myndinni þegar kemur að peningum. Sést það vel á sögu rafmynta til þessa. Tæki fyrir spákaupmennsku Peningar eiga að nýtast til gild- isvarðveislu (e. store of value), sem reikningseining (e. unit of account) og sem greiðslumiðill (e. medium of exchange). Góður gjaldmiðill þarf að vera endingargóður, meðfærilegur, skiptanlegur í smærri einingar, eins- leitur, vera til í takmörkuðu magni og tekinn gildur sem víðast. Hvernig gengur rafmyntum að fullnægja þessum skilyrðum? Greinilegt er að þær henta ekki til gildisvarðveislu, né sem reikningseining, enda sveiflast þær mikið í verði. Þá eru þær ekki góður greiðslumiðill því löghlýðnir einstaklingar og fyrirtæki hafa lítinn áhuga á að hafa í sínum fórum gjald- miðla sem – í ljósi þeirrar nafn- leyndar sem þeim fylgir – henta vel þörfum glæpamanna, hryðjuverka- manna og fólks sem fæst við pen- ingaþvætti. Þó svo að tilteknar raf- myntartegundir kunni að vera til í takmörkuðu magni þá er fræðilega séð ekkert þak á því hversu margar nýjar rafmyntir er hægt að kynna til sögunnar, líkt og talning Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sýnir: „Til og með apríl 2018 voru meira en 1.500 teg- undir rafmynta í umferð.“ Mættu það allt eins vera 1,5 milljónir. Eðlilegast er að flokka rafmyntir sem einingar sem hægt er að stunda spákaupmennsku með og sem hafa ekkert verðgildi sem slíkar. Rafmynt gæti öðlast verðgildi ef hún yrði t.d. fyrir valinu sem gjaldmiðill tiltek- innar lögsögu eða á tilteknu sviði. En það er góð ástæða fyrir því hvers vegna allur þorri fólks velur, undir venjulegum kringumstæðum, að nota þá peninga sem þeirra eigin stjórn- völd gefa út: það verður að greiða skatta. Og skattana verður að borga með peningum sem stjórnvöld vilja taka við – þá aðallega með því að leggja inn á reikning í þjóðargjald- miðlinum hjá banka sem tengdur er seðlabankanum. Og seðlabankinn er um leið banki ríkisins. Ríkið ræður þessu öllu – þess vegna er það ríkið. Það kann vel að vera að við lifum flest einhverri tilveru á netinu, en við er- um líka af holdi og blóði og það er þetta hold og blóð sem ríkið getur stungið í steininn ef við borgum ekki skattana okkar. Þannig nær ríkið að framfylgja einkarétti sínum á pen- ingaútgáfu innanlands. Bara þeir sem lifa og hrærast í skuggum samfélags- ins myndu vilja athafna sig utan þessa kerfis – og jafnvel þeim þætti það ekki mjög örugg tilvera. Eins og Izabella Kaminska og Martin Walker hjá Miðstöð vís- indalegra stjórnunarhátta hjá FT bentu á, þegar þau komu fyrir nefnd neðri deildar breska þingsins, þá hafa rafmyntir til þessa bara gert glæpa- fólki auðveldara að athafna sig á net- inu, blásið upp fjárfestingarbólur, rú- ið einfeldninga inn að skinni, valdið hroðalegri sóun í kringum rafmynta- framleiðslu, fjármagnað alls kyns slæma hluti og auðveldað skattaund- anskot. Hvernig nýtur samfélagið góðs af því? Erfitt er að færa rök fyr- ir að rafmyntir sem nota má með full- komnu nafnleysi séu af hinu góða. Rafmyntir eru ekki enn farnar að skipta miklu máli. En það þarf samt að setja strangar reglur um notkun þeirra. Það er ekki lengur ásætt- anlegt að tauta bara um „nýsköpun“ og „frelsi“. Bálkakeðjan er annað mál Sama hvaða hættur kunna að stafa af rafmyntum þá gæti „dreifð höf- uðbókartækni“, s.s. bálkakeðjan (e. blockchain) nýst sem betri leið til að auka skilvirkni og öryggi á ýmsum sviðum, sér í lagi í fjármálaheiminum, þar sem örugg skráning upplýsinga skiptir höfuðmáli. Er mikill fjöldi til- rauna með þessa tækni í gangi ein- mitt núna. Í nýlegri skýrslu banda- rísku hugveitunnar Center for Economic and Policy Research og stofnunarinnar International Center for Monetary and Banking Studies, Impact of Blockchain Technology on Finance, er því haldið fram að þessi tækni geti „dregið úr ‚kostnaðinum við traust‘,“ og þannig „dregið úr kostnaði heilt á litið, dregið úr hag- rænni rentu (e. economic rent) og stuðlað að því að gera fjármálakerfið öruggara og sanngjarnara“. Það yrði framfaraskref, ef rétt reynist. Höld- um endilega áfram að gera tilraunir. En það má ekki gefa neinn afslátt af þeim meginreglum sem þurfa að gilda um gagnsæi og efnahagslegan stöðugleika. Ein mikilvægasta tæknibyltingin sem gæti sprottið upp úr þeirri þróun sem er að eiga sér stað á sviði staf- rænna peninga væri n.k. andhverfa við rafmyntir: stafrænt fé gefið út af seðlabanka, sem mögulega gæti kom- ið í stað reiðufjár og jafnvel orðið eitt- hvað enn róttækara en það. Greining AGS og Englandsbanka sýnir að það þarf að liggja alveg ljóst fyrir hver til- gangurinn á að vera með rafrænu seðlabankafé, hvernig það tengist reiðufé og bankainnistæðum, og hvort rafræna féð getur komið í stað- inn fyrir seðlabankainnstæður, sem í dag geta aðeins verið í eigu viðskipta- banka. Að skipta reiðufé út fyrir einhvers konar stafrænar einingar ætti að vera tiltölulega einfalt mál og myndi aðallega vekja upp spurningar um hversu mikið nafnleysi ætti að fylgja breytingunni. Það væri enn þá djarf- ara skref, og myndi opna fyrir mögu- leikann á þeim mun róttækari breyt- ingum, ef almenningur ætti þess kost að færa innistæður sínar hjá við- skiptabönkunum yfir á algjörlega trygga reikninga hjá sjálfum seðla- bankanum. Það blasir við hvers vegna sú róttæka hugmynd ætti að höfða til fólks, enda felur hún í sér að bankarnir væru ekki lengur þeir einu sem hefðu aðgang að fjármálaþjón- ustu seðlabankans. En slík breyting myndi um leið gjörbreyta pen- ingakerfinu (og vafalítið koma ójafn- vægi á það) eins og það er í dag, þar sem ríkið er í því hlutverki að bæði tryggja og stýra magni peninga í um- ferð, sem bankar í einkaeigu búa sjálfir til og tryggja með innistæðum. En það er staðreynd málsins, bylting- arkennt eins og það kann að hljóma, að tæknin gæti þýtt að allir væru með reikning hjá seðlabankanum. Tæknin er að ryðja úr vegi gömlum hindr- unum sem áður gerðu slíkan aðgang allt of flókinn. Og eins og á öllum öðrum sviðum er nýsköpun að búa til nýja mögu- leika í heimi peninganna. En ekki eru allar breytingar af hinu góða. Sumar breytingar virðast greinilega til óþurftar. Besta leiðin fram á við er að segja nei við frjálshyggju-draumsýn- inni en að segja ekki nei við sjálfum breytingunum: peningakerfið okkar er allt of gallað fyrir það. Við ættum að aðlagast, en sagan kennir okkur að betra er að aðlagast með var- kárum hætti. Óraunhæfir draumar um rafmyntir Eftir Martin Wolf Rafmyntir eiga seint eftir að geta komið í stað hefð- bundinna gjaldmiðla, nema þá að ríki eða seðla- bankar gefi rafmyntirnar út. En þá opnast líka áhugaverðir nýir mögu- leikar. AFP Það gæti gjörbreytt peningakerfinu ef seðlabankarnir bálkakeðjuvæddust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.