Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019SJÓNARHÓLL
Framleiðum allar gerðir
límmiða af mismunandi
stærðum og gerðum
Thermal
Hvítir miðar
Litamiðar
Forprentaðir
Athyglismiðar
Tilboðsmiðar
Vogamiðar
Lyfsölumiðar
Varúðarmiðar
Endurskinsmiðar
Flöskumiðar
Verðmer
Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is
kimiðar
Límmiðar
HARI
Þegar upp kemur stórt vandamál eða óvenjulegstaða hættir okkur til að skýra margt og jafvelflest óvenjulegt með vísan til þessa eina atriðis.
Þannig hættir til dæmis mörgum til þess að skýra flest
sem úrskeiðs fer í Bandaríkjunum og jafnvel heiminum
öllum á einhvern ótilgreindan hátt með veru Trumps á for-
setastóli, en á sama tíma telja aðrir að málum sé þveröfugt
farið og að allt sem óvenjuvel
gengur sé Trump að þakka.
Það sama virðst upp á ten-
ingnum varðandi Bretland á
tímum Brexit, þar sem iðu-
lega er gripið til óljósra tilvís-
ana til Brexit sem skýringar á
flestu því sem aflaga fer í
hagkerfinu. Slíkt er þó í besta
falli ofureinföldun á ástand-
inu en getur í versta falli leitt
til þess að litið sé framhjá
öðrum og ekki síður mik-
ilvægum vandamálum.
Það vakti ekki mikla at-
hygli þegar lítil íhlutaverk-
smiðja vestan við London að
nafni Stonehouse tilkynnti að
hún myndi draga úr fram-
leiðslu og hætta henni alfarið
innan tveggja ára. Þarna
hverfa einungis um 200 störf,
sem er lítið í samanburði við
margar aðrar fréttir sem ber-
ast þessi misserin frá Bret-
landi. Það vakti þó athygli
einhverra að ástæðan sem sænskur eigandi verksmiðj-
unnar gaf fyrir lokuninni var að hann stefndi að því að
flytja framleiðsluna til tæknivæddari verksmiðja í eigu
móðurfélagsins í Frakklandi og á Ítalíu.
Lokun Stonehouse-verksmiðjunnar hefur lítið með
Brexit að gera en er afleiðing af öðru og djúpstæðara
vandamáli sem Bretland glímir við, sem er lítil framleiðni
vinnuafls. Sem dæmi þá þarf starfsmaður í Frakklandi að-
eins tæpa 4 daga til að framleiða það sem breskur starfs-
maður þarf 5 daga til að framleiða, sem skýrist meðal ann-
ars af því að sjálfvirkar vélar á hvern starfsmann eru um
helmingi færri í Bretlandi en í Frakklandi og ekki nema
um einn fjórði af því sem gerist í Þýskalandi. Á meðan
starfsfólk Stonehouse-verksmiðjunnar stansar kúlulegur
með gömlum og úreltum tækjum er ný framleiðslulína
móðurfélagsins í Frakklandi alsjálfvirk og hagstæðara er
að flytja alla framleiðsluna þangað en
að fjárfesta í sambærilegri tækni í
Bretlandi.
Framleiðni vinnuafls hefur lítið
aukist í Bretlandi síðasta áratuginn á
meðan vöxturinn í helstu samkeppn-
islöndum hefur verið á milli 1 og 2
prósent og þótt óvissan sem fylgir yf-
irvofandi Brexit sé ekki hvetjandi til
fjárfestinga fer því fjarri að hún geti
alfarið skýrt litla framleiðni vinnu-
afls, sem er þróun sem á sér dýpri
rætur og lengri sögu. Aðrar mögu-
legar skýringar sem tíndar hafa verið
til eru veik réttarstaða launafólks
samhliða auðveldum aðgangi að
ódýru vinnuafli, aðallega frá Austur-
Evrópu, of hátt hlutfall lélegra fyr-
irtækja, sem lifa fyrst og fremst af
vegna lágra vaxta og stuðnings eig-
enda eða hins opinbera og síðast en
ekki síst hlutfallsleg stærð þjón-
ustugeirans sem hefur síðri tækifæri
til framleiðniaukningar en til dæmis
iðnaður. Í þessu sambandi hefur ver-
ið bent á að þrátt fyrir sögulega lítið
atvinnuleysi í Bretlandi hefur hátt hlutfall starfa sem þar
hafa orðið til eftir 2008 verið láglaunastörf með takmark-
aða framleiðni. Það hefur verið ódýrara að ráða fleira fólk
en að fjárfesta í tækni.
Útlitið er því ekki endilega bjart fyrir breskan iðnað
óháð því hvernig Brexit fram vindur og líklega ræður
meiru um framhaldið hvernig Bretum tekst til við að auka
fjárfestingu í landinu frekar en hvort Brexit verður með
eða án samnings, í dag eða á morgun.
VINNUMARKAÐUR
Hjörtur H. Jónsson
forstöðumaður ALM Verðbréfa hf.
Breskur vandi er
ekki bara Brexit
”
Framleiðni vinnuafls
hefur lítið aukist í Bret-
landi síðasta áratuginn
á meðan vöxturinn í
helstu samkeppnis-
löndum hefur verið á
milli 1 og 2 prósent og
þótt óvissan sem fylgir
yfirvofandi Brexit sé
ekki hvetjandi til fjár-
festinga fer því fjarri að
hún geti alfarið skýrt litla
framleiðni vinnuafls,
sem er þróun sem á sér
dýpri rætur og lengri
sögu.
FORRITIÐ
Þó að ViðskiptaMogginn reyni að
fjalla aðallega um forrit sem geta
hjálpað fagfólki að ná betri tökum á
verkefnum dagsins þá læðast
stundum inn í þennan dálk lausnir
sem einfaldlega eru svo óvenjulegar
og sniðugar að það væri synd að
segja ekki frá þeim.
PetSelfie (www.petselfie.co) er
eitt af þessum forritum – og ætti að
vera himnasending fyrir þá sem
þykir fátt skemmtilegra en að taka
myndir af sjálfum sér með gælu-
dýrunum sínum.
Þeir sem reynt hafa vita að það
er heljarinnar vandi að ætla að fá
hund eða kött til að sitja fyrir á
sjálfsmynd. Blessaðir ferfætling-
arnir hafa jú sáralítinn áhuga á
myndatökunni og hlýða seint skip-
unum ef þeim er sagt að brosa
framan í símann.
PetSelfie, leysir vandann á ósköp
einfaldan hátt og lætur símann gefa
frá sér hljóð sem vekur athygli
dýrsins. Notandinn smellir á takka
til að taka myndina og bíður ör-
stutta stund á meðan forritið bæði
gefur frá sér hljóð og tekur mynd.
Eins og vera ber má síðan eiga
við myndirnar á ýmsa vegu, stilla
liti og bæta við skrauti, áður en
þeim er deilt með vinum og vanda-
mönnum.
Eins og stendur er PetSelfie að-
eins í boði fyrir síma með iOS stýri-
kerfinu og kostar 99 sent í for-
ritabúð Apple. ai@mbl.is
Til að ná góðri mynd
með loðbarninu