Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 4
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það er að renna upp ögurstund í kjaraviðræðunum á almenna vinnu- markaðinum. Í dag er þess vænst að ríkisstjórnin leggi fyrir forystu ASÍ tillögur um breytingar í skattamál- um, sem geta ráðið úrslitum um hvort samningar nást á næstunni. Samningstilboði SA og gagntil- boði verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til ríkis- sáttasemjara, var hafnað á báða bóga í seinustu viku. Næsti sátta- fundur er boðaður á fimmtudaginn og þá mun ráðast hvort útspil stjórn- valda dugar til áframhaldandi við- ræðna eða viðræðunum verður þá slitið, eins og viðmælandi úr forystu verkalýðsfélaganna orðaði það í gær. Næsta skref eftir viðræðuslit yrði þá að hefja undirbúning þessara fé- laga að boðun verkfalls. Mikill og vaxandi óróleiki er líka meðal verkalýðsfélaganna 16 innan Starfsgreinasambandsins, sem ekki hafa vísað kjaradeilunni til ríkis- sáttasemjara. Þar eru komnar upp háværar kröfur um að vísa deilunni þangað fyrir næsta fimmtudag ef að- koma stjórnvalda nægir ekki til að koma hreyfingu á kjaraviðræðurnar. Í gær var svo frá því greint að samninganefnd SGS hefði veitt við- ræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa til sáttasemjara og ætl- ar viðræðunefndin að ræða það á fundi síðdegis í dag, eftir að ljóst gæti verið hverjar tillögur stjórn- valda væru. Þó að útlitið sé dökkt í kjaravið- ræðunum eru reyndir samninga- menn innan verkalýðshreyfingar- innar alls ekki úrkula vonar um að hægt sé að ganga frá kjarasamningi á tiltölulega stuttum tíma, ef það meginmarkmiðið næst að auka veru- lega ráðstöfunartekjur tekjulægstu launþeganna. Það yrði gert með blöndu beinna launahækkana og lækkun skattbyrðinnar sem myndi skila verulegum ávinningi fyrir tekjulága, auk aðgerða í húsnæðis- málum s.s. með aukinni leiguvernd o.fl. Lægri skattbyrði og lágmarks- taxtar hækki strax í 300 þúsund Það er fyrst og fremst tvennt sem talið er geta leyst hnútinn. Annars vegar ef ríkisstjórnin boðar að hún muni létta skattbyrði tekjulægri hópa og auka ráðstöfunartekjur þeirra um a.m.k. 15 til 20 þúsund kr. á mánuði, að öllum líkindum með nýju skattþrepi á lægri laun. Því til viðbótar þyrfti SA að fallast á að bæta í tilboð samtakanna um krónu- töluhækkanir, þannig að lægstu taxtar hækkuðu í 300 þúsund kr. á mánuði, sem er 14 til 15 þúsund kr. hækkun til viðbótar við það sem SA bauð í seinustu viku. Þetta gæti orð- ið grunnur að nýjum kjarasamning- um skv. heimildum Morgunblaðsins. Eins og fram hefur komið buðu SA í tilboði sínu krónutöluhækkanir upp á 20 þúsund kr. árlega næstu þrjú árin á laun undir 600 þúsund kr. á mánuði og 2,5% hækkun á laun sem eru þar yfir. Nánar tiltekið mun tilboðið hafa falið í sér 15 þúsund kr. árlegar hækkanir launa auk fimm þúsund kr. uppbótar á taxtalaun. Lægsti taxti í dag er um 266 þúsund kr. þannig að hann myndi hækka í fyrsta skrefi í 286 þúsund. Það dug- ar hvergi nærri til að mati verka- lýðsfélaganna, sem höfnuðu þessu og segja ófrávíkjanlegt að allir taxt- ar undir 300 þús. kr. verði afnumdir. Frá 1. maí á seinasta ári hafa lág- markslaun, svokölluð lágmarks- tekjutrygging, verið 300 þúsund kr. Heimildarmenn innan verkalýðs- hreyfingarinnar benda á að ef at- vinnurekendur féllust á að hækka lægstu taxta í 300 þúsund í upphafi samningstímabilsins yrðu lágmarks- laun með tekjutryggingu á fyrsta ári samningsins 334 þúsund og myndu síðan hækka árlega til loka samn- ingstímans. Þegar tekið er tillit til skattalækkana yrði útkoman fyrir láglaunafólk þegar upp yrði staðið ekki ýkja langt frá þeirri kröfu sem verkalýðsfélögin settu fram í upp- hafi kjaraviðræðna um að lágmarks- laun verði 425.000 krónur í lok samningstímans ,,að því gefnu að ekki komi til umtalsverðra skatt- kerfisbreytinga, þannig að sköttum verði létt af lægstu launum og lægri millilaunum“, eins og það var orðað. Verkalýðsfélögin í SGS hafa lagt mikla áherslu á krónutöluhækkanir launa og eru sumir innan hreyfing- arinnar þeirrar skoðunar að gera eigi þá gagnkröfu á SA að krónutölu- hækkanir gangi upp allan launastig- ann í stað prósentuhækkunar launa yfir 600 þús. kr. á mánuði. Óeðlilegt sé að þeir sem hafa yfir eina til tvær milljónir á mánuði fái 25 til 50 þúsund kr. hækkun eins og leiða myndi af til- boði SA en ekki er ljóst hvort verka- lýðshreyfingin léti þó brjóta á þessu. Mikil óformleg fundarhöld voru í gærdag þar sem farið var yfir stöð- una á meðan beðið er eftir aðkomu stjórnvalda. Ráðherrar munu hafa fundað til að leggja lokahönd á þær aðgerðir sem þeir ætla svo að kynna viðsemjendum á vinnumarkaði í dag. Forsetar ASÍ funduðu í gærmorgun og því næst kom samninganefnd ASÍ saman til að fara yfir málin. Gætu náð góðri lendingu í styttingu vinnuvikunnar Viðræður um sérmál hafa haldið áfram milli iðnaðarmannafélaganna og Samtaka atvinnulífsins en við- ræður um stærstu mál væntanlegra samninga hafa legið niðri á meðan beðið er eftir upplýsingum frá stjórnvöldum, að sögn forystu- manna í röðum iðnaðarmanna, sem rætt var við. Breytingar á vinnutíma eru meðal þeirra sérmála sem rædd hafa verið reglulega að undanförnu og í pistli á vefsíðu Samiðnar segir að ennþá sé unnið að styttingu vinnuvikunnar „og gerum okkur vonir um að okkur takist að ná góðri lendingu í því máli“. Með tilboði atvinnurekenda til stéttarfélaganna á dögunum séu hins vegar að verða vatnaskil í kjaradeilunni. ,,Það sem hefur verið að trufla samtölin um endurnýjun kjarasamninga eru fréttir af gríðar- legum hækkunum hjá bankastjórum og æðstu embættismönnum ríkisins. Það gap sem stjórnvöld bjuggu til með því að fella niður kjaradóm, og vera ekki tilbúin með fyrirkomulag sem á að taka við, hafa þeir sem eru í efstu lögunum samfélagsins nýtt til hins ýtrasta,“ segir í pistlinum. Morgunblaðið/Eggert Sáttafundur Tveir mánuðir eru liðnir frá því að fjögur verkalýðsfélög vísuðu til ríkissáttasemjara og sjö vikur frá því að kjarasamningar losnuðu. Skattaspilið ræður úrslitum  Verkalýðsfélög eiga von á tillögum ríkisstjórnarinnar til aðila vinnumarkaðarins í dag  Nýtt lágtekjuskattþrep og viðbót við krónutölutilboð SA er talið geta lagt grunn að samkomulagi Óvissa í kjaramálum » Viðræðunefnd Starfsgreina- sambands Íslands metur síð- degis í dag hvort vísa eigi kjaradeilu 16 aðildarfélaga og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. » Næsti sáttafundur SA og fjögurra verkalýðsfélaga er boðaður á fimmtudaginn. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 18.2., kl. 18.00 Reykjavík -1 léttskýjað Hólar í Dýrafirði -1 skýjað Akureyri 0 snjókoma Egilsstaðir -1 alskýjað Vatnsskarðshólar 4 léttskýjað Nuuk -1 léttskýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló 3 þoka Kaupmannahöfn 7 þoka Stokkhólmur 4 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 11 heiðskírt Brussel 14 skýjað Dublin 9 skúrir Glasgow 7 rigning London 8 skúrir París 14 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 13 heiðskírt Berlín 13 heiðskírt Vín 10 heiðskírt Moskva -3 heiðskírt Algarve 15 skýjað Madríd 14 heiðskírt Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -24 skýjað Montreal -12 skýjað New York 2 þoka Chicago -3 snjókoma Orlando 24 þoka  19. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:10 18:14 ÍSAFJÖRÐUR 9:24 18:10 SIGLUFJÖRÐUR 9:07 17:52 DJÚPIVOGUR 8:42 17:41 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Austan 18-23 m/s og rigning eða slydda, snjókoma eða slydda norðan- og austantil. Á fimmtudag Sunnan 13-20 m/s, hvassast vestast á landinu. Þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Fremur hæg austlæg átt á norðanverðu landinu, bjartviðri og frost að 7 stigum. Austan 8-15 sunnan til með stöku skúrum eða éljum, hiti um og yfir frostmarki. Hvessir sunnanlands í kvöld. Níu störf hafa verið lögð niður vegna skipulagsbreytinga hjá Alcoa Fjarðaáli frá áramótum. Þar af var sex starfsmönnum sagt upp í lok janúar, eins og komið hefur fram. Samkvæmt upplýsingum fyrir- tækisins hefur fjórum af þessum níu starfsmönnum verið boðið að fara í önnur störf hjá fyrirtækinu. Það mál er enn í ferli, samkvæmt upplýs- ingum upplýsingafulltrúa. Ef allir þiggja þessi störf hætta aðeins fimm af þeim níu starfsmönnum sem feng- ið hafa uppsagnarbréf. helgi@mbl.is Níu starfsmönnum sagt upp á árinu Morgunblaðið/ÞÖK Fjarðaál Um 550 starfsmenn eru hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði.  Fjórum þeirra boðið að ganga í önnur störf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.