Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tæplega 90% þeirra kúabænda sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Bænda- samtaka Íslands vilja halda í kvóta- kerfi í mjólkurframleiðslu. Aðeins rúm 10% kjósa að gefa framleiðsl- una frjálsa. „Þetta er algerlega í samræmi við þá umræðu sem ég hef upplifað meðal bænda á undanförnum mán- uðum. Niðurstaðan kemur því ekki á óvart en munurinn er aðeins meiri en ég átti von á,“ segir Arnar Árna- son, formaður Landssambands kúa- bænda. 493 kúabændur kusu af þeim 558 sem rétt áttu til þátttöku eða 88,35%. „Það er mikilvægt að hafa fengið svona góða þátttöku. Umboð- ið sem við förum með í samninga- viðræður við ríkið er alveg skýrt. Við höfum ekki umboð til að ræða neitt annað en felst í þessum niður- stöðum. Það er gott að hafa slíkt veganesti,“ segir Arnar. Viðræður að hefjast Spurður um framhaldið segir Arnar að Landssamband kúabænda og Bændasamtök Íslands muni nú láta gera skoðanakönnun þar sem afstaða bænda til fyrirkomulags viðskipta með greiðslumark verður könnuð. „Svo erum við með við- semjanda,“ segir Arnar og vísar til þess að endurskoðun nautgripa- ræktarsamnings búvörusamninga ríkis og bænda muni hefjast senn. Samninganefnd bænda mun hittast á sínum fyrsta fundi á morgun. Arnar segir að auk kvótamálsins verði lögð áhersla á að taka betur á tollvernd landbúnaðarins í búvöru- samningum. Skýrt umboð í viðræðunum  90% kúabænda vilja kvóta áfram Morgunblaðið/Eggert Mýrar Kýrnar úða í sig fersku og hæfilega röku grasi. Halldór G. Björnsson, fyrrverandi verkalýðsleiðtogi til fjölda ára, var jarðsunginn frá Digraneskirkju í gær. Séra Gunnar Rúnar Matthíasson jarðsöng. Líkmenn voru þau Grímur Halldórsson, Ketill Arnar Halldórsson, Kristín María Grímsdóttir, Guð- rún Eydís Ketilsdóttir, Halldór Guðmundsson, Jó- hann Guðmundsson, Smári Ríkarðsson og Sindri Smárason. Karlakór Fóstbræðra söng við útförina en organ- isti var Gunnar Gunnarsson. Morgunblaðið/Hari Útför Halldórs G. Björnssonar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Leigufélagið Heimavellir hyggst hefja sölu nýrra íbúða við Hlíðar- enda í mars. Salan sætir tíðindum enda eru íbúðirnar á einum af fjórum nýjum íbúðareitum á svæðinu, sem heita C-F. Félagið mun samtímis auglýsa nýjar íbúðir til leigu. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Heimavalla, segir fé- lagið fá fyrri hlutann af svonefndum E-reit til afhendingar í sumar. Á honum verði 178 íbúðir. Þær skiptist þannig að 164 verði í eigu Heima- valla og 14 í eigu Frostaskjóls ehf. „Við fáum 164 íbúðir afhentar í tveimur áföngum. Þann fyrri í sumar og hinn seinni ári síðar. Húsin eru byggð eins og tvö L sem tengjast svo saman. Hlutinn sem verður afhentur í sumar snýr að Hringbrautinni. Þar eru um 75 íbúðir af þessum 164. Við höfum alltaf áformað að selja stærri íbúðirnar og áætlum nú að selja ríf- lega 50 af þessum 164. Flestar íbúð- irnar sem við seljum eru yfir 75 fer- metrar; þriggja, fjögurra og fimm herbergja. Fjöldinn getur breyst þegar líður á árið ef við teljum ástæðu til með því að auka hlutfall íbúða sem fer í sölu eða leigu,“ segir Guðbrandur og vísar til stöðu Heimavalla. Fyrir liggur tillaga um afskráningu félagsins sem hluthafar taka afstöðu til á aðalfundi 15. mars. Meiri áhugi á stærri íbúðum Guðbrandur segir reynslu Heima- valla af fyrri verkefnum benda til meiri áhuga á stærri íbúðum en minni þegar fermetraverð er yfir meðallagi. Ekki sé búið að ákveða söluverð. „Þetta verður hóflega verðlagt miðað við það sem er í gangi í dag,“ segir Guðbrandur. Hann bendir svo á að allar íbúð- irnar á Hlíðarenda verði með bíla- stæði og rúmgóða geymslu í kjallara. Ásamt E-reit verða reitir C (162 íbúðir), D (142 íbúðir) og F (191) með samtals nærri 500 íbúðir. Uppbygg- ing þeirra er misjafnlega langt á veg komin. Fyrsta fjölbýlishúsið á Hlíðarendasvæðinu, Arnarhlíð 1, er á svonefndum B-reit. Húsið var af- hent í fyrrasumar. Þar eru 40 íbúðir. Enn eru óseldar íbúðir í húsinu. Mikill áhugi á svæðinu Guðbrandur segir marga bíða eftir íbúðum á Hlíðarenda. Þar sé nátt- úra, miðborgin og stærstu háskól- arnir í göngufæri. Veðursæld sé á svæðinu. Mikið sé lagt í hönnun húsa og einsleitni brotin upp með ólíkum framhliðum. „Það hafa margir haft samband við okkur, ekki síst eldra fólk sem hefur búið lengi miðsvæðis, og spurt um íbúðirnar,“ segir Guð- brandur um áhugann á svæðinu. Hefja sölu íbúða á Hlíðarenda í mars  Heimavellir hyggjast selja 50 af 164 íbúðum á E-reit á Hlíðarenda  Hinar fara að óbreyttu í útleigu  Framkvæmdastjóri Heimavalla segir íbúðirnar munu verða á hagstæðara verði en gengur og gerist Morgunblaðið/RAX Hlíðarendi Fyrstu íbúðirnar á reitum C-F verða afhentar í sumar. verkefnið sem fyrirtækið hefur tek- ið að sér. Í tilkynningu Vodafone kemur fram að Aqua Comms sem á og rek- ur ljósleiðaranet á milli Bandaríkj- anna, Írlands, Bretlands og Dan- merkur hafi sýnt verkefninu áhuga og stuðning. Félagið rekur einnig ljósleiðarakerfi í eigu annarra. Það selur eingöngu tengingar í heild- sölu. Páll Jóhann segir að sú vinna sem Fjarskiptasjóður setti af stað hafi verið ætluð til að flýta undir- búningi að lagningu fjarskiptasæ- strengs. Vonast hann til að umræð- an leiði til þess að þriðji strengurinn verði lagður til Evrópu. Allir séu sammála um að það þurfi að gerast. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er gott að vita að eitthvað er að gerast í þessum málum. Við höf- um haft meiri áhyggjur af því að lít- ið væri að gerast. Svo verður að koma í ljós hvað verður í framhald- inu,“ segir Páll Jóhann Pálsson, for- maður Fjarskiptasjóðs, um samning Vodafone á Íslandi við norska aðila um að skoða samlegð við lagningu á nýjum fjarskiptasæstreng frá Nor- egi og Íslandi til Írlands. Vodafone á Íslandi (SÝN) til- kynnti þennan samning við norska fyrirtækið Nordavind í gær. Áform- að er að leggja Íslandsstrenginn frá Reykjanesi til vesturstrandar Ír- lands og Noregsstrenginn frá Þrándheimi til sama lendingar- staðar. Strengirnir gætu legið sam- an síðasta spölinn. Rannsóknir í sumar Farice, sem rekur strengina sem tengja Ísland við Evrópu, Fa- rice-1 og Danice, er að undirbúa kortlagningu sjávarbotnsins og aðr- ar forrannsóknir við lagningu nýs fjarskiptastrengs á þessari sömu leið. Tók fyrirtækið verkið að sér fyrir Fjarskiptasjóð sem leggur í það um 260 milljónir króna. Örn Orrason, yfirmaður sölu og viðskiptaþróunar Farice, segir að samningar Vodafone við Norðmenn breyti engu. Haldið verði áfram við Kanna samlegð með streng frá Noregi  Vodafone stefnir að lagningu sæstrengs til Írlands  Farice rannsakar sömu leið fyrir Fjarskiptasjóð Heimild: Sýn hf. Ljósleiðari milli Íslands, Noregs og Írlands ÍRLAND Killala NOREGUR Þrándheimur ÍSLAND Reykjanes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.