Morgunblaðið - 19.02.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn
þriðjudaginn 26. mars kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá fundarins
• Venjuleg ársfundarstörf
• Kynning á samþykktabreytingum
• Önnur mál
Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 24. janúar 2019
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ársfundur 2019
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna
—
live.is
Íbúar í Siglufirði og á Ólafsfirði
hafa upplifað sannkallaða ófærð
síðustu daga, þar sem kyngt hef-
ur niður snjó og verið leiðinda
norðan fræsingur. Vegum út úr
Fjallabyggð hefur verið lokað og
gerðist þetta m.a. á þeim tíma
þegar íbúar horfðu á næstsíðasta
þáttinn af Ófærð á RÚV í fyrra-
kvöld.
Ólafsfjarðarvegi var lokað
vegna snjóflóðahættu og ófært
var um Siglufjarðarveg. Einnig
var ófærð í Héðinsfirði á milli
gangamunna. En eftir því sem
leið á daginn í gær þá náði Vega-
gerðin að opna þessar leiðir.
Leiðindafærð hefur verið á veg-
um norðan- og austanlands. Þann-
ig var Víkurskarð lokað í gær en
þá komu Vaðlaheiðargöng sér vel
fyrir vegfarendur. Skafrenningur
og þæfingur hefur verið á vegum,
éljagangur og lélegt skyggni.
Ófærð á Siglufirði á meðan íbúar horfðu á næstsíðasta þáttinn af Ófærð
Vegum lok-
að vegna
flóðahættu
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Arnar Þór Ingólfsson
arnarth@mbl.is
Ýmsar rangfærslur eru í yfirlýsingunni sem
stjórn Procar ehf. sendi út á fjölmiðla síðasta
þriðjudagskvöld, eftir að fréttaskýringarþátt-
urinn Kveikur opinberaði að bílaleigan hafði
átt við ökumæla í bifreiðum sínum, til þess að
gera þá auðseljanlegri.
Í yfirlýsingu bílaleigunnar sagði meðal ann-
ars að fyrirtækið hefði hætt að fikta í kíló-
metrastöðu bílanna árið 2015 og að málið varð-
aði einungis bifreiðar sem seldar hefðu verið á
árunum 2013-2016, en gögn sem mbl.is hefur
undir höndum og blaðamaður hefur borið sam-
an við upplýsingar úr ökutækjaskrá Sam-
göngustofu sýna að bílar sem átt var við árið
2016 voru seldir á árunum 2017 og 2018, bæði
til fyrirtækja og einstaklinga.
þeirra voru seldir árið 2017 og þrír til viðbótar
árið 2018, sá síðasti í nóvember síðastliðnum.
Þar var um að ræða Nissan Pathfinder-jeppa,
sem í mars árið 2016 var „spólaður til baka“ um
rúmlega 33 þúsund kílómetra.
Pathfinder-eigandi svekktur
„Nei, er það?“ sagði svekkt Guðríð Helena
Petersen, sem keypti umræddan bíl af Procar
fyrir aðeins fjórum mánuðum, þegar blaða-
maður tjáði henni tíðindin. Hún sagðist ekki
vita hvert hún ætti að snúa sér núna í fram-
haldinu, en veltir því fyrir sér að fara með mál-
ið til lögreglu.
„Þetta er bara hræðilegt. Bíllinn er allur á
láni og lánið væri örugglega lægra ef ég hefði
vitað hversu marga kílómetra þessi bíll er
keyrður. Ég er bara alveg í sjokki,“ segir Guð-
ríð.
Bæði Stundin og RÚV höfðu áður greint frá
því að yfirlýsing Procar stæðist ekki skoðun og
að átt hefði verið við bíla á árinu 2016. Gögnin
sem mbl.is fékk frá manni sem vann eitt sinn
hjá bílaleigunni staðfesta það og einnig það að
fullyrðingar bílaleigunnar um að í flestum til-
fellum hafi kílómetrafjöldinn einungis verið
skrúfaður niður um 15-30 þúsund kílómetra
virðist vera afar hæpnar.
Önnur bílaleiga keypti níu bíla
Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti a.m.k.
níu Suzuki Jimny-jeppa af Procar árið 2017
voru slegnir og ætla að skoða réttarstöðu sína,
eftir að blaðamaður sagði þeim að búið væri að
eiga við kílómetrastöðu bíla sem eru skráðir í
þeirra eigu. Tveir bílanna höfðu verið „skrúf-
aðir niður“ um u.þ.b. 105.000 km hvor, úr u.þ.b.
170.000 km niður í u.þ.b. 65.000 km.
Seldu niðurfærða bíla 2017 og 2018
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Procar Bílaleigan fór með rangt mál í afsök-
unarbeiðni sinni í kjölfar þáttar Kveiks.
Stjórn bílaleigunnar Procar fór með rangt mál í afsökunarbeiðni sinni eftir fréttaflutning Kveiks
Hér er um að ræða að minnsta kosti 19 bíla,
samkvæmt þeim gögnum úr bókunarkerfi bíla-
leigunnar sem blaðamaður hefur skoðað. 16
Íslenskir dansarar unnu fjórfaldan
sigur í Boston í Bandaríkjunum um
helgina. Daníel Sverrir Guðbjörns-
son og Sóley Ósk Hilmarsdóttir úr
Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar
(DÍH) höfðu sigur í tveimur flokk-
um; í U-21 ballroom dönsum og í
flokki rísandi stjarna í ballroom. Þá
voru þau í sjötta sæti í flokki ball-
room-áhugadansara.
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja
Rún Gísladóttir, einnig úr DÍH),
unnu í tveimur flokkum í latin döns-
um, meðal áhugadansara og í flokki
dansara undir 21 árs aldri.
Tristan Guðmundsson og Svandís
Ósk í DÍH voru í 5. sæti í U-19 og 6.
sæti í U-21 latin dönsum. Bragi Geir
Bjarnason og Magdalena Eyjólfs-
dóttir úr Dansíþróttafélagi Kópa-
vogs (DÍK) voru í 6. sæti í U-19 latin
dönsum og í 8. sæti í U-19 ballroom
dönsum. Íslenska landsliðið var svo í
6. sæti í liðakeppninni í Boston.
Íslenskir dansarar hafa verið sig-
ursælir á árinu en Kristinn Þór og
Lilja unnu einnig stóra danskeppni í
Englandi og Milano Grand á Ítalíu.
Þá kepptu Axel Kvaran og Darya
Kochkina nýverið í stærstu dans-
keppni sem haldin er í Kænugarði í
Úkraínu og urðu þar í 1. sæti í
tveimur flokkum. Fleiri dansfréttir
má lesa á vefnum vinna.dsi.is.
Fjórfaldur danssigur
í Boston um helgina
Danspör Íslenskir dansarar stóðu sig vel í Boston um helgina.