Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Knoll International
PILOT
Hönnun: Barber & Osgerby
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Breyta þarf hegningarlögum hvað
varðar umboðssvik. Dómar Hæsta-
réttar eru enda víti til varnaðar.
Þetta er meðal niðurstaðna Jóns
Steinars Gunnlaugssonar, fv. hæsta-
réttardómara, í greininni Umboðs-
svik í háttíðarriti Orators, tímariti
laganema við Háskóla Íslands.
Tilefnið sé dómar sem felldir voru
við Hæstarétt í „eftirhrunsmálum“.
Hefur Jón Steinar haldið því fram
að margir sakborningar í slíkum mál-
um hafi verið ranglega dæmdir.
Hæstiréttur hafi látið undan þrýst-
ingi og dæmt menn að ósekju.
Saklaus þar til sekt er sönnuð
Jón Steinar rifjar upp 69. grein
stjórnarskrárinnar um að engum
skuli gert að sæta refsingu nema
hann hafi gerst sekur um háttsemi
sem hafi verið refsiverð samkvæmt
lögum á þeim tíma þegar hún átti sér
stað eða megi fullkomlega jafna til
slíkrar háttsemi. Þá sé í 70. grein
stjórnarskrár að finna ákvæði um
réttláta málsmeðferð fyrir dómi og að
hver sá sem borinn sé sökum um
refsiverða hátt-
semi skuli talinn
saklaus þar til
sekt er sönnuð.
Jón Steinar rifj-
ar jafnframt upp
18. grein hegning-
arlaga. Þar sé
kveðið á um að
verknaður, sem
refsing sé lögð við
í lögum, sé ekki
saknæmur nema hann sé unninn af
ásetningi eða gáleysi. Fyrir gáleysis-
brot skuli því aðeins refsa að sérstök
heimild sé til þess í lögum. Þá rifjar
hann upp XXVI. kafla hegningarlaga
um auðgunarbrot. Meðal brota kafl-
ans séu þjófnaður, gripdeildir, fjár-
dráttur, fjársvik og umboðssvik. Í
upphafi kaflans (243. gr.) sé kveðið á
um að aðeins skuli refsa fyrir brotin ef
þau hafa verið framin í auðgunar-
skyni. „Til þess að brot geti talist hafa
verið framið í auðgunarskyni þarf til-
gangur brotamanns með háttsemi
sinni að hafa verið að hafa fé af einum
(brotaþola) sjálfum sér eða öðrum til
auðgunar. Augljóst er að þetta þarf að
hafa beinlínis vakað fyrir brotamanni.
Að öðrum kosti getur brot ekki talist
framið í auðgunarskyni,“ skrifar Jón
Steinar og víkur að Hæstarétti.
Hæstiréttur vék frá skilyrðum
„Hæstiréttur Íslands hefur síðustu
misseri kveðið upp allmarga dóma,
þar sem fyrirsvarsmenn banka hafa
verið sakfelldir fyrir umboðssvik og
eiga brotin þá að hafa verið framin í
aðdraganda þess að bankarnir urðu
gjaldþrota 2008 … Mér þykir ljóst að
Hæstiréttur hafi í flestum þessara
dóma hreinlega vikið til hliðar um-
ræddu skilyrði 243. gr. almennra
hegningarlaga og í þess stað byggt
dóma sína á því að veruleg áhætta á
fjártjóni banka hafi falist í meintu
broti,“ skrifar hann.
Þó kunni umræddu skilyrði að hafa
verið fullnægt í dómi Hæstaréttar í
Exeter-málinu (442/2011).
„Með því að umbreyta skilyrði lag-
anna eru dómstólar búnir að taka sér í
hendur vald til að meta áhættu og
leggja hana að jöfnu við auðgunartil-
gang ef hún er mikil, þó að ekkert
bendi til þess að fyrir ákærða hafi
vakað að auðga sjálfan sig eða aðra.
Hæstiréttur hefur meira að segja
hafnað rétti sakborninga til að láta
sérfróða menn meta áhættu sem í við-
komandi viðskiptum á að hafa falist,“
skrifar Jón Steinar sem telur fram-
kvæmd Hæstaréttar á 249. gr. al-
mennra hegningarlaga, varðandi fjár-
tjónsáhættu, ekki fá staðist.
„Til að fullnægja skilyrðinu um
auðgunartilgang hlýtur að þurfa að
komast að þeirri niðurstöðu að mark-
mið (tilgangur) viðkomandi fjármála-
gjörnings hafi verið að hafa fé af
bankanum og fá það öðrum,“ skrifar
Jón Steinar sem telur það „forkast-
anlegt [af Hæstarétti] að meina sak-
borningi að koma að sönnunarfærslu
um áhættuna sem geti talist hafa
fylgt viðkomandi viðskiptum“.
„Í þeim málum sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni verður ekki betur
séð en æðsta dómstól þjóðarinnar hafi
gengið eitthvað sérstakt til með því
að, ekki bara túlka lög sakborningum
til bölvunar, heldur einnig beinlínis að
breyta merkingu lagaákvæða til að
geta komið áfellisdómum fram,“
skrifar Jón Steinar. Þá spyr hann
hvort ástæða þess að ekki var ákært
fyrir brot gegn 261. gr. hegningar-
laga, er varðar fjárréttindi, hafi verið
sú að brot samkvæmt þessu ákvæði
fyrnist á tveimur árum. Varðar það
brot á 248.-250. gr. laga án þess að
auðgunartilgangur þyki sannaður.
Leggur til breytingar
Spyrja megi hvort komin séu for-
dæmi um að ekki þurfi að sanna auðg-
unartilgang þegar um umboðssvik er
að ræða þrátt fyrir bein lagafyrirmæli
um það. Þrír kostir séu í stöðunni. Að
aðhafast ekki og sjá hvernig dóma-
framkvæmdin verður í framtíðinni.
Að sameina ákvæði 249. og 261. gr. al-
mennra hegningarlaga, „þannig að
háttsemi með verknaðarlýsingu 249.
gr. yrði refsiverð án þess að sannaður
væri auðgunartilgangur“. Að kveða
skýrar á um það í lögum að ekki verði
refsað fyrir umboðssvik skv. 249. gr.
nema auðgunartilgangur sé sannað-
ur. baldura@mbl.is
Hæstiréttur lét undan þrýstingi
Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dóma Hæstaréttar í umboðssvikamálum ekki standast skoðun
Hæstiréttur hafi neitað sakborningum um álitsgerðir Leggur til breytingar á hegningarlögum
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Fiskikóngurinn afhenti Fjölskylduhjálp Íslands nýlega hálft tonn af ýsu
handa skjólstæðingum samtakanna og verður fisknum úthlutað við næstu
úthlutanir dagana 19., 20. og 21. febrúar. Á myndinni eru fulltrúar Fiski-
kóngsins og Fjölskylduhjálpar Íslands við fiskikassana.
Fengu hálft tonn af
ýsu til úthlutunar