Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættuog aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ibuprofen Bril Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Á hreint brilliant verði! Bólgueyðandi og verkjastillandi 400mg töflur - 30 stk og 50 stk Hundruð karla og kvenna í litríkum búningum skreyttum með apahauskúpum, svonefndir tatungar, héldu um helgina svonefnda Cap Go Meh hátíð í Singkawang á Borneó í Indóne- síu til að fagna nýju ári samkvæmt kínverska tímatalinu. Fólkið hafði stungið teinum gegnum kinnarnar, sló sig með sveðjum og gekk á nöglum án þess að á því sæi. Sumir virtust falla í trans á göngunni. Þessi hátíð byggist á langri hefð en tatungarnir eru taldir búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum og lækningamætti sem erfist milli kynslóða. Litrík áramótahátíð á Borneó AFP Stjórnendur japanska bílaframleið- andans Honda eru sagðir hafa ákveðið að loka verksmiðju fyrirtæk- isins í Swindon á Englandi árið 2022. Við það munu 3500 störf tapast. Breska sjónvarpsstöðin Sky News sagði, að tilkynnt yrði formlega um þessa ákvörðun í dag. Evrópskar höfuðstöðvar Honda verði þó áfram í Bracknell, skammt frá Swindon. Breski þingmaðurinn Justin Tomlinson fullyrti í gær, að ákvörð- un Honda tengdist ekki Brexit held- ur hefði fyrirtækið ákveðið að fram- leiða alla bíla fyrir Evrópumarkað í Japan. Honda hefur framleitt Civic bíla í Swindon í 24 ár en þar er eina verksmiðja fyrirtækisins í Evrópu. Aðrir bílaframleiðendur, þar á meðal Nissan og Ford, hafa gefið til kynna að dregið verði úr starfsemi á Bretlandi í kjölfar þess að landið gangi úr Evrópusambandinu. Niss- an tilkynnti nýlega, að hætt hefði verið við áform um að smíða X-Trail sportjeppa á norðausturhluta Eng- lands og ástæðan væri sú óvissa, sem skapast hefði vegna Brexit. Þá hefur Jaguar Land Rover var- að við hugsanlegum innflutningstoll- um á breskar útflutningsvörur, gangi Bretland úr ESB án samnings. Honda ætlar að loka verksmiðju í Swindon  3500 störf í hættu vegna lokunarinnar AFP Bílar Honda hóf að framleiða Jazz í verksmiðjunni í Swindon árið 2009. Dómstóll í París mun á morgun úr- skurða hvort svissneski bankinn UBS hafi með ólöglegum hætti reynt að fá franska viðskiptavini sína til að fela milljarða evra í Sviss fyrir frönskum skattayfirvöldum. Málareksturinn hófst sl. haust eft- ir rannsókn, sem hófst sjö árum fyrr þegar fyrrverandi starfsmenn bank- ans komu fram og fullyrtu, að lög hefðu verið brotin. Þessar ásakanir og rannsóknin leiddu til þess, að svissnesk stjórnvöld neyddust til að breyta reglum landsins um skilyrð- islausa bankaleynd og taka þátt í samstarfi yfir 90 ríkja um aukna upplýsingagjöf. Franskir saksóknarar halda því fram, að fjöldi viðskiptavina UBS hafi leynt 10 milljörðum evra fyrir franska skattinum á árunum 2004 til 2012. Krefjast þeir þess að sviss- neski bankinn verði dæmdur til að greiða 3,7 milljarða evra í sekt á þeirri forsendu, að stjórnendur UBS hafi gert sér fulla grein fyrir því að þeir væru að brjóta frönsk lög með því að aðstoða franska viðskiptavini sína við að svíkja undan skatti. Krefjast 3,7 millj- arða evra í sekt AFP UBS Útibú UBS bankans í Zürich.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.