Morgunblaðið - 19.02.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.02.2019, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Erindi Fólk á ýmis hversdagserindi, t.d. að ferðast með tóman pappakassa við Reykjavíkurtjörn. Eggert Staða mannréttinda- mála tekur á sig æ dekkri mynd í Tyrk- landi og er svo komið að ríki heims geta ekki lengur þagað þunnu hljóði. Þetta á við um Ísland, ekki síður en um önnur ríki. Auk þess á svo að heita að við séum í bandalagi við Tyrkland með veru okkar í NATÓ. Samviskufangar í mótmælaföstu Ríkjum heims ber skylda til að gagnrýna mannréttindabrotin í Tyrklandi og krefjast þess að gripið verði til aðgerða þegar í stað til að koma í veg fyrir að mótmælafasta, sem breiðist nú ört út á meðal sam- viskufanga í tyrkneskum fangelsum, leiði til dauða mörg hundruð manns sem svo aftur hefði keðjuverkandi af- leiðingar með auknu ofbeldi og mannréttindabrotum. Í mars á síðastliðnu ári tók Par- ísardómstóllinn (the Permanent Peoples’ Tribunal) – sem starfað hef- ur nær óslitið frá sjöunda áratug síð- ustu aldar, að frumkvæði heimspek- inganna Bertrands Russells og Jean-Pauls Sartres – fyrir ásakanir um ofbeldi og stórfelld mannrétt- indabrot tyrkneskra stjórnvalda í Kúrdahéruðum Tyrklands. Afdráttarlaus niðurstaða um stórfellda stríðsglæpi Tveimur mánuðum síðar, í maí í fyrra, þegar dómstóllinn hafði rann- sakað það sem fram kom við vitnaleiðslur og gögn sem fram höfðu verið reidd í París, lá afdráttarlaus niður- staða fyrir: Framdir höfðu verið stórfelldir stríðsglæpir, fjölda- morð og mannréttinda- brot af margvíslegu tagi. Dómstóllinn hafði fyrst og fremst til skoð- unar tímabilið frá miðju ári 2015 til ársloka 2017. Í niðurstöðu dóm- stólsins er því einkum fjallað um þessi ár en þó er einnig vikið að hryðjuverkum tyrkneska hersins í árásunum á Kúrdabyggðirnar í Afrin í norðanverðu Sýrlandi í upphafi síð- asta árs. Öcalan líkt við Mandela Árið 1999 var óskoraður leiðtogi Kúrda í Tyrklandi og norðanverðu Sýrlandi, Abdullah Öcalan, hnepptur í fangelsi. Í þau tuttugu ár sem síðan eru liðin hefur honum verið haldið föngnum á Imrali-eyju í Marmara- hafi. Stundum er dregin upp samlík- ing með Öcalan og Mandela í Suður- Afríku, sem einnig var haldið í ein- angrunarvist á eyju, Robin-eyju í hans tilviki, að því leyti að báðir leiddu þeir vopnaða baráttu í rétt- indastríði við stjórnvöld. Í hvorugu tilvikinu viðurkenndu stjórnvöld réttmæti baráttunnar og skilgreindu því alla sem komu nærri henni sem hryðjuverkamenn. Brot á mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg komst að þeirri niður- stöðu í mars árið 2003 að Öcalan hefði ekki fengið réttmæta máls- meðferð fyrir dómi og rúmum tíu ár- um síðar að einangrun á Imrali-eyju stæðist ekki grundvallarreglur mannréttinda en úr því hafi verið bætt árið 2009 með því að fangelsa þrjá menn aðra einnig á eyjunni. Þótti þá formsatriðum fullnægt! Á ferð minni til Tyrklands í síð- ustu viku og þar með talið til Kúrda- héraða í suðaustanverðu landinu, átti ég viðræður við fjölda mannréttinda- samtaka sem lýstu reiði og undrun vegna deyfðar umheimsins, og þá ekki síst mannréttindastofnana, á of- beldinu sem Kúrdar eru beittir. Forsenda friðar Allir sem rætt var við voru á einu máli um að rof á einangrunarvist Abdullah Öclans væri forsenda þess að viðræðurnar um varanlegan frið gætu hafist að nýju, nokkuð sem allt þetta fólk sem við ræddum við þráir. Þær fréttir hafa þó varla farið fram hjá neinum að það eitt að setja nafn sitt við þessa kröfu, að friðarviðræð- ur hefjist að nýju, er fangelsissök í Tyrklandi. Í aðdraganda ferðar minnar til Tyrklands skrifaði ég Abdulhamit Gül, dómsmálaráðherra landsins, bréf fyrir hönd sjö manna sendi- nefndar þar sem óskað var eftir fundi með honum. Við bréfi mínu barst ekkert svar. Ekki fengið að hitta lögfæðinga síðan 2011 Nú er svo komið að yfir þrjú hundruð manns og fer fjölgandi í tyrkneskum fangelsum og víða utan Tyrklands einnig eru í mótmæla- föstu til að krefjast þess að ein- angrun Öcalans verði rofin. Hann hefur ekki fengið að hitta lögfræð- inga sína síðan 2011 og fjölskyldu sína síðan 2015 að undaskildum tveimur heimsóknum bróður síns í þrjátíu mínútur árið 2016 og í fimm- tán mínútur 12. janúar síðastliðinn. Gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna Einangrun Öcalans stríðir gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna um einangrunarvist fanga frá árinu 2015, sem stundum eru kennd við Nelson Mandela (Mandela rules). Samkvæmt þeim er ekki heimilt að halda manni í algerri einangrun lengur en 22 klukkustundir á sólar- hring í meira en fimmtán daga sam- fleytt án nokkurra mannlegra sam- skipta. Niðurlæging þagnarinnar Um þetta deilir enginn opinber- lega. En þótt engan hafi ég heyrt deila um mannréttindabrotin þá hef ég heyrt þögn margra. Það var sláandi að heyra talsmann mannréttindasamtaka í Amed/ Diyarbakir lýsa stöðu mála eins og hún blasti við honum: Ég þakka ykk- ur fyrir að koma hingað til fundar við okkur. Það veitir okkur styrk. Hitt megið þið vita að við erum ekki hjálparvana í þrengingum okkar, við munum verja okkur. En þið þurfið hins vegar að verja Evrópu og um- heiminn fyrir niðurlægingu þagnar- innar um okkar hlutskipti! Ríkisstjórnin geri tvennt Og nú leita ég til ríkisstjórnar Ís- lands um að láta frá sér heyra. Ég leyfi mér að fara fram á tvennt: Tafarlaust verði haft samband við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og þess krafist að ein- angrun Öcalans verði þegar í stað af- létt og friðarviðræður hafnar að nýju. Tafarlaust verði haft samband við framkvæmdastjóra Evrópuráðs- ins, Thorbjörn Jagland, og óskað eft- ir því að hann hafi þegar í stað sam- band við Erdogan, forseta Tyrk- lands, og krefjist þess að einangrun Öcalans verði þegar aflétt og friðar- viðræður hafnar að nýju. Engar áhyggjur, nú þarf beinar afdráttarlausar kröfur! Nú er sá tími liðinn að umheimur- inn þegi eða í besta falli lýsi yfir áhyggjum. Nú þarf skýrar og af- dráttarlausar kröfur. Í aðdraganda Tyrklands- heimsóknar minnar heimsótti ég Strassborg og hópinn sem þar er í mótmælasvelti til að leggja áherslu á framangreindar kröfur. Og í Amed/ Diyarbakir kom ég að hvílu Leylu Güven. Hún var þá á 98. degi í mót- mælaföstu. Hún sagði: Ég lít ekki svo á að ég sé að taka líf mitt. Þvert á móti er þetta óður minn til lífsins, ég vil lifa lífinu, en með mannlegri reisn. Ég óska eftir opnu svari við opinni ósk minni. Eftir Ögmund Jónasson »Nú er sá tími liðinn að umheimurinn þegi eða í besta falli lýsi yfir áhyggjum. Nú þarf skýrar og af- dráttarlausar kröfur. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands Ísland hefur tekið þátt í Schengen-samstarfi Evrópu- sambandsríkja frá árinu 2001 í samræmi við samning sem und- irritaður var árið 1996. Á þess- um árum hefur samstarfið auk- ist mjög með fjölgun samstarfsríkja og auknu um- fangi. Markmið samstarfsins er þó óbreytt og einkum tvíþætt. Í umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu er gjarnan einblínt á þann þátt samstarfsins sem lýtur að afnámi persónu- bundins eftirlits á innri landamærum, enda er hann augljós öllum þeim sem um landa- mæri ríkjanna fara. Hinn þátturinn er lýtur að samvinnu um löggæslu er hins vegar ekki öllum eins kunnur. Þar er um að ræða sam- ræmdar reglur um eftirlit á ytri landamær- um Schengen-svæðisins og mikla samvinnu lögregluliða ríkjanna með öryggi borgara Schengen-ríkjanna að leiðarljósi. Öryggi í frelsinu Frjáls för manna yfir landamæri er mark- mið í sjálfu sér. Það eru mikilsverð réttindi að geta farið á milli ríkja án þess að þurfa að sæta persónubundnu eftirliti meðan á ferð stendur og áður en lagt er í hann. Íslend- ingar, sem nú á dögum ferðast trúlega meira milli landa en ríkisborgarar margra annarra Evrópuríkja, finna glöggt muninn að þessu leyti á ferðalögum innan Evrópu og utan. Niðurfelling eftirlits á innri landamærum Schengen kallar hins vegar á margvíslegar öryggisráðstafanir. Lögreglusamvinna yfir landamæri skiptir þar sköpum. Mikilvægur hluti hennar felst í sameiginlegu upplýs- ingakerfi (SIS) með tilheyrandi heimild lög- gæsluyfirvalda til að miðla með skilvirkum hætti upplýsingum milli samstarfsaðila. Einnig er samvinna milli ríkjanna um rétt- araðstoð í sakamálum, meðal annars með það að leiðarljósi að einstaklingur verði ekki saksóttur eða refsað tvívegis fyrir sama af- brot á Schengen-svæðinu. Þá hafa sam- starfsríkin skuldbundið sig til þess að fylgja samræmdri stefnu við útgáfu vegabréfsárit- ana. Það er ekki ólíklegt að án þessa sam- starfs um vegabréfsáritanir og áritanafrelsi væri ferðaþjónusta á Íslandi nokkuð minni en raun er. Margvíslegar ástæður ferðalaga Langflestir sem leggja land undir fót gera það í lögmætum tilgangi. Viðskiptaferðir, skemmtiferðir og búferlaflutn- ingar af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna ófriðar heima fyrir eða bágs efnahags- ástands. Ástæðulaust, að ekki sé minnst á tilgangslaust, er að amast við þessum ferðum okk- ar mannfólksins. Það er hins vegar hverju fullvalda ríki mikilvægt að hafa einhverja yfirsýn yfir þann straum erlendra borgara sem fara um landamæri þess. Ekki eru allir í lögmætri dvöl og ekkert ríki á Vesturlöndum er í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim sem þangað vilja flytja frá öðrum heims- hlutum. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu lýt- ur ekki að heildarstefnu Evrópusambands- ins í málefnum útlendinga eða hælisleitenda. Ísland er ekki skuldbundið að neinu leyti í þeim efnum. Hins vegar tekur Ísland þátt í Dyflinnarsamstarfinu sem lýtur að afmörk- uðum málum er varða útlendingamál, þ.á m. brottvísanir og endurkomubann útlendinga í ólögmætri dvöl. Það er vandséð hvernig Ís- land hefði getað brugðist við fordæmalaus- um straumi hælisleitenda undanfarin ár án þessa samstarfs sem er hluti Schengen- samstarfsins. Þess misskilnings gætir stundum í umræðu um Schengen að afstýra hefði mátt fjölgun hælisleitenda hér á landi væri Ísland utan Schengen. Hælisleitendur velja hins vegar ekki viðkomustaði sína eftir ríkjabandalögum. Schengen-ríkin eru frá- leitt einu áfangastaðir hælisleitenda eins og Bretland er ágætt dæmi um. Samvinna í stöðugri þróun Málefni landamæra- og lögreglusamvinnu teljast almennt þróun á Schengen-samstarf- inu. Samvinna á vettvangi öryggismála telst hins vegar ekki nema að hluta Schengen- tengd, nánar tiltekið þegar samvinnan varð- ar t.d. öryggi á ytri landamærum eða nýt- ingu Schengen-upplýsingakerfisins svo dæmi séu tekin. Framundan eru nokkur mikilvæg verkefni á sviði landamæra- og lögreglusamvinnu sem almenningur verður var við. Fyrirhuguðu Entry/Exit-kerfi sem samkomulag náðist um síðari hluta árs 2017 er til að mynda ætlað að auka gæði landa- mæraeftirlits og auka sjálfvirkni við mæl- ingu dvalar útlendinga á Schengen-svæðinu. Á árinu 2017 ferðuðust 30 milljón ein- staklingar til Schengen-svæðisins á grund- velli heimildar um vegabréfsáritunarfrelsi. Eftir því sem samningum um vegabréfsárit- unarfrelsi fjölgar þá fjölgar þessum ferða- mönnum. Það er vissulega jákvætt í stóra samhenginu en má þó ekki vera á kostnað öryggis Schengen-svæðisins. Á árinu 2022 er fyrirhugað að taka í notkun ETIAS-kerfi (European Travel Information and Author- isation System) í líkingu við það kerfi sem Bandaríkin nota við forskráningu ferða- manna til landsins. ETIAS er ætlað að greiða fyrir landamæraeftirliti og draga úr líkum á því að ferðamaður sæti frávísun á landamærum. Ísland hefur aðkomu að mótun nýrra Schengen-gerða með þátttöku íslenskra sér- fræðinga, sendiherra og dómsmálaráðherra í nefndum ráðherraráðs Evrópusambands- ins. Í upphafi árs tók Rúmenía við for- mennsku í ráðherraráðinu af Austurríki. Formennskuríki hefur tækifæri til þess að setja sitt mark á stefnumótum Schengen- samstarfsins en ríkin hafa vissulega mis- munandi áherslur þegar kemur að þróun samstarfsins. Í gær lagði ég fyrir Alþingi skýrslu mína um Schengen-samstarfið. Í henni er fjallað um þau verkefni sem rædd eru á reglulegum fundum dómsmála- og innanríkisráðherra Evrópusambandsins sem við dómsmála- ráðherrar Schengen-samstarfsríkjanna sækjum. Ég hvet áhugasama til þess nálgast skýrsluna á vef Alþingis eða dómsmálaráðu- neytis. Schengen Eftir Sigríði Á. Andersen »Ekki eru allir í lögmætri dvöl og ekkert ríki á Vest- urlöndum er í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim sem þangað vilja flytja frá öðrum heimshlutum. Sigríður Á. Andersen Höfundur er dómsmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.