Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 ✝ Friðný GuðrúnPétursdóttir fæddist á Odds- stöðum á Mel- rakkasléttu 4. jan- úar 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 7. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Þorbjörg Jónsdóttir, f. 20.1. 1881, d. 1.10. 1964, og Pétur Siggeirsson, f. 15.4. 1889, d. 10.1. 1972 Systkini Friðnýjar voru Odd- geir, f. 29.12. 1915, d. 27.11. 1989; Borghildur, f. 12.6. 1917, d. 2.12. 1992; Jón Sigurður , f. 20.10. 1919, d. 30.1. 2006; Árni Guðmundur, f. 4.6. 1924, d. 1.6. 2010; Guðný Aðalbjörg, f. 25.4. Börn þeirra eru Guðjón Karl, Erla Þórdís og Guðmundur Árni. 5) Kjartan, f. 1965, sonur hans er Guðjón Árni. Barna- barnabörn Friðnýjar eru sex- tán. Friðný varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1943. Lauk síðan BA-námi í Háskóla Íslands 1985. Hún vann í Pósthúsinu í Reykjavík árin 1944 til 1951. Fór svo með fjöl- skyldunni til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Guðjón mað- ur hennar var að læra sína sér- grein sem fæðingarlæknir og kvensjúkdómalæknir. Komu aftur til Íslands 1957. Eftir það var aðalvinna henn- ar að sjá um heimili og börn og síðan að sinna barnabörnum. Hún var gífurlega fær í ætt- fræði og gat rakið ættir manna í móðurlegg allt aftur á þjóð- veldisöld. Friðný verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 19. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 1926, d. 25.6. 2001. Eiginmaður Friðnýjar var Guð- jón Guðnason yfir- læknir, f. í Reykja- vik 23.6. 1923, d. 1998. Börn þeirra eru: 1) Pétur, f. 1946, sambýliskona hans er Samira Muage Weng; Börn hans eru Þórjón Pétur, Pétur Jak- ob, Ragnar, Gunnar, Ariel, Alej- andro Pétur og Jóhanna Dögg stjúpdóttir. 2) Snævar Guðni, f. 1949. 3) Árni Pétur, f. 1951, sambýlismaður hans er José Manuel Pequito Diego, Aðal- björg Þóra er dóttir hans. 4) Herdís Marianne, f. 1957, maki Trausti Jarl Valdimarsson. Þá er hún floginn in í aðra vídd, þessi elska. Við töluðum oft saman um dauðann og ég sagði henni að hún þyrfti ekki að hafa áhyggj- ur af því. Ég myndi vera með henni þegar hún yfirgæfi þessa jarðnesku vídd. Það stóðst að ég var með henni á hennar hinstu stund , ef til vill beið hún með brottförina þar til ég kæmi frá Afríku. Við áttum yndislegar stundir saman í nokkra daga fyrir and- látið þar sem það sem var bak- við Friðnýju, hin raunverulega hún, tengdist því raunverulega í „mér“. Svo sameinaðist hún Ljósinu og er í mjög góðum málum Hún móðir mín Friðný eða Ninna einsog flestir kölluðu hana átti langa og litríka ævi. Nokkur atriði í fari hennar eru mér minnisstæð. Það var mikil seigla í henni. Hún átti til að segja „ég get og ég skal“ og það gerði hún svo sannarlega. Þrátt fyrir berkla og lömunar- veiki í bernsku þá lét hún það ekki aftra sér. Hún fór í há- skólanám þegar hún var 60, fyrir tæpum 40 árum síðan, þegar fátt var um að hennar jafnaldrar gerðu það. Hún gerði það meðal annars til að sýna yngsta bróður mínum, Kjartani, sem þá var unglingur að hún væri ekki eins vitlaus og hann hélt hann vera. En eitt sterkasta dæmið um viljastyrk hennar var það hvernig hún náði sér eftir heila- blóðfall sem lamaði vinstri hlið hennar og gerði það að verkum að hún missti málið. Hún náði því baka með því að lesa góða norðlensku, sagði hún, en hana var að finna í norskum reyf- urum og ástarsögum sem voru í sjálfum sér fremur ómerkileg lesning en vel þýddar á ís- lensku. Ég var og er mikið erlendis en þegar ég var á landinu átt- um við mjög góðar gæðastundir saman á sunnudögum. Í hvert skipti sagði hún alltaf eitthvað sem kom á óvart. Eins og þegar ég spurði hana hvað hún ætlaði að gera þegar hún væri dauð. Án þess að hika sagði hún „Ætli ég verði ekki bara draug- ur“. Mamma var mikil barnagæla. Hún náði vel til barna og sagði sjálf að hún hefði átt að vera barnasálfræðingur. Meira að segja náði hún sterkum tengslum við börn jafnvel þótt þau hefðu aldrei hitt hana í eig- in persónu. Eins og yngsti son- ur minn sem spjallaði stundum við hana í síma eða sá hana á netinu. „Avo (amma) Ninna“ sagði kall með mikla ást í rödd sinni. Hún var á yngri árum vina- mörg og sinnti vinum sínum og vandamönnum á glæsilegan og gefandi hátt. Þetta var mikið náttúrubarn. Alveg frá bernsku. Sennilega fremur óstýrilát og lítt gefin fyrir að láta aðra segja sér fyrir verkum. Því var hún send til móðurbróður síns á öðrum bæ á Sléttunni, þegar hún var sex ára. Sagði þá við frænda sinn: „Ég er kominn til að læra mannasiði. Ég má víst ekki steyta görn við fullorðna.“ Sem betur fer, sagði hún, var ekki til rítalín í hennar bernsku. Ef til vill hefði hún orðið stilltari, en á móti hefði hún ekki orðið þessi sterki og skapandi einstaklingur sem hún var. Ég er þakklátur fyrir svo margt í okkar samskiptum. Ekki bara að hafa átt góða móður, heldur fyrst og fremst að hafa kynnst og verið með þessum sérstaka einstaklingi. Pétur Guðjónsson. Fyrir nákvæmlega fimmtíu og fimm árum síðan fór ég í mína fyrstu heimsókn í Sigtúnið til Dísu vinkonu minnar. Sig- túnið var einstaklega fallegt og höfðinglegt heimili og bar þess vott að Friðný og Guðjón höfðu búið erlendis. Borðstofuhús- gögnin voru hvít og nýtískuleg, stofurnar risastórar og bjartar, franskt baðherbergi og meira að segja gufubað. Það tók Frið- nýju ekki langa stund að kom- ast að því að við vorum frænkur og hún sagði mér margar sögur af forfeðrum okkar. Friðný kenndi mér líka strax að rekja ættir mínar fimm ættliði aftur í tímann. Hún var stolt af upp- runa sínum og sínu fólki og lagði mikla áherslu á menntun. Sjálf naut hún þess að búa að stúdentsprófi og var Guðjóni stoð og stytta við að hlýða hon- um yfir þegar hann var í lækn- isfræðinni. „Hvað hann var heppinn að ég fór svona vel yfir augað með honum,“ sagði hún því það kom á munnlega próf- inu. Næstum sextug skellti hún sér í Háskóla Íslands og lauk þar sinni gráðu með láði. Friðný var sannkölluð heims- dama, átti marga fallega pelsa, skartaði flottum höttum, fór í frönskutíma og naut þess að ferðast og fræðast. Sigtúnið ið- aði af lífi á uppvaxtarárunum enda barnmargt heimili. Ég vissi fátt skemmtilegra en að leika við Dadda og þeir voru ófáir dansarnir sem Árni Pétur hjálpaði okkur við að semja og æfa í stofunni. Pétur var byrj- aður að breyta heiminum og Snævar mikill heimspekingur. Ég á einstakar minningar af Lúsíuhátíðinni en þá fékk ég alltaf að gista. Friðný vakti okkur Dísu eldsnemma og við fengum að vekja alla strákana syngjandi með logandi kerti og ilmurinn af nýbökuðum Lúsíu- brauðunum og kræsingunum fylltu húsið. Það var líka ósjald- an um helgar að boðið var upp á kjúkling og franskar sem við Dísa fengum að afhýða. Guðjón skar þær síðan niður og djúp- steikti, slíkt hafði aldrei verið borið fram á mínu heimili. Ég minnist Friðnýjar frænku með miklu þakklæti fyrir marg- ar einstakar minningar. Hún fór svo sannarlega sínar eigin leiðir í lífinu og gerði miklar kröfur til annarra og sjálfrar sín. Ég votta ættingjum öllum samúð og þakka Friðnýju frænku hálfrar aldar samfylgd. Ég mun ætíð minnast hennar með bros á vör. Gunnhildur Arnardóttir. Óðurinn til gleðinnar hljómar í huga mínum þegar ég kveð Friðnýju Pétursdóttur, föður- ömmu sonar míns Péturs Jak- obs. Tónarnir magnast innra þegar ég þakka henni fyrir barnið mitt – barnabarnið hennar og Guðjóns afa, lækn- isins góða og elskulega. Óður- inn til gleðinnar á sannarlega við þegar manneskja kveður eftir langt og farsælt líf eins og Friðný gerir. Friðný fæddist á Oddsstöð- um á Melrakkasléttu. Mel- rakkaslétta var ofarlega í huga hennar alla tíð og þau Guðjón dugleg að heimsækja og leggja rækt við gamla foreldraheimilið hennar. Friðný var góðum gáf- um gædd – forvitin um lífið og vildi njóta þess. Það er ekki svo langt síðan ég hitti hana káta og hressa í Kaffivagninum þar sem hún naut stundarinnar með Herdísi dóttur sinni og hennar góða manni – að vera innan um fólk var hennar líf og yndi. Fullorðin lagði hún leið sína í Háskóla Íslands og lauk glæsi- legu prófi – vel liðin meðal ungra skólasystkina. Hún sagði mér að það hefði verið skemmtilegur tími. Þegar Pétur Jakob minn var vatni ausinn og fékk fallega nafnið sitt, var Friðný amma innilega glöð. Pétur, nafn föður hennar, var hjartanafnið – hún sá eftir því að hafa ekki skírt alla syni sína fjóra Pétur. En tveir þeirra bera nafnið. Það er ekki hægt að minnast á Friðnýju án þess að nefna börnin hennar – þau umvöfðu hana bókstaflega, sér- staklega á efri árum og juku við lífgleði hennar með reglulegum leikhúsferðum – veitingahúsa- heimsóknum og sólarlanda- ferðum. Alveg einstakt og til fyrirmyndar. Árni Pétur, sonurinn kæri, og einkadóttirin Herdís vöktu yfir mömmu alla daga með ást og gleði. Friðný var á margan hátt lukkunnar pamfíll. Hún var ekki amman sem bakaði og prjónaði – hún var amman sem uppfræddi og sagði sögur. Hún elskaði barnahópinn á sinn hátt. Á 97 ára afmælisdeginum 4. janúar sl. sat hún í Perlunni ásamt stórum hópi afkomenda, sæl og sátt. Og nú er hún farin og óðurinn til gleðinnar hljóm- ar. Ég óska Friðnýju góðrar ferðar, ég trúi því að hún hafi verið full tilhlökkunar og til- búin. Guð blessi minningu Friðnýj- ar Pétursdóttur – Guð blessi börnin hennar öll. Helga Mattína Björnsdóttir, Dalvík. Friðný Guðrún Pétursdóttir Elsku besta Lúlu amma. Á þessum tíma- punkti verður mér hugsað til alls þess sem þú stóðst fyrir. Mér langar að þakka þér fyr- ir alla endalausu hugulsemina, allt sem þú hefur gert fyrir okkur afkomendur þína. Það skipti þig alltaf mestu máli að við hefðum það sem best. Heilsan var þar oft í fyr- irrúmi. Löngu áður en það tíðk- aðist, hófstu að baka hollustu- brauð og pönnukökur úr bankabyggi, en ekki hveiti, og mikilvægt að við barnabörnin fengjum nóga næringu, helst nóg C-vítamín, og undanrennu. Þú varst stórglæsileg, flug- gáfuð og með stálminni alla tíð. Það var alltaf svo gott og öruggt að koma til þín og manni leið alltaf vel í mjúka brúna sófanum, gufan í gangi í útvarpinu og þú sennilega að útbúa eitthvað matarkyns, því svangur mátti maður ekki fara frá þér. Það verður skrýtið að geta ekki heyrt í þér aftur og ræða málin. Daginn áður en þú lést áttum við dýrmætt samtal sem ég hugsa oft til og hvernig þú hugsaðir stöðugt um aðra, aðal- Þuríður Þorsteinsdóttir ✝ Þuríður Þor-steinsdóttir (Lúlú) fæddist 22. júní 1925. Hún lést 10. febrúar 2019. Útför Þuríðar fór fram 18. febr- úar 2019. lega hafðir þú áhuga á að heyra hvernig Hanna Lísa hefði það, hvort hún væri ekki að braggast vel, vildir alltaf heyra og vita að af- komendur þínir hefðu það gott. Ég er svo þakk- lát að þið fenguð að kynnast og hún muni eftir þér. Ég sakna þín, elsku amma, vona að þú, afi og öll þín góða fjölskylda dansið nú saman hress og glöð. Hvíl þú í friði, elsku besta Lúlu amma. Þuríður Þorsteinsdóttir. Ég kynntist ömmu minni mjög vel þegar ég byrjaði í há- skólanámi og bjó í kjallaraher- berginu hjá Lúlú ömmu. Ég kom við á efri hæðinni hjá henni flesta daga. Hún hafði miklar áhyggjur af því að það færi ekki nógu vel um mig, en mér hafði sjaldan liðið betur. Hún bauð mér reglulega í mat og við áttum mörg góð kvöld saman þar sem við borðuðum, spjölluðum og hlustuðum á út- varpið. Við ræddum lífið og til- veruna, og það var alltaf stutt í grínið hjá ömmu. Þessi tími sem við bjuggum saman var mjög dýrmætur. Við kynntumst ótrúlega vel og þótt að ég flytti svo frá henni fannst mér ég alltaf eiga stað hjá henni. Nú kveð ég þig, elsku amma mín, og þó ég hefði viljað meiri tíma með þér er ég samt mjög þakklátur fyrir tím- ann sem ég fékk. Takk fyrir allt. Barði Freyr Þorsteinsson. Elsku fallega og góða amma, ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því að velja úr öllum þeim góðu minningum sem ég á um þig. Það var alltaf svo gott að fara til ömmu, ég gat alltaf ver- ið örugg með það að fá rús- ínubrauð með kindakæfu eða hnetusúkkulaði, kíví eða undan- rennu. Ég elskaði að fara í gegnum dótið hennar og róta í öllum fötunum hennar og máta. Þetta leyfði amma mér og vildi endi- lega að ég tæki eitthvað af þessu dóti með mér heim ef ég vildi. Amma var engri lík, henni var alltaf svo umhugað um af- komendur sína og hafði oft áhyggjur af okkur, það skipti miklu máli að okkur liði vel. Hún passaði alltaf vel upp á okkur og gætti þess vel að eng- um yrði kalt. Það var svo notalegt hjá ömmu og ég vildi alltaf gista hjá henni. Þegar ég var ung- lingur fór ég oft til hennar og við spjölluðum mikið, það var gott að tala við hana. Amma hlustaði alltaf á mig og tók ekki afstöðu með nein- um, mér leið alltaf betur þegar við vorum búnar að spjalla sam- an. Ég gæti endalaust haldið áfram að rifja upp þær ynd- islegu minningar sem ég á, eins og ferðirnar sem við fórum vestur og góða blóðbergsteið sem hún gerði, það er svo mikið sem ég gæti skrifað að það væri efni í heila bók. Amma hefur svo oft komið mér til bjargar þegar eitthvað hefur bjátað á. Er svo innilega stolt af því að vera afkomandi Lúlú ömmu. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Elska þig, elsku amma mín. Þín Kolbrún Þorsteinsdóttir. Elsku langamma, við syst- urnar trúum því varla hvað við vorum heppnar að eiga þig svona lengi að. Þú sem varst alltaf svo yndisleg og góð við okkur. Hvort sem það var þegar við vorum uppi í sumarbústað hjá ykkur langafa eða þegar við komum í heimsókn og vorum að skoða alla hlutina sem þið átt- uð. Þú gafst þér alltaf tíma til þess að tala við okkur og segja okkur frá því sem við spurðum um. Þú vildir líka alltaf allt fyrir okkur gera. Við eigum margar skemmti- legar og góðar minningar frá þeim stundum sem við eyddum öll sama í bústaðnum eins og þegar að þú kenndir okkur að gera spilahús á meðan restin af fullorðna fólkinu var að dytta að bústaðnum og landinu. Þú lést smíða lítið hús fyrir okkur krakkana við bústaðinn, svo að við hefðum stað til þess að leika okkur á og við notuðum það mikið. Þú sýndir okkur að við litla fólkið værum alltaf í for- gangi hjá þér bara með því að vera þú. Elsku langamma, um leið og við kveðjum þig með ást og hlýju munum við sakna þín mjög mikið. Birta María og Laufey Helena. Elsku pabbi minn er nú fallinn frá 86 ára. Fyrstu minningar um pabba eru frá skíðaferðum okk- ar í Hveradölum þegar ég var fimm ára gutti. Ég man mjög vel eftir fyrstu ferðinni minni þar sem ég fór með pabba á toppinn í diskalyftunni, þar sem ég dróst hangandi í disk- inum síðasta spölinn. Pabbi var skellihlæjandi fyrir aftan og hafði gaman af. Þegar upp var komið og ég horfði niður frá toppnum átti ég erfitt með að pissa ekki á mig úr hræðslu. Pabbi hughreysti mig, hló góð- látlega og sagði mér að láta mig bara detta á rassinn ef ég færi of hratt. Eftir þessa ferð fékk ég mikinn áhuga á skíðum og var óstöðvandi, þökk sé elsku pabba. Eftir að pabbi og mamma skildu tók við tímabil sem var erfitt fyrir okkur báða. Hann talaði oft um að hann vildi að ég flytti til hans eftir skilnaðinn enda var mamma að glíma við erfiðleika en það varð nú ekkert úr því. Þrátt fyrir það áttum við margar yndisleg- ar stundir saman oft á skíðum. Ég verð að nefna bestu gjöf sem ég hef fengið í lífinu sem var fermingargjöfin frá pabba, Kristinn Magnússon ✝ Kristinn Magn-ússon, Bói, fæddist 20. október 1932. Hann lést 1. febrúar 2019. Útför hans fór fram 13. febrúar 2019. vikudvöl í Kerl- ingarfjöllum. Sam- verustundir okkar þar eru bara góðar minningar um yndislega tíma sem hlýja mér um hjartarætur. Árin liðu og allt- af gat ég leitað til pabba ef eitthvað kom upp sem þurfti úrlausnar hvort sem það tengdist viðgerð á bílum eða öðrum málum sem þurfti að leysa þá var pabbi alltaf til staðar. Pabbi hafði sérstakan húmor, oft svartan stríðnis- húmor og stundum þurfti um- hugsun til að skilja hann. Já, það var svo sannarlega oft glatt á hjalla með pabba. Þegar póli- tík var til umræðu lá hann svo sannarlega ekki á skoðunum sínum. Það er svo margt sem ég á pabba að þakka, ég lærði mikið af honum enda var hann afar fróður um allt, sama hvar maður bar niður. Þrátt fyrir að pabbi og mamma hafi skilið þá var sam- band þeirra einstakt. Alltaf var pabbi á Grensásveginum hjá mömmu, öll jól, páska og miklu oftar. Það var eins og þau væru ekki skilin, þannig var vinskap- ur þeirra og það var mér mikils virði. Í hjarta mínu býr mikið þakklæti til pabba sem er nú sameinaður fólkinu sínu og elsku mömmu. Guð blessi pabba minn. Kristinn Magnús Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.