Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 23
Nú hnígur sól að
sævarbarmi
sígur hún í þreytta
jörð.
Nú blikar dögg á blómahvarmi,
blundar fögur fuglahjörð.
Í hljóðrar nætur ástarörmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson)
Axel Guðmundsson, föður-
bróðir Guðmundar, orti þetta
fallega ljóð og mér finnst vel
við hæfi að hafa það sem upp-
haf að fáeinum minningarorð-
um um frænda og vin frá ung-
lingsárum mínum í Aðaldal. Að
vísu bendir ljóðið meira til
sælla sumardaga en kuldalegs
febrúar, en blessað vorið er þó
í vændum og færist nær með
hækkandi sól og lengri dögum
þótt Guðmundur njóti þess
ekki. Óvæginn sjúkdómur gekk
frá honum á tæpu ári.
Það var frændsemi og vin-
átta milli Grímshúsa og Ytra-
Fjalls. Ég minnist komu Guð-
mundar og Þorkels frænda á
Aðalbóli í Fjall. Sennilega kom-
ið á hjóli eða ef til vill gang-
andi. Unglingum á þeim dögum
fannst ekki tiltökumál að
skokka nokkrar bæjarleiðir. Í
gömlu baðstofunni á Fjalli var
spilað og sagðar gamansögur,
báðir gestirnir höfðu gott auga
fyrir slíku. Það var farið í fjár-
hús að líta á féð og brugðið á
leik á svellinu á Barðhústjörn.
Þetta var góður dagur, sem lif-
ir í minningunni. Guðmundur
ólst upp hjá góðum foreldrum í
elskulegum systkinahópi. Hann
var hár og vel vaxinn. Glæsi-
menni, íþróttamaður, vel verki
farinn og tók snemma að sér
forsjá heimilisins þegar faðir
hans féll frá. Gerðist bóndi í
Grímshúsum og bjó þar uns
sonur hans tók við, en vann
búinu til hins síðasta. Þau Hall-
dóra byggðu sér hús í túninu, í
stað þess að flytja burt úr
sveitinni. Í Grímshúsum vildu
þau vera.
Guðmundur
Hallgrímsson
✝ GuðmundurHallgrímsson
fæddist 26. sept-
ember 1938. Hann
lést 7. febrúar 2019.
Útför Guðmundar
fór fram 15. febrúar
2019.
Fundum okkar
Guðmundar bar
ekki oft saman eft-
ir að ég flutti í
fjarlæga sveit.
Hittumst samt fyr-
ir nokkrum árum.
Viðmótið hið sama,
fallegt bros og
hlýtt handtak.
Á kveðjustund
þökkum við systk-
inin frá Ytra-Fjalli,
Indriði, Ása, Birna, Álfur og
Ívar, Guðmundi frænda fyrir
vináttu og alúð frá því fyrsta og
biðjum honum blessunar á nýj-
um leiðum.
Og að lokum þessar hend-
ingar úr erfiljóði um föður hans
Hallgrím Guðmundsson sem
Ketill á Fjalli flutti við útför
hans:
Minning góðra, gegnra manna
gefur lífi birtu og yl.
Ástvinum Guðmundar votta
ég innilega samúð.
Ása Ketilsdóttir
frá Fjalli.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Ég tel mig afar heppna að
hafa fengið að kynnast Grímsa
vini mínum fyrir rúmum þrem
áratugum og í framhaldi af því
fjölskyldunni í Grímshúsum þar
sem mér var tekið opnum örm-
um. Ég varð hálfgerður heim-
alningur í Grímshúsum um
tíma og fékk að njóta þeirrar
hlýju og væntumþykju sem ein-
kenndi fjölskyldulífið þar á bæ.
Þó svo dregið hafi úr heim-
sóknum til þeirra heiðurshjóna
Gumma og Dóru með árunum
hef ég alltaf fundið fyrir vænt-
umþykju í minn garð og fengið
þétt faðmlag þegar leiðir okkar
hafa legið saman. Á kveðju-
stund rifjast upp margar minn-
ingar sem ég er þakklát fyrir
og mun geyma með mér um
ókomin ár.
Elsku Dóra, Grímsi, Anna og
Þórey, ég votta ykkur og fjöl-
skyldum ykkar mína dýpstu
samúð. Minningin lifir.
Sigþrúður (Sísí).
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
✝ Alda Sig-mundsdóttir
fæddist í Súðavík
15. janúar 1937.
Hún andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 1. febr-
úar 2019.
Foreldrar Öldu
voru Sigmundur Jó-
hannesson, f. 20.
september 1913 í
Arnardal við Skut-
ulsfjörð, d. 18. október 2003, og
Lydía Aðalheiður Rósink-
arsdóttir, f. 20. júní 2017 í Súða-
vík, d. 3. júní 1997. Systur Öldu
eru Hrönn Sigmundsdóttir, f. 23.
desember 1939, Ásdís Sigmunds-
dóttir, f. 11. október 1949, og
Sigrún Sigmundsdóttir, f. 9. jan-
Sigvaldadóttir, f. 10.10. 1962, og
eiga þau tvær dætur, Öldu og
Evu, 3) Sigmundur, f. 8.7. 1967,
kona hans er Bjarklind
Sigurðardóttir, f. 29.3. 1972, og
eiga þau tvo syni, Sigurð Jón og
Elvar. Langömmubörnin eru
fimm.
Alda og Bjarni byggðu sér
heimili að Faxabraut 40c í Kefla-
vík, fluttu þar inn 2. júlí 1960 og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Bjó hún þar áfram eftir andlát
maka síns, en flutti í leiguíbúð
fyrir aldraða að Nesvöllum 6 í
mars 2018. Alda hafði nýlokið
námi við Húsmæðraskólann á
Ísafirði þegar hún flutti suður,
hún vann ýmis verslunar- og
þjónustustörf á sínum yngri ár-
um og var síðan heimavinnandi á
meðan börnin voru að komast á
legg. Síðustu tuttugu og þrjú
starfsárin vann hún hjá Útvegs-
banka Íslands og Íslandsbanka.
Útför Öldu fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 19. febrúar
2019, klukkan 13.
úar 1961, d. 6. des-
ember 1963.
Alda ólst upp í
Súðavík, á Þingeyri
og á Ísafirði fyrstu
17 ár ævinnar en
flutti þá með fjöl-
skyldu sinni til
Keflavíkur og bjó
þar síðan.
16. júlí 1960 gift-
ist Alda Bjarna G.
Kristinssyni, f. 19.
desember 1934, d. 19. júlí 2010.
Þau eignuðust þrjá syni, sem
eru: 1) Bragi, f. 9.8. 1959, kona
hans er Anna Klara Hreins-
dóttir, f. 4.9. 1960, og eiga þau
þrjá syni, Sigurð Arnar, Bjarna
og Jóhann Baldur, 2) Kristinn, f.
2.7. 1961, kona hans er Sigrún
Þá er komið að kveðjustund.
Alda amma mín skipaði mikil-
vægan sess í lífi mínu. Það var
alltaf svo gott að koma til hennar
í kaffi og spjall. Það var hægt að
ræða við hana um hvað sem er,
hún var alltaf með á nótunum.
Ömmu var afar umhugað um
fólkið sitt og fylgdist vel með
okkur öllum.
Hún hélt ótal mörg fjölskyldu-
boð í gegnum tíðina og var alltaf
höfðingi heim að sækja. Ég á
sérstaklega margar góðar minn-
ingar frá gamlárskvöldunum hjá
ömmu og afa.
Amma var einstaklega glæsi-
leg kona, alltaf vel til höfð og í
fallegum flíkum. Skókaup voru
okkar sameiginlega áhugamál og
höfðum við alltaf jafn gaman af
því að sýna hvor annarri nýjustu
kaupin.
Amma var líka mikill fagur-
keri, hún hafði gaman af því að
hafa fallegt í kringum sig og
halda fallegt heimili. Ömmu var
margt til lista lagt og var hún
hæfileikarík saumakona. Hún
naut þess einnig að fara í leikhús
og á listsýningar og bauð okkur
barnabörnunum oft með.
Ég er svo ótrúlega þakklát
fyrir allar samverustundirnar
með ömmu. Þær voru yndislegar
og oft var mikið hlegið. Hún var
alltaf til staðar fyrir mig og
studdi mig í einu og öllu. Hún er
og mun alltaf verða ein af mínum
helstu fyrirmyndum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég kveð elsku Öldu ömmu
mína með söknuði en veit að afi
tekur vel á móti henni.
Eva Kristinsdóttir.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur
horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Takk fyrir allt, elsku
langamma, hvíl í friði.
Bjarki Már og Ingólfur.
Þegar við systkinin ólumst
upp á Faxabrautinni, þar sem við
áttum heima nær öll æskuárin,
nutum við þess að búa í næstu
íbúð við Öldu og Bjarna og syni
þeirra, þá Braga, Kidda og
Simma. Foreldrar okkar fluttu á
Faxabraut 40c og d um svipað
leyti og samgangur var mikill á
milli þessara heimila og ekki
langt að sækja leikfélaga.
Þau voru mörg ævintýrin sem
við upplifðum í heimi án nútíma
netmiðla og snjallsíma. Við höfð-
um ofan af fyrir okkur m.a. með
leikjum, prakkarastrikum og
könnunarleiðöngrum um ná-
grennið.
Áður en íslenska sjónvarpið
hélt innreið sína nutum við þess
að horfa á Kanasjónvarpið inn
um stofuglugga nágranna sem
dró gluggatjöldin frá svo við
fengjum notið þessara dásemda.
Þetta var bakgrunnurinn að
kynnum okkar systkinanna af
fjölskyldu Öldu. Alda var hús-
móðir af gamla skólanum og við
krakkarnir borðuðum gjarnan
þeim megin sem okkur leist bet-
ur á matinn. Þar tíðkaðist ekki
að banka á dyrnar, heldur var
haldið formálalaust inn og kallað
hvort ekki væri einhver heima.
Við systkinin héldum þessum sið
fram á fullorðinsár og komum
gjarnan við hjá Öldu og Bjarna
um leið og við heimsóttum for-
eldra okkar sem bjuggu við hlið
þeirra stærstan hluta ævinnar.
Alda og fjölskylda hennar er
stór hluti af æskuminningum
okkar og uppeldi. Það var æv-
inlega hægt að treysta á að ein-
hver liti eftir okkur og gætti þess
að við færum okkur ekki að voða.
Alda var glaðlynd og hafði smit-
andi hlátur sem við urðum oft að-
njótandi þegar hún kom auga á
spaugilegar hliðar tilverunnar og
uppátækja okkar krakkanna.
Á fullorðinsárum héldum við
systkinin og fjölskyldur okkar
góðu sambandi við Öldu og
Bjarna á meðan hans naut við.
Það var föst venja að koma við
hjá þeim og taka stöðuna á lífinu
og tilverunni auk þess að fá frétt-
ir af fjölskyldunni. Síðustu árin
barðist Alda við krabbamein í
hálsi en aldrei lét hún bilbug á
sér finna og gerði gjarnan lítið úr
krankleika sínum. Hún tókst á
við sjúkdóm sinn af miklu æðru-
leysi eins og henni var svo lagið.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar erum afar þakklát fyrir
kynnin af Öldu og vottum fjöl-
skyldu hennar okkar innilegustu
samúð.
Þorkell Vilhelm Þor-
steinsson, Kristinn Ársæll
Þorsteinsson, Elín Þuríður
Þorsteinsdóttir.
Látin er í Keflavík systir okk-
ar í Soroptimistaklúbbi Kefla-
víkur, Alda Sigmundsdóttir.
Alda var ein af stofnendum
klúbbsins og starfaði í klúbbnum
í rúm 40 ár, frá 1975 til dauða-
dags.
Alda var kjarnakona og flott í
öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Hún var hjartahlý með
góða nærveru. Þannig minnast
Öldu systur sem störfuðu lengst
með henni í klúbbnum. Við sem
áttum styttri samleið með henni
getum tekið undir þessi orð.
Þrátt fyrir erfið veikindi mætti
Alda vel á fundi. Hún tók veik-
indum sínum af æðruleysi, barm-
aði sér aldrei, heldur mætti með
hlýju og bros á vör og gaf það
sem hún hafði að gefa. Fyrir það
erum við þakklátar.
Á sínum yngri árum sá Alda
um að halda konum í Keflavík
fínum í tauinu. Hún saumaði
kjóla og dragtir sem systur
hennar í klúbbnum nutu meðal
annarra góðs af. Seinna fór Alda
í viðskiptatengt nám og starfaði í
Útvegsbankanum fram að eftir-
launaárum.
Í október sl. var Alda gerð að
heiðursfélaga í Soroptimista-
klúbbi Keflavíkur. Það var ein af
síðustu stundum Öldu í klúbbn-
um, að fá þakkir frá systrum fyr-
ir vel unnin störf.
Hvíl í friði.
Fyrir hönd Soroptimista-
klúbbs Keflavíkur,
Svanhildur Eiríksdóttir,
varaformaður.
Alda
Sigmundsdóttir
Það var fyrir
nokkrum árum að
lítill sönghópur var
stofnaður sem nefndur var
Tjaldur. Hópurinn var stofnaður
af Gúnda og tveimur konum sem
öll voru félagar Rauða krossins í
Hveragerði. Sungið var hálfs-
mánaðarlega fyrir og með heim-
ilismönnum að Ási í Hveragerði.
Með árunum fjölgaði í hópnum,
nú eru félagarnir liðlega 10.
Gúnda var margt til lista lagt,
eitt af því fyrsta sem hann keypti
sér ungur eða um 18 ára gamall
var píanó sem fylgdi honum þar
til hann flutti að Ási fyrir fáum
árum en þá prófaði hann að læra
á gítar en fann fljótt að spila á
bassa passaði betur.
Hann hóf að læra á bassa hjá
Guðmundur
Einarsson
✝ GuðmundurEinarsson,
Gúndi, fæddist 21.
ágúst 1925. Hann
lést 6. febrúar
2019.
Útför Guð-
mundar fór fram
18. febrúar 2019.
Bassa, þá á tíræðis-
aldri og fór fljótlega
að spila á bassann
með hópnum. Gúndi
gaf mikið til okkar,
síðast söng hann og
lék á bassann sinn
með hópnum
skömmu fyrir jól.
Hann Gúndi var
mikill listamaður,
skar út í tré, þar
naut hann fyrir
handverk sitt hinnar góðu að-
stöðu sem er í Ási.
Hann málaði, m.a. myndir af
íslenska skjaldarmerkinu og gaf
margar slíkar til ýmissa félaga og
samtaka, ótrúlegt hve handstyrk-
ur hann var, allt var vel útmælt
hjá honum, og beinar línur var
hann ekki í vanda með.
Ótaldir eru þeir kórar sem
hann tók þátt í og starfa hér í
Hveragerði, auk sönghópsins
okkar Tjaldar, söng hann í
Hverafuglum, kór Félags eldri-
borgara í Hveragerði og Karla-
kór Hveragerðis sem hann hlakk-
aði mjög til að fara með í söngferð
til Ítalíu næstkomandi haust.
Það var alltaf stutt í grínið hjá
honum, hann sagði gjarna „Já, ég
er nú bara átján ennþá“.
Einnig sagði hann oft, ef ein-
hver rétti honum hjálparhönd
„Já, hann er nú svo barngóður“.
Við þökkum góð kynni og gott
samstarf.
Hópurinn vottar aðstandend-
um öllum dýpstu samúð.
Fyrir hönd sönghópsins
Tjaldar,
Örn
Guðmundsson.
Þegar Guðmundur Einarsson
hætti að syngja í bassa fór hann
að læra á bassa. Svona gera bara
snillingar. Þessi félagi okkar,
fyrst í Karlakór Reykjavíkur og
síðar í kór eldri félaga kórsins,
var um margt sérstakur maður.
Líklega munum við ekki síst
hans einstöku kímnigáfu. Það
mætti gefa út heila bók með öll-
um þeim útúrsnúningum og orð-
tökum sem komu svo fyrirhafn-
arlaust og öllum til skemm-
tunar. Það er víst orðið of seint.
En það er ljúflingurinn Gúndi
sem lifir með okkur í minning-
unni og sem glæddi hverja sam-
verustund.
Frá hausti 1973 til vors 2013
lágu leiðirnar saman í söngnum,
eða í 40 ár. Lengi vel í öðrum ten-
ór en síðan í fyrsta bassa þegar
Gúndi færði sig yfir í kór eldri fé-
laga. En það var ekki bara sung-
ið. Til að halda lífi í kórum þarf að
halda utan um félagsstarfið og
ekki síst að afla fjár. Þá kom bíla-
málaranum og fagmanninum
snjalla ráð í hug – láta gera upp
bíla, mála þá og selja og skila
söluverðinu í oftast tóman sjóð
Karlakórs Reykjavíkur. Þetta
var á við góða vertíð. Þær voru
svo margar stundirnar sem fóru í
umsjón félagsheimilis, söfnun
styrktarfélaga, stjórnarfundi
o.s.frv. Ef vantaði að vinna verk-
in, voru hendur þessa félaga okk-
ar oftast fyrstar á loft.
Að gefa lífinu lit gætu hafa ver-
ið einkunnarorð Guðmundar
Einarssonar í starfi og leik. Það
er gæfa hvers og eins að eiga
samleið með einstaklingum sem
gera litróf lífsins gjöfulla. Þessa
nutum við ríkulega sem vorum að
syngja saman gegnum lífið með
Gúnda í fjóra áratugi.
Listamenn hafa löngum sett
svip á mannlífið í Hveragerði.
Þar átti Gúndi góð sín síðustu ár,
lærði á bassa á tíræðisaldri, söng
í kórum, skar út listagripi og ylj-
aði í kringum sig – sannur lista-
maður.
Svona heiðursmanns er gott að
minnast.
Reynir Ingibjartsson,
félagi í Karlakór Reykja-
víkur – eldri félagar.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA H. SCHEVING TAYLOR,
Haddý,
lést mánudaginn 11. febrúar á lungnadeild
Landspítalans Fossvogi.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki lungnadeildar.
Útför hinnar látnu hefur farið fram í kyrrþey.
Anna Scheving Jóhannesd. Jón Davíðsson
Guðrún S. Guðmundsdóttir
Linda Björk Bjarnadóttir Högni Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn