Morgunblaðið - 19.02.2019, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Góður vinur og
félagi hefur nú
kvatt þetta jarðlíf.
Þar með eru horfn-
ir á braut þrír síðustu formenn
Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar, sem ég var svo lánsamur að
kynnast, Eðvarð Sigurðsson,
Guðmundur J. Guðmundsson og
Halldór G. Björnsson, yngstur
þeirra og síðasti formaður Dags-
brúnar.
Þegar ég hóf vinnu hjá Verka-
mannasambandi Íslands, sem þá
var undir forystu Guðmundar J.
kynntist ég Halldóri Björnssyni
sem þá var varaformaður Dags-
brúnar.
Tókust fljótt með okkur góð
kynni og samstarf er leiddi til
vináttu sem varði til hins síðasta
dags. Utan hinna daglegu við-
fangsefna áttum við hjón margar
gleði- og ánægjustundir með
Halldóri, bæði við ýmsa viðburði
í starfi og eins utan þess við ým-
is tækifæri.
Halldór var mikið prúðmenni
í öllum samskiptum og naut virð-
ingar og trausts allra sem hon-
um kynntust. Hann var ákaflega
farsæll í sínum störfum bæði
sem formaður Dagsbrúnar og
síðar í forystu ASÍ. Hann naut
því óskoraðrar virðingar og
trausts sinna samstarfsmanna.
Það kom fljótt í ljós þegar Hall-
dór kom til formennsku í Dags-
brún, að viss kynslóðaskipti voru
að eiga sér stað. Ýmsar umræð-
ur sem ekki höfðu á þeim tíma
náð að þroskast urðu markviss-
ari undir forystu Halldórs og
fleiri forystumanna á vettvangi
hinna almennu verkalýðsfélaga í
Reykjavík. Nauðsynlegt væri að
þjappa félögum með lík samn-
ingssvið saman. Það var ágrein-
ingslaust að Halldór leiddi þessa
vinnu sem varð til þess að
Verkamannafélagið Dagsbrún,
Verkakvennafélagið Framsókn
og Iðja, félag iðnverkafólks, og
svo síðar Starfsstúlknafélagið
Sókn og Félag starfsfólks í veit-
inga- og gistihúsum sameinuð-
ust. Varð Halldór einróma kjör-
inn formaður hins nýja félags. Í
framhaldi af þessu urðu síðan
skipulagsbreytingar á
Verkamannasambandi Ísland,
enda komin ný félög að málefn-
um með ný samningssvið og nýj-
ar áherslur. Þetta leiddi af sér
að ákveðið var að stofna til nýs
landssambands í ljósi þeirra
breytinga sem orðnar voru.
Nafni VMSÍ var breytt og stofn-
sett nýtt samband almennu
verkalýðsfélaganna undir nafn-
inu Starfsgreinasamband Ís-
lands, sem betur þótti eiga við
miðað við hin nýju og breyttu
samningsvið félaganna. Var
Halldór einróma kjörinn formað-
ur hins nýja sambands.
Með Halldóri Björnssyni er
líklega genginn hinn síðasti for-
ingi þeirra sem báru fána hreyf-
ingarinnar frá því í árdaga henn-
ar. Oft þegar fundum okkar bar
saman, sem ekki var svo sjaldan,
bar málefni og stöðu verkalýðs-
hreyfingar á góma. Halldór var
þess fullviss að breyttir tímar
myndu kalla á nýjar áherslur og
ekki væri rétt að óttast breyt-
ingar. Nauðsynlegt væri að
verkalýðshreyfingin væri tilbúin
til átaka í samræmi við þær
breytingar sem þjóðfélagið tæki
á hverjum tíma.
Við sem eftir lifum, samferða-
menn Halldórs G. Björnssonar,
kveðjum góðan dreng, sem skil-
að hafði lífsstarfi sínu með sóma.
Halldór Guðjón
Björnsson
✝ Halldór Guð-jón Björnsson
fæddist 16. ágúst
1928. Hann lést 8.
febrúar 2019.
Halldór var jarð-
sunginn 18. febr-
úar 2019.
Börnum Halldórs
og fjölskyldum
þeirra færum við
Guðmunda sam-
úðarkveðjur.
Snær Karlsson.
Ævi Halldórs
Björnssonar var
samofin þróun
verkalýðsmála inn-
an ASÍ á síðustu
öld. Afskipti hans af málum
verkafólks hófust þegar hann
var kjörinn trúnaðarmaður
starfsmanna Olíufélagsins á
Gelgjutanga og í framhaldinu
var hann kjörinn í stjórn Dags-
brúnar 1958. Halldór vann
lengst af ævi sinni við hlið for-
manna Dagsbrúnar, þeirra Eð-
varðs Sigurðssonar og Guð-
mundar J. Guðmundssonar fyrst
sem ritari Dagsbrúnar en lengst
af sem varaformaður Guðmund-
ar J.
Enginn vafi leikur á því að
Halldór var sá einstaki forystu-
maður innan ASÍ sem mótaði
hvað mest þær miklu breytingar
á verkalýðshreyfingunni sem
urðu í lok tuttugustu aldar.
Fyrst með því að gerast ötull
talsmaður fyrir sameiningu al-
mennu lífeyrissjóðanna hér á
höfuðborgarsvæðinu í lífeyris-
sjóðinn Framsýn sem var forveri
Gildis lífeyrissjóðs. Það var ekki
auðvelt verk og þurfti mikla
lagni og fortölur til þess að koma
því í gegn.
Halldór tók við formennsku í
Verkamannafélaginu Dagsbrún
1996. Þar hóf hann það mikil-
væga verkefni að standa fyrir
sameiningu almennu stéttar-
félaganna á Reykjavíkursvæðinu
þ.e. Dagsbrúnar, Framsóknar,
Sóknar, Iðju, og Félags starfs-
fólks í veitingahúsum í eitt stétt-
arfélag á árunum 1996 til 2000
en Halldór gegndi formennsku í
Eflingu- stéttarfélagi á því tíma-
bili.
Með sameiningu Eflingar
hurfu aldargamlar hindranir á
fjölmörgum sviðum. Konur og
karlar voru sameinuð í eitt stórt
öflugt félag með sömu réttindi
og sömu skyldur. Með því hvarf
stöðugur réttindamissir fé-
lagsmanna við flutning milli fé-
laga þegar skipt var um vinnu.
Réttindi félagsmanna stórefld-
ust í gegnum sjúkra-, fræðslu-,
orlofssjóð þessa nýja félags auk
þess sem öll þjónusta og sam-
starf í kjaramálum skilaði aukn-
um árangri og ekki síst með
samstarfi Flóafélaganna undir
forystu Halldórs.
Halldór Björnsson gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Hann var formaður stjórnar
Ölfusborga meðan á uppbygg-
ingu þeirra stóð. Þá stóð Halldór
að sameiningu þriggja landsam-
banda þ.e. Verkamannasam-
bandsins, Landssambands iðn-
verkafólks og Þjónustusam-
bandsins í eitt samband sem er
Starfsgreinasambandið í dag en
þar gegndi hann formennsku frá
2000 til 2004. Hann sat í mið-
stjórn ASÍ í áratugi og var vara-
forseti ASÍ frá 2000 til 2003.
Halldór var maður sátta sem
leitaði gjarnan eftir lausnum og
þá ekki alltaf eftir hefðbundnum
leiðum. Hann var hreinskiptinn
og talaði oftast tæputungulaust
út um hlutina. Líf Halldórs var
ekki alltaf dans á rósum en það
lýsir Halldóri vel að þegar flestir
eru að ljúka sinni starfsævi um
67 ára aldur má segja að þá hafi
blómaskeið hans í forystustörf-
um verkalýðsfélaganna hafist.
Það sést af verkum hans vítt og
breitt innan hreyfingarinnar.
Halldór var vinamargur maður,
góður vinur og einstaklega
skemmtilegur ferðafélagi.
Með Halldóri er genginn einn
af þeim forystumönnum verka-
fólks á 20. öldinni sem hafði
einna víðtækust áhrif á upp-
byggingu þeirrar hreyfingar
sem við búum við í dag. Fyrir
það vil ég þakka.
Sigurður Bessason.
Fyrstu kynni mín af Halldóri
voru árið 1982 þegar hann réð
mig til starfa hjá Verkamanna-
félaginu Dagsbrún. Þótt tölu-
verður aldursmunur hafi verið á
mér og honum tókst strax með
okkur góð og trygg vinátta sem
varað hefur æ síðan og aldrei
borið skugga á.
Halldór var litríkur persónu-
leiki og aldrei nein lognmolla í
kringum hann. Hann var hreinn
og beinn og sagði sína meiningu
umbúðalaust en virti líka skoð-
anir annarra. Hann tókst á við
mörg erfið verkefni og afrekaði
margt.
Hann var vinur vina sinna,
ákveðinn, jákvæður, drífandi,
góðhjartaður, hjálpsamur, sann-
gjarn og raungóður.
Halldór var sannur herramað-
ur fram í fingurgóma, algjör
snyrtipinni og ávallt vel til hafð-
ur með sitt gráa hár enda stund-
um nefndur silfurrefurinn. Hann
var mikill fagurkeri og hafði
gaman af að hafa fínt og fallegt í
kringum sig. Hann var höfðingi
heim að sækja, gestrisinn með
eindæmum og hélt margar veg-
legar veislur þar sem ekkert var
til sparað enda sjálfur hrókur
alls fagnaðar.
Halldór var prímus mótor í að
skipuleggja metnaðarfullar ut-
anlandsferðir nokkurra félaga
og vina þar sem menning, listir,
fróðleikur og skemmtun var allt
í hæfilegum skömmtum.
Hann var frábær ferðafélagi
og lentum við í ýmsum skemmti-
legum uppákomum.
Mér eru sérstaklega minnis-
stæðar tvær ferðir fyrir tíma
GPS-tækja. Annars vegar til
Ítalíu þar sem við ókum frá Rim-
ini til Rómar eftir óskiljanlegum
vegakortum þar sem sérstaklega
var tekið fram að enginn Íslend-
ingur ætti að reyna að aka í
Róm. En viti menn, þegar stopp-
að var í miðborg Rómar var hót-
elið okkar hinum megin við
hornið. Er við heimsóttum Páfa-
garð var heitt í veðri, allir í
stuttbuxum og hlýrabol en þó
með viðeigandi fatnað meðferðis.
Þegar átti að skipta í síðbuxur
og skyrtu að við töldum í skjóli
fyrir umheiminum, birtist þá
ekki fjöldi manna með alvæpni
vegna óviðeigandi hegðunar.
Einnig er minnisstæð ferð til
Spánar þar sem við vorum tekin
föst fyrir að reyna að svindla
okkur í lestina án þess að greiða
fargjaldið. Málið var hins vegar
að sjálfsalinn var bilaður en ör-
yggismyndavélin ekki.
Þó að samskipti og samvera
hafi eðlilega breyst með árunum
er það mér mikils virði að hafa
náð að heimsækja Halldór fyrir
skömmu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Með hlýju og virðingu kveð ég
góðan vin með þakklæti fyrir
dýrmætar og skemmtilegar
stundir.
Börnum hans, tengdabörnum
og fjölskyldunni allri sendi ég
mína dýpstu samúðarkveðju.
Kristjana.
Þegar kvisaðist um höfuð-
stöðvar ASÍ að Halldór Björns-
son væri kominn í hús var kaffi-
stofan fljót að fyllast enda „Dóri
Björns að detta inn í kaffi“. Þá
mátti ganga að því vísu að Hall-
dór sæti þar glaðbeittur og vel
til hafður með sterkar skoðanir
á mönnum og málefnum sem
hann rakti með slíkri orðkynngi
að starfsmenn og aðrir viðstadd-
ir veltust um af hlátri.
Þannig var foringinn Halldór
Björnsson. Hann laðaði fólk að
sér með hlýju sinni og kímni-
gáfu. Hann var laginn í sam-
skiptum og átti auðvelt með að
fá fólk til að vinna með sér. Sem
verkalýðsforingi kunni hann að
hlusta og var þeirrar gerðar að
ná sínu fram með lagni og sann-
girni en vissi einnig hvenær og
hvernig þurfti að höggva á
hnúta. Það var einmitt þannig
sem hann náði að sameina fimm
verkalýðsfélög í Reykjavík undir
merkjum hins nýja félags Efl-
ingar í lok síðustu aldar. Þar
varð Halldór fyrsti formaður.
Hann var líka drifkrafturinn að
stofnun Starfsgreinasambands
Íslands árið 2000 en Starfs-
greinasambandið er í dag fjöl-
mennasta landssamband verka-
fólks á Íslandi og stærsta
sambandið innan ASÍ, með um
60 þúsund félagsmenn. Í því ferli
sýndi hann framsýni þegar hann
hvatti til sameiningar verkalýð-
félaga í því augnamiði að stækka
og styrkja einingarnar. Þetta er
arfleið þessa kraftmikla verka-
lýðsforingja.
Skrifstofa Alþýðusambands
Íslands fékk að njóta krafta
Halldórs Björnssonar í byrjun
aldarinnar þegar hann, sem
varaforseti ASÍ, hljóp í skarðið
fyrir starfandi forseta um skeið.
Á þeim tíma gustaði talsvert inn-
anbúðar í hreyfingunni og átti
Halldór þátt í að lægja þær öld-
ur. Sem staðgengill forseta ASÍ
stóð Halldór Björnsson sig með
miklum sóma.
Starfsfólk ASÍ mun sakna
heimsókna Halldórs Björnsson-
ar á kaffistofuna. Þær voru svo
sannarlega ferskur andblær í
erli dagsins. Við og Alþýðusam-
band Íslands þökkum góðum
dreng samfylgdina og vottum
fjölskyldu og vinum Halldórs
okkar innilegustu samúð.
Fyrir hönd starfsfólks ASÍ,
Ástríður Andrésdóttir.
Í dag kveðjum við í hinsta
sinn góðan félaga og vin, Halldór
Björnsson. Halldór helgaði nán-
ast allan sinn starfsferil baráttu
launafólks fyrir betra samfélagi
og bættum kjörum. Það eru mik-
il forréttindi að hafa fengið að
kynnast Halldóri og starfa með
honum innan verkalýðshreyfing-
arinnar. Hann var fyrst kosinn í
stjórn Dagsbrúnar í Reykjavík
u.þ.b. sem ég fæddist vorið 1958,
hóf störf á skrifstofu félagsins
um 1962 og varð síðar varafor-
maður félagsins með Guðmundi
J. Guðmundssyni og var síðan
kosinn formaður félagsins 1996.
Það var ávallt ánægjulegt að
starfa með Halldóri bæði sem
formanni stéttarfélags, sem for-
manni Starfsgreinasambandsins
og síðar sem varaforseta ASÍ og
fáa þekki þekki ég sem eru jafn-
miklar félagsverur og Halldór.
Djúpstæður skilningu hans á
stöðu og kjörum verkafólks og
þörf þeirra fyrir bæði sterka
samstöðu og vel skipulagða
hreyfingu var mikilvægur visku-
brunnur í störfum hans og okkar
sem með honum störfuðu. Hall-
dór beitti sér mikið fyrir nútíma-
væðingu og endurskipulagningu
verkalýðshreyfingarinnar og líf-
eyrissjóðakerfisins eftir að hann
tók við sem formaður Dags-
brúnar. Beitti hann sér fyrir
sameiningu allra þeirra verka-
lýðsfélaga sem störfuðu í þágu
verkafólks í höfuðborginni í
stéttarfélagið Eflingu, sameinaði
þrjú landssambönd verkafólks í
Starfsgreinasambandið og hvatti
félaga sína víða um land til að
sameinast í stærri og öflugri
stéttarfélög.
Í störfum sínum að skipulags-
málum eða uppstillingu í for-
ystusveit hreyfingarinnar fór
Halldór ekki alltaf troðnar slóðir
og ögraði félögum sínum ef hon-
Fallinn er frá
tengdafaðir minn,
Ingvar Þorsteins-
son. Kynni okkar
hófust á árinu 1972 er ég tók
saman við dóttur hans Ástu og
sló aldrei skugga á þau kynni.
Ingvar var með eindæmum
duglegur maður. Frá því að ég
kynntist honum og þar til að
þrek hans þraut þá var hann sí-
vinnandi, alla daga, jafnt virka
sem og um helgar. Ef hann
frétti um einhverjar fram-
kvæmdir, sem til stóðu hjá ein-
hverju barna hans mætti hann
á staðinn til að leggja hönd á
plóg.
Þegar ég stóð að fram-
kvæmdum við mín húsakynni
gegnum árin tók Ingvar, óum-
beðinn, þátt í þeim fram-
kvæmdum. Ósjaldan mætti
hann á svæðið með hamar í
hönd og spurði hvað hann gæti
gert.
Hann reyndar gat allt og var
ávallt með lausnir ef upp komu
vandamál.
Ingvar var af þeirri kynslóð
sem taldi vinnusemi til dyggða.
Ingvar var mjög lánsamur
Ingvar
Þorsteinsson
✝ Ingvar Þor-steinsson fædd-
ist 28. maí 1929.
Hann andaðist 31.
janúar 2019.
Ingvar var jarð-
sunginn 15. febrúar
2019.
maður að hafa átt
Lillý sér við hlið,
allt frá tánings-
aldri þeirra. Hefur
hún veitt honum
styrk í blíðu og
stríðu. Þeim varð
fimm barna auðið,
en urðu fyrir þeirri
skelfilegu lífs-
reynzlu að missa
tvær dætur með
mánaðar millibili í
byrjun árs 2008.
Er Ingvar var um sextugt
urðu aðstæður þess valdandi að
hann missti nánast allar sínar
eigur, þar á meðal trésmíða-
verkstæði. Hann mætti þessu
áfalli af æðruleysi og dugnaði
þannig að innan nokkurra ára
hafði hann byggt heilt raðhús
fyrir sig og Lillý, keypt tré-
smíðavélar og verkfæri og opn-
að trésmíðaverkstæði í eigin
húsnæði.
Ingvar hafði ávallt úr næg-
um verkefnum að velja enda
var hann þekktur sem mjög
góður og vandvirkur smiður og
virtist una sér bezt ef um krefj-
andi verkefni var að ræða.
Ég ætla öðrum að fjalla um
lífshlaup Ingvars en kveð þenn-
an öðling, sem hefur átt svo
stóran þátt í lífi mínu, með
miklum söknuði.
Við Soffía sendum öllum ætt-
ingjum Ingvars hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Brynjólfur Eyvindsson.
Kæru vinir og fjölskylda, við þökkum hlýjar
kveðjur og auðsýnda samúð vegna fráfalls
og útfarar okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURHELGU STEFÁNSDÓTTUR,
Helgu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki HSN
í Fjallabyggð fyrir frábæra umönnun.
Kristín Bogadóttir Kristján Björnsson
Sigurbjörn Bogason Kristrún Snjólfsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR HEIÐAR ERLENDSSON,
Hljóðalind 6,
Kópavogi,
lést 13. febrúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 22. febrúar klukkan 11.
Sólveig Erlendsdóttir Sigurjón Geir Þórðarson
Dagur Árni og Jökull Logi Sigurjónssynir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar