Morgunblaðið - 19.02.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.02.2019, Qupperneq 25
um fannst þeir vera að stíga feil- spor. Hann sagði mér eitt sinn að það væri ekki endilega hlut- verk okkar forystumanna að fara hefðbundnar leiðir eða þær leiðir sem fljótt á litið virtust vinsælar. Stundum yrðu forystu- menn að horfa lengra fram á veginn og fylgja þeirri sannfær- ingu sinni eftir og það gerði Halldór svo sannarlega. Halldór bauð mér í kaffi til sín vorið 2001 þegar hann leysti Grétar Þorsteinsson, þáverandi forseta ASÍ, af í veikindum og lagði hart að mér að koma aftur til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ. Eins og endnær var hann ekkert að skafa utan af því og fullyrti við mig, að ég væri á rangri hillu í þessu bankastússi mínu og að mín biðu mín miklu mikilvægari verkefni innan verkalýðshreyfingarinnar við að gera eitthvað sem skipti máli. Ég er Halldóri afar þakklátur fyrir að hafa ýtt við mér og feng- ið mig aftur til starfa og hafði mikla ánægju af að starfa með honum. Halldór skilur eftir sig djúp spor í þróun þeirrar bar- áttu sem hann helgaði allt sitt líf og fyrir það getum við verið hon- um þakklát og vottað honum virðingu okkar. Ég vil líka votta börnum Halldórs og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Farðu í friði, kæri félagi, og kærar þakkir fyrir langt og ánægjulegt samstarf. Gylfi Arnbjörnsson, fv. forseti ASÍ. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá á öllum starfsferli mínum að njóta návistar og sam- skipta við Halldór Björnsson. Fyrst í þjónustu fyrir Dagsbrún en síðar á vettvangi ASÍ. Undir lok síðustu aldar og í upphafi þessarar höfðu margir afskrifað Halldór sem áhrifamann á vett- vangi ASÍ enda hann kominn um og yfir sjötugt. Það var mikið vanmat. Hann beitti sér fyrir stofnun Starfsgreinasambands Íslands og kom sem leiðtogi þess í forystu ASÍ. Það var einmitt við stofnun Starfsgreinasam- bandsins sem samstarf okkar varð hvað nánast en þá hafði ég nýlega hafið störf hjá ASÍ. Fyrst við að draga upp hið ytra form en síðan við að fá allan þann stóra og ólíka hóp sem myndaði og stýrði verkalýðsfélögum um allt land til þess að fallast á hug- myndina. Við lögðumst í ferða- lag því Halldór vildi hitta for- menn allra aðildarfélaga þeirra sambanda sem sameinuðust undir merkjum Starfsgreina- sambandsins. Það ferðalag tók lungann úr heilu sumri og fram á haust og það var úr vöndu að ráða. Halldór játaði nefnilega fúslega að hann vissi eiginlega ekki mikið um þessi félög úti á landi, hann væri og hefði alltaf verið Reykjavíkurmaður. „Æ skelltu saman einhverju efni sem við getum tekið með okkur og hafðu eitthvað til að setja upp á vegg“ voru skilaboðin og sam- viskusamlega varð ég við því. Á hverjum fundi var efni dreift og slæðum hent á vegg en Halldór lét alltaf eins og hann vissi ekki af því. Þar komu styrkleikar hans í ljós og hæfileikar til að lesa fólk og hvern þann fund sem við héldum og þeir voru margir. Erindi hans var aldrei eins þó boðskapurinn væri sá sami. Það þurfti að tala með öðr- um hætti inn í stöðu launafólks og hreyfingar á Flateyri en á Húsavík og með enn öðrum í blómlegum landbúnaðarhéruð- um á Suðurlandi. Þetta kunni Halldór. Fjölmennustu fundina sóttu nokkrir tugir og þann fámenn- asta á Drangsnesi, einn. Það skipti engu, sama virðing í orð- um, æði og klæðaburði var öllum sýnd. Þetta voru góðir dagar og margt spjallað á löngum leiðum. Í minningunni finnst mér að alla daga hafi skinið á okkur sól. Leiðbeinandi, fyrirmynd og vinur hefur kvatt. Að leiðarlok- um þakka ég fyrir samfylgdina, bið vini mínum blessunar og sendi fjölskyldu hans mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ. Ó, þessi maður, svo flottur og elegant. Við hittumst oft á vett- vangi kjaramálanna en byrjuð- um að vinna saman í stjórn SAL, sambands almennra lífeyris- sjóða, árið 1987, þá var ég fyrsta konan til að taka þátt í þessu karlaneti sem þá var. Svo liðu árin og alltaf hittumst við á fundum og í miðstjórn ASÍ. Því- líkir tímar, fólk var sko alls ekki sammála um alla hluti þá frekar en nú til dags. Svo liðu árin með þjóðarsátt og því sem því fylgdi. Upp úr þeim tíma fóru menn og konur að huga að meiri hag- kvæmni enda oft bent á það á ársfundum SAL að alltof margir lífeyrissjóðir væru til staðar, það vantaði meiri hagkvæmni. Þetti leiddi til þess að fólk fór að tala saman um sameiningu lífeyris- sjóða og þar vorum við Halldór í lykilstöðu þar sem lífeyrissjóður Sóknar var lítill og með mikla örorkubyrði, einnig lífeyrissjóð- ur Iðju. Það varð úr að þessir sjóðir sameinuðust árið 1995. Við það urðu straumhvörf í sam- einingu lífeyrissjóða. Þvílíkt þrekvirki sem þarna var unnið. Og svo kom framhaldið, við unn- um meira og meira saman og úr því varð að Dagsbrún og Fram- sókn sameinuðust í nýtt félag, Dagsbrún & Framsókn, ári seinna fórum við í meiri samein- ingar s.s. með starfsfólki í veit- ingahúsum og þannig varð Efl- ing til en að ári liðnu kom Iðja með í hópinn. Þvílík snilld. Gíf- urleg vinna og endalausir fundir og alltaf aftur og aftur nýjar stjórnir með óvenjulegum fjölda tímabundið. Þarna urðum við Halldór formaður og varformað- ur í nýju og öflugu stéttarfélagi. Þvílík vinna og þvílíkt fjör því Halldór var ekki maður logn- mollu. Við unnum líka saman á fleiri stöðum s.s. í SL lífeyris- sjóði, en þar var Halldór í stjórn í 16 ár og minnast margir hans þaðan sem einstaklega geðugs og raunsæs manns. Aftur að okkar samstarfi í Eflingu og í aðdraganda sameiningarinnar þar lá mikil vinna, en líka gæða- stundir. Til að kynnast okkur í stjórn Sóknar fór Halldór í ferð til Færeyja með Sókn og þvílíkt fjör og mikil gleði. Halldór kunni sig, fór á milli borða til að kynn- ast fólkinu og hlusta á viðhorf þess. Hans mikla reynsla frá Dagsbrúnarárunum kom þarna vel fram. Við það að stýra nýju stéttarfélagi og samræma alla hluti var gífurleg vinna, þess vegna lögðum við saman starfs- krafta okkar til að fá inn í kjara- samninga starfsmenntasjóði. Þetta kunnum við í Sókn og tók- um forystu í málinu og við náð- um að semja árið 2000 um starfsmenntasjóði fyrir alla fé- laga Eflingar. Þvílík snilld og uppreisn æru fyrir svo marga, jarðlagatæknanám, nám fyrir fólk á bensínstöðvum og svo héldu öll Sóknarnámskeiðin áfram og uxu og döfnuðu. Starfsafl varð til og þá fór ný menntunarhrina af stað, stuðn- ingur við lesblinda, íslensku- kennsla fyrir nýbúa og margt fleira. Með þessu bötnuðu kjör fjölda fólks og það rétti líka úr bakinu. Eimskip og Samskip fengu nám til sín. Halldór treysti sínu fólki. Það var gaman að vinna með honum. Við áttum samleið í líf- eyrismálum, svo sem í Framsýn sem varð til við sameiningu margra sjóða. Vinátta og skemmtanir í ferðalögum settu svo punktinn yfir okkar góða samstarf, hafðu þökk fyrir vin- áttu. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformaður Eflingar stéttarfélags. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 25 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Eyþór L. Arnalds, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, verður gestur á hádeg- isfundi SES á morgun, miðvikudaginn 20. febrúar kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina. Hefbundið starf, við spilum, spjöllun, prjónum og eigum góða stund saman. Verið hjartanlega velkomin. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffi og blöðin liggja frammi. Myndlistarnámskeið hjá Margréti Zóphaníasd. kl. 9-12. Thai chi kl. 9-10. Leikfimi kl. 10-10.45. Hádegismatur kl. 11.30. Enskunámskeið kl. 12.30-15. Kríurnar myndlistarhópur kl. 13. Brids kl. 13-16. Leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30. U3A kl. 16.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverksstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl.14.30. Velkomin! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Tréskurður/smíði í Smiðju kl. 9/13. Félags- vist í Jónshúsi kl. 20. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar. Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara er í Grafarvogskirkju kl. 13 til 16 alla þriðjudaga. Fyrir opna húsið er helgi- og fyrirbæna- stund kl. 12 þar sem öllum er frjálst að mæta í og er súpa og brauð í boði fyrir vægt gjald þar á eftir. Hér er fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi. Grensaskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Verið velkomin. Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm- og silfur- smíði / kanasta / tréskurður kl. 13. Hraunsel K. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 9 dansleikfimi, kl. 10 qi-gong, kl. 13 brids, kl. 10.45 leikfimi Hjallabraut, kl. 13-16 fjölstofan Hjalla- braut, kl. 9-12 handverk Sólvangsvegi, kl. 11.30 leikfimi Bjarkarhús, kl. 14.40 vatnsleikfimi Ásvallalaug. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, helgistund kl. 14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum, botsía kl. 10 og 16 í Borgum, helgistund kl. 10.30, leikfimishópur kl. 11 undir stjórn Ársæls í Egils- höll, sundleikfimi kl. 13.30, heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15, upplestur kl. 11-11.30, trésmiðja kl. 9-12, opin listasmiðja kl. 9-12/13- 16, samverustund með djákna kl. 13, bókasafnshópur kl. 14, kaffi- húsaferð kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 16. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt í Risinu á Eiðistorgi kl. 10.30. Munið bingóið með nemendum Mýrarhúsaskóla í salnum á Skólabraut kl. 13. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Skák kl. 12. Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 16 Ásgarði Stangarhyl 4. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn munið félagsskírteini FEB. Félagslíf  EDDA 6019021919 III FUNDARBOÐ Hér með er boðið til stofnfundar Konrad Maurer félags á Íslandi. Allir geta gerst stofnendur að félaginu. Stofn- fundurinn verður haldinn 21. febrúar nk. í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá: 1. Ávarp, Jóhann J. Ólafsson 2. Erindi, Maurer, Jón Árnason og þjóðsögurnar. Vilhjálmur Bjarnason 3. Stofnun félagsins 4. Kaffihlé 5. Myndasýning, Sigurjón Pétursson Ferðafélag Íslands hefur vinsamlega boðist til að hýsa hið nýja félag að Mörkinni 6 og annast rekstur þess án endurgjalds. Því verða ekki innheimt félagsgjöld. Ferðafélagi Íslands er innilega þakkað þetta höfðinglega boð. Í undirbúningsnefnd: Jóhann J. Ólafsson, formaður Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Kristján Valur Ingólfsson, fyrrv. vígslubiskup Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands Páll Sigurðsson, fyrrv. lagaprófessor Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri og ljósmyndari Vantar þig fagmann? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.